Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 18
18 MORr;r"VRr4f)H) Fimmtudagur 5. júni 1958 — Karl Marx Fra'mh. af bls 6 Lögreglu- og herstyrkur þess er meiri en þekkzt hefur nokkru sinni fyrr á friðartímum. í stað þess að ríkið þurrkist út, vex. það og bólgnar út með hverju ári sem líður. Og rússnesku leið- togarnir viðurkenna að til sé enn hið sovézka „ríki" — en afsaka það með þeim rökum að þetta sé nauðsynlegt vegna ,,umsáturs auð valdsríkjanna." Þriðji liður fjallar um það að „ fna byggðina og gera minni rnismun borgár og sveitar. Um það segir Marx í „Kommúnista ávarpinu": „Smám saman verður mun- ur borgar og sveitar afnum- inn með jafnari skíptingu íbú- anna í landinu." Það er nú staðreynd, sem rúss- neskar hagskýrsiur sýna, að a þeim 40 árum, sem kommúnistar hafa verið við völd í Rússlandi hefur byggðin ekki jafnazt i land inu. Þvert á móti hefur verið stöðugur flótti úr sveitunum til hinna yfirfylltu borga.. Fjórði liðurinn fjallar um það, sem verkamenn láta af hendi og taka við frá þjóðfélaginu. Um það ritaði Marx: „Hinn einstaki framleið- andi hlýtur frá þjóðfélaginu. nákvæmlega það sama og hann hefur gefið því." Rannsóknir á launakerfi Rúss- lands myndu geta fyllt stóra bok En það eitt er víst, að það á lítið skylt við hugmyndir Marx. Það má vera að hin mikla mismunun sem er gerð æðstu og lægstu stétt unum, þar sem yfirmennimir hljóta stórkostleg friðindi sé skilj anleg út frá , raunhæfum ástæð- um. En hún á ekkert skylt við kenningar Marx. Marx viðurkennir að svo geti farið á byrjunarstigi hins komm- úníska þjóðfélags, að sumir verkamenn hljóti meirL umbun en aðrir, vegna þess að þeir vinna lengur eða framleiða meiri verð- mseti á stuttum tíma. f þessu I. O. G. T. St. Andvari nr. 265. Fundur í kvöld i G.T.-húsinu. Endurupptökufundur kl 8. Kl. 8.30 hefst venjulegur fundur. — Inntaka. Kosning fulltrúa á stór- stúkuþing og mælt með umboðs- manni stórtemplars. Hagnefndar- atriði: Vísnaþáttur. Fimm félag- ar flytja. — Æt. millibilsástandi telur hann þó að allt stefní í áttina til þess dð hver verkamaður hljóti laun eft- ir þörfum. Nú hefur þetta „milh bilsástand" verið teygt svo í Sovétríkjunum að launamismun- ur þar er meiri en nokkurs stað- ar annars staðar. Þar gildir sú regla, að hinn mikli múgur verkamanna hefur 3600 rúblur á ári, en vissir einstaklingar hafa milljón rúblna tekjur á ári • Fimmti liðurinn, sem er megin- hugsjón Marx, og sýnir það í raun og veru að hann hafi verið hugsjónamaður, fjallar um afnám arðráns og kúgunar. Þetta sama kemur'fram í formála Engels að „Kommúnistaávarpinu". Þar seg- ir hann: ,.....hin arðrænda og kúg- aða stétt — óreigarnir — geta ekki brotizt undan valdi kúg- unarstéttarinnar, — borgar- anna —, nema með því að af- nema úr þjóðfélaginu í eitt skipti fyrir öll arðrán, kúgun, stéttaskiptingu og stéttabar áttu". Arðrán sumra undir stjórn kommúnismans er svo augljós, að það er þarflaust að fara um það mórgum orðum. Það er nóg að taka fram, að valdhafarnir í Sovétríkjunum hefðu getað kennt vefnaðarkóngunum í Lancashire, margar nýjar arðránsaðferðir. En þeir vöktu fremur öllum öðrum reiði Marx vegna