Morgunblaðið - 23.05.1958, Side 6

Morgunblaðið - 23.05.1958, Side 6
6 MORGUISBL 4Ð/Ð Föstudagur 23. maí 1958 PAUL HENRI SPAAK NAFN Belgíumannsins Spaak hefur um nokkurt árabil verið alþekkt, enda hefur hann víða látið mjög til sín taka. Eins og kunnugt er, tók Spaak við framkvæmdastjórn Átlantshafsbandalagsins af Is- may lávarði og hefur haft sig allmjög í frammi í því starfi þann stutta tíma, sem hann hefur gegnt því. Paul Henri Spaak Paul Henry Spaak fæddist í Briissel hinn 25. janúar 1899 og er hann lögfræðingur að mennt- un. Hann tók snemma að gefa sig að stjórnmálum og 1932 varð hann þingmaður í flokki jafnafar manna. Eftir árið 1935 hefur Spaak margsinnis verið ráðherra og gegnt ýmsum embættum. Hann varð forsætisráðherra Belgíu hið örlagaríka ár 1938—39 og reyndi hann af fremsta megni að halda Belgíu utan við styrjald- arátökin. En það tókst ekki, eins og kunnugt er, og urðu Belgir að gefast upp eftir stutta vörn. Leopold konungur var þá, a. m. k. að nafni til, æðsti foringi hersins og það var hann, sem formlega gafst upp fyrir Þjóðverjum. Var þá mjög deiit á konung í herbúð- um bandamanna og hann talinn hafa svikið þá. Leopold konurgur hefur hins vegar síðan gert þá grein fyrir þessari athöfn sinni, að öll frekari andstaða hafi verið gersamlega þýðingarlaus og hefði ekki verið til annars en leiða til slátrunar þúsundir á þúsundir ofan af ungum mönn- um. En allt um það varð konungi þetta skref mjög örlagaríkt og kostaði það hann að lokum kon_ ungstignina. Eftir uppgjöfina fór Spaak til London og varð utanríkisráð- herra stjórnar Belga, sem sett var á stofn í Englandi á stríðs- árunum. Árin 1946, og 1947—49 var hann einnig forsætisráðherra. í styrjöldinni varð Leopold konungur að fara úr landi og höfðu Þjóðverjar hann um tíma í haldi. Við stríðslokÍH var orðin mjög .nikil hreyfing gegn konungi, sér í lagi í suðurhluta landsins, en Flæmingjar héldu tryggð við hann. Voru hinir svokölluðu and- spyrnuhreyfingarmenn mjög and vígir Leopold en þeir höfðu á itríðsárunum borið hita og punga clagsins i átökunum við Þjóð- verja í landinu. Jafnaðarmer.n og róttækir flokkar til vinstn voru einnig mjög óvinveittir konungi. Þegar stríðinu lauk, nótuðu þess- ir flokkar að gera uppreisn, ef konungur yrði kvaddur til lands- ins og var það ráð gripið að ge.ra Karl bróður hans að staðgengli konungs. Voru um þetta harðar deilur öll árin á milli 1945 og 1950 og var loks ákveð:ð að þjóð- aratkvæði skyldi skera úr um það, hvort konungur kæmi heim eða ekki. Fór atkvæða- greiðsla þessi fram fyrra hluta árs 1950 og fékk konungur meiri hluta, en nauman. Hófust nú enn nýjar deilur, þegar konungur kom til landsins og Karl prins, sem var mjög vinsæll, lagði niður embætti sitt. Verkamenn lögðu niður vinnu og stofnuðu víða til óeirða í landinu og var Spaak mjög framarlega í hieyfingunni gegn konungi. Fór það svo, að Leopold neyddist til að segja af sér konungdómi og afhenda hann í hendur Baudouin syni sínum. Má segja að á þessum tíma hafi Belgía rambað á barmi borgara- styrjaldar, þó betur tækist til en á horfðist, vegna þess að konurig- ur gaf eftir. Var Spaak þar í fararbroddi þeirra, sem örðug- astir voru Leopold og var hann áreiðanlega á þeim tíma mcst umdeildi og umtalaði maður landsins, fyrir utan konungmn sjálfan. ★ Því ber ékki að neita