Morgunblaðið - 23.05.1958, Síða 3

Morgunblaðið - 23.05.1958, Síða 3
Föstudagur 23. maí 1958 MORCTJNTiT/AÐlÐ 3 Ágreiningur á Alþingi um félaga- skatt og skattgreiðslur hjóna FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um breytingar á skattalögunum var tekið fyrir á fundi, sem bald- inn var í efri deild Alþingis kl. 3 í gaer. Eysteinn Jónsson fylgdi frv, úr hlaði, og sagði frá efni þess. Verð ur það ekki rakið hér, þar sem frá frv. var greint í Mbl. í fyrra- dag. í lok ræðu sinnar sagði Ey- steinn Jónsson, að frv. hefði leg- ið lengi fyrir neðri deiid og væri seskilegt, að það íengi fljóta af- afgreiðslu í efri deild. Rýrir tekjur sveitarfélaga. Gunnar Xhoroddsen tók næstur til ináls. Hann sagði m. a : I um- ræðunum um þetta frv. hefur ver ið sagt, að ákvæði þess um 25% tekjuskatt félaga létti miklum álögum af atvinnurekstrinum, en þar er um misskiling að ræða. Tekjuskattur sá, sem fyrirtæki greiða, rennur allur i ríkissióð nú, og á svo að vera áfram Stríðsgróðaskatturinn skiptist hins vegar milli ríkissjóðs og sveitarfélaga, en skv. frv., á að hætta að innheimta hann. Til- gangurinn með þessu frv. er ekki sá, að lækka skatttekjur ríkis- sjóðs. Það er beinlínis tekið fram, að svo muni ekki verða, Ef frv. leiðir til þess, að skattar félaga lækka, verður það ein- göngu á kostnað sveitarfélag- anna. Sveitarfélögin hafa nú nær ein göngu einn tekjustofn, útsvörin. Þau skortir mjög tilfinnaniega aðra tekjustofna, en í stað þess að ráða þar oót á, ber fjármála- ráðherra fram frumvarp um að svipta sveitarfélögin þeirra hluta af stríðsgróðaskattinum. Segja má, að hækka megi út- ■vörin að sama skapi, en þá er hagur félaga af þessu frv. enginn. ’inn J<----m,: Mér sýnist, að aðalatriði þessa máls sé ekki það, hvort svGtarfélög mynd’i missa einhverjar tekjur, heldur hitt, að með því er stefnt að betri aðferð í skattlagningu, — afnám stighækkandi skatta veld- ur því, að skattarnir verða í meira samræmi við raunverulega afkomu félaganna og að skatta- lögin standa ekki lengur í vegi fyrir að myndarleg fyrirtæki komist á fót. Skattgreiðslur hjóna. Jón Kjartansson: Ákvæði þessa frv. um skattgreiðslur hjóna eru svo ranglát, að ég tel ósamboðið Alþingi að samþykkja þau.Ef þ'.u ná fram að ganga fær kona, sem t. d. á tvö börn, er hún ekur dag- lega á barnaheimili og lætur vera þar, meðan hún vinnur úti, íviln- anir, en kona, sem vinnur heima og gætir 5 barna, fær engar íviln anir. r'rv. stefnir því ekki ál heilla fyrir þjóðfélagið, enda hygg ég það rétt, sem danskur prófessor sagði eitt sinn á kvenna fundi, að það borgaði sig fyrir þjóðfél. að gréiða öllum þeim kon um laun, er helga heimilunum starfskrafta sína. Ef heimilunum verður sundraö, fer illa fyrir þjóð félaginu. Karl Krstjánsson: Hjá síðasta ræðumanni kom fram algengur misskilningur um skattgreiðslur hjóna. Með þessu frv. °r leitazt við að leiðrétta það ranglæti, sein nú kemur fram, þegar bormr eru saman skattar einstaklinga annars vegar og hjóna h:ns vegar, og einnig er reynt að jafna milli hjóna eftir aðstæðum. Konur, sem eingöngu v:nna við heimilishald, vinna þar með fyr- ir óbeinum tekjum, sem ekki eru skattskyldar. Ég tel réttmætt, að svo sé, en um frekari íviln- anir á þá ekki að vera að ræða. Hugsanlegt væri að meta tekjur konunnar á heimilinu og taka þær með, er heildartekjum hjón- anna væri skipt til skatts. en þar er um erfitt mat að ræða. Jón Kjartansson: Síðasti ræðu maður vildi ekki meta störf hús- móðurinnar á heimilunum mikiis. Helzt var á honum að heyra, að reikna