Morgunblaðið - 23.05.1958, Side 10

Morgunblaðið - 23.05.1958, Side 10
10 MORCjnsnr 4ðið Föstudagur 23. maí 1958 I ustfrlftpia tltg.: H.t Arvakur, Reykjavllc. Framkvæmdastjón: aigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarm Benediktsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arm .Oia, simi 33045 Augiýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asáriítargjalc' kr 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasolu kr. 1.50 eintakið. UPPLAUSN, SEM Á ENGAN SINN UM ÞAÐ verður naumast deilt með rökum, að aldrei hefur önnur eins upplausn ríkt í íslenzkum stjórnmálum og efnahagsmálum og einmitt nú. Útflutningsframleiðslan er rekin með stórfelldum halla og útflutn- ingssjóður, sem stjórnar uppbóta- og styrkjakerfinu skortir hundr- uð milljóna króna til þess að geta staðið í skilum við útflutn- ingsframleiðsluna. Stórfelldur greiðsluhalli er hjá ríkinu og segja má, að fjárlög fyrir yfir- standandi ár hafi ekki ennþá ver- ið afgreidd nema að nokkru leyti. Eins og kunnugt er var stórfelld- um útgjöldum kippt út af frum- varpinu, þegar það var samþykkt til þess að unnt væri til bráða- birgða að jafna þannig greiðslu- halla þess. En auðvitað var þá gert ráð fyrir, að tekna yrði afl- að í byrjun ársins til þess að standa undir þessum útgjöldum. Nú er nær helmingur ársins 1958 liðinn, og hvorki hefur ver- ið aflað nýrra tekna til þess að fullnægja þörf útflutningssjóðs og útflutningsframleiðslunnar eða sjálfs ríkissjóðsins. Það eina, sem gerzt hefur er það, að vinstri stjórnin hefur í fullkomnu úr- ræðaleysi kastað inn á Alþingi frumvarpi, sem byggir á áfram- haldandi uppbótakerfi og hafa mun í för með sér stórkostlegan vöxt dýrtíðar og verðbólgu, þeg- ar á næstu mánuðum. Ófögur mynd Sú mynd, sem nú blasir við islenzku þjóðinni af efnahags- og atvinnumálum hennar er þess vegna ekki glæsileg. Og ekki er myndin fegurri ef at- hugað er ástandið á stjórnmála sviðinu. Ríkisstjórnin, sem hin ir svo kölluðu vinstri flokk- ar mynduðu fyrir tæpum tveim árum með miklu yfir- læti, stendur nú uppi marg- klofin og gersamlega ráðþrota. Hún er sundruð í afstöðunni til efnahagsmálanna, og á þar enga sameiginlega stefnu. Hún er klofin i afstöðunni til utan- rikismála og hefur leitt yfir þjóðina stórkostlega vanvirðu í sambandi við fyrirheit sín um brottför varnarliðsins og áframhaldandi samninga um dvöl þess. Hún er klofin í af- stöðunni til Iandhelgismálsins og er ekki vitað, þegar þetta er ritað, hvort ríkisstjórnin er í raun og veru dauð eða lif- andi! Enda þótt margt sé óljóst í at- burðarás íslenzkra stjórnmála undanfarna daga, þegar vinstri stjórnin hefur ýmist verið að falla eða lifna við til lífsins á ný, liggur þó eitt ljóst fyrir alþjóð: Þessi ríkisstjórn hefur ekki reynzt fær um að stjórna land- inu í samræmi við þau fyrirheit, sem hún gaf eða í samræmi við þær vonir, sem ýmsir byggðu á störfum hennar. Henni hefur ekki tekist þetta síðastliðin tvö ár. Og nú er svo komið, að lifsmátt- ur hennar er þorrinn. Það er ekki hægt að ráða fram úr vandamálum heillar þjóðar, með slagorðum og hreystiyrðum. Það er hægt að berjast mannalega á opinber- LÍKA um fundum með glamuryrði að vopni. En þegar komið er að sjálfri lausn viðfangsefn- anna í lífsbaráttu einstakling- ahna og þjóðfélagsins, þá hrökkva þau skammt. Lærdómsrík reynsla En þrátt fyrir allt hefur þjóð- in þó öðlast lærdómsríka reynslu af myndun og starfi vinstri stjórn arinnar. Flokkar þessara stjórn- ar sögðu þjóðinni það sigurvissir, að hægt væri að leysa