Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 22
22 MORCUWm. 4 ÐIÐ Sunnudagur 20. apríl 1958 Imyndunarveikin sýnd ú ísafirði Leikritið var sýnt fimm sinn- um á ísafirði og einu sinni í Bol- ungarvík og var leikendum og leikstjóra vel fagnað og þökkuð ágæt skemmtun. Sorabond ísL ungtemplora stohað ó sumordaginn fyrsta indi hans að hvetja til stofnunar sambands íslenzkra ungtemplara, sem síðan gerðist aðili að nor- ræna sambandinu.Landssambönd ungtemplara í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi, standa að norræna sambandinu. Lang- fjölmennast og elzt þessara sam- banda er hið sænska, sem stofn- að var 1906. Félagafjöldi þess er 18 þúsund. Norræna sambandið efnir til móts ungtemplara þriðja hvert ár. Ræddi sendiboðinn erindi nor- ræna sambandsins við félaga í framkvædarnefnd Stórstúku ís- lands, forráðamenn ungmenna- stúkna og aðra áhugamenn um málefni ungtemplara. Enn frem- ur flutti hann þau skilaboð, að þremur islenzkum templurum væri boðið á mót sambandsins, sem haldið var í Ósló þá um sum- arið. Fóru þeir Sigurður Jörg- ensson og Einar Hannesson úr Reykjavík, og Guðni Jónsson frá ísafirði á mótið. ★ I nefnd þeirri, er unnið hefur að undirbúningi stofnunar sam- bandsins, eiga sæti: Sigurður Jörgensson, formaður, séra Árel- íus Níelsson og Einar Hannesson. Hefur nefndin í vetur unmð að undirbúningi sambandstofnunar og ýmsum störfum í sambandi við starfsemi ungtemplara, svo og rekstur tómstundaheimilis ung templara o. fl. Hefir undirbúningsnefndin gef ið út lítið blað í tilefni sambands stofnunarinnar. Nefnist blaðið Sumarmál. Cleant (Gunnlaugur Jónasson), talijð^Jrá vinstri, Angelique (Guðrtý BTagnúsdÖttir)', Al'gáirUJPSafJa^yn'cl.unarveíki (Jóúas Magnússon), Toinette (Sigrún Magnúsdóttir). Dulles vill breyfingu á lögum um kjarnorkumál WA'SHINGTON, 17. apríl. — Dull es utanríkisráðherra Bandaríkj- anna talaði í dag til einnar af nefndum þjóðþingsins og sagði m. a. að Bandaríkin yrðu að breyta lögum sínum um kjarn-, orkumál, þannig að Bandaríkja- stjórn yrði heimilt að skiptast á upplýsingum um kjárnorku- leyndarmál við bandalagsríkí sín. — Fermingar Frh. a‘f bls. 17 Elínborg Sélveig Þ*or«teinsdóttir, Faxa- braut 33B. Elsa Hildur Halldórsdóttir, Hringbr. 91 Hjördís Brynleifsdóttir, Hringbr. 79. Júlíana Ólafsdóttir, Austurgötu 24. Kolbrún Emilsdóttir, Hafnargötu 58. Ragnhildur Árnadóttir, Tjarnargötu 26. Rut Lárusdóttir, Vallartúni 3. Selma Gunnhildur Guðndóttir, Vatns- nesveg 25. - ; ... Drengir; Ágúst Ingiþórs Ingason, Tjarnagötu 22. Árni Óskarsson, Brautarhóli, Ytri-N. Friðþjófur Valgeir Óskarsson, Holts- götu 32, Ytri-Njarðvík. Gunnþór Guðmundsson, Suðurgötu 40. Helgi Pálmar Breiðfjörð, Skólavegi 3. Ingvi Ingiþórs Ingason, Tjarnarg. 22. Jóhann Ingiþórs Ingason, Tjarnarg. 22. Jóhannes Sigurðsson, Smáratúni 10. Jónas Magnús Guðmundsson, Hólabr. 