að Spaak bakaði sér miklar óvinsæ idir inn- anlands fyrir framkomu sina í konungsdeilunni. Samt sem áður naut hann trausts margra og hefur hann eftir styrjöldina verið fulltrúi lands síns á ýmsum er- lendum þingum. Hann hefur ver- ið einn af sterkustu stoðum hinn- ar svonefndu Evrópuhreyf'ngar, sem berst fyrir viðskiptalegri og menningarlegri sameiningu Evr- ópu eða nánari tengslum á milli Evrópuríkjanna og hafa íslend- ingar tekið þátt í fundum Evrópu ráðsins. Eins og áður er sagt varð Spaak framkvæmdastjóri Atlants hafsbandalagsins nú fyrir stuttu. Var hann raunverulega talinn sjálfkjörinn í það embætti vegna þess, hve mikinn áhuga hann hef- ur sýnt á sameiginlegum málurn Evrópuþjóðanna, allt síðan styrj- öldinni lauk. Drog skó þína ni fótum þér LEIKKONAN Gerd Grieg leiðir okkur sér við hönd, um fagrao lund helgra minninga, i bók sinni: „Nordahl Grieg, slik jeg kjente ham“. Þar rísa mót himni háar bjark- ir, hlynur og barrtré — baðað ljósi. Litfögur vorblóm, fjóla, sóley og gleym-mér-ei teygja kollana upp úr hlýrri gróðurmold. Ilmur lífsins — þögn og friður — anda yndisleik að vitum manns. En snögglega dregur fyrir sólu. Þungbúin ský varpa skugga á skjálfandi laufið — blómkvónur blikna. Það fer hrollur um jörð- ina. Óveðrið er skollið á Elfan vex — verður að stórfljóti á skammri stund. f hamslausu æði feykir hún burt fegurðinni — breytir kyrrð og unaði í kvelj- andi angist. Það lægir — um síðir. Sólin brosir á ný við mannheimi. En lífið er í sárum. Gleym-’mér-eiin — blá eins og bænir barnsins — stara voteyg á eyðilegginguna. Tíminn græðir sárin — en örin standa eftir, viðkvæm og hrjúf. t Bókin er fágæt, — fengur ÖU- um, ekki hvað sízt listunnend- um. Fyrir höfundinn hefur það ekki verið sársaukalaust að skrifa þessar minningar .— með eigin hjartablóði — en einmitt það vekur virðing og hrifni. Á einfaldan, listrænan nátt bregður hún upp leifturmyndum af manninum og skáldinu Nor- dahl Grieg. Það blikar á ofurhugann, sem ekkert óttast — utan kúgun mannsandans, — og deyr hetju- dauða fyrir frelsi hans. Það stafar hlýju frá skáldinu með kviksára hjartað. Barnseðl- ið — hreint og saklaust brosir í augum snillingsins. Skáldið skynjar innar og dýpra en sam- ferðamennirnir — þenur væng- ina og flýgur blindflug í björt- um hugsjónum — þar sem sorgir heimsins verða að sorgum þess — gleði og sigrar sömuleiðis. Við sjáum Nordahl Grieg fyrir okkur í háfjöllum Noregs. Það stirnir á fannbreiðuna, vetrar- himinninn er heiður, á arninum í litla bjálkahúsinu logar og snarkar — eitt situr skátdið og yrkir — í algjörri kyrrð Á koldimmum bryggjum í Bergen, rölta þau saman að naet- urlagi. skáldið og leikkonan. Þau ræða um líf og listir. Ótal tjós glampa á svartan sæ frá nálæg- um fjallabýlum. Og skáldið spyr leikkonuna lágri röddu: „Vil De hjelpe meg med á digte?“-------- Á auðu sviði, í stóru leikhúsi, situr Gerd Egede Nissen — ein — síðla kvölds — reynir að af- slappa þreytta sál og þreyttan líkama. Hún er að sviðsetja Björnsons „Maria Stuart" og leikur sjálf aðalpersónuna. I myrkum salnum greinir hún allt í einu ókunnan gest. Þar er kom- inn Nordahl Grieg. Hún kallar fram og spyr hann erinda. Feimn islega svarar leikritaskáldið: „Jeg studerer teater — fár jeg ikke lov til det?