Morgunblaðið - 23.05.1958, Qupperneq 11
Föstudagur 23. maí 1958
MORCVNBLAÐIÐ
11
BÓKAÞÁTTUR:
Kaupangur
Stefán Júlíusson: Kaupangur.
Skáldsaga. 325 bls. Menning-
ar- og fræðslusamband al-
Jíýðu, Reykjavík 1957.
„KAUPANGUR“ er langdregin
saga um gamalkunnugt efni,
hreinræktuð „þríhyrnd“ ásta-
saga, sem endar í uppgjöf og
málamiðlun. Lesendum er að
vísu tilkynnt á kápubroti að
þetta sé „mikil saga um merk
menningar- og viðskiptatímamót
í sögu íslenzku* þjóðarinnar, en
jafnframt næm lýsing á baráttu
einstaklinga fyrir fótfestu í ver-
öld, sem er öll á tjá og tundri“.
3?að er auðvitað út af fyrir sig
gott að fá dóminn um bókina í
kaupbæti á kápu hennar, en hætt
er við að ýmsir fleiri en ég leiti
árangurslaust að forsendum hans
í bóltinni. Að mínu viti fjallar
sagan alls ekki um félagsmál, og
þetta með einstaklingana er mik-
ið vafaatriði eins og síðar skal
vikið að.
Sagan er skrifuð í fyrstu pers-
ónu og sögumaðurinn er Áki
Geirsson, íslenzkur rithöfundur í
New York. í megindráttum fjall-
ar sagan um ástamál hans: ís-
lenzku stúlkuna sem hann elskar.
en missir og bandarísku stúlk-
una sem elskar hann og hreppir.
Satt er það, víða er vikið að
félagsmálum, viðskiptum og
menningu, en allt slíkt er bara
ívaf eða „skraut“, langt frá því
að vera tema eða undirtónn sög-
unnar.
Hins vegar virðist mega ráða
það af ýmsu í bókinni, að fyrir
höfundi hafi vakað að draga upp
mynd af breytingunum sem stríð-
ið olli í viðhorfum og viðskipt-
um fjölmargra Islendinga, sýna
lausungina, gróðabrallið, siðleys-
ið, dáraskapinn og andleysið hjá
fólki eins og Þorláki Hákonar-
syni alias Láka í Skúrnum, Hall-
mundi Hólmfjörð og öðrum slík-
um. Gagnvart þessari mannteg-
und stillir hann sögumanni,
menntuðum, þjóðræknum, heil-
brigðum, fullum af gömlum og
góðum hugsjónum. En þessi sam-
stilling „góðs“ og „ills“ fer hon-
um heldur klaufalega úr hendi.
Sannleikurinn er nefnilega sá, að
gleiðgosinn og svindlarinn Þor-
lákur Hákonarson verður ein-
hvern veginn miklu viðfelldnari
persóna en hinn djúpspaki rit-
höfundur, sem er í senn kotrosk-
inn, hátíðlegur, yfirlætisfullur og
þrautleiðinlegur. Þetta er alvar-
leg veila í sögunni, því óneitan-
lega er braskarinn heldur ómerki
leg persóna. En hann fer svo
sannarlega með sigur af hólmi í
fleiri en einum skilningi.
Persónur sögunnar eru ekki
ýkjamargar, en þær eru flestar
flatar. Skástar eru stúlkurnar
sem Áki leggur lag sitt við, Helen
og Erla. Stafar það sennilega
meðfram af því að þær eru alger-
ar andstæður að upplagi og fá
þannig hvor um sig skýrari drætti
þegar þeim er stillt hlið við hlið.
En hitt orkar líka miklu um
trúverðugleik þeirra, að höfund-
ur setur ekki á þær „merkispjöld"
í jafnríkum mæli og hann gerir
við flestar aðrar persónur sög-
unnar.
Með þessu á ég við það, að höf-
undurinn hefur gefið hverri per-
sónu ákveðna tilburði eða ákveð-
in orðatiltæki, sem hann tönnlast
á í svo að segja hverri setn-
ingu. Hvenær sem frú Stephanek
opnar munninn, er það „A, ungi
maður“ eða „A, hr. Gerson“.
