Morgunblaðið - 23.05.1958, Side 12

Morgunblaðið - 23.05.1958, Side 12
12 M O R C r/ N fí L 4 fí 1Ð Föstudagur 23. maf 1958 Allt á sama stað CHAMPIOiy-KRAFTKERTIN fáanleg i flestar tegundir bila 1. Öruggari ræsing 2. Meira afl. 3. Allt að 10% elds- neytissparnaður. 4. Minna vélaslit. 5. Látið ekki dragast lengur að setja ný Champion-kerti í bíl yðar. Sendum gegn kröfu út á land. Eglll Vilhjálmsson h.f. Laugavegi 118 — Sími 22240 Aðeins litið eitf nægir... bvi rakkremið er frá Gillette I>að freyðir nægilega þó lítið sé tekið. Það er í gæðaflokki með Bláu Gillette Blöðunum og Gillette rakvélunum. Það er framleitt til að fullkomna raksturinn. Það freyðir fljótt og vel. . . og inniheldur hið nýja K34 bakteríueyðandi efni sem einnig varðveitir mýkt Kostar 3 millj. kr. á ári að eyða ólykt frá fiskimjölverksmiðjunni á Kletti Creinargerð frá framkvœmdastjóra verksmiðjunnar JÓNAS JÓNSSON, framkvæmda- stóri Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar hf., hér í Reykjavík, hefur nýiega ritað Hirti Hjartar- syni, formanni Húseigendafélags Reykjavíkur, bréf varðandi til- raunir verksmiðjustjórnarinnar til þess að eyða ólykt, sem ná grannar verksmiðjunnar hafa mjög kvartað undan. Hefur þess verið óskað að bréf þetta verði birt. Fer það hér á eftir: í sambandi við fund þann sem halda á í kvöld í félagi húseig- enda í Reykjavík, og sem þér hafið verið svo vinsamlegur að láta oss vita um, þar eð fundar- efnið snertir mjög rekstur fiski- mjölsverksmiðju vorrar, viljum vér leyfa oss að gefa yður eftir- farandi skýrslu um það sem að undanförnu hefur gerzt x málinu og um það sem nú er að gerast. Skýrslu þessa biðjum vér yður vinsamlegast að láta koma fram á fundinum. Lykt sú, sem leggur frá verk- smiðju vorri yfir íbúðarhverfi bæjarins, er búin að vera til vandræða nú nokkur undanfarin ár. Hefur borgarlæknir haft af því allmikil afskipti og er hon- um manna kunnugast um það, að á undanförnum þremur árum hafa verið gerðar tilraunir af vorri hálfu til þess að eyða þess- ari lykt. Svo virðist sem sjaldan hafi verið nokkuð á það minrizt hvað gert hefur verið í þessu efni. Skal það nú rakið hér að nokkru. Seint á árinu 1954 var samið við Landssmiðjuna í Reykjavík um smíði á lykteyðingartækjum. Hafði áður verið leitað til Ramx- sóknarstofnunar norsku síldar- verksmiðjanna, en þessi stofnun var talin hafa í sinni þjónustu færustu sérfræðinga í þessari grein. Svar barst um það að sænskur verkfræðingur hefði fundið upp aðferð til lykteyðing- ar frá fiskimjölsverksmiðjum og væri þessi sænska aðferð sú bezta sem þekkt væri. Jafnframt þessu upplýstist það, að Landssmiðjan í Reykjavík hefði staðið í sambandi við fyrr- greindan verkfræðing og voru nú teknir upp samningar við Lands- smiðjUna um smíði á tækjum sem teiknuð voru og útreiknuð af verkfræðingi þessum og skyldu tækin sniðin í samræmi við stærð og afköst verksmiðjunnar. Afgreiðsla tækjanna frá hendi Landsmiðjunnar dróst frá því sem um var samið og var komið fram á mitt árið 1955 þegar smíði var lokið. Kom þá fljótt í ljós að tækin skiluðu ekki tilætluðum árangri. Stóð nú lengi í þófi meö að fá breytingar á tækjunum. Leitað var til verkfræðingsins um ráð til endurbóta og er skemmst frá því að segja, að 4 síðastliðnu ári höfðum vér tapað trúnni á að tæki þessi myndu geta skilað fullnægjandi árangri. Rétt er þó og skylt að geta þess, að nokkuð má deyfa lyktina með tækjum þessum. Þess má og geta hér, að verksmiðjan hefur varið miklu fé til þessara tilrauna, sem því miður hafa ekki gefið betri raun en kunnugt er. Þegar í þessar framkvæmdir var ráðizt var leitað til þeirra aðila, sem bezta þekkingu hafa á þessum málum og af vorri hálfu ekkert til sparað til þess að góð- ur árangur fengist. Jafnframt því sem þannig var unnið í málinu var haft vakandi auga á því hvað var að gerast í öðrum Evrópulöndum, svo sem Þýzkalandi, Danmörku og Noregi í þessum löndum er þetta vandamál óleyst enn í dag, nema ef vera kynni í Þýzkalandi nú fyrir skemmstu, samanber hjá- lagða tímaritsgrein, sem síðar verður að vikið. Vér höfum hér vísað til þess, sem hefur verið gert í öðrum. Ev- rópulöndum, af því þau etu okk- ur næst og ekki ástæða til að vér getum gert hlutina betur hér á landi. 