afgangsarðsins. sem hann sakaði þá um að taka frá hinum „vinnandi stéttum' Aðferð valdhafanna í Sovét- ríkjunum er bæði einföld og miskunnarlaus. Aðalatriði henn- ar eru þessi: — Fyrst ákveða valdhafarnir hvaða laun verka- menn skuli hafa og hvaða verð bændur skuli hljóta fyrir upp- skeruna. Síðan ákveða valdhaf- arnir hvaða verð neytendurnir skuli greiða fyrir vöruna. Er ætíð mikill munur á því verði sem ríkið greiðir upphaflega fyr- ir vöruna og því söluverði sem það tekur sér. Hlýtur ríkið stór- felldar tekjur af þessu gífurlega arðráni. Ríkið notar síðan þessar stór felldu tekjur til að auka þæg- indi yfirstéttarinnar, sem lifir þannig eins og snikjudýr á iág- stéttunum. Þá er þeim varið til herkostnaðar og lögreglukostnað- ar til þess að vernda kúgunar- kerfið og að lokum til fjárfest- ingar í stóriðnaðinum, til þess að efla hergagnaiðnaðinn. Þannig er ástandið í Sovétríkj- unum í dag og er hætt við að Karli Marx þyki þeir lærisveirar hans hafa vikið í flestu frá settum stefnumiðum. (Lauslega þýtt og stýtt). Magnúsdóttir mmnmg F. 25. sept. 1917. D. 23. maí 1958 „Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni þegar vindur blæs á hann, er hann horfinn". (Sálm. 103. 15.) NÆSTUM daglega erum við minnt á sannleiksgildi þessara orða, en dýpst snertir það okk- ur, þegar við verðum að horfa Verzlunarstarf Stúlka óskast í nýlenduvöruverzlun. Upplýsingar að Bragagötu 30, kl. 6—9 e.h; Vélbátur til sölu Báturinn er 52 smál. byggður í Svíþjóð 1947, með nærri nýjum dýptarmæli og „héðinslínuspili", en aflvél bátsins er 6 ára, allt í góðu standi. Nánari upplýsingar veitir Björn Ólafs, bankaftr. Landsbankanum í Reykjavík. á bak einhverjum úr vina- eða kunningjahópi, sem kallaður er burtu á sumri ævinnar. Það er næsta erfitt að átta sig á því, að Þórey Magnúsdóttir — Eyja, skuli ekki lengur vera á ¦meðal okkar. Að við skulum ekki lengur eiga von á að mæta henni, broshýrri og fullri af þrótti og lífsfjöri. En þannig er það. Hinn geigvæni sjúkdómur, sem hún bar með svo stakri hugprýði, varð að lokum yfirsterkari. Þórey fæddist í Reykjavík, ár- ið 1917. Foreldrar hennar voru Ólöf Magnúsdóttir, sem lézt þeg- ar Þórey var 9 ára gömul, og Magnús Gíslason, sem nú lifir dóttur sina. Eina systur átti Þór- ey, Ingibjörgu, sem gift er Her- manni Þorsteinssyni, fulltrúa. Eins og nærri má geta, voru þær systurnar mjög samrýndar, og er óþarft að taka fram, hve mik- ils virði þær voru hvor annarri, ekki sízt vegna þess hve snemma þær misstu móður sína. Þegar í bernsku kynntist Þórey þeim félagsskap, sem átti eftir að móta allt hennar líf; Kristilegu félagi ungra kvenna. Strax á unglingsárum gerðist hún virkur þátttakandi í starfinu innan fé- lagsms og þá sérstaklega með söng sínum. Hafði hún einkar fallega sðngrödd og notaði hana ávallt í starfinu fyrir Guðs ríki. Þegar fyrsti vísirinn að kvenna kór innan K.F.U.K. var stofnað- ur, Ungmeyjakórinn, var hún meðal þeirra, sem sungu þar. Síð an söng hún í kvartett þeim, sem í mörg ár söng innan félagsins og víðar, og kunnur varð. Einnig söng hún í blönduðum kór K.F. U.M. og K. og í Kvennakór K.F. U.K. svo lengi sem kraftar henn- ar