Þetta hvimleiða „a“ kemur fyr-
ir í hverri setningu sem frúin
mælir. Þegar Þorlákur hefur orð-
ið er það „elsku vinurinn", „ljúf-
urinn“ eða „vinur snar“ a. m. k.
tíu sinnum á hverri síðu. Rósa
ávarpar Áka undantekningar-
laust með orðinu „félagi“. Dr.
Sale: „Svo er, ungi vin, svo er“.
Linda: „Drumbur11. Erla: „Vernd
ari góður“ (þó ekki viðstöðu-
laust). Áki hefur líka sitt sér-
staka ávarp fyrii livern kven-
mann: „Laukastorð“, „Fögur-
kinn“, „vinkona" o. s. frv. Hall-
mundur segir aldrei svo setningu
að ekki komi fyrir „sko“ og „er
þakki", og Dufþakur hefur hverja
tölu með „um-já“ eða bara „um“.
Það er vitað mál, að margir
menn hafa ýmislegar kenjar eða
sérkenni í talsmáta sínum, en í
skáldverki verður þetta að vera
eðlilegt. Skáldið verður að gæta
hófs, svo það ofbjóði ekki þolin-
mæði lesandans. Ég fæ ekki var-
izt þeim lúmska grun, að Stefón
Stefán Júlíusson er mjög óspar
á lýsingarorð. Það virðist vera
viðtekin regla hjá honum að þrí-
taka allt sem hann þarf að segja
með lýsingarorðum: „röddin lág,
hlutlaus, ópersónuleg" (165),
röddin óttablandin, heit, ör“
(165), „afklæddi hana varfærnis-
lega, hlýlega hægt“ (166), „Erla
frísk, eggjunarfull, ör“ (170),
„tók mér opnum örmum, róleg,
fasmjúk, tigin“ (174). Þessi regla
gildir raunar líka um nafnorð:
„Annarlegur þungi lagðist í hug
mér, þrúgandi höfgi, nagandi lífs-
tregi“ (169), „eins og hún vildi
hverfa öllu nema mér, umheimin-
um, lífinu, sjálfri sér“ (169),
„Hvert viðbragð hennar kunni ég
utan að, öll syipbrigði, hvert lát-
bragð“ (171), „við skulum bara
kalla það eigingirni, viðkvæmni,
grátklökkva" (175). Þessi dæmi
eru tekin af einum tíu síðum, og
er þó ekki allt tínt til af þessum
síðum, en svona er bókin öll.
Höfundi er mjög tamt að nota
hjárænuleg eða hástemmd orð,
stundum hreinar smekkleysur:
„bauð rósir sínar daufheyrðum
lýð“ (23), „holdafarið var henni
andstætt“ 33), „kunni ekki að
vera ekki neitt“ (38), „Marr í
gangi, niður af frúnni“ (42), „Mik
illar tamningar gætti jafnframt
meðfædds þokka“ (57), „fegins-
lega óvænt“ (58), „kunni mæta-
vel að uppskera augnatillit hvað-
anæva að“ (59) og þanmg mætti
halda áfram bókina á enda.
Stílbrögð eru jafnan spurning
um vandvirkni og smekk. Mal-
farið á þessari bók ber vitni al-
varlegum skorti á máltilfmningu
eða smekkvísi. Sumir höfundar,
t. d. Laxness, nota að öðru jöfnu
fágætara orðið, þegar þeii eiga
völ t'æggja, en það krefst ó-
brigðuls smekks ef þetta á ekki
að verða leiðinleg tilgerð.
Skemmtileg tilgerð er alltaf af-
sakanleg.
Sagan í heild er laus í reipun-
um, en einstakir kaflar eru hins
vegar gæddir töluverðri spennu
og stundum dramatískum tilþnf-
um, einkum þar sem lýst er við-
skiptum Áka og Erlu í seinni
köflum bókarinnar. Síðasti kafl-
inn er mjög kunnáttusamlega
byggður. Fyrir kemur og að höf-
undurinn lætur af baxi sínu við
langsótt orð og tilgerðarlegt
tungutak, og eru það iangbeztu
partar bókarinnar, t. d. ævisaga
Erlu í sögulok. Bókin hefði grætt
mikið á því að styttast um þriðj-
ung a. m. k.
