Morgunblaðið - 24.05.1958, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.05.1958, Qupperneq 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 24. maí 195S - Sr. Friörik Framh. af bls. 13. leiðingar sem spunnust af því, eru sennilega upphaf umhyggju minnar fyrir drengjum og varð þetta allt mér til góðs, þegar fram í sótti. Þess má geta, að árið 1955, eða 77 árum eftir þennan atburð, sá ég hurðina á sínum stað norður í Litladal með götunum og öllum gömlu um- merkjunum. Þótti mér fróðlegt að sjá prakkarastrik mín eftir svo mörg ár og held nærri þvi, að ég hafi verið dálítið hróðug- ur yfir afrekum æskuáranna. Svo fór sr. Friðrik að tala um samband sitt við móður sína. Það var með ailt öðrum hætti, sagði hann. Við vorum mjög samrýnd og ég hef alla mina lífshneigingu frá henni. Pabbi var að vísu kristinn maður, eins og gerðist í þá daga, en hún vakti yfir mér frá fyrstu stund. Hún var sann- kristin kona og hélt biblíunni að mér, eins og hún gat. — Þegar ég fæddist, var pabbi talinn af. Hann hafði farið í hákarlalegur, en ekki komið aftur. Ef ég man rétt, fór hann í marz-mánuði, en kom ekki aftur fyrr en þrem mán uðum síðar. Það var viku eftir að ég fæddist. Hann hafði þá hrakizt vestur á Hornstrandir, brotið þar skipið, lent í hríð en orðið að brjótast til ísafjarð- ar að ná í timbur og gera við farkostinn. Engar samgöngur voru þá milli héraðanna né bréfaskipti og því fréttist ekk- ert allan þennan tíma. Þegar ég fæddist, var ég ákaflega lasburða og þótti tvísýnt um mig, svo móðir mín lét skíra mig skemmri skim. Var ég auðvitað látinn heita í höfuðið á pabba mínum, þar eð talið var, að hann hefði farizt þá fyrir skömmu. Það er ein mesta blessunin í lífi mínu, þegar ég var skírður, nýkominn í heimínn og vart laugaður í fyrsta sinn. Og ég býst við, að míkið af velgengni minni stafi einmitt frá því. Eins og þú sérð, voru þessir fyrstu dagar ævi minnar ákaflega þungbærir fyrir móður mína. Við knýttumst því strax miklum vinaböndum, sem héldust óslitið þangað til hún lézt hér í Reykjavík háöldruð. Mamma mótaði mig mjög í æsku og ég geri ráð fyrir því, að ég hafi hneigzt óvenju mikið til lif- andi trúar, eins og þú getur séð af ævisögu minni. Þegar við bjuggum á Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, spurði ég eitt sinn móður mína, smápatti, hvort bað- stofan hjá guði mundi vera öllu hærri en baðstofan í gamla bæn- um okkar. Og þegar ég var á 4. ári, fann mamma mig einu sinni úti x túni. Hafði ég þá búið um mig í tóttarbrotinu og var að syngja eitthvað í gaupnir mér og þóttist vera að messa. Næsta sunnudag þar á eftir fór mamma með mig i kirkju í fyrsta sinn. Og enn er mér það í fersku minni, þegar ég strákhnokki á 4. ári hlustaði á húslesturinn og grét yfir píningarsögu Krists. í textanum var sagt frá því, að sviti Jesús hefði orðið eins og blóðhnyklar, sem féllu á jörðina. Ég setti þetta strax í samband við stór'a bandhnykla, er voru það eina, sem ég þekkti með því nafni. Sú mynd sem ég fékk þá af Jesús krjúpandi í Grasgarð- inum var heldur óhugnanleg og fór ég því að gráta. Þessi minn- ing hefur fylgt mér æ síðan. Ég heyrði ýmsar íslendingasögur lesnar á þessu skeiði, svo og Noregskonungasögur. Ég fékk þá Sandur — Reykjavík Frá Sandi mánudaga. Frá Reybjavík miðvikudaga. Vörumóttaka til Sands þriðjudaga. Afgreiðsla á Bifröst, sími 11508. Kristófer Snæbjörnsson. Kaldársel Á vegum Kaldæinga K.F.U.M. í Hafnarfirði verður farið með drengi í Kaldársel um fjögra vikna dvalar frá 5. júní til 3. júlí. Lámarksaldur 7 ára. Upplýsingar í síma 50630. Stjórnin. SELFOSSBIO