vandamál hennar á sviði efnahagsmálanna að „nýjum leiðunf“, án þess að koma í nokkru við hagsmuni al- mennings. Þeir sögðust aðeins ætla að láta „hinum ríku“ blæða. Þeir ættu að standa undir öllum nauðsynlegum viðreisnarráðstöf- unum. „Vinnustéttirnar" áttu ekki að þurfa að leggja neitt til þess að treysta efnahagsgrund- völl þjóðfélagsins. Þrátt fyrir þetta loforð var það fyrsta verk vinstri stjórnarinnar að stöðva kauphækkanir frá miðju ári 1956 til ársloka. Þar með var það við- urkennt, sem Sjálfstæðismenn höfðu sífellt sagt þjóðinni, að kaupgjaidið yrði að vera í sam- ræmi við greiðslugetu fram- leiðslunnar, og að þær kauphækk anir, sem ekki byggðust á fram- leiðsluaukningu eða annari auk- inni arðsköpun, fælu ekki í sér raunverulegar kjarabætur. Þannig urðu hinir svo kölluðu verkalýðsflokkar að viðurkenna þá meginstaðreynd í efnahags- málum, sem þeir ávallt höfðu hafnað meðan þeir voru í stjórn- arandstöðu. Hvað tekur við ? Að sinni skal engu spáð um það, hvað við taki, ef vinstri stjórnin gerði alvöru úr því að gliðna næstu daga. En auðsætt er, að hún mun skilja eftir sig stórbrotinn vanda og fjölþætta erfiðleika, inn á við og út á við. Efnahagslíf þjóðarinnar er meira og minna í upplausn. Öll þau vandkvæði, sem vinstri stjórnin tók við fyrir tæpum tveimur ár- um eru nú orðin torleystari og margfalt erfiðari viðfangs, vegna þess að á þeim hefur aldrei verið tekið raunhæfum tökurn. Vinstri stjórnin iofaði aðeins úrbótum en efndi aldrei loforð sín. Þessar staðreyndir blasa nú við íslenzku þjóðinni. Hún hef- ur þegar lært mikið af þeim. Það sýndu bæjar- og sveitarstjórn arkosningarnar á sl. vetri. En hún á vafalaust eftir að læra ennþá meira af hinum tveimur stjórn- arárum vinstri stjórnarinnar. Vít- in eru til þess að varast þau. Og þjóðin verður að mæta efrið- leikunum af kjarki og manndómi. Þá mun hún geta sigrast á þeim. En hún sigrar þá aldrei, með oftrú á töfrabrögð og undralækningar á meinsemd- um efnahagslífsins. Aðeins heilbrigð dómgreind fólksins og skilningur þess á eðli við- fangsefna og vandamála dag- legs lífs getur á ný lagt grund- völlinn að heilbrigðu og gró- andi atvinnulífi, framförum og uppbyggingu má íslandi. UTAN UR HEIMI Bandaríkjamenn eiga 1400 þotur af gerðinni B-41, sem nú verður að styrkja betur. ....hendur hans frusu við stýrið JAMES OBENAUF, annar flug- maður, skreið fram þröngu göng- in í stóru sprengjuþotunni. Einn þrýstiloftshreyflanna sex stóð í björtu báli. Loftsiglingafræðing- urinn var stokkinn út í fallhlíf — og flugstjórinn einnig. James ætlaði líka að gera hið sama, en þegar hann hafði þrýst á hnapp- inn — og ætlað að skjóta sæti sínu út úr þotunni — gerðist alls ekki neitt. Útbúnaðurinn í sæt- inu hafði bilað eitthvað. Nú skreiddist hann áfram, fram í nef þotunar, þar ætlaði hann að reyna að komast út. Það var ekki reglulega freistandi að stökkva út þarna uppi í kuldan- um, í 10 km. hæð yfir jörðu, en ekki var um annað að ræða, ef hann vildi lífi halda. Nú var um að gera að hafa hraðann á. ★ ★ ★ En skyndilega sá hann eitthvað undir fótum sér, eitthvað. sem vakti athygli hans niðri á botni þotubúksins. Fáum mínútum áður hafði honum fundizt sem búkurinn væri að gliðna undir fótum hans — og nú sá hann hvað var að — nú vissi hann það, sem verkfræðingar flughers ins vissu ekki; að sprengjuþot- jurnar b-47 þola ekki þann mikla ! þrýsting, sem þær verða fyrir, þegar þær eru látnar klifra lóð- rétt eftir steypuflug í sprengju- kastsæfingum. Þess vegna hafði flugvélin nötrað svona — og eld- ur