8 Kjartan Sædal Sigtryggsson, Klappar- stíg 6 Kristján Erlingur Rafn Björnsson, Túngötu 15. Lúðvík Guðberg Björnsson, Suðurg. 18. Ólafur Róbert Ólafsson, Vatnsnesv. 27. Sveinbjörn Steingrímur Jónsson, Mánagötu 11. Móttaka fermingarskeyta Vatna- skógar og Vindáshlíðar er að Amtmannsstíg 2B, Kirkjuteig 33, Ungmennafélagshúsinu við Holta veg og Drafnarborg við Ránar- götu í dag frá kl. 10 f.h. til 5 e.h. — Stjórnin. K.F.U.M. og K., Hafnarfirði. — Fermingarskeytaafgreiðsla félag- anna er í K.F.U.M. i dag kl. 10—7. Ef þetta yrði ekki gert gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir vestræna samvinnu, sagði Dulles. Hann lagði áherzlu á, að Banda- ríkin gætu haft mikil not af sam- yinnu við Breta á vettvangi kjarn ofíkunnar. -Nefndin, sem Dulles talaði til, er nú að rannsaka, hvaða áhrif það kynni að hafa, ef gerðar yrðu breytingar í lögum um meðferð kjarnorkuleyndarmála. Dulles neitaði því, að slík breyting mundi hafa það í för með sér, að lönd, sem ekki hafa kjarnavopn núna, mundu eignast þau. Hins vegar gætu lögin alls ekki komið í veg fyrir, að önnur ríki næðu árangri í kjarnorku- rannsóknum sínum og eignuðust með tíð og tíma sín eigin kjarna- vopn. * Ursula Brown flulli erindi fyrir kven- slúdenla FUNDUR var haldinn í Kven- stúdentafélagi íslands í Þjóðleik- húskjallaranum í fyrrakvöld. — Styrkþegi félagsins, ungfrú Ur- sula Brown, lektor frá Englandi, flutti fróðlegt og skemmtilegt er- indi um störf sín við Eddurann- sóknir, helztu nýjungar og óleyst verkefni ó því sviði. Mikil ánægja kom í ljós með það, hve styrk félagsins var vel varið. Meðal kvenstúdenta ríkir mikill áhugi á frekari styrkveit- ingum. — Efra-Sog Frh. áf bls. 8. ■ jöfnunarþró hefur verið byggð mjög fullkomin og afkastamikil steypustöð. Enn lengra til vest- urs er mulningsstöðin, sem fram- leiðir allt steypuefni. Framkvæmdir við Efra-Sog hófust á sl. sumri. Það var þá að- alverkefni verktakanna þar, að reisa ’þorpið sem nú stendur uppi í Dráttarhlíð. Þorpið er hið mynd arlegasta og vistarverur eru þar fyrir um 150 manns,, með flest- um þeim þægindum sem nú tíðk- ast. Þar eru vatnslagnir um allt, fjarhitun, raflagnir, götur lýst- ar, sími og frárennsliskerfi. : „Þorpsbúar“ munu nú vera milli I 110 og 120 manns, sem vinna þar I hin margvíslegu störf, sem j þarf til slíkra stórframkvæmda, sem bygging þessa orkUvers er. . Framkvæmdum við þorpið var að mestu lokið á sl. hausti, og þá hófust hinar raunverulegú framkvæmdir við virkjunina. f vetur hefir aðall. verið unnið að sprengingum í stöðvarhúsgrunn- inum og í vatnsjöfnunarþrónni. Var þeim sprengingum lokið um 1. marz sl. Stóðst það verk full- komlega gerða verkáætlun, þar um. Hófst þá annar þáttur verks ins, ef svo mætti að orði komast, þ. é. smíði sjálfs stöðvarhúss- ins og vinna við sprenginguna á jarðgöngunum gegnum Dráttar- hlíðina. Er svo ráð fyrir gert, að þessum áföngum verði lokið seint á næsta hausti. Þar sem við stóðum uppi í