Morgunblaðið - 24.05.1958, Síða 11

Morgunblaðið - 24.05.1958, Síða 11
Laugardagur 24. maí 1958 MORGVNBLAÐ1Ð n Brúnin á Svínafellsjökli. Hafraíell til vinstri. Til úaegri Svinafellsheiði og Skarðatindor. Ljósm.: Hax. Teits. Haraldur Teitsson: Öræfin — sveitin milli sanda Páskaferð með Páli Arasyni austur i Öræfi, f)ar sem eldur og is eru ennfyá i önnum aö móta og mynda MEÐ hvítasunnunni má segja að hefjist hér á landi tími ferðalaga til óbyggða landsins. Graeið á garðblettum bæjarins er orðið grænt og trén tekin að laufgast og það kemur ferðahugur í bæj- arbúann. Fáar ferðir verða taldar skemmtilegri heldur en fjalla- ferðirnar, þegar farið er til hinna fegurstu staða þessa lands og hafzt við í tjöldum eða sæluhús- um. Þátttaka í þeim ferðum hef- ur farið sívaxandi undanfarin ár og mun vafalaust halda áfram að aukast. Einn er sá staður, sem orðið hefur vinsæll af ferðafólki hin síðari ár, en það eru Öræfin. Er það að vonum, þar sem óvíða í heiminum mun iandslag vera með einkennilegri, tröllslegum og ægilegum náttúrufyrirbrigðum og náttúrufegurð heldur en þar, þar sem eldar úr iðrum jarðar og jöklar hafa mótað landið og gefið því svip. Ég mun hér á eftir skýra frá örfáum atriðum um þessa fögru sveit og sakna þess helzt, að hafa ekki margfallt meira rúm til þess. Margar ferð- ir eru fyrirhugaðar austur í Öræfi í sumar, bæði af Páli Ara- syni og fleirum, og er ekki úr vegi að hvetja fólk til þess að taka sér far með einhverri þeirra og skoða þetta sérstæða um- hveríi lands og ísa. ★ Þar er eitt mikilúðlegasta lands lag á íslandi. Yfir sveitinni gnæf- ir himinhátt, kaldur öræfajökuli og teygir jökulsporðana niður á milli dökkra hamragnípa, og þeir falla þar fram eins og hvítir foss- ar niður gil og dali — allt niður á sléttlendið. Og Undan hverjum jökulfossi kemur beljandi jökuisá sem hefur um sig breiðan malar- geira á sléttunni. Og svo eru fjöllin milli hinna köldu og hvítu jökulfossa fagurlega þakin gróðri, laufguð björkin teygir kræklótta fingur sína til himins af kletta- syllum og hamrabrúnum. Unz komið er fram á svartan sandinn, þar sem hvergi örlar á neinu lífi nema einstaka fugl er flýgur hjá. Fram sandinn renna kolmórauð- ar jökulárnar, sem verða eins og hvítt háræðakerfi úr fjarlægð séð. Og þessi furðulega samsetn- ing úr landslagi er Öræfin, sem löngum hefur verið ein afskekkt- asta byggð á íslandi. Sveitin milli sanda, milli Breiðamerkur- og Skeiðarársanda. ★ ★ Um sl. páska efndi Páll Ara- son til ferðar austur í Öræfin og fór þangað með um 60 manna hóp. Páll hefur á undanförnum árum farið austur í Öræfi með mikinn fjölda ferðamanna og með því opnað augu fjölmargra fyrir hrikalegri fegurð jöklalands ins, því að hvergi á íslandi er landslag sérstæðara og fegurra í stórskornum svip sínum heldur en einmitt þar. Þar skiptast á með furðulegum hætti litirnir: hvítt, grænt og svart. Hinn græni litur verður tákn gróandans og kærleikans, þar sem yfir gnæfir hvítur hreinleiki himins og hins hreinlynda hugar, en framundan og neðar bíður ógn hinna svörtu sanda, svaðilfarir yfir straum- þung og beljandi vatnsföll og svört strönd sævarins, þar sem ógnin vofir yfir sjómanninum um niðdimmar nætur. Leiðin austur í Öræfin er tor- sótt og seinfarin. Vegurinn liggur austur yfir Skeiðarársand og er þar yfir mörg vatnsföll að fara, þar sem á ríður að leiðsögumað- urinn sé góður vatnamaður, velji sér réttar leiðir yfir, því að víða er erfitt að finna góð brot. En Páil Arason lætur ekki að sér hæða, enda með sér til aðstoðar góða bilstjóra og kunna ferða- langa, eins og til dæmis Bjarna í Túni. Sandurinn verður stór- grýttari og erfiðari austast á sandinum og þar rennur Skeið- ará, sem er versta jökuláin, sem fara þarf yfir. Frá Skeiðará blasir við okkur Skaftafellsheiðin, sem gengur vestur úr öræfajökli og efst á henni ber við loft háreista og þverhnípta kamba, sem Skarða- tindar heita. Heiðin endar í af- líðandi tungu, gróðursælli og skógi vaxinni og fremst í henni ofarlega glampar á bæjarþilin i Skaftafelli. Á sléttunni framund- an heiðinni var áður gróðursælt graslendi, en árnar hafa eytt því með öllu. Gamlar sagnir telja að eru tveir brattir og mikilúðlegir skriðjöklar, Skaftafells- og Svína fellsjöklar. A myndinni af Svína- fellsjökli, sem