Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Haegviðri, dálítil rigning. Hiti 1—3 stig. 90. tbl. — Sunnudagur 20. apríl 1958 Reykjavíkurbréf er á bls. 13. 15 mán. fangelsi fyrir að verða manni að bana af gáleysi Eins og skýrt hefir verið frá í fréttum, verður óperan Carmen flutt í tónleikaíormi í Austurbæjarbíói í þessari viku. Þrir listamenn koma frá útlöndum tii að aðstoða við flutning óperunnar* Stefán íslandí frá Kaupmannahöfn, Gloria Lane frá New York og Wilhelm Brúckner-Rúggeberg frá Hamborg, en hann er fyrst hljómsveitarstjóri við Ríkisóperuna þar í borg. Mjög hefir verið vandað til alls undirbúnings að flutningi óperunnar, og undanfarið hefir verið æft af kappi, eins og sjá má af myndinni hér að ofan. Hún sýnir hljómsveitarstjórann á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands, en það er Sinfóníu- hljómsveitin, sem gengst fyrir flutningi óperunnar. Unnið fyrir rúma I millj. kr. í Rifshöfn í sumar í HÆSTARÉTTI er genginn dóm- ur í máli sem ákæruvaldið höfð- aði gegn Ragnari Guðjóni Karls- syni, Höfðaborg 21 hér í bæ. Mál þetta var höfðað gegn Ragnari Guðjóni, fyrir það að hann barði Jón Ingvar Arnason, verkamann, Njálsgötu 33, með krepptum hnefa í andlitið, svo hann féll aftur yfir sig og skall höfuðið í götuna, Slasaðist hann svo mjög við þetta, að hann lézt af afleið- ingum höggsins um tveim sólar- hringum síðar. Atburður þessi gerðist niður við „Varðarhúsið“ um kl. 10 að morgni 29. júlí 1957. Hinn ákærði í máli þessu bar þar að sem hinn látni var ásamt öðrum manni. Voru þeir báðir undir áhrifum áfengis, og buðu Ragnari Guðjóni sopa, en hann hafnaði því boði. Lítilli stundu síðar tók Jón Ingv- ar að fálma framaní Ragnar Guð- jón. Segir hann að Jón Ingvar hafi löðrungað sig, en vitni er nærstödd voru bera að það hafi þau ekki séð. Tóku þeir að kljást. Þeim viðskiptum þeirra lauk með því að Ragnar Guðjón sló Jón Ingvar eitt högg í höfuðið og féll hann við það aftur á bak, skall á höfuðið og lá hreyfingarlaus á eftir. Ragnar Guðjón sinnti ekki hinum meðvitundarlausa manni eftir þetta og gaf þá eina skýringu m.a. að hann væri skel- þunnur og ómögulegur. Jón Ingvar var siðan fluttur í sjúkrahús meðvitundarlaus. — Hann kom ekki aftur til meðvit- undar og lézt í sjúkrahúsi 31. júlí. Hann var aðeins 33 ára gamall. Við dómsuppkvaðningu í und- irrétti var Ragnar Guðjón Karls- son dæmdur í 15 mán. fangelsis- vist og sviptur kjörgengi til op- inberra starfa og almennra kosn- inga. Þennan dóm staðfesti Hæsti- réttur. í forsendum hins staðfesta dóms segir m.a. á þessa leið: „Engin rök liggja að því, að ákærður hafi viljað dauða Jóns Ingvars með árás sinni, né heid- ur verður gerð krafa til hans um að hann hafi átt að sjá fyrir sem Fallegt norskt kanpfar hér HINGAÐ til Reykjavíkur kom í fyrradag fallegt norskt skip Foldenfjord, en það er Ameríku- línu skip, sem siglir milli Noregs og New York. Það kom hingað til þess að taka fisk til Bandaríkj- anna. Er þetta fallegt skip, með dálítið farþegaplass. Það er 20 m lengra en Gullfoss. Það lá við Ægisgarð og var gert ráð fyr ir að skipið færi héðan í gær- kvöldi áleiðis til New York. Eyvind Johnson með rifhöfundum RITHÖFUN D AS AMB AND ís- lands hefur boðið sænska skáld- inu Eyvind Johnson til kaffi- drykkju í Tjarnareafé þriðjudag- inn 22. þ.m. kl. 4 síðdegis. Mun Eyvind Johnson væntanlega lesa þar úr verkum sínum. Eru það vinsamleg tilmæli stjórnar rit- höfundasambandsins, að allir þeir rithöfundar, er því fá við