Morgunblaðið - 23.05.1958, Side 20

Morgunblaðið - 23.05.1958, Side 20
VEÐRIÐ NA stinningskaldi og síðan kaldi. Frímerkjaþátfur Sjá bls. 9. 115 tbl. — Föstudagur 23. maí 1958 Hlýnar um helgina? TELJA má fullvíst, að allur þorri útvarpslilustenda hafi í gaer- kvöldi lagt hlustir sérstaklega við, er lesnar voru veðurfregnirn ar fyrir kvöldfréttir. har var skýrt frá því að hin langvinna norðaustan átt, sem hér hefir ver ið ríkjandi síðan um síðustu mán aðamót, myndi ganga niður. í beinu framhaldi af þessu, var svo spáð að hlýna myndi í veðri um land allt um næstu helgi. 1 símtali við Veðurstofuna í gærkvöldi, fékk blaðið þær upp- lýsingar, að í gærdag hafi komið dálítil hreyfing á hið grænlenzka háþrýstisvæði, og vegna þess voru veðurfræðingar svo bjart- sýnir, að-spá hlýnandi veðri. En seint í gærkvöldi leit ekki eins vel út um að þessi spá myndi rætast, án þess þó að að það hafi þá verið talið útilokað að há- þrýstisvæðið myndi eyðast. En fullvíst var talið, að það myndi a. m. k. draga verulega úr veður- hæðinni. Reykjavík smjörlíkislaus Hráefnið fékkst ekki tollafgreitt REYKVÍSKAR húsmæður sjá nú fram á smjörlíkisskort til matar- gerðar á heimilum sínum. Á föstudaginn var urðu smjörlíkis- verksmiðjurnar að hætta fram- leiðslu þar sem þá öll hráefni voru uppurin. Bærinn mun nú þegar orðinn smjörlíkislaus, eða pví sem næst. Smjör.líkisskortur kemur af skiljanlegum ástæðum mjög illa við almenning, því hér er um að ræða eina helztu nauðsynjavöru til heimilishalds. Hráefnið til framleiðslunnar er komið til landsins og liggur hér í vöruskemmu. Smjörlíkis- verksmiðjurnar vöktu athygii yfirvaldanna á því í tíma að fengjust ekki nauðsynlegar yfir- færslur myndi fljótlega að því reka að framleiðsla smjörlíkis stöðvaðist. Þrátt fyrir það voru nauðsynleg leyfi ekki veitt og síðan kom til framkvæmda stöðv un á allri tollvöru. Allar tilraun ir til þess að hráefnið í smjör- líkið tollafgreitt, áður en dyrum tollsins var lokað, reyndust ár- angurslausar. Á föstudaginn stöðvaðist smj örlíkisframleiðslan og birgðir verksmiðjanna þrutu á þriðjudagsmorguninn. Það líða a. m. k. 2—3 sólar- hringar frá því að hráefnið fæst þar til smjörlíkið fer aftur koma á markaðinn. að Þessi mynd er af Glettu á skeiðspretti. Eigandi hennar, Sig- urður Ólaisson söngvari, situr hana. Hún stendur nú á tvítugu. Tekkst henni að hnekkja 10 ára meti sínu núna? 54 hestar á hvífasunnu- kappreiðum Fáks Fjöldi hesta úr Árnessýslu keppa að þessu sinni HINN hefðbundni kappreiðadag- ur Hestamannafélagsins Fáks hér í Reykjavík er annar í hvíta- sunnu. Hestamenn hafa æft gæð- inga sína mjög undanfarnar vik- ur og á lokaæfingunni, sem var í fyrrakvöld á skeiðvellinum, mátti sjá margan snjallan gæð- ing taka fallega spretti bæði á stökki og skeiði. Stjórn Hestamannafélagsins Fáks hefur vandað til undirbún- ings þessara kappreiða svo sem kostur er. Enn sem komið er er hringbraut skeiðvallarins ekki komin í notkun. Áhugi fýrir þess um fyrstu kappreiðum ársins, er ekki einvörðungu bundinn við reykvíska hestamenn heldur er Seðlabankinn endur- kaupi iðnaðarvíxla Þingsál.tillaga frá Sveini Cuðmundssyni I GÆR var lögð fram á Alþingi eftirfarandi þingsályktunartillaga frá Sveini Guðmundssyni: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um, að Seðlabankinn endurkaupi framleiðslu- og hráefnavixla iðnaðar- íyrirtækja eftir ákveðnum reglum, er settar verði með svipuðu rniði og reglur þær, er nú gilda um endurkaup framleiðsluvíxla sjávarútvegs og Iandbúnaðar.