þyrfti þeim einhvers kon- ar vinnukonukaup, ef þær ættu að vera sjálfstæðir skattþegnar. Ég hélt þó, að þjóðfélagslega séð væri eitthvað greiðandi fyrir vinnuna á heimilunum og að starf húsmóðurinnar væri meira metið en kom fram hjá síðasta ræðu,- manni. Karl Kristjánsson: Ég skora á Jón Kjartansson að hugsa málið betur, og minni á, að húsmæðurn ar vinna fyrir tekjum, sem þær þurfa ekki að borga skatta af Að umræðunni lokinni var frv. vísað tii 2. umr. og til fjárhags- nefndar. Ráðherra hafði ekki gert tillögu um nefnd, en tillaga þar að lútandi kom frá Gunn- ari Thoroddsen. Jón Engilberts Árnesingafélagið hyggst reisa félagsheimili ÁRNESINGAFÉLAGIÐ í Reykja vík hélt aðalfund sinn í Tjarnar- kaffi sl. sunnudag, 18. þ.m., og var hann vel sóttur. Formaður gaf ýtarlega skýrslu um störf félagsins á liðnu starfs- ári, en starfsemi félagsins hefir staðið með allmiklum blóma að undanförnu. Á sl. ári gróðursetti félagið um 2500 trjáplöntur í landi sínu á Þingvöllum og að Áshildarmýri á Skeiðum, en á báðum þessum stöðum hefur félagið árlega unnið að trjárækt. Á s.l. sumri var efnt til berja- ferðar inn í Þjórsárdal. Að venju hélt félagið Jónsmessumót á Þingvöllum um helgina 6.—7. júlí, sem var fjölsótt og fór vel fram. Árnesingamótið var haldið í Sjálfstæðishúsinu 22. febr. og var venju fremur fjölmennt. Enn fremur gekkst félagið fyrir full- veldisfagnaði 1. des. og sumar- iagnaði í Hlégarði í Mosfellssveit. Auk þess voru haldin spilakvöld einu sinni í mánuði. Það er á stefnuskrá félagsins að styðja ýmsa menningarstarf- semi heima í héraði, eftir því sem ástæður leyfa. í því skyni lagði það fram nokkra fjárupphæð til styrktar Byggðasafni Árnes- inga til kaupa á píanói úr „Hús- inu“ á Eyrarbakka, hinu fyrsta, sem til var austanfjalls og er úr búi Guðmundar Thorgrímsens, verzlunarstjóra. — Ennfremur studdi félagið að sölu happdrætt ismiða til ágóða fyrir sjúkrahús Sunnlendinga að Selfossi og hef- ir heitið stuðningi sínu við kvik myndatöku, sem ýmis félög aust anfjalls hyggjast beita sér fyrir. Á undanförnum árum hefir það háð starfsemi félagsins, að það hefir ekki haft til umráða eigið húsnæði. En nú hefir fé- lagið sótt um lóð til bæjarráðs Reykjajvíkur fyrir félagsheimili. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en hana skipa: Hróbjart- ur Bjarnason. stórkaupm.. for- maður; Guðni Jónsson, prófessor, ritari; Guðjón Vigfússon, fram- kvæmdastjóri, gjaldkeri; frú Helga Gizurardóttir og Þorlákur Jónsson, skrifstofustj. í vara- stjórn voru kosin: Herdís Guð- mundsdóttir, skrifstofum., Ólafur Þorsteinsson, verzlunarm. og Guðbjörn Guðmundsson, tré- smíðameistari. Skemmtinefnd skipa: Óskar Sigurgeirsson, bók- ari; frú Sigrún Guðbjörnsdóttir og frú Margrét Sveinsdóttir. Árnesingafélagið verður 25 ára á næsta vori. Er ákveðið að minn ast þeirra tímamóta sérstaklega á vetri komanda. Ragnar Jónsson: Stutt sendibréf til Jóns Engilberts fimmtugs BERGUR sálugi í Brattsholti, forfaðir jkkar, var ekki bara mikill athafnamaður á sjö og iandi, hann var kannske fyrst og fremst forsöngvari og skála Á hans dögum var enginn organist; í Stokkseyrarkirkju, ekki eiriu sinni harmoníamskrifri, En Berg ur frændi pirn var þai allt í Öllu, söngvari, forsöngvari og hljóð- færi. Frá Bergi er komin öll mús- ík austanfjalls, og hefðj hann ekki verið, eða ekki sa sem hann var, væri nú enginn Pál! ísólfs- son. En Bergur lumaði líka á ýmsum öðrum dýrmætum eðlis- kostum, hann var t. d. ir jög kven hollur, en sá eiginleiki er upphaf málaralistar eins og þú veizc bezt