Þetta þykir sennilega harður
dómur, en Stefán Júlíusson rís
eflaust undir honum ef það er
rétt, að tvö fyrri skáldrit hans
hafi yfirleitt fengið frábærlega
góða dóma, eins og lesendum er
tilkynnt aftan á kápunni. Ég hef
ekki lesið þau, en hygg að hann
verði að vera kröfuharðan við
sjálfan sig, ef hann vill haida
þeim „örugga sessi“ sem hann
er sagður hafa unnið sér með
þeim. Sigurður A. Magnússon.
Rcgalandsbrét trá Árna C. Eylands:
Kalt vor í Noregi — Klakaskán
i ökrum sem bændur vinna
Stefán Júlíusson
Júlíusson beiti þessum skrýtnu
brellum vegna þess að harm
treysti sér ekki til að lóta til-
gerðarlaus og „eðlileg" samtöl
draga fram sérkenni persónanna
Hitt er ekki síður ljóður á ráði
hófundar, að hann gerir auka-
persónurnar alltof einfaldar og
hráar. í rauninni eru þær flestar
skrumskældar eða aðeins í tveim
víddum, vantar dýptina. Höfund-
ur hefur valið þá að mínu vití
billegu leið að greina þær hverja
frá annarri með því að gefa þeim
ákveðnar formúlur sem aldrei
breytast: þær koma aldrei á ó-
vart, sýna aidrei nýjar hliðar,
eru ef svo má segja alltaf í sömu
stellingum.
Helen og Erla eru einu undar—
tekningarnar frá þessari drep-
leiðinlegu reglu.
Samtölin í bókinni eru yfirleitt
mjög losaraleg og laus við hnit-
miðun. Þau nafa engan stíl, eru
gersneydd listrænni reisri. Rit-
höfundi er það hreint ekki
nóg að tæta fram kynstur af ó-
hefluðum setningum og skringi-
legum glósum og ausa þeim yfir
blaðsíðurnar án þess að velja og
hafna. Vera má að tii séu menn
sem láta út um vitin á sér jafn-
viðstöðulausar romsur og Þorlák-
ur Hákonarson, en það er ekki
heppilegt frá listarinnar sjónar-
miði að setja þetta svona hrátt
í skáldsögu — fyrir nú utan það
að með núgildandi verði á pappír
og prentsvertu er það blátt ófram
siðferðileg skylda skriffinna að
takmarka orðaflauminn.
Umhverfislýsingar í bókinni
eru ekki margar og fáar þe’rru
gæddar lífi. Borgin vaknar sjald-
an til sjálfstæðs veruleiks í sög-
unni. Þeir sem verið hafa í New
York kannast við það sem lýst
er: þetta er rétt og sannsögulegt,
en það vantar hið skáldlega inn-
sæi, ferska skynjun, óvænta opin
berun. Ég man í svipinn aðeins
eftir einni lýsingu sem sló mig:
„Þetta var kyrrlót þvergata; börn
léku sér heimasæl. karlar og kon
ur sátu á tröppum og skrófuðu
Mig furðaði jafnan. hve fólk gat
gert slíkar þvergötur milli höíuð
stræta sér undirgefnar, eins og
þær væru húsgarður fremur en
strengir í samgönguneti stórborg
ar“ (bls. 36). Þó stíllinn sé ekki
rishár er hér persónuleg uppgötv
un, en á slíkum er leitun í um-
hverfislýsingum sögunnar.
Smjörið, sem enginn ræður við
— Hreppapólitík — Vorkuldar
— Ungmennaþing á Sóla
Norðmenn eru að kafna í
smjöri — eins og Danir — og
raunar Svíar líka. í Danmörk er
smjörverðið komið niður í
„smjörlíkisverð“, eða því sem
næst. Danskt búðarsmjör, það er
sérmerkt 1. fl. vara, er nú selt á
n. kr. 5.14 kílóið í Englandi, það
er ísl. kr. 15,42 ef við þreföldum
norsku krónuna en um 27 krón-
ur ef við 5 földum hana sem er
sanni nær heldur en bankageng-
ið. Verð á smjöri frá Nýja-Sjá-
landi en enn lægra í Englandi. í
Svíþjóð er smjörverð mun hærra
en í Danmörku. Svíar streyma í
tugþúsundatali yfir Eyrarsund og
kaupa með sér smjör, er þeir
snúa heim aftur. Slyngir kaupa-
héðnar Svíþjóðarmegin við Sund
ið hafa grætt milljónir á smjör-
millimennsku, sem „ekki varðar
við lög“, en sænsk búnaðaryfir-
völd bölva í hljóði og fá ekki að
gert. — Eyrarsund er nú í ræðu
og riti kallað Smjörsundið!