“ Greinargerð tillögunnar er á þessa leið: „í 16. gr. laga nr. 63 frá 1957 segir svo: „Stjórn Seðlabankans ákveður að höfðu samráði -við ríkisstjórnina, eftir hvaða regl- um S.eðlabankinn kaupir afurða- víxla af viðskiptabönkum sín- um“. í reglugerð Seðlabankans er þetta frekar skýrt, sbr. 30. gr. reglugerðarinnar. Það er gild reg'la Seðlabankans að endurkaupa afurðavíxla sjáv- arútvegs og landbúnaðar að % áætlaðs söluverðs til a. m. k. 6 mánaða. Slík regla mun einnig hafa verið tekin upp um fram- leiðslu Áburðarverksmiðjunnar. Nauðsyn ber til, að aðrar fram- leiðslugreinar njóti sama réttar, m.a. sementsverksmiðjan, þegar hún tekur til starfa, svo og iðn- aðurinn almennt. í málefnasamningi fyrrverandi ríkisstjórnar var samkomulag um það að endurskoða reglur um lán til iðnaðar. Þetta kom þó aldrei til framkvæmda, og þess vegna tel ég nauðsynlegt, að mál þetta komist nú á rekspöl. Atvinnuþróun síðustU ára hér á landi hefur verið sú, að marg- háttuð iðnaðarstörf og iðnaðar- vara, sem áður var keypt erlend- is frá, er nú unnin í landinu sjálfu. Með breyttri gengisskráningu og sérstaklega ef safheiginlegur Evrópumarkaður yrði að veru- leika, má ganga út frá, að út- flutningur iðnaðarvarnings geti hafizt. Iðnaður er nú orðinn einn af þremur aðalatvinnuvegum þjóð- arinnar, og er eðlilegt, að hann sitji við sama borð sem land- búnaður og sjávarútvegur í þessu efni, enda fullvíst, að hann verði þjóðinni giftudrjúgur til bættrar lífsafkomu“. aðsókn úr sveitum austan Fjalls meiri en nokkru sinni fyrr. Það- an koma hestar, sem áreiðanlega verða reyvískum hlaupagörpum skeinuhættir. Einnig má gera ráð fyrir því að heiður Þorgeirs hesttamanns og bónda í Gufunesi sé nú í hættu, en hann hefur sem kunnugt er átt mest hestaúrval á kappreiðum Fáks nú um langt árabil. Áður en lengra er farið er rétt að greina frá þátttöku í hinum einstöku hlaupum, og verður byrjað á skeiðinu. Þar verða reyndir 7 hestar í tveim flokkum. Frægust þeirra er Gletta, sem nú stendur á tvítugu og á metið á skeiði en það var sett fyrir rétt- um 10 árum. Væri vissulega ánægjulegt ef Glettu tækist að hrinda því gamla meti nú, því til- þrif hennar eru ennþá slík að það gæti vel átt sér síað. — Hún á við alkunna gæðinga að etja í sínum flokki, en það eru þeir Gulltoppur frá Varmadal og Nasi frá Gufunesi. í síðari skeiðhesta- flokknum kemur fram dóttir Glettu, Litla Gletta, en Sigurður Ólafsson söngvari á þær mæðg- ur báðar og hefur þjálfað Litlu- Glettu frá byrjun. í þessum flokki koma. fram snjallir skeið- gammar m.a. Píla og Trausti Bjarna skólastjóra á Laugar- vatni.Það hefur viljað brenna við að vekringar hafi verið nokkuð lausir á kostunum undanfarin ár, en líkindi eru til þess að sjást muni fallegir skeiðsprettir á þess um kappreiðum. Á 300 metra sprettfæri stökk- hesta keppa 23 hestar í 5 flokk- um. Þar koma fram ýmsir nýir hlaupagammar og er talið erfitt að segja nokkuð fyrir um sigur- vonir einstakra hesta. Meðal þeirra sem reyndir verða eru sjö hestar austan úr Árnessýslu, þar af sex frá þeim feðgum á Laug- arvatni, Bjarna skólastjóra og Þorkeli syni hans. í þessu hlaupi mun verða mikill spenningur í veðmálum veðbankans því flest- ir þessara hesta hafa ekki hlaupið saman áður og því mjög erfitt að gera sér grein fyrir hver muni verða hlutskarpastur í hverjum flokki. Þá eru ótaldir tveir flokkar á 350 m sprettfæri stökkhesta og keppá þar sjö hestar í tveim flokkum. í fyrri riðli keppa tvær hryssur frá Laugarvatni, Gígja og Brella og etja kappi við Blesa Þorgeirs í Gufunesi, en fjórði hesturinn er bleikblesóttur, eign Guðm. Þorsteinssonar, gullsmiðs. í seinni flokknum á þessu sprett- færi eru að eins 3 hestar. Þar skal fyrst telja Gnýfaxa frá Gufu nesi, sem hefur verið allra hesta sigursælasttur á stökki nú á seinni