leyfðu. Á sl. ári byrjaði hún að syngja í Dómkirkjukórnum. Siðast heyrðist hún syngja er hún la banaleguna og hafði misst meðvitund, um „hinn mikla, hvíta skara". Þórey tók einnig þátt í mörg- um óðrum félagsstörfum t.d. var hún sveitarstjóri í unglingadeild K.F.U.K. í mörg ár og í stjórn Sumarstarfs K.F.U.K. var hún frá því stjórnin hóf störf og til dauðadags. Sumarstarfið va'r henni mjög hjartfólgið, og er hennar sárt saknað af samstarfsstúlkum henn ar, þvi að hún var bæði dugleg og ósérhlífin og gekk að hverju verki með einbeíttni og festu. Það er gott, að hafa á unga aldri valið það, að fylgja Jesú. Þegar að leiðarlokum dró fyrir Þóreyju, sa»naðist það, hvílíkt gildi trúin hefur og hvílíkan styrk hún veitir. Því að Þórey átti þann fjársjóð, sem ekki varð frá henni tekinn. Þess vegna ein- kenndi friður og trúarstyrkur hinztu baráttu hennar, svo að öll- um, sem til þekktu, varð ljóst, hvaðan henn kom hjálp. „Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér kjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara him- ins og jarðar". Sálm. 121, 1—2. Þetta var meðal uppáhalds ritn- ingarorða Þóreyjar. Nú er hún horfin, en við vitum, að hún lifir, samkvæmt fyrirheiti hans, sem sagði: „Ég er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja". Jóh. 11.24. Félagssystur. Byggið þér sjálfur ætlið þér að byggja, eða skipu- leggja húsið á ný, garðinn eða í- búðina, þá getið þér sparað yður mikið fé, ef þér útvegið yður hina stóru og frábæru bók Hjem og Haandværk sem inniheldur allt um byggingar, innréttingar heimilisins, skipulagningu garðs- ins o. fl. o. fl. Verkið er í tveim stórum bindum með yfir 800 bls., 1.800 myndum og teikningum. Unnið af sérfræðingum, búið til prentunar af arkitekt M.A.A. Jens Mollerup. Ef þér hafið á- huga, sendum vér yður ókeypis fallegan myndskreyttan bækling í 9 litum viðkomandi innihaldi verksins, samverkamenn, verð o. fl. Forl. HJEM og HAANDVÆRK Jægersborgs AHé 19 Charlottenlund. Tlf. ORdrup 4873 MATVORUKAUPMENN Vegna auglýsingar frá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson h.f. um breytingu á gireiðsluskilmálum, eru félagsmenn beðnir um að hafa nú þegar samband við skrifstofu Sambands smásölu- verzlana. Félag matvörukaupmanna Gróður á Suður- nesjum ÞEGAR vér lítum yfir Reykja- nesið er þar lítinn gróður að sja annan en grámoaann á milli hraunklappanna. Enda hefur það verið talið með gróðurrýrustu blettum landsins. í hraunholun- um dylst margt sem augað sér ekki við fyrstu sýn. Þegar betur er að gætt er hægt að finna þess- ar eftirtaldar jurtir: Cerastium alpinum: Músareyra. Arméria vulgaris: Geldinga- hnappur. Thymus arcticus: Blóðberg. Dryas octopétala: Holtasóley. Loiseleuria procumbens: Sauða- mergur. Alchemilla alpina: Ljónslappi. Cardaminopsis petraea: Mel- skriðnablóm. Ranunculus acris: Brennisóley. Calluna vulgaris: Beitilyng. Rumex acetosélla: Hundasúra. Oxyria digyna: Ólafssúra. Empetrum nigrum: Krækiberja- lyng. Vaccinium uliginosum: Bláberja- lyng. Arctoshaphylas uva ursi: Sortu- lyng. Botrychium lunaria: Tungljurt. Síléne acaúlis: Lambagras. Thalictrum alpinum: Brjóstagras. Galium pumilum: Hvítmaðra. Galium verum: Gulimaðra. Tofieldia pusilla: Bjarnar- broddur. Salix herbace: Grasvíðir. Salix lanáta: Loðvíðir. Alchemilla vestita: Hlíðamaríu- stakkur. Pinguicula vulgaris: Lyfjagras. Potentille grantzii: Gullmurra. Juniperus communis: Einir. Veronica officinalis: Hárdepla. Jón Arnfinnsson. Hurðarnafnspjöld Bréfalokur SkiItaRerðin. Skólavörðust.