1 Ameríku er sagt að tekizt hafi að eyða lykt frá verksmiðj- um sem vinna fisk og fiskúrgang með því að taka reykinn og brenna hann við hátt hitastig. Gísli Halldórsson, verkfræð- ingur, hefur tjáð oss að hann hafi staðið fyrir byggingu slíkra lykt- eyðingartækja vestur í Ameríku. Vér höfum nú leitað til Gísla og liggur fyrir áætlun frá honum um smíði og gerð tækja, sem nægja eiga fyrir verksmiðju vora. Ekki eru menn sammála um það hvort þessi aðferð dugar til þess að eyða lyktinni og verður vikið að því hér síðar. í áætlun Gísla segir að 400 kg. af brennsluolíu þurfi á hverjum klukkutíma, eða ca. 10 lestir á sólarhring, til þess að brenna reykinn. Er þetta kostnaður sem nemur ca. 9000.00 krónum á sól- arhring. Miðað við 300 vinnslu- daga, myndi þetta nema 2,7 til 3 milljónum króna á ári. Er þetta sá kostnaður er myndi vera ókleift að bera með rekstri verk- smiðjunnar. Þó ar hér ekki reikn- að með stofnkostnaði, fyrningum af honum og vöxtum. Ekki er vitað að nein verk- smiðja í Evrópu hafi tekið upp þessa aðferð, sjálfsagt vegna þessa gífurlega reksturskostnað- ar. Það er þó alkunnugt að vanda mál af þessu tagi eru sífellt á dag skrá í nágrannalöndunum og eru vísindamenn stöðugt að reyna að finna ráð sem duga. Oss hefur borizt blaðagrein, þýdd úr þýzku tímariti, sem fjallar um það nýjasta sem er að gerast í málinu í Þýzkalandi. Vegna, þess að greinin staðfestir það, að yfirvöldin hafa hingað til staðið máttlaus gagnvart þessu vandamáli, og vegna þess að í greininni er talið að amer- íska aðferðin að brenna reykinn dugi ekki, en þó sérstaklega vegna þess að greinin boðar nýj- ungar í málinu, leyfum vér oss að senda hana hér með. Tímaritsgrein þessi boðar það að vinna megi efni úr reyk verk- smiðjanna og jafnframt sé hægt að losna við lyktina. Málum er nú svo komið að verkfræðingur sá, sem um getur í meðfylgjandi tímaritsgrein, dr. Ing. Friingel, er væntanlegur hingað til Reykja víkur ásamt öðrum verkfræðingi, hinn 8. júní n. k. Vér höfum þegar látið mönn- um þessum í té allar upplýsingar um verksmiðju vora, en koma þeirra er fyrst og fremst í sam- bandi við að skoða allar aðstæð- ur og til nánari viðræðna og samninga. Þess ber að geta, að lykteyð- ingartæki þau sem um ræðir eru ennþá ekki komin í gang við verksmiðjur í Þýzkalandi, en þau verða tekin í notkun nú í sumar. Hins vegar hafa þessir menn fullvissað oss um að þeir geti ráðið niðurlögum lyktarinnar. Vissulega verður einnig hér um mikinn stofnkostnað að ræða, en um hann liggja engar upp, lýsingar ennþá fyrir Vér þurfum varla að eyða mörgum orðum að því, að verk- smiðja vor hefur stórkostlega þýðingu fyrir allan fiskiðnað í bænum, enda vinnur hún a. m. k, 60% af öllum fiski sem landað er til frystingar og herzlu í Reykjavík. Hún framleiðir verðmæti fyrir 25—30 milljónir króna á hverju ári og veitir auk þess fjöida manns vel launaða atvinnu. Það er óhætt að segja, að verk- smiðjan sé undirstaða undir allri fiskvinnslu í bænum. Oss þykir það mjög leitt a8 þurfa að valda mönnum slíkum óþægindum sem af lyktinni leiða, og viljum fullvissa menn um það, að vér höfum hug á, nú eins og hingað til, að ráða niðurlög- um hennar og munum gera allt sem hægt er til þess. Virðingarfyllst, f. h. stjórnar Síldar- & og fiski- mjölsverksmiðjunnar h.f. Jónas Jónsson. Vanaað byggingavéla - fyrirtæki i eni heiir ahuga á jmboði fyrir oss í Reykjavik skrifi AB. Byggiiadskranar, Box 103, Vásterás, Sverige Miðsiöðvarkaflar og Olíugeymar fyrir húsaupphitun. — Allar stærðir fyrirlip^jandi húðarinnar. Reynið eina túpu í dag. Gillette „Brushless" krem, einnig fáanlegt. Heildsölubirgðir: Globus hf., Hverfisgötu 50, sími 17148 Sími 24400 Moskwitch '58 óskast strax. Tilboð merkt: „Staðgreiðsla — 3953“, sendist Mbl., fyrir laugardag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.