steypustöðinni og virtum fyrir okkur það verk, sem þegar hef- ur verið unnið við Efra-Sog, var okkur það enn ljósara, en þegar við vorum niðri á varnargarðin- um, að verkinu hefur miðað mjög vel áfram, þegar þess er gætt að meginhluti vinnunnar er fram- kvæmdur um hávetur við örðug- ar aðstæður og óblíða veðráttu. Sv. Þ. Frá Alþingi ALÞINGI afgr. í fyrrad. lög un tryggingar gegn skemmdum a bráðafúa i skipum. Undir leikstjórn ÍSAFIRÐI, 14. apríl. — í sl. viku hafði Leikfélag ísafjarðar sýn- ingar á hinum gamalkunna og vinsæla sjónleik ímyndunarveik- in eftir Moliére. Leikstjóri var Gunnar Hansen frá Reykjavík. Með aðalhlutverkin fóru Sig- rún Magnúsdóttir og Jónas Magn ússon. Sigrún, er eins og kunnugt er, þekkt leikkona, og gerði hún hlutverki sínu mjög góð skil. Má segja, að hún hafi borið af öðr- um leikurum. Sigrún lék vinnu- konuna Toinette. Jónas Magnús- son, bróðir Sigrúnar, lék Argan hinn ímyndunarveika, og fór vel með sitt hlutverk. Aðrir leik- endur sýndu og góðan leik, svo að heildarsvipur leiksins var hinn athyglisverðasti. Auk Sigrúnar og Jónasar voru leikendur þessir: Guðný Magnús- dóttir, Marías Þ. Guðmundsson, Haukur Ingason, Ragnhildur Helgadóttir, Samúel Jónsson, Al- bert K. Sanders, Gunnar Jóns- Cunnars Hansen son, Gunnlaugur Jónasson, Gunn- ar Sigurjónsson og Friðgerður Samúelsdóttir. Leikfélag ísafjarðar starfar við erfið skilyrði, en hefir innt af hendi merkt menningarstarf á undanförnum árum. Það á góð- um starfskröftum á að skipa. Formaður þess er Samúel Jóns- son. — Guðjón. Á sumardaginn fyrsta verður stofnað í Reykjavík sambandið „íslenzkir ungtemplarar". Að sambandsstofnun þessari standa ungmennastúkur Góðtemplara- reglunnar hér á landi, og verður sambandið sérstök æskulýðsdeild á vegum I.O.G.T. Á stofnfundi sambandsins verð ur komið saman við Góðtemplara húsið kl. 2,30 og ve/ður flutt þar stutt ávarp. Síðan verður guðs- þjónusta I Ðómkirkjunni. Að svo búnif kaffisamsæti í Góðtempl- arahúsinu, og verður stofnþing sambandsir.s sett þar síðdegis. Um kvöldið halda ungtempiarar skemmtun í Góðtemplarahúsinu, og verður þar ýmislegt til skemmtunar. Angelique (Guðný Magnúsdóttir), talið frá vinstri, Thomas Diafoirus (Gunnar Jónsson), Toinette (Sigrún Magnúsdóttir), Argan (Jónas Magnússon), Diafoirus eidri, læknir (Haukur Ingason), Cleant (Gunnlaugur Jónasson). (Ljósm.: Jón Bjarnason). Sendiboði frá sambandi nor- rænna ungtemplara. Aðdragandi stofnunar sam- bandsins er sá, að um miðjan júnímánuð á sl. ári var hér á ferð sendiboði sambands nor- rænna ungtemplara, og var er- 6>------------------------------- Ei heppnin er með, qetið þér hreppt farseðla til útlanda i happdrættisláni Flugfélagsins. Happdrættisskuldabréfin kosta aðeins 100 ftrónur ; sem endurgreiðast eftir 6 ár með vöxtum og vaxtavöxtum j auk þess sem þér 1 eigið vinningsvon allan tímann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.