Dansleikur Aniuui í hvitasuuuu kl. 9 ÓSKALÖG. Kl. 10.30 Dægurlagasöngkeppni. ELLY VILHJÁLMS RAGNAR BJARNASON og K.K. sextettinn leikur nýjustu caiypsó, rock og dæguriögin. Selfossbió hugmynd einhvern veginn, að Ólafur helgi væri verndardýrling ur minn og bað ég hann um það, sem mér þótti of lítilfjörlegt að biðja guð um, t.d. að sækja fyrir mig hesta: Rauður hét hestur pabba míns og átti ég að koma honum í hús á kvöldin. Eitt kvöld fann ég hann ekki og leitaði lengi en án árangurs. Mér þótti illt að koma tómhentur heim og hélt ég mundi fá snuprur hjá pabba. Ég forðaðist því að koma fyrir augu hans, svo að ég þyrfti ekki að svara því, hvort ég hefði fundið hestinn og komið honum í hús. Á leiðinni heim hét ég á j Ólaf helga, að ef hesturinn væri | kominn heim að kofanum, skyldi ég fara út í kirkju og halda bæn- argjörð honum til heiðurs næsta dag. Þegar ég hafði verið nokkra stund heima, bað ég Jóhannes, leikbróður minn, að koma með mér út að kofanum og láta hest- inn inn. Hann nennti ekki að fara að leita, en gekk með mér að kofadyrunum. Þegar þangað kom, sáum við hvar Rauður stóð fyrir utan dyrnar, eins og hann biði eftír mér. Ég lét hann inn, afar glaður í anda yfir bænheyrsi unni og daginn eftir fór ég svo út í kirkju og baðst fyrir og þakkaði guði, að hann hefði lát- ið dýrlinginn hjálpa mér. Síðan hef ég oft verið bænheyrður. Nú þegar ég er orðinn gamall mað- ur, get ég iðkað bænína meira en áður og raunar er hún orðin mín aðaliðja. Fyrir það er ég þakklátur. Bezta dæmið sem ég þekki úr starfssögu minni um mátt bænarinnar, er eftirfarandi saga af dönskum dreng, sem hét fvar: Ég starfaði í unglingadeild KFUM í Kaupmannahöfn með Olfert Ricard, einum merkasta leiðtoga Dana í kristindóms- og uppeldismálum. Haustið 1896, eða 1. nóvember, varð Ricard framkvæmdastjóri KFUM í Kaup manpahöfn. Það kvöld átti hann að tala í unglingadeildinni og voru allir fullir eftirvæntingar, því að hann var nýkominn heim úr ársdvöl erlendis. Þegar búið var að syngja fyrsta sálminn og fundurinn átti að byrja, kom lögregluþjónn að tala við Ricard. Fór hann fram með honum, með- an vér hinir sungum sálminn. Þegar hann kom aftur, lét hann syngja annan sálm og hélt svo sína snjöllu og góðu ræðu, en mér duldist ekki, að eitthvað amaði að. Eftir ræðuna bað hann mig um að halda eftir öllum sveitaforingjunum að samkom- unni lokinni og láta þá bíða þang- að til hann kæmi aftur. Þegar hann kom svo, sagði hann oss þá sorgarfregn, að piltur að nafni ívar, sem áður hafði verið í unglingadeild KFUM hefði fund- izt niðri á Löngulínu með skot gegnum ennið. Hann var þó á lífi og hafði verið lagður inn í sjúkra hús. Læknarnir sögðu, að hann gæti ekki lifað til morguns. í vasa hans hafði fundizt bréf til Ricards, enda hafði hann verið félagi í KFUM og þekktust þeir vel. í bréfinu sagði, að hann gæti ekki lifað lengur, því að hann væri kominn svo langt út á glöt- unarbrautina, að hann kysi dauð- ann. Ricard sagði: Hann má ekki deyja upp á þennan máta, vér verðum að biðja fyrir lífi hans. Svo báðum vér allir. Ákveðið var að vér skyldum koma aftur sam- an kl. 7 næsta morgun til sam- bænar. Vér báðum innilega og samtaka um að ívar fengi að lifa og morguninn eftir, er vér komum saman, lifði hann ennþá. Vér hittumst þrisvar á dag og báðum saman og gekk það svo um nokkurt skeið að ívar tórði, en hafði enga meðvitund. Nóv- ember og desember mánuðir liðu og sat allt við hið sama, en 7. janúar færði Ricard oss þá fregn, að honum væri líkamlega batn að, en hefði verið fluttur út á St. Hans-sjúkrahúsið og var oss sagt að hann yrði fáviti