komið, komi í Tjarnarcafé á tilgreind- um tíma og fagni góðum gesti. mjög sennilegar afleiðingar verknaðar sins dauða Jóns Ingv- ars, og verður þegar af þeirri ástæðu að sýkna ákæðran af á- kærunni um brot á 211. gr. hinna almennu hegningarlaga. Árás ákærðs á Jón Ingvar í umrætt sinn verður að telja vís- vitandi gerða. Hún réttlætist ekki af ertni þeirri er Jón Ingvar hafði áður sýnt ákærðum með fálmi sínu. Afleiðingar hennar ber að virða ákærðum sem gá- leysi. Þykir brot ákærðs rétti- lega heimfært undir ákvæði 218. gr. og 215. gr. hinna almennu hegningarlaga 19/1940. Refsing ákærðs þykir eftir at- vikum hæfilega ákveðin fang- elsi í 15 mánuði.“ ■■ ■■ -* ■ Sár óánægja á Akureyri yfir dagblaðapósiinum ENN hafa Akureyringar orðið æfareiðir yfir meðferð dagblað- póstsins til þeirra. Á föstudags- kvöldið klukkan að ganga 9 komu Reykjavíkurblöðin loks til Akureyrar, því þau voru ekki send með morgunvélinni og höfðu verið látin bíða allan dag- inn. Voru blöðin ekki komin til kaupenda fyrr en seint um kvöld- ið. Voru það fimmtudags- og föstudagsblöðin. í dag, sagði Svanberg Einarsson afgrm. Mbl. á Akureyri, í símtali við blaðið í gærdag, hefur þetta endurtekið sig. Morgunflugvélin var látin skilja blöðin eftir. Höfum við, sem önnumst afgreiðslu blaðanna fengið óspart að heyra í dag hina miklu og almennu óánægju yfir þessu og lesendur blaðanna krefjast þess að hér verði gripið í taumana, því slíkt muni Akur- eyringar ekki láta bjóða sér. Skipting b j örguna rlarnia EGGERT G. ÞORSTEINSSON flutti fyrir nokkru frumvarp um breytingu á ákvæðum siglinga laganna um skiptingu björgunar- launa. Sjávarútvegsnefnd efri deildar hefur haft frumvarpið tú athugunar. Varð nefndin sam- mála um að leggja til, að það yrði afgreitt með rökstuddri dag- skrá. Fram kom við athugun, aó hér var um viðkvæmt mál að ræða, sem talið var, að þarfnað- ist frekari undirbúnings. —• Á fundi efri deildar í fyrradag var hin rökstudda dagskrá samþykkt. SANDUR, 19. marz. — Hingað kom á fimmtudaginn flugleiðis frá Reykjavík svonefnd Rifs- hafnarnefnd og var í för með henni formaður fjárveitingar- nefndar Alþingis Karl Guðjóns- son og Jón Gunnarsson verk- fræðingur frá vitamálskrifstofun um en hann mun eiga að hafa yfirumsjón með hafnarfram- kvæmdunum, einnig voru í þessu föruneyti fulltrúar í samgöngu- og fjármálaráðuneytinu. Hailbjörg skemmlir í Ausiurbæjarbíói EINS og skýrt hefur verið frá er Hallbjörg Bjarnadóttir nj- komin hingað til Reykjavíkur, eftir um 3 ára fjarveru. Hefur hún víða farið og skemmt og var t. d. í Finnlandi í vetur, þar sem skemmtanir hennar vöktu mikla hrifningu, einnig var svo J í Svíþjóð. Voru ummæli blaða vinsamleg og var hún t. d. í einu Stokkhólmsblaðanna kölluð söng konan með hundrað raddirnar. — Nú ætlar Hallbjörg að halda mið- næturskemmtun í Austurbæjar- bíói á þriðjudaginn og þar mun hún koma fram í gerfi margra heimskunnra söngvara og leikara. — Hún sagði blaðinu í gær að hún myndi einnig hér koma fram með skopstælingu á H. K.L., Nóbelsverðlaunahöfundi. Sendinefnd þessi fór þegar út í Rifshöfn til þess að skoða þar höfnina og til að glöggva sig bet ur á þeim framkvæmdum sem nú á að ráðast þar í. Þegar komið var til baka var skotið á hrepps- nefndarfundi Neshrepps. Þar var hreppsnefndarmönnum skýrt frá því hvaða verkáætlanir nú ætti að fara að framkvæma. Dýpkunarskipið Grettir verður sendur til að dýpka og breikka innsiglinguna og einnig verður öflug sanddæla með dýpkunar- skipinu. Þá verður