“----- Sviðið breytist. Hermaðurinn Nordahl Grieg hefur flutt gull- forða Noregs heilu og höldnu til Bretlands. — Sprengjurnar dynja á London — skáldið er í útlegð — ásamt eiginkonu sinni Gerd Grieg. Styrjöldin eggjar — styrjöldin lamar. Baráttueldurinn kvíslast um æðar Norðmannsins — kraf- an er: að standa í fremstu víg- línu. Eirðarleysi, vopnaglamur og vélagnýr hindrar skaldið x ein- beiting hugans — þó innblástur örvist við ósýnd Ragnaraka. Vonir tendrast — vonir slokkna. Orðlaus af aðdáun, situr lista- maðurinn frammi fyrir forseta Bandatíkjanna, Franklin Delano Roosevelt. Áhugamálþeirrahjóna er kvikmyndagerð um Noreg — um Edward Grieg. Forseti vill veita þeim lið, en aðstæður í heimsmálunum varna því. Yfir hafið er.haHið á ný — undir sverði dauðans. í sprengjuflugvél flýgur Nordahl Grieg ásamt nokkrum löndum sínum yfir Noreg. Ör- 'skamma stund standa þeir á sbrifar ur daglega lífsnu J ALLT I RAFKERFIÐ Bíhiraftækjaverzlun Halldórs Ólafssonar Rauðarárstíg 20. — Sínn 14775. Sitthvað úr skorðum gengið. ¥7' NN taka stjórnmálin allan hug " þeirra manna, sem er að hitta hér niðri í miðbæ, enda hangir stjórnin á horriminni, þegar þetta er skrifað, bjargráðin liggja í salti, en ýmsar afleiðing- ar stjórnaróvissunnar verða áþreifanlegri með hverjum deg- inum, sem líður. Aðalástæðan er sú, að tollafgreiðslustöðvunin, sem ákveðin var frá og með fyrx a þriðjudegi stendur enn. Fyrst varð almenningur var við hana að ráði, þegar Gullfoss renndi að bryggju í síðustu viku með stóra bunka af blóðum spennandi framhaldssögur, smásögur, lýsing ai frá fra.randi löndutn ásamt Knold og Tot og fleiru. Það má reyndar segja að þjóðin lifi það af, þótt það dragist í nokkra daga, að menn fá fréttir af vinum sín- um, sem lifa á síðum danskra vikublaða, en sjálfsagt verður þetta til að ergja suma. Menn vilja hafa sín blöð og engar refj- ar. Verra er hitt, að nú er orðið smjörlíkislaust og vöruskortur á fleiri sviðum gerir vart við sig jafnvel svo, að undirbúningur síldveiðanna er talinn geta tafizt bagalega hjá sum- um. Er það auðvitað mjög alvarlegt. En enginn vissi um miðjan dag í gær, þegar þetta er skrifað, hvernig þessum málum öllum mundi lykta. Ýmist var stjórnin sögð að fara, farin, eða snúin við aftur á leiðinni út úr stjórnarráðinu. Á meðan bíður kona vestur í bæ eftir dönsku blöðunum sínum og maður norð- ur í landi eftir því að geta garið að ganga frá síldarnótum. Enn um birtingu nafna. „ITÆRI Velvakandi! , Ég get ekki setið á reér, að skrifa þér nokkrar linur viðvíkj- andi smágrein, sem ég las í Mánu dagsblaðinu. Þar var minnzt á piltana tvo, sem kveiktu í sprengju í lögreglustöðinni, .og segir þar, að þjóðféiaginu standi hætta af þeim og því sé nauð- syn 'tgt að birta nöfn og myndir af þeim í blöðunum. Hversu r.mgt er þetta ekki?Hafa þeir ekki orð- ið fyrir nógu miklu, þótt ekki sé verið að auglýsa þá sem stór- hættulega menn? Hvernig verður líf þessara pilta, ef allir forðast þá og benda á þá? Þeir verða að fá tækifæri til þess að bæta sig. Er því ekki réttara að hjálpa þeim með því að sýna þeim bróðurhug og skílnmg? Jú, vissulega, mönnum hættir oft til að áfellast aðra, fyrir þeirra víxl- spor, en þetta getur líka komið fyrir okkur sjálf, þá myndum við áreiðanlega vera þakklát hlýju handtaki í slíkri raun. Því að vissulega er þetta raun fyrir ó- harðnaða unglinga, sem lenda í slíku. Þegar