í Svíþjóð hefir jafnvel komið
til orða að slátra „upp á ríkisins
reikning" 100—200 þúsund mjólk
urkúm til þess að minnka fram
leiðsluna!
Hér í Noregi er gert ráð fyrir
að framleiðsla á smjöri á þessu
ári verði um 6000 smálestir um-
fram neyzlu, þó að gert sé ráð fyr
ir að hagræða framleiðslunni
þannig að smjörframleiðslan
minnki um 3000 smálestir frá
því í fyrra, en ostaframleiðslan
aukist að sama skapi. Eini mark-
aður sem á má treysta er enski
markaðurinn, þó sala þangað sé
óglæsileg. Mikið er rætt um að
blanda smjöri í smjörlíkið, einn-
ig að reyna að auka smjörneyzl-
una í sveitunum.
Á það er bent að árið 1956
bjuggu 2.337.630 manns í sveitum
Noregs, en ekki nema 1.108.043 í
borgunum. Neyzla fólks í sveit-
unum er því þýðingarmikið at-
riði. Ókunnugum til skýringar
verður að geta þess, að „hreppa-
pólitíkin" er hér með nokkuð
mikið öðrum hætti en heima á
íslandi. Víða eru innan sveita-
hreppa fjölbyggð þorp, þar sem
eru þúsundir íbúa, án þess að
neinum' komi til hugar að skilja
þéttbýlið frá hlutaðeigandi
hreppsfélagi og gera það að sér-
stökum hreppi hvað þá að kaup-
stað með bæjarréttindum o.s.frv.
Hér vinnur dreifbýli og þéttbýli
innan sama hrepps saman að
málunum.. íslenzk fyrirbæri eins
og Dalvíkurhreppur, Hofsós-
hreppur og Kópavogskaupstaður
væru óhugsanleg hér um slóðir.
Til gamans og upplýsingar vil
ég nefna dæmi.Stafangur er um
55 þúsund manna borg úti við
Íiaf, við fjarðarbotninn 15 km
engra inn til landsins er smá-
bærinn Sandnes með um 5000
íbúa stöndugur bær og situr vel
fyrir viðskiptum við Jaðarinn.
Allt umhverfis Sandnes er hrepp
urinn Höyland og í þeim hreppi
eru nú um 16000 íbúar. Auk þétt-
býlisins næst Sandnesi, eru 2
önnur þéttbýli og iðnaðarhverfi í
hreppnum, Gandalur og Figgjo.
Hreppnum er skipt í 13 barna-
skólahverfi og við barnaskólana
eru starfandi um 90 kennarar.
Hér er því af nokkru að taka,
en engum hefur komið til hugar
að skipta hreppnum í fleiri
hreppa. Líklega hverfur þó hluti
af hreppnum undir Sandnes von
bráðar, en ekki verður það nema
lítill hluti, og í spaugi tala
hreppsbi^ar stundum um hvort
þeir eigi ekki heldur að leggja
Sandnes undir Höylandshrepp!
En jafnhliða því að skerða Höy-
landshrepp og stækka Sandnes-
bæ stendur til að leggja niður
nærsvgitarhrepp einn fámennan
og sameina hann að mestu hinum
fjölmenna Höylandshreppi. —
Hér verður ekki brytjað niður i
smáhreppa! í
Vorið hefir verið kalt og svalt
til þess langt fremur venju. Það
hefir seinkað vorstörfum um að
minnsta kosti 3 vikur, en nú er
sáningu þó víða að verða lokið
eða langt komið. Farið er að
hleypa út kúm en ekki fyrr en
allra síðustu dagana og ekki
nema hér í lágsveitunum, og er
það óvenjuseint. Hið kalda vor
og vinnsla akra líttþornaðra,
sumstaðar með klakaskán í jörðu,
mun veita illgresinu byr undir
vængi segja bændurnir, en það
getur svo sem orðið gott sumar
fyrir þessu, bæta þeir við.
