Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐlt) Fimmtu'dagur 5. 'júní 1958 — Ræ&a Sigurbar Bjarnasonar Framh. af bls. 11. fengið smjörþefinn af þeim, og öll þjóðin sér það þrotabú vinstri stjórnarinnar, sem nú situr hnip- ið, sundrað og ráðviUt í eJJhúsi hennar. Steína Sjálfstæðismanna Ég hefi talið nauðsynlegt að verja töluverðum hluta máls míns til þess að ræða afstöðu okkar Sjálfstæðismanna í stórum drátt- um til vandamálanna fyrr og nú. Ég hefi sýnt fram á, að því fer víðs fjarri að við stöndum uppi stefnulausir gagnvart því öng- þveiti, sem vinstri sljórnin hef- ur leitt yfir þjóðina. Það sýnir óskammfeilni háttvirtra stjórn- arsinna, sem nú eru staðnir að því frammi fyrir alþjóð, að hafa svikið bókstaflega öll loforð sín, að eina afsökun þeirra skuli vera staíThæfing um að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli ekkert jákvætt hafa til málanna að Ieggja. Þar með hafa þeir gert tilraun til þess að bjarga sér með enn ein- um ósannindum. Sjálfstæðisflokk urinn hefur markað sína stefnu, bæði fyrr og nú. Hann hefur hins vegar aldrei sagt þjóðinni, að hann byggi yfir lausnarorðum, sem leyst gætu öll vandkvæði, án fórna og fyrirhafnar. Þess vegna hefur hann heldur aldrei staðið uppi sem svikari frammi fyrir almenningi, eins og vinstri stjórnin gerir nú. „Jólagjöfin" og „hvítasunnu- hretið" En það er vissulega ástæða til þess, að við Sjálfstæðismenn rifjum upp frammi fyrir þingi og þjóð, hver úrræði vinstri stjórnarinnar hafa reynzt þau s. 1. tæp tvö ár, sem hún hefur farið með völd. Fyrsta afrek vinstri stjórnar- iZ&\* S K O SALAN MatigavW 1 - 3'tini 1b584 íbúö til sölu Höfum til sölu íbúð í húsi við Sörlaskjól. íbúðin er 4 herbergi, eldhús, bað og forstofur o. fl. Útborgun aðeins kr. 135 þúsund. Fasteigna & Verðbréfasalan, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4, Símar: 13294 og 14314. 3ja herh. íbúðarhœB í steinhúsi við Laugaveg til sölu. Laus strax. Útb. kr. 130 þús. ftíýja fasteignasalan Bankastr. 7, sími 24300 og kl. 7.30—8.30 18546. Hölam opna3 biIreiiosMu að Spítalastíg 7, I. hæð undir nafninu Nýja Bílasalan. Tökum í umboðssölu allatr gerðir og árgang af bifreiðum. Virðingarfyllst, Nýja Bílasalan, sími 10182. Saumastúlkur 1—2 stúlkur helzt vanar saumaskap geta fengið atvinnu nú þegar. Verksmiðjan Minerva Bræðraborgarstíg 7, IV. hæð innar var jólagjöfin i árslok 1956. í henni fólust 300 milljón króna nýir skattar og tollar á þjóðina. Það þýddi 9.400.00 kr. nýja útgjaldabyrði á hverja ein- ustu 5 manna fjölskyldu í land- inu. Annað afrek stjórnarinnar var „hvítasunnuhretið", öðru nafni „bjargráðin", sem nýlega hafa verið lögfest, og komu í stað hinna „varanlegu úrræða", sem stjórnin hafði lofað við valda- töku sína. Með bjargráðunum eru lagðar nær 800 milljónir króna nýjar álögur á þjóðina,, nær eingöngu nefskattar. Það þýðir um það bil 25 þúsund króna nýja gjaldabyrði á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. Sam- tals hefur þá vinstri stjórnin lagt nær 35 þúsund króna nýja gjalda byrði á hverja 5 manna fjölskyldu á íslandi á tæpum tveimur árum. En meðal verkamannalaun í Reykjavík eru reiknuð um 57 þús. kr. en eru miklu lægri viðs vegar um land. Það skarð, sem vinstri stjórnin hefur höggvið í laun verkamannaheimilanna er því stórt og uggvænlegt. En ráðherrar vinstri stjórnar- innar eru brjóstheilir menn. Þeir segjast hafa gert þetta af ein- tómri ást á „almúganum", til þess að halda niðri verðlagi og tryggja kapumátt launa. Orð- heppið skáld sagði einu sinni, að Alþýðuflokkurinn hefði fengið snert af „bráðkveddu". Engu er líkara en að hæstvirtir