ævilangt. Þá gáfust ýmsir upp á því að biðja, en vér héldum nokkrir ,. áfram og báðum nú, ekki um líf | hans heldur skynsemi. Vorið 1897 i mættum vér Ricard ívari á förn- um vegi. Hann var þá útskrifað- ur úr sjúkrahúsinu og orðinn alheill bæði á sál og líkama. Nokkru síðar fór hann í sveit en gerðist svo sjómaður og misst- um vér þá^alveg sjónar á honum. Þetta sumar fór ég alfarinn heim til Islands. Þess ber að geta, að mörg Kaupmannahafnarblöðin gerðu harða hríð að KFUM, meðan ívar j barðist við dauðann. Sögðu þau, j að hann hefði ætlað að fyrirfara sér vegna óhollra áhrifa frá KFUM. Ricard skrifaði varnar- grein í Mánaðarblað félagsins og sýndi fram á, að pilturinn hefði ekki stigið fæti inn fyrir húsa- kynni félagsins í 2 ár. Storminum j slotaði smátt og smátt, og félagið beið ekki verulegt tjón af árás- inni. Þegar ég kom heim 1897, tók ég að úndirbúa stofnun KFUM í Reykjavík og 2. janúar 1899 var félagið stofnað með nokkr- um fermingardrengjum. Á stofn- fundinum sagði ég drengjunum sögu Ivars, reyndi að skýra fyr- ir þeim þessa innri baráttu og bænheyrsluna, en vissi þá ekki um afdrif hans á sjónum. Það var fyrst nokkrum árum seinna, eða á alþjóðamóti KFUM í Kristj- aníu 1902, að fundum okkar bar aftur saman. Olfert Ricard hélt kvöld nokkurt samkomu fyrir þátttakendurna á ráðstefnunni. Þegar hann kom út rakst hann á Ivar, þar sem hann stóð fyrir utan samkomuhúsið. Um kvöldið heimsóttum vér ívar, þar sem hann bjó í hrörlegu bakhúsi í útjaðri borgarinnar. Hann skýrði oss frá því, að hann væril mjög djúpt sokkinn í andlega * vesöld og treysti sér ekki upp á eigin spýtur að ■ komast aftur á réttan kjöl í lífinu. Vér áttum við hann langt og alvar- legt samtal um nóttina og hitt- um hann nokkrum sinnum eftir það. Hann sagði oss undan og ofan af því sem á daga hans hafði drifið á sjónum. Hann hafði lent í hrakningum og skiþ broti en aldrei farið heim til Danmerkur því að hann vildi ekki láta vini sína og frændur vita, hve djúpt hann var sokk- inn. Hann hafði því ákveðið að fara ekki heim til Danmerkur fyrr en hann hefði unnið sigur á sjálfum sér. Þegar ráðstefn- unni lauk, fór Ricard heim til Danmerkur, en ég skrapp út á land í erindum KFUM. Þegar ég kom aftur til Kristjaníu, langaði ntig að hitta ívar að máli, en hafði glatað heimilisfangi hans. Ég leitaði að husinu, en fann ekki. Ég bað þá um, að mér yrði vísað til fundar við hann, því ég hafði áhuga á, að hann kæm- ist til lifandi trúar. Hann hafði hlotið góðan undirbúning í ung- lingadeildinni í Kaupmannahöfn og viðurkenndi, hvernig komið var fyrir honum. Jarðvegurinn var því plægður. Svo var það kvöld eitt, að ég var á samkomu í KFUM. Ivar gekk frarn hjá húsinu og heyrði út um opna gluggana hina glöðu söngva, sem hann þekkti frá æskuárunum. Hann gekk inn í salinn og þar hitti ég hann. Ég fór heim til hans um kvöldið og töluðum vér , alvariega saman fram á nótt en j áttum síðan djúpa bænarstund i saman. Þá held ég að hann hafi' snúizt algerlega til kristindóms-1 ins og upp úr því ákvað hann j að fara heim til Danmerkur. Eft- j ir það hvikaði hann aldrei af vegi trúarinnar og vann þarft 1 verk í þágu kristindómsins, j þangað til hann lézt glaður í sinni trú 1953. Þá var ég í síð- j ustu Danmerkurferð minni og' hlotnaðist sú hamingja að vera j við dánarbeð hans. Vorum vér: þá orðnir góðir vinir og nánir samstarfsmenn á styrjaldarár- unum. Það þarf ekki að taka fram, að trú mín á bænheyrsl- una óx mjög við þessi atvik og síðan hef ég ótal sinnum fengið það staðfest, hve áhrifamikil bænin er. Þegar hér var komið sögu, tók sr. Friðrik