sjálfur. Ef Bergur hefði ekki ver- ið öðrum mönnum fremri um þá mannkosti, ættum við engan Jon Engilberts Svona leiðir eitt af öðru, og nú á Bergsætt víða ítök í gildum mönnum á Suðurlandi, en þar í sveitum er meira málað, betur sungið og fal'egar sagðar scgur en-í öðrum landshiutum. ★ Manstu, kæri vinur, hvað þú varst djúpt snortinn af Huldu- ljóðum, er við eyddum dögunum með Jónasi hér á árunum. Þú varst svo ástfanginn af Huldu að þú tímdir jafnvei ekki að mála hana, af ótta við að það kynni að særa hennar viðkvæma hjarta að opinberuð væru leyndarmál hennar fyrir misvitrum mönnum. Svo málaðirðu aðrar stúlkur og átt nú Huldu áfram og þarmig hefirðu eftirminnilega hrakið þá frægu staðhæfingu að allir menn drepi yndið sitt. Það er fyrir öliu að eiga hugsjón og draum, veru- leikinn er hvort sem er aldrei nema tímabundin bjargráð. ★ Við höfum stundum beðið þess með dálítilli óþreyju eldri vinir þínir, að þú vippaðir þér upp til okkar yfir háþrýstisvæðin sem skilja að gelgjuskeið mannsæv- innar og þær víðáttur þar sem óveður öll eru harðari oa mann- skæðari en lognið dýpra og skáld legra. Okkur er það sérstök á- nægja að taka á móti þér í dag og tollera þig upp á aðra hæð til- verunnar þar sem Hulda og önn- ur ástbörn þín í listinni hafa bu- ið þér hótelvist um sinn. Lofsamlegir dómar um sýningu Jóns Engilberts i New York í TILEFNI af málverkasýning i Jóns Engilberts í New York bir'í bandaríska dagblaðið Christian Science Monitor þ. 3. desemoer sl. á forsíðu tvær fjögurra dálka ljósmyndir af tveim málverkum á sýningunni. Fórust blaðinu svo orð um sýninguna: „íslenzki málarinn Jón Engil- berts hélt nýlega fyrstu sýningu sína í New York. v,cT,i’ verk hans sýnd með verkum mvndhöggvar- ans Örnulf Bast frá Osió á sam- eiginlegri sýningu í þessum mán uði. Þessi tvö olíumálverk eru stór- kostleg á .að lita. pau eru unnin djörfum pennsli; litirnir eru gló- gulir, saffrangulir, m.ðnætucblá- ir, bronzrauðir og leiftra og ljórra á myndfletinum. Jón Engiluerts hefur dregið upp fremur ein- falda og breiða mynd af skyjum. fjallahlíðum, vatni, snjó og hús- um, ásamt myndum aí löndum sínum. í myndbyggmgu hans er frumstæður einfaldleiki. mynd- flöturinn lifandi, og serstætt norð lægt loftslag einkennii litina. Lit irnir eru þéttir og þykkt bornii á. og hafa málverkin svipuð áhrif á augað og þykkt mjúKt teppv Jón Engilberts er fæddur í Reykjavík árið 1908. Hann stund- aði listnám við listahaokóla O iló- borgar, svo og : Kaupn\°nnahöfn. Hann heíur haldið sýningar í Helsingfors og London. Árið 1940 sneri hann heim til íslands og settist þar að. Hr. Engiiberts hef- ur verið sæmdur Van Gogh verðlaununum og Svíakonungur hefir sæmt hann Vasaorðunni. „Vatnabátar er mynd frá Þing vallavatni. Jafnvel á ijósmynd- inni, þar sem aðeins sjást svarti: og hvítir litir, gætir kröftugra litameðferðar og relief-kenndra þykktar litanna og kornóíts flat arins. Dorothy Adlow. Mörg fleiri bandarísk blöi birtu mjög lofsamlega dóma un verk Jóns Engilberts. Erhard gestur Norðmanna OSLO, 22. maí. — Ludwig E hard, varaforsætisráðherra ( efnahagsmálaráðherra Vestu Þýzkalands kom í dag til Osl Á móti honum tóku á flugvel inum þeir Halvard Lange, uta: ríkisráðherra og Arne Skauí verzlunarmálaráðherra. Erhai dvelst í Noregi sem gestur norsh stjórnarinnar og mun ræða v hana um fríverzlunarsvæðið. — NTB Aðstoð við vinveitt ríki WASHINGTON, 21. maí. — Dill- on aðstoðarefnahagsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í dag, að Bandáríkin yrðu að auka hjálp sína við vináríkin