núver- andi ráðherrar hafi fengið meira en snert af grunnhyggni. Eða halda þeir að almenningur sé með öllu dómgreindarlaus? Afrek hins langa þings Myndin, sem við blasir að loknu þessu langa þinghaldi er þá þessi: Ríkisstjórnin hefur með efna- hagsmálatillögum sínum lögfest nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, þar sem það er bein- línis fyrirskipað að kaupgjald og afurðaverð skuli hækka. Vísital- an hækkar um 14—17 stig á næstu 3 mánuðum. Niðurgreiðsl- ur á verðlagi verða stórauknar. Svikamylla dýrtiðarinnar eykur ganghraða sinn að miklum mun. Hrikalegar skattaálögur á allan almenning eru lagðar á með gjald eyrissköttum, sem fela í sér dul- búna gengislækkun, enda þótt styrkja og uppbótakerfinu sé haldið áfram. Og sum stjórnar- blöðin segja, að góð síldveiði eða hagstæð grasspretta mundi gera ríkissjóð gjaldþrota. Þannig er þá trú stjórnarliðsins á sina eig- in stefnu! Sjávarútvegurinn, sem stjórnin segir, að eigi fyrst og fremst að njóta góðs af ráðstöfunum henn- ar, mætir stórfeldum nýjum örðugleikum. Telja heildarsam- tök útvegsmanna jafnvel horfur á því, að útgerðin stöðvist á miðju ári vegna stóraukins rekstrarkostnaðar, sem er afleið- ing hins nýja 55% yfirfærslu- gjalds á rekstrarvörur útvegsins. Við þetta bætist svo enn það, að um 40 launþega-samtök þar á meðal flest stærstu verkalýðs- samtök landsins, hafa sagt upp samningum og meginhluti verka- lýðshreyfingarinnar hefur lýst því yfir, að hún sé andvíg efna- hagsmálatillögum stjórnarinnar. Verkföll vofa yfir í mörgum starfsgreinum. Jafnvel einstakir af þingmönnum sjálfs stjórnar- liðsins hafa sagt það skýrt og skorinort hér á Alþingi, að til- lögurnar steypi nýrri verðbólgu- skriðu yfir þjóðina og hljóti að leiða til hruns og öngþveitis. Vinstri stjórnin er þannig að molna í sundur, innan frá meðal þingliðs síns og utanfrá innan verkalýðshreyfingarinnar og al- mennt meðal þess fólks, sem setti traust á hin glæstu fyrirheit hennar. Sala sjávarafurða Ég get ekki stillt mig um að nefna hér enn eitt dæmi um kák og yfirborðshátt hæstvirtrar ríkisstjórnar utan í málefni sjávarútvegsins. Hinn 2. apríl árið 1957 voru samþykkt lög, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir um sölu og útflutning sjávarafurða. Voru lög þessi sett til efnda á því loforði stjórnarinnar, að af- nema það, sem stjórnarflokkarn- ir kölluðu „einokun Sjálfstæðis- flokksins á útflutningsverzlun- inni". Aðalatriði þeirra var, að sjávarútvegsmálaráðherra skyldi skipa þriggja manna nefnd sem. nefndist útflutningsnefnd sjávar- afurða. Skyldi nefnd þessi ráða sér fulltrúa til þess að annast dagleg störf, svo og aðstoðarfólk, eftir því sem þörf krefur. Skyldi hún síðan hafa yfirstjórn út- flutningsmála sjávarútvegsins. Stjórnarliðið taldi að með nefndarskipun þessari væri merkilegt spor stigið. En það er athyglisvert, að síðan þessi lög- gjöf var sett, hefur ekki verið hróflað við því skipulagi, sem frjáls samtök útvegsmanna höfðu sjálf komið á um útflutning afurða sinna. Og það er fyrst eftir að heilt ár er liðið frá því að löggjöfin er sett, að sjávar- útvegsmálaráðherra skipar hina nýju nefnd. 1 hana eru svo skip- aðir þrír skrifstofumenn, sem ekkert þekkja til útgerðar og ekki bera minnsta skyn á útflutning og verzlun með sjávarafurðir. Þessum mönnum felur sjávarút- vegsmálaráðherra svo að hafa forgöngu um markaðsleit og til- raunir til að selja sjávarafurðir á nýjum markaði. Er þetta ekki táknrænt dæmi um oftrúna á Véiareimar K ÍJtvegum allskonar vélareimar, V-reimar og flatar reimar frá Finniandi. Stuttur afgreiðslutfmi. nes Þo'rsteínsson <$L Cí*. — Sími 24455 — Afgreiðslumabur Lipur og ábyggilegur afgreiðslumaður óskast í eina af stærtri fataverzlun bæj- arins. Umsóknir sendist afgr. Morgunblaðsins merkt: „Afgreiðslumaður — 4020". skriffinnskuna og nefnda- og ráðavaldið? Þannig er hálfkákið og yfirborðshátturinn á öllum sviðum hjá hæstvirtri ríkisstjórn. Hún hrúgar upp nýjum nefndum og ráðum í fullkomnu tilgangs- leysi til þess eins að skapa gæð- ingum sínum bein og bitlinga. 