árum. Hann er reyndur á móti stall- bróður sínum, Blakk, sem Þor- geir í Gufunesi á einnig og Bleik Kristjáns Gíslasonar frá Eyrar- bakka. Á þessum kappreiðum Fáks verður einnig góðhestasýning. Þar verða sýndir 17 gæðingar, sem eflaust munu ylja áhorfend- um um hjartarætur, sagði gamall hestamaður í samtali við Mbl. í gær, er kappreiðar þessar bar á góma. Þessir hestar verða allir úr Reykjavík, en eins og bæjarbú- um er kunnugt hefur hestaíþrótt in átt mjög vaxandi vinsældum að fagna. Kappreiðarnar hefjast klukk- an 2 síðd. og verða að sjálfsögðu strætisvagnaferðir inn að Skeið- velli og Fáksmenn munu leggja áherzlu á að kappreiðarnar gangi greiðlega fyrir sig, eftir því sem við verður komið. Rétt er að benda á að þeir sem ætla að veðja hraði því sem mest, svo tafir hljótist ekki af starfi veð- bankans. Mótmæla hækkun ú efnivörum til byggingnriðnnðnrins EFTIRFARANDI samþykkt var gerð einróma á fundi trúnaðar- mannaráðs Félags ísl. rafvirkja hinn 20. þ. m : „Trúnaðarmannaráð Félags ís- lenzkra rafvirkja lýsir yfir full- um stuðningi sínum við afstr.ðu formanns félagsins í efnahags- málanefnd Alþýðusambandsins, þegar ræddar voru þar . fram- komnar tillögur ríkisstjórnarinn- ar, um aðgerðir í efiiahagsmál- unum. Jafnframt mótmælir trúnaðar mannaráð alveg sérstaklega peim ákvæðum frumvarps ríkisstjórn- arinnar um breytingu á lögum um útflutningssjóð o.fl., sem gera ráð fyrir stórfelldri hækkun á efnivörum til byggingaiðnaðai - ins sem hljóta, ef fram á að ganga, að leiða til verulegra hækkana á byggingarkostnaði o,g samdráttar í byggingariðnaði, sem hafa mun í för með sér at- vinnuleysi fyrir þær stéttir laun- þega, sem byggja afkomu sína á þessari umfangsmiklu atvinnu grein. Trúnaðarmannaráðið bend ir í þessu sambandi á, að fynr mikinn fjölda launþega er bygg- ingarefni brýn nauðsynjavara, og hækkun á því mun af þeim sök- um verka sem bein kjaraskerð- ing, ýmist í formi aukins bygg- ingarkostnaðar eða hækkaðrar húsaleigu. Ennfremur mótmælir trúnaðar mannaráð þeim ákvæðum téðs frumvarps, sem gera ráð fyrir því að iðnaðurnn verði áfram beittur misrétti, að því er varð- ar innheimtu söluskatts og fram leiðslusjóðsgjalds af efni, vinnu og þjónustu, sem iðnaðarmenn láta í té og krefst þess, að á iðn- aðinn verði ekki í þessu efnj lagðar þyngri kvaðir en á verzl- unina“. Frá Alþingi ,,Bjargráðin" i gær: ekki rœdd FUNDUR var haldinn í neðri deild Alþingis kl. 1,30 í gær eins og boðað hafði verið. Stóð hann í 3 stundarfjórðunga, og voru öll mál, sem á dagskrá voru, tekin fyrir, nema „bjargráða“-frum- varpið. Samþykkt voru lög um, að kosningar til bæjarstjórna og hreppsnefnda í kauptúnum skyldu fara fram síðasta sunnu- dag í maí, sem ekki ber upp á hvítasunnudag. Tvö frumvörp voru afgreidd með rökstuddri dagskrá: frumv. um skiptingu hreppa og frumv. um skattfrelsi eftirvinnukaups. Umræðu um breytingar á sjúkrahúsalögum var frestað. Eitt mál fór til 3. umr. og þrjú til efri deildar, þ. á. m. skattafrumv. ríkisstjórnar- innar. — Fundur var boðaður í efri deild kl. 3 til að ræða um skattafrumv., og er sagt frá hon- um annars staðar í blaðinu. Frá Alþingi DEILDARFUNDIR hafa verið boðaðir á Alþingi kl. 1,30 í dag. Á dagskrá eru: í efri deild: Sala áfengis til flugfarþega. Aðstoð við vangefið fólk. Tekjustofnar sveitarfélaga (þingsályktunartil- laga). í neðri deild: Matreiðslu- menn á skipum. Sjúkrahúsalög. Útflutningssjóður o. fl. („bjarg- ráðin“). Hvítasunnuferð Heimdallar HEIMDALLUR efnir til ferðar á Snæfellsjökul um hvítasunnuna. Farseðlar eru seldir í skrifstofu Heimdallar í Valhöll daglega kl. 5—7 e.h.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.