um 400 millj. dollara. Dillon lagði í dag fram á Banda ríkjaþingi frumvarp um aukna efnahagsaðstoð við vinaríkin. Slíka aðstoð hafa Bandaríkja- menn veitt undanfarin ár, en hinn 30. júní nk. átti henni að ljúka. í frumvarpi Dillons er gert ráð fyrir fimm ára áætlun um efnahagsaðstoð Bandaríkja- manna við vinveitt ríki. STAKSTEINAR Hjúin deila Eins og nú er orðið kunnugt, hefur mjög brakað í stjórnar- byggingunni hina síðustu daga og hafa nokkrir endurómar af því borizt inn í dálka stjórnar- blaðanna. Að vísu er það ekkert nýmæli, þó mjög sé ófriðsamt innan stjórnarflokkana, en síð- ustu dagana hefur þó keyrt um þverbak. Sumt af þessu hefur þó verið miklu meira til að sýn- ast heldur en raunveruleg alvara liggi á bak við. Má t. d. nefna það sem dæmi, að Tíminn birti forystugrein nú sneinma í vik- unni, þar sem því er lýst. að kommúnistar séu nú orðnir er- indrekar Sjálfstæðismanna innan verkalýðshreyfingarinnar. Þjóð- viljinn svarar þessu svo aftur i gær með því að segja að Fram- sóknarmenn séu orðnir erindrek- ar Sjálfstæðisflokksins. Þetta er svipað því, þegar óþægir og illa innrættir strákar eru að kýta og dettur auðvitað enguir. í hug að taka neitt mark á þessu. Það er alkunn staðreynd, að Fram- sóknarmenn hafa stutt hvað íast- ast við bakið á kommúnistum nú í deilumum, sem staðið hafa yfir innan stjórnarinnar undanfarna daga og hafa kommúnistar enn sem fyrr engum getað verið þakk látari en Hermanni Jónassyni. Hitt mun svo aftur vera gert i meiri alvöru, þegar Þjóðviljinn og Alþýðublaðið kasta hnútum sín á milíi og í gær ber Þjóð v’ilj- inn það upp á AlþýðufloKkinn, að hann vilji bregðast í land- helgismálinu og leggjast á sveif með erlendum aðilum eins og blaðið orðar það. Alþbl. er hins vegar í gær fremur kurteist í garð kommúnista og leggur á- herzlu á að samstaða allr.i flokka þurfi að fast um landhelgismálið og forðast beri „úlfúð í máli sem þessu.“ Má vafalaust búast við, að næstu dagana geti margt ófagurt orð að líta i stjórnarblöðunum. Ný slagorð Öllum er i fersku minni hið svartletraða slagorðasafn, sem gat að líta i stjórnarblöðunum fyrir kosningarnar siðustu og eins um það leyti, sem rikis- stjórnin var mynduð,.Þar var tal að um alhliða viðreisn efnaliags- málanna, „öfluga framfara- stefnu“, það ætti að „brjóta blað í efnahagsmálum landsins" og annað þvílíkt. Þessi slagorð eru nú tekin mjög að blikna eftir tvö ár og er ekki sterkt að orði kveð- ið. þó að svo sé sagt. Svo vtrðist sem nú sé talin þörf á að endur- nýja þessi slagorð og gengur Ein. ar Olgeirsson þar fram fyrir skjöldu.í lok þeirrar greinargerð- ar, sem Einar leggur fram út af efnahagsmálunum segir svo: „f trausti þess að ríkisstjórnin leggi hið bráðasta fyrir þingið frumvarp til laga um heildar- stjórn á þjóðarbúskapnutn er tryggi eflingu atvinnulifsins san kvæmt fyrirfram gerðum áætluiv um, og leggi fram tekjuöflunar- tillögur, er geri ráð fyrir að halda verðstöðvunarstefnunni eftir því sem unnt er og valdi sem minnstri almennri -verðhæk’mn, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“ Hér sjálum við nýja gerð af slagorðum, „heildarstjórn á þjóð- arbúskapnum," „efling atvinnu- lífsins, samkvæmt fyrirfram gerð um áætlunum", o. s. frv. En um hið raunverulega innihald ef nokkurt er, veit enginn maður. Einar Olgeirsson hefur nefnilega forðazt að segja með einu orði, hvað fælist í þessum nýju slag- orðum um „heildarstjórn" og efl- ingu atvinnulífsins. Hann hefur hingað til látið nægja orðin tom.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.