fylgir greinarstúf þessum, sést vel að jökulsporð- urinn er mjög sprunginn og á honum eru háir kambar og tind- ar. Fyrir framan hann eru stórar sandöldur; jökullinn hefur á sín- um tíma ýtt landinu á undan sér í stórar fellingar. Þannig er þetta hvar sem litið er í Öræfunum: Það er eins og maður horfi á það laufprúðar bjarkir á klettasyll- um. Þar er grasi vaxið rjóður i litlum hvammi, Lambhagi. Og sjö fossar eru alls í gilinu og er Svartifoss þeirra fegurstur og sér stæðastur. Er sagt að frá honum sé runnin hugmynd Guðjóns heit- ins Samúelssonar. húsameistara, um stuðlabergsslcreytinguna í lofti salarins í Þjóðleikhúsinu. Sveitarbragur i Öræfum hefur löngum verið með allt öðrum hætti heldur en í öðrum sveitum Staðið undir sporði Svínafellsjökul' Svartifoss í Bæjargilinu í Skaftafclii. miklar samgöngur hafi verið yfir Vatnajökul þveran, milli Skafta- fells og Möðrudals og átti Möðru- dalssmali rúm í Skaftafellsskála og munu forn skjöl benda til að eitthvað sé hæft í þessu. Vafa- laust hefur jökullinn þá verið mun minni en hann er nú. Innar í krikanum vestan við öræfajökul og norðan Skafta- fellsheiðar er Bæjarstaðarskógur. Hann er sagður oera af öllum skógum sunnanlands um hæð og fegurð. Skógurinn er friðaður og stendur sólarmegin í dal, sem gengur austur í jökulinn og er dalbotninn aurar einir Skógur- inn er vin í auðn umhverfisins, þar sem jökullinn slútir yfir. Fyrr á öldum var bær í skóginum, Jökulfell, en síðar eyddu jökul- hlaup dalbotninum. Rústir bæi arins voru síðar nefndar Bæjar- staðurinn og er þaðan komið nafn skógarins. Aústur af Skaftafelli er Hafra- fell og sitt hvoru megin við það Farið yfir Skeiðará. í baksýn Kristínartindar, Skaftafeilsjökull og Hafrafell. þessa lands og kemur þar margt til, en það þó helzt hve sveitin hefur verið einangruð vegna jökulvatnanna. Öræfingar hafa öðrum . fremur á liðnum öldum — þótt það hafi nú mjög breytzt vegna flug- og bílferða — orðið að treysta á hestinn, svo og eigin styrk og kunnáttu í viðureign- inni við vötnin, sem eru eilífum breytingum undirorpin, flest kvik af sandbleytu eða stórgrýtt í botninn. Þær hafa sjálfsagt ó- sjaldan verið erfiðar dagleiðirn- ar þeirra, þegar þeir fóru skreið- arferðir alla leið til Suðurnesja eða kaupstaðarferðir austur í Papós og Höfn eða vestur að Eyrarbakka eða Vík. Hefur þá, sem oft áður, styrkur þeirra legið í samheldninni, enda hefur það löngum verið eitt höfuðeinkenni öræfabænda, að þeir hafa ævin- lega veitt hvor öðrum aðstoð, þeg ar á hefur þurft að halda. Sjór var lítið sóttur vegna hafnleysis- ins og um vöruflutningar á sjó hefur einnig verið lítið. En fjör- urnar hafa ætíð verið nýttar og margur bóndinn í öræfum fengið þar góðan rekavið. En vegna skorts á venjulegu timbri hefur löngum tíðkast sérstakt bygging- arlag í öræfum. Húsin hafa ekki verið byggð stór og á útihúsum er enn nokki.ð um það að- stem- hellur séu notaðar í stað þakjárns og hafa þá rekaviðarstaurarnir komið sér vel í undirstöður, sem þá verða að vera sérstaklega traustar vegna þunga þaksins. Tímarnir hafa breytzt og víssu- lega ekki síður í Öræfunum en öðrum sveitum eða bæjum þessa lands, en þó er þar margt enn með fornu sniði. En framfarir hafa þarna orðið miklar og bændur unnið mjög mikið að jarðarbótum og nýrækt. Hver einasti bær i Öræfum er raflýst- Frh. á bls. 21 hvernig löndin eru mynduð og mótuð. Þar eru hinar furðuleg- ustu andstæður landslagsins, það er eins og höfuðsmiðirnir, eldui og ís, séu enn að mynda og móta. Og okkur finnst að svo geti farið að á einu andartaki komi eða hverfi dalur eða fjall eða jökull. Og hversu mjög hrífumst við ekki af hinum þróttmikla gróðr: milli svartra sanda og blikandi jökla. Fyrr á öldum rann t. d Skeiðará mikið vestar á sandin- um og þá var mikil byggð aust- ast á sandinum, sem kölluð var Litlahérað. En á 14. öld hefjast ógnarmikil eldgos í norðurrönd- um Vatnajökuls og í öræfajökli. Þessum gosum fylgdi feiknarleg jökulhlaup og í einu slíku hlaupi tók af allt Litlahérað og eyddi — að því er annálar segja — sjötíu bæi, svo að eigi lifði kvik kind. nema „ein kona og kapall". Bæjargilið í Skaftafelli er ákaflega sérstætt og fagurt. Það er meira og minna skógi vaxið,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.