íg 8. Félagslíl Knattspyrnufélagið Fram Sameigínleg æfing verður í kvöld, fimmtud. kl. 8.30 hjá 3. flokki A og B og 4. flokki A, B og C. Áríðandi að allir mæti vel og stundvíslega. — Þjálfarinn. í Ármenningar, handknattleiksd.: Karlaflokkar. Æfing á félags- svæðinu í kvöjd kl. 8. Mætið stundvíslega. — Þjálfarinn. — Ræða Jóns Pálmasonar Framh. af bls. 9. að ræða en vandræða ráðstafanir. Og það hvort þær koma að gagni fer ekki sízt eftir því hverjir eiga að framkvæma þær. Þó við Sjálfstæðismenn gætum ráðið fram úr vandanum ef við mætt- um einir stjórna. Þá mundi þýð- ingarlítið, að kasta viturlegurn ráðum um mikinn allsherjar sparnað og kerfisbreytingar í hendur þeirra ráðleysingja, sem nú fara með völd. Ef að líkum lætur verður þess ekki ýkjalangt að bíða, að Sjálfstæðisflokkur- inn fái það ömurlega hlutskipti, að taka við gjaldþrotabúi vinstri stjórnarinnar. Og þá mun hann taka til sinna ráða eins og góðum skiptaráðanda hæfir. En það veit þjóðin öll, að í meðferð gjald- þrotabúa, er aldrei um ánægju- lega kosti að veljp. Þýðingarmikið heillaráð. Þó þetta sé nú allt svona, þá hefi ég nú þegar eitt ráð að gefa V-stjórninni. Það ei meira að- kallandi en önnur og gæti haft meiri þýðingu en fiest hin Þetta er það, að skipta um f jármálaráð herra. Það er fullreynt, að engra bóta er að vænta á meðan þessi er. Þó eigi væri farið út fyrir Fram sóknarflokkinn, sem hefir þetta embætti, þá veit ég að í honum eru margir menn, sem hafa marg- fellt meira vit á fjármálum en Eysteinn Jónsson auk þess sem meðal þeirra eru margir heið- virðir menn. Ef ég mætti velja nýjan fjár- málaráðherra úr liði Framsóknar manna utan þings, þá gæti okkar fjármálaskútu fljótlega orðið stefnt í sólarátt. Hitt er augljóst, að öll heilabaktería núverandi fjármálastjórnar hrekur okkar fjárhag hröðum skrefum beint norður og niður. Það vita flestir menn, að á öllum sviðum viðskipta atvinnu- lífs og fjármála veltur á mikiu hvernig forystan er. Á henni get- ur oltið meira en öllu áður. Og þá má nærri geta hvort eigi veltur á mestu með fjármálaforystu þjóðarinnar í heild. Þó núver- andi ríkisstjórn sé slæm þá gæti hún lagast til mikilla muna ef hún fengi þróttmikinn fyrir- hyggjusaman og greindan fjár- málaráðherra í stað þess sem nú er. 'Segi svo stjórnarflokkarrnr, að Sjálfstæðismenn gefi þeim engin ráð. Samkomur Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 20.30: Samkoma. — Allir velkomnir. Reykjavíkurmót 2. Í1..A. á Háskólavellinum, fimmtud. 5. júní kl. 8.30. Fram—Víkingur. Dómari: Hreiðar Ársælsson. Filadelfía. Almenn samkoma kl. 8.30. — Arvid Ohlsson talar í siðasta sinn. Allir velkomnir.___________ Samkoma er í kvöld kl. 8.30 í Mjóstræti 3. Stefán Runólfsson, Litla-Holti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.