unglingur lendir í vand- ræðum er orsökina venju.egasí að xinna í uppeldi hans hversu m kla aðhlynningu, kær'eik og ski.ning hann hefir feng'ð. Er því nauðsyniegt að athuga heim- íli og aðstæ^ur þessara ungl.nga og væri stundum þörf að leita sálfræðings. Ef farið væri nú eftir því sem stendur í fyrr- nefndri grein, hvað myndi i ‘iða af því? Unglingurinn yrði bexskur og harður í lund og ætti engrar uppreísnar von. Við hverju oðru er að búast, þegar hann mætir alls staðar tortryggm og van- trausti? Þetta getur einmitt ieitt til þess, að unglingurinn haldi áfram á þessari braut i staðinn fyrir að koma má í veg fyrir slikt, ef farið er eftir því, sem ég hefi tekið fram. Það er mikil nauðsyn, að gefa þessum málum meiri gaum og þyrfti að fá sérfærðing í uppeidi barna til þess að vinna að þessu með lögreglunni. Þá fyrst myndi hættan fara að minnka, sem þjóð félaginu stafaði af þessum ungl- ingum, en ekki með öðrum og ó- mannúðlegum ráðstöfúnum Ein vel vakandi“. norskri grund — útbýta vopn- um meðal fólksins — ræða við frelsishetjurnar, sem hafa lært Ijóð útlagans. Ungur maður rétt- ir Grieg örlítið merki — norskan fána — að skilnaði. í fáxæklegu hótelherbergi í London, skýrir hann konu sinni frá þessari sáru stund — og hetjan grætur öriög þjóðar sinnar. Á íslandi dveljast þau hjón tíðum. í Þingvallabænum, í boði íslenzku ríkisstjórnarinnar, situr skáldið sumarlangt og yrkir mörg fögur frelsisljóð, í skauti náttúr- unnar, sem hann ann heilum hug. En styrjöldin kallar — barátt- an fyrir föðurlandið. 2. desember 1943 flýgur Nor- dahl Grieg ásamt erlendum frétta riturum yfir Berlín. Flugvélin er skotin niður. Við gullkeðju —. minjagrip frá Gerd Grieg — sem ’hann ber um hálsinn, hangir lítið silfurhjarta, á það er rist: Nordahl. Hann er grafinn ásamt félögum sínum og trékross reist- ur yfir leiðið, merktur honum. Síðar eyða sprengjur grafreitun- um og jarðneskar leifar hinna föllnu mást burt með öllu. Slíkur varð dauðdagi hins fer- tuga skálds. I bréfum til konu sinnar — sem hún veitir okkur hlutaeild í — blasir við fegurð kertaljóssins, blaktandi logi kærieikans, sem ber mjúka birtu — varpar djúp- um skugga. Þau bréf sanna m. a. hver kona Gerd Grieg er — þó hún standi hlédræg og hljóðlát að tjalda- baki, í allri frásögninni. Það er tregablandin ánægja að lesa um Nordahl Grieg, Það húmar að í heimi fagurra lista þegar stórskáld hverfa af sjónar- sviðinu.. En við tökum fagnandi undir með orðum hans í kvæð- inu „Hábet“: „For hver av oss kan gi sin skjerv til lyset, kan bli en del av várens seir pá jorden, en del av hábet.“ Ég þakka frú Grieg bókina og bið henni allrar blessunar. Steingerður Guðmundsdóttir Fjögurra herbergja r/s/búð í Hlíðunum er til leigu. Lyst- hafendur leggi nöfn sín í skrif | stofu Mbl., fyrir hádegi á morgun, merkt: „Risíbúð — I 3949“. — 1—2 herbergi og eldhús óskast. Fámennt í heimili. Al- ger reglusemi. Einhver fyrir- framgreiðsla kemur til greina. Uppl. í síma 11995. Bifreií — Jeppi Vil kaupa Willy’s-jeppa 1952 eða yngri eða Landrover 1954 eða yngri. Tilboð sendist á af- greiðslu Mbl., fyrir n.k. mið- vikudag, merkt: „Jeppi — Rover — 3951“. Simanúmer okkar er 2-24-80 BÍLVIRKINN Síðumúla 19, sími 18580 Bílaviðgerðir, réttingar, ryðbæt- ingar, bílasprautun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.