í sumar—fyrstu dagana í ágúst
— verður landsmót Ungmenna-
félaga sveitanna (Norges bygde-
ungdomslag) háð á Sola, undir-
búningur er þegar hafinn og
standa margar hendur fram úr
ermum til þess að styðja þar að.
Norski herinn sem ræður miklu
á Sóla mun greiða á margvísleg-
an hátt fyrir mótinu og verzlun-
arsamtök bænda margvísleg
hlaupa undir bagga. Boðsgestir
munu verða þar frá Norðurlönd-
unum öllum, og hafa forráða-
menn mótsins mikinn hug á að
hlutur íslendinga verði þar mest
ur, mun boð um það þegar fram
komið, og til þess hugsað að ís-
lenzkir boðsgestir fái tækifæri til
þess að litast vel um á Jaðri og
kynnast búnaði þar í sveitum.
í fyrradag spurði ég dr. Ström-
stad hvenær hægt yrði að hefja
slátt og grasmjölsframleiðslu á
Sóla. Við vonum að það verði
hægt um 20. maí sagði Strömstad.
Flestum mun þykja það með
ólíkindum eins og hér hefir vor-
að, en vellirnir á Sóla eru vel
hirtir og áburðurinn ekki spar-
aður.
Heimavistarskólinn
að Húsabakka
HAUSTIÐ 1955 tók til starfa nýr
heimavistarskóli að Húsabakka í
Svarfaðardal. Skólinn stendur á
fögrum stað í landi Tjarnar um
5 km frá Dalvík. Þar er heima-
vist fyrir 30 börn. í vetur hafa
verið þar 55 börn í þrem deild-
um.
Svarfdælingar, bæði heima og
heiman, hafa látið sér afar annt
um viðgang skólans og hafa
sýnt það í verki.
Núna um sumarmálin efndi
skólanefndin til hófs i skólan-
um og bauð þangað þeim, er til
náðist af þeim er fært hafa skól-
anum gjafir.
Hófi þessu stýrði formaður
skólanefndarinnar, séra Stefán
Snævarr á Völlum. Kvað hann
samvizku skólanefndarinnar svo
íþyngt með mörgum og góðum
gjöfum, að nú væri sá einn kost-
ur fyrir hendi, að létta nokkuð
á henni með því að færa gefend-
unum alúðar þakkir skólans.
Nefndi hann síðan gefendur, en
þeir eru þessir: Magnús Gunn-
laugsson, Akureyri, gaf 100 bindi
af bókum m.a. allar fslendinga-
sögurnar. Valdimar Snævarr, fyr-
verandi skólastjóri gaf fjölrita og
kennslumyndir. Björn Árnason á
Grund gaf ljóslækningatæki.
Stefán Hallgrímsson, skrifstofu-
stjóri á Dalvík, gaf 1000.00 kr.
er verja skal til fegrunar skóla-
lóðarinnar. Snorri Sigfússon fyrv.
námsstjóri gaf fagran veggskjöld
skorinn af Ríkharði Jónssyni til
verðlauna í skíðaíþrótt. Hjörtur
Þórarinsson, oddviti á Tjörn, gaf
eggjasafn. Jóhann Pétursson
(Jóhann Svarfdælingur) ga£
hluta af andvirði kvikmynda-
sýningarvélar. Kvenfélag sveit-
arinnar gaf saumavél og hefil-
bekk. Þórarinn Kr. Eldjárn,
hreppstjóri á Tjörn, gaf ljós-
prentað eintak af Guðbrands-
biblíu. Auk þess gáfu mæður
þeirra barna, sem nú eru í skóla,
gluggatjöld fyrir svefnherbergi
og borðstofu barnanna.
Auk skólanefndarformannsins
tóku til máls þeir Þórarinn Kr.
Eldjárn og Stefán Hallgrímsson.
— G. M.