50 millj. kr. rússneskt lán Enn má geta þess, að ríkis- stjórnin hefiur gersamlega van- rækt, að framkvæma það fyrir- heit sitt að hefjast handa um endurnýjun togaraflotans, með kaupum á 15 nýjum togurum. Enda þótt stjórnin hafi fengið um 500 milljóna króna í erlend- um lánum s. 1. 2 ár, nú seinast 50 milljón króna rússneskt lán, þá hefur ekki ennþá verið samið um smíði eins einasta af hin- um 15 nýju togurum, sem stjórn- in lofaði að kaupa til landsins. Húsnæðismál f húsnæðismálunum hefur frammistaða ríkisstjórnarinnar einnig verið hin hraklegasta. Sparifjármyndun þjóðarinnar hef _ ur minnkað stórkostlega vegna vantrúar fólksins á efnahags- málastefnu ríkisstjórnarinnar. Þar með hafa möguleikarnir þrengst til þess að halda uppi eðlilegri veðlánastarfsemi til íbúðabygginga. Og nú blasir við stórfelld hækkun byggingarkostn aðar. Þannig hefur vinstri stjórnin einnig á sviði byggingarmálanna, svikið loforð sín og brugðist því fólki, sem er að brjótast í að eignast þak yfir höfuðið, margt af miklum dugnaði og elju. Hollur en dýr skóli Núverandi ríkisstjórn og valda- feriil hennar hefur verið þjóð- inni holiur en dýr skóli. Þjóðin sér, að vinstri stjórnin hefur ekki aðeins vanefnt öll sín loforð, heldur stendur hún í dag uppi sundruð og margklofin. Við borð lá að eldhúsumræður féllu nið- ur vegna þess, að ríkisstjórnin taldi sig sjálf í heila viku frekar dauða en lifandi. Aðeins ótti stjórnarflokkanna við nýjar kosn ingar og réttlátan áfellisdóm fólksins, knúði hið sundraða stjórnarlið suman á ný. En þessi afturgengna ríkisstjórn á enga sameiginlega stefnu í stærsíu vandamálum þjóðfélagsins og loðir aðeins saman á lönguninni til að sitja og ¦ hræðslunni við afleiðingar verka sinna. í dag er málum þannig kom- ið, að verkaiýðshreyíingin er nær öll snúin gegn stjórninni. Þannig tókst samvinna Hermanns Jónas- sonar við „vinnustéttirnar". Sam- tök útflutningsframleíðslunnar hafa lýst því yfir að efnahags- I málatillögur hennar leiði til I vandræða ef ekki hreinnar sióöv- unar atvinnutækjanna. Eins og napurt vorhret Við Sjálfstæðismenn hoimum það ólán, sem þessi ríkisstjorn hefur leitt yfir þjóðina. En á valdaskeið hennar verður að líta eins og kalt og napurt vorhret, sem að visu hefur hamlað gróðri og valdið margháttuðu tjóni. Kn öll hret, einnig hvítasunnuhretin, styttir upp um síðir. Þá brýst sólin fram úr skýjunum og at- hafnaþrek og bjartsýni ungrar og þróttmikillar þjóðar nýtur sin á ný. íslenzka þjóðin elur enn í barmi sér trúna á framtíð sína. Vinstri stjórnin hefur ekki getað rænt hana henni. Undir nýrri, raunsærri, og heiðarlegri forystu, sem segir fólkinu satt um ástand og eðli vandamálanna verða erfiðleikarnir sigraðir. Það kann að kosta stundar fórnir og gera kröfu til þroska og ábyrgðartil- finningar almenníngs. En í við- reisnarbaráttunni mun þjóðin finna sjálfa sig, öðlast nýjan skilning á því, að það er fleira sem sameinar hana en sundrar og gera sér ljóst, að við erum öll fyrst og fremst íslendingar, sem ber skylda til þess að berjast að einu marki: Frjálsu og batnandi íslandi, starfsamri og hamingjusamri ís- lenzkri þjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.