nokkur bréf úr J vindlakassa, sem var á borðinul fyrir framan hann. Ég las fyrir* hann það sem á þeim stóð og staðnæmdumst við stundarkorn við eftirfarandi áritun: Islands störste Kulturpersonlighed, 90- áringen, Fredrik Fredriksson. Þetta er undarlegasta áritun á bréf, sem ég hef séð, sagði séra Friðrik, raunar furðulegt að það skyldi hafa komizt til skila. Svo las ég fyrir hann bréfið, en spurði hann síðan um sjónleysið. Það er auðvelt að segja þér hvernig blindan kom, sagði hann. Mér þótti vænt um hana. Hún hefur ekki tekið neitt af gleði elli minnar. 1 marz 1945 orti ég kvæði á dönsku, sem heitir Alderdomens Lykke — og í því er þetta vers: Om jeg bliver d0v og blind det vil ej min Glæde r0re, for sá kan jeg se og hþre, bedre í mit stille Sind. Nú stendur þessi reynslutími yfir, bætti hann við, og ég sé, að ég hef haft rétt fyrir mér í kvæðinu. — Þegar ég var í Dan- mörku á stríðsárunum, varð ég alveg sjónlaus á vinstra auga, en hafði góða sjón á hinu hægra, svo að sjónleysið var mér engin hindrun og ekkert kvíðaefni. Ég fór til augnlækna og þeir sögðu mér, að sjónleysið stafaði af blæð ingu inn á augað. Síðan skipti ég mér ekkert af þessu, en á hvítasunnudag 1954 varð ég fyrst var við, að blindan var í aðsigi, þótt mér yrði það ekki ljóst þá þegar. Er ég var kominn í prédik- unarstólinn i Viilingaholti, fann ég skyndilega, að ég gat ekki lesið almennilega ræðuna, sem ég hafði skrifað daginn áður. Ég hélt þó prédikunina án þess að hafa gagn af blöðunum. Það var mistur úti og því hálfdimmt í kirkjunni, en mér fannst myrkr- ið aukast, þegar ég stóð í stóln- um. Þó gat ég séð kirkjugestina nokkurn veginn. Daginn eftir stóð ég í stólnum í Hraungerði og þá átti ég jaínvel bágt með að lesa textann í Jóhannesar- guðspjalli (3, 16—21). Átrinitadis næsta sunnudag eftir hvítasunnu, skírði ég frænda minn lítinn í Hafnarfirði og átti þá mjög erfitt með að lesa ritualinn. Þá laukst upp fyrir mér, að þetta væri ekki einleikið og fór ég því til læknis. Eftir nokkra rannsókn komst hann að því, að það hafði blætt inn á hægra augað. Vissi ég þá, að ég var að verða blindur og mundi hvorki geta lesið né skrif- að. Var ég hræddur um, að líf- ið yrði dálítið tómlegt í kring- um mig, en þegar mér var orðið alveg Ijóst, að hverju stefndi, fylltist ég mikilli gleði yfir því að fá að reyna eitthvað. Ég sé allt í þoku og fyrsta árið voru þessar þokur ákaflega þéttar og sá ég lítið í kringum mig. Samt voru þær með fallegum litum og hef ég haft mikið yndi af þeim. Auðvitað er ýmislegt, sem ég hef saknað eftir að ég missti sjón- ina, t. d. get ég ekki flett upp í bókum og þess háttar, en ég hef líka átt margar gleðistundir í myrkrinu, og nú síðasta árið hef- ur mér farið fram á vinstra auga, þar sem ég missti sjónina fyrst. Sé ég nú dálitla skímu. En ég sakna þess ekkert að sjá ekki heiminn í kringum mig. Mér finnst hann jafnvel ennþá fal- legri nú en áður og ekki get ég séð að blindan hái mér að neinu ráði. Vinirnir eru mér bæði augu og eyru. Ég er orðinn gamall, hvað sem þú segir, og fæturnir eru farnar að gefa sig. Það þykir mér allra verst. í fyrra gekk ég eins og kálffull kýr, en nú vagga ég eins og gæs. Þrátt fyrir það er ég glaður og reifur og kviði engu. Séra Friðrik kveikir í enn einum vindli og bætir svo við að lokum: Nú er ég alveg á topp- inum. M. ooo-^rooo (Á morgun kl. 3—5 verður séra Friðrik staddur í stóra salnum 1 KFUM og K, þar sem félögin annast móttöku gesta. Um kvöld- ið halda félögin svo sérstaka há- tíðasamkomu honum til heiðurs).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.