Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVTSBL4Ð1Ð Sunnudagur 20. apríl 1ók8 tTtg.: H.í. Arvakur, ReykjavOc. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðalntstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benedíktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Augiýsingar: Arni Garðar KrisUnsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriítargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands. t lausasölu kr. 1.50 eintakið. BLAÐAMANNAFÉLAGIÐ SEXTÍU ÁRA BLAÐAMANNAFÉLAG Is- lands minnist um þessar mundir 60 ára afmælis síns. Frumkvöðull að stofnun þess var Jón Ólafsson skáld og ritstjóri, fjölhæfur og gáfaður áhugamaður, sem var ritstjóri fjölda blaða á seinnihluta 19. ald- arinnar og fyrsta hluta hinnar 20. — t þann mund, sem Blaða mannafélagið var stofnað, voru ýmsir af umsvifamestu stjórn- málamönnum þjóðarinnar í blaða mannastétt. íslenzk blöð voru á þessum tíma flest gefin út við fjár- hagslega erfiðleika. En mark- mið þeirra var að vera þjóð- inni vopn í frelsisbaráttu hennar. Er óhætt að fullyrða að íslenzku blöð og blaða- menn hafi átt ríkan þátt í þeim sigrum, sem unnust í sjálfstæðisbaráttunni og stöð- ugt skiluðu þjóðinni nær loka- takmarkinu. Deilurnar milli íslenzkra blaða og þeirra, sem stjórnuðu þeim, hafa oft verið óvægilegar á liðn- um tíma. Persónur þeirra voru oft dreignar inn í þær á miður smekklegan hátt. Á síðari árum hefur verulega dregið úr hinum persónulegu deilum í blöðunum.. Er það vissulega vel farið. Vænt- anlega ber hin íslenzka blaða- mannastétt gæfu til þess að út- rýma slíkum deilum með öllu á komandi árum. Mikilvægt hlutverk Hlutverk blaðanna í nútíma þjóðfélagi er fjölþætt og mikil- vægt. Höfuðviðfangsefni þeirra er að flytja fréttir af atburðum, er gerast innanlands og utan, stunda fræðslu og styðja þau mál er til heilla horfa. Tæknin hefur stórbætt aðstöðuna til greiðs og áreiðanlegs fréttaflutn- ings. Nýtízku blað getur skýrt lesendum sínum frá því sem ger- ist í heiminum, svo að segja um leið og atburðirnir gerast í hinum fjarlægustu heimshlutum. Og vitanlega hljóta blöðin að leggja höfuðáherzlu á að fréttir þeirra séu réttar og sagðar hlutdrægnis- laust. í þeim efnum er þó víða pottur brotinn ennþá, bæði hér- lendis og annars staðar. Stendur það eins og fleira til bóta. Góð blöð eru menningu og menntalífi þjóðar sinnar hin mesta stoð. Þau eru hið daglega lesefni fólksins og geta haft víð- tæk áhrif á menningarlegt upp- eldi þjóðanna. Á þeim hvílir þess vegna mikil óbyrgð. Spegill og samvizka samtíðarinnar íslenzk blaðamannastétt er ung að árum og fámenn. í Blaða- mannafélagi Islands eru nú að- eins um 60 manns. En óhætt er að fullyrða að blaðamennirnir hafi mikinn áhuga á því að bæta blöð sín, gera þau fjölbreytt ari og færari um að vera í senn spegill og samvizka samtíðar sinnar. Milli blaðamannanna og lesenda blaða þeirra þarf að vera gott og náið samband. Almenn- ingur og stjórnarvöld geta á marg an hátt bætt aðstöðu blaðamanna stéttarinnar til þess að gefa út góð og gagnleg blöð, sem stuðlað geta að gróandi þjóðlífi og vax- andi menningu í þjóðfélagi sínu. Innan Blaðamannafélags ís- lands hefur á undanförnum árum ríkt góð samvinna um málefni stéttarinriar og önnur þau mál, sem félagið hefur látið til sín taka. Engum er það ljósara en blaðamönnunum sjálfum, að fjöl- mörg verkefni eru óleyst á sviði íslenzkrar blaðamennsku. En þrátt fyrir harðar deilur nú sem fyrr milli íslenzkra blaða á hin- um opinbera vettvangi þjóðmál- anna er undiraldan og grunn- tónninn í starfi hins íslenzka blaðamanns hinn sami og áður: Trú á framtíð lands og þjóð- ar og einlægur vilji til þess að verða þjóðfélagi sínu að sem mestu gagni. Með þeirri ósk að íslenzkum blaðamönn- um megi takast það, árnar Morgunblaðið Blaðamannafé- lagi íslands allra heilla. FÆREYSKT SJÓMANNAHEIMILI í REYKJAVÍK FffiREYSKT sjómannaheim- ili hefur verið tekið í notkun hér í Reykjavík. Er vissulega ástæða til þess að fagna því. Mikill fjöldi færeyskra sjómanna hefur dvalizt hér á landi undanfarin ár, á síðasta ári nær 1400 manns. Það er til mikils hagræðis fyrir hinn stóra hóp færeyskra sjómanna hér að eiga athvarf á hlýlegu og myndarlegu sjómannaheimili. Hinir ungu sjó- menn, sem dveljast fjarri heimil- um sínum og ættlandi eru oft einmana og hafa stundum lítið fyrir stafni þegar þeir eru í landi. Menningartengsl íslend- inga og Færeyinga í ræðu, sem Kristján Djurhuus, lögmaður Færeyja flutti -'ið vígslu sjómannaheLi..-.o. s komst hann m.a. þannig að orði, að Færeyingar hefðu haft mikið gagn af að kynnast íslendingum og væri það von sín að samskipti þjóðanna mættu eflast á sem flestum sviðum. íslendingar fagna þessum um- mælum lögmannsins. Það er vissulega ekki síður okkar ósk, að milli okkar og Færeyinga megi jafnan ríkja mikil og góð samvinna. íslendingar líta á Fær- eyinga, sem nána frændur og vini. Margt tengir þessar tvær ná skyldu þjóðir, þar á meðal tung an. Færeyingar tala í dag mál, sem stendur íslenzkunni nær en nokkurt annað mál. Báðar eru þessar litlu þjóðir einnig fisk- veiðaþjóðir, sem eiga mest kom- ið undir starfi sjómanna sinna. íslenzka þjóðin biður lög- mann Færeyja að flytja góðar kveðjur hennar til frænda og vina í Færeyjum. UTAN UR HEÍMI ypr* *o-Ví« w um Þessi eldflaug er notuð til þess að reyna nýja aflmikla eld- flaugahreyfla í tilraunastöð Lockhead flugvélaverksmiðj- anna í Bandaríkjunum. Þegar tilrauninni er lokið svífur eld- flaugin í fallhlíf til jarðar — og myndin er einmitt tekin af henni skömmu eftir að hún „lenti“. Farhu heim, Linclj Fyrir síðustu helgi var skýrt frá því í þættinum „Utan úr heimi“, að bandaríska leikkonan Linda Christian hefði verið hart leikin af brasilískum milljónamæringi. Þóttist hún hafa fengið hjú- skaparheit hjá milljónamæringnum á fimm vikna ferðalagi um Austurlönd. En hann kvað það tóman misskilning. Sótti Linda þó málið fast. Þá svaraði milljónamæringurinn með því að leigja hóp manna til að bera háðungarspjöld fyrir framan gistitiús leikkoounnar í Rio de Janeiro. Sýnir myndin þann atburð, en á spjöldunum stendur: Farðu heim, Linda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.