komið upp í yzta hreyflinum á hægri væng. ★ ★ ★ Hreyfillinn var rauðglóandi, þegar félagar hans tveir forðuðu sér út í fallhlíf. Rauðglóandi málmstykki úr hreyflinum voru nú farin að kvarnast úr honum — og skullu á búknum með ofsa- afli. Þotan var stjórnlaus í 10 km hæð á 6000 km hraða. Hve lengi helzt hún á lofti? Hvenær spring- ur hún? ★ ★ ★ Á gólfinu fyrir neðan James lá Maxwell, vélamaðurinn. Hann var meðvitundarlaus: James at- hugaði hann skjótlega. Maxwell hafði misst súrefnisgrímuna, fall hlífin hans var hvergi sjáanleg. James hugsaði sig um andartak, lúgan var opin, fallhlífin hans var í fóðu lagi — heima beið konan hans og litli sonurinn. ★ ★ ★ En James hætti við stökkið. Hann skreiddist upp í flugstjórn- arklefann, plasthjálmurinn var nú ekki lengur yfir klefanum — hann fauk af, þegar tvímenning- arnir, félagar hans, skutu sér út úr þotunni. James setti súrefnis- grímuna yfir andlitið — og stakk svo höfðinu upp, upp í 600 km vindhraða með 35 gráða frosti. Augnalokin urðu máttlaus af þrýstingnum, hann gat ekki lok- að augunum, hann varð blindur — og höfuðið varð dofið af kuld- anum. Hann flýtti sér að setja upp hlífðargleraugun, og skorð- aði sig við stýrið. Hann gat ekki lesið á mælana, hendur hans frusu fastar við stýrið, en hann gat samt stjórnað þeim. ★ ★ ★ Það eina, sem James gat gert til þess að bjarga Max- well, var að freista þess að lenda þotunni. Hann kallaði SOS — og herflugvöllur í 300 km fjarlægð svaraði. — Ég sé nálina á áttatvitanum, en ekki stafina — hljómaði í há- talaranum í flugturni herflug- vallarins. En James var með allan hug- ann við Maxwell — og hann steypti þotunni niður, niður — niður í þéttari loftlög og súrefnis ríkari, því að Maxwell mundi e.t.v. ekki halda þetta út leng- ur........ ★ ★ ★ Björgunarlið var kvatt út bæði á landi og í lofti, en James tókst að finna herflugvöllinn eftir skamma stund — og lenda þot- unni heilu og höldnu. Þegar hann steig út úr þotunni var hann orðinn alveg blindur — hann hljóp í örvæntingu, hljóp, hljóp — eitthvað — og félagar hans urðu að taka hann með valdi. ★ ★ ★ Nú liggur James í sjúkrahúsi. En læknarnir hafa gefið honum góða von um að fá sjónina aftur. Og verkfræðingar Bandaríkja- flughers hafa fundið lausn gát- unnar. Síðastliðna fjóra mánuði hafa 14 þotur af gerðinni B-47 hrapað til jarðar, er þær hafa verið á æfingum — og 34 flug- menn hafa látið lífið. Nú er ljóst, að þotur þessar eru ekki nógu sterkbyggðar — og hafizt verður handa um að styrkja þær 1,400, sem Bandaríkjamenn eiga — og nú eru aðalvarnarvopn þeirra. Huppdrættið TÍMINN, sem ætlaður er til sölu á happdrættismiðum Sjálfstæðis- flokksins, styttist óðum og verða allir Sjálfstæðismenn að vinna af einhug að settu marki, það er að allir miðarnir verði uppseldir fyrir 10. júní. Hinar góðu undirtektir, sem happdrættið fær um allt land sýna skilning almennings á þörf- um flokksins fyrir rekstrarfé. Skrifstofa happdrættisins er opin til kl. 6 daglega og eru allir, sem fengið hafa miða og ekki gert skil ennþá, hvattir til að gera það nú þegar, svo kom- ast megi hjá að leita þá uppi síðustu dagana áður en dregið verður. Þeir, sem einhverra hluta vegna eiga örðugt með að koma sjálfir eða senda með andvirði miðanna, eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofuna í síma 1-71-04 og verður þá sent til þeirra. Munið að því fyrr sem þið ger- ið skil þeim mun auðveldara ger- ið þið starf þeirra, sem að happ- drættinu vinna. Happdrættisnefndin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.