bryggjan endurbyggð og stækkuð og loks á að gera steinsteyptan garð við svokallað Melnes, til að hefta sandrennsli inn í Rifshöfn. Þessar framkvæmdir sem hér hafa verið raktar eiga að kosta um 1,1 milljón króna og eiga framkvæmdir að hefjast í júní. — Rögnv. ÞAÐ er staðreynd, sagði R. J. Cooling, umuoðsmaður hins mikla brezka flugfélags BOAC á Keflavíkurflugvelli, að fram- tíð Keflavíkurflugvallar, sem millilendingarstöðvar fyrir far- þegaflugvélar á leiðinni milli Evrópu og Ameríku, er í mikilli óvissu. Nú er svo komið, sagði Mr. Cooling, sem hér hefur starfað í tvö ár, að flugvélar BOAC hafa hér færri og færri viðkomur. Það, sem þessu veldur eru hinar nýju háloftaflugvélar, sem auðveld- lega geta flogið í einum áfanga frá London til New York. Sem dæmi um það, hversu við- komum BOAC-flugvéla á Kefla- víkurflugvelli hefur fækkað, sagði Mr Cooling er það, að árið 1956 komu BOAC flugvélar við hér 430 sinnum, en 1957 eru lend- ingarnar á Keflavíkurflugvelli komnar niður í 178. Hann gat þess, að aldrei hefði Skymaster- flugvél af gerðinni Dc7-c, komið við á Keflavíkurfugvelli, en þær flugvélar hafa verið í notkun hjá félaginu frá því á árinu 1956. Rannsókn stóð yfir KLUKKAN 1.30 í gærdag hófst rannsókn í máli skozka togarans Star og Lathallan. Þegar þetta er skrifað stóðu réttarhöldin sem hæst. Var komið með togar- ann um klukkan 6 í gærmorgun. Hinn skozki togari var tekinn að veiðum um V-i mílu fyrir inn- an línu, en áður hafði sézt til hans enn innan og var var hann þá á útleið. Var togarainn kom- inn út fyrir línuna er hann var stöðvaður. Skipstjórinn neitaði að hafa verið að veiðum í landhelgi. í fyrrinótt var hann hafður um borð í Maríu Júlíu. Togarinn er að sjá talsvert hlaðinn. Er hann nýtízkulegur að sjá, skrokkurinn rauðleitur, ein- möstrungur ap, er hið nsnotrasta skip. Gullfoss í fyrslu sumarferð GULLFOSS fór í gærkvöldi héð- an áleiðis til Leith og Kaup- mannahafnar með viðkomu í Hamborg, en þangað verður far- ið og þar losar skipið frystan fisk áður en það fer til Kaup- mannahafnar. Hér var um að ræða fyrstu ferð skipsins sam- kvæmt sumaráætluninni. Var talsvert af vörum í skipinu og farþegar rúmlega 60 talsins. Kynttir sér leikhús- mál í Noregi FRAMKVÆMDASTJÓRI Banda- lags ísl. leikfélaga Sveinbjörn Jónsson, fór í gær flugleiðis til Noregs í boði norska Riksteatret. Mun hann dvelja þar í tvær vik- ur og kynnast starfsemi leikhúss- ins og norsku leikhúslífi. Norska Riksteatret heimóstti ísland á s.l. esumri og sýndi hér Brúðuheim- ili Ibsens víða um land á vegum Bandal. ísl. leikfélaga. Þetta boð er til endurgjalds og í þakklætis- skyni fyrir góðar viðtökur hér. Ummæli Coolin koma vel heim við þær tölur, sem flugvallar- stjóri Keflavíkurflugvallar hefur sent blöðunum. Segir þar að að- eins 54 farþegaflugvélar, hefðu komið við í Keflavík allan marz- mánuð. Af þeim eru flugvélar frá Pan Americanfélaginu 20. Þær flugvélar hafa nokkra sér- stöðu hér, því sem kunnugt er flýgur PAA áætlunarflug hingað til landsins. Flugvélar frá BOAC-félaginu komu aðeins 7 sinnum við á flug- vellinum og frá hollenzka flug- félaginu KLM 4 sinnum. Kópavogur SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN I Kópavogi efna tii skemmtunar nk. þriðjudagskvöld í Oddfellow. ____..... /í >x? : :ij Færeyska sjómannaheimilið í Reykjavík Fromtíð Keflaviknrilngvallar, sem Killilendingorstöð var tvísýn — segir fulltrúi brezka flugfélagsins BOAC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.