Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 13
Fimmtudp'nir 5. júní "95S HORCVISBIAÐIÐ 13 -j Minningarathöfn um sr. Þorvald Böðvarsson HINN 21. maí s.l. voru 200 ár lið- in frá fæðingu séra Þorvalds Böðvarssonar, sálmaskálds, er síðast var prestur í Holti undir Eyjafjöllum. Þann dag fóru nokkrir niðjar hans austur að Holti til þess að votta minningu ættföður síns virðingu og af- henda staðnum og héraðinu minnisvarða, er þeir höfðu látiö reisa séra Þorvaldi. Minnisvarð- inn er gerður úr íslenzkri stuðla- bergssúlu, en við fót hennar liggur graníthella, grópuð í grá- stein. Á stuðlabergssúluna er grafið nafn séra Þorvalds, en á graníthelluna nafn Kristínar Björnsdóttur, síðustu koiju hans, svo og nafn séra Björns sonar þeirra, sem einnig var prestui í Holti, Sólveigar konu hans og Gísla sonar þeirra. Minnisvarðann gerði Ársæll Magnússon, steinsmiður í Reykja- vík. Frumkvæði og forustu um gerð minnisvarða séra Þorvalds höí'ðu þeir Finnbogi Rútur Þorvalds- góða veðrinu FOLKI hættir mjög við því að gleyma hinni hollu íþrótt, hjól- reiðunum. Nú er það þó ekki svo, að hjólreiðar séu lítið stundaðar. Að vísu munu fáir, sem komnir eru framundir tvítugt, leggja stund á hjólreiðar. En ungling arnir stunda þessa hollu íþrótt af miklu kappi, einkum þó um helg- ar. Má þá sjá mikinn f jölda seigl- ast áfram á reiðhjólum oft um óslétta vegina og meira og minna huldir reykmekki frá þeysandi bíl um. Þessar ungu stúlkur, sem fyrir nokkru eru komnar frá próf borðinu, sögðust vera á leið suð- ur fyrir Hafnarf jörð, er þær urðu á vegi ljósmyndarans í útjaðri Hafnarf jarðar. Þær eru nú í sum- arfríi, því bráðlega fara þær í sveitina og þar verður nóg að starfa. Ein þeirra sagðist þó mundu vera á mölinni í allt sum- ar og það var ekki laust við að dapurleiki færðist yfir hana við þessa tilhugsun. En svo voru þær þotnar af stað á ný á gljáfægðum reiðhjólunum með nestistöskur sínar spenntar á bögglaberana. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. NAUTHÓLSVÍK er vettvangur bæjarbúa, sem njóta vilja sólar- innar og fá sér hressandi sjóbað. Þangað leggja nú æ fleiri leið sína, hvern bjartan sólskinsdag. Var slangur af fólki þar í fyrra- dag, er ljósmyndari blaðsins myndaði nokkra stráka á harða- hlaupum rétt fyrir utan fjöru- borðið, en lágsjávað var. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Rífcisstyrkir til sjúkrahúsa A FUNDI í neðri deild Alþingis á þriðjud. var frumv. um breyt- ingu á sjúkrahúsalögunum frá 1953 samþykkt sem lög. í hinum nýsettu lögum segir: „Úr ríkissjóði greiðist árlega styrkur til sjúkrahúsa sem hér segir: 1. Almennt sjúkrahús bæjar-, sýsliu. eða hreppsfélaga svo og einkasjúkrahús, sem áður hefur notið dagstyrkja úr ríkissjóði: 10 kr. á legudag. 2. Sjúkrahús bæjar-, sýslu eða hreppsfélaga, sem að dómi laml læknis er vel búið tækum og hef- ur a. m. k. tvo fastráðna lækna, Fangahjálpin afgreiddi 345 mál á síoasta ári BLAÐINU hefur borizt skýrsla Fangahjálparinnar yfir 9. starfs- ár hennar frá 1, maí 1957 til 1. maí 1958. Hefur Fangahjálpin hag að störfum líkt og undanfarin ár, og í samræmi við þá reynslu, sem þegar hefur fengizt. Hinum seku mönnum hefur verið veitt marg- vísleg aðstoð svo sem til útveg- unar atvinnu ög húsnæðis o. fl. Störfin hafa aukizt mjög síðustu ár. Fyrstu sex árin voru afgreidd 65 mál til jafnaðar á ári, en sl. ár voru afgreidd 345 mál. Á þessu ári var 14 sekum mönnum veitt aðstoð til náðunar og virðast þeir nú flestir á góðum betrunarvegi. Samkvæmt lögum nr. 22/1955 var Dómsmálaráðuneytinu veitt heimild til að fresta kæru á hend ur ungum mönnum, þegar um fyrsta eða smávægilegt afbrot væri að ræða. Eftir þessari heim- ild hefur ráðuneytið þegar frest- að ákæru á hendur 152 ungum mönnum, en úrskurðað þá undir eftirlit formanns Fangahjálpar- innar. Af þessum mönnum hafa 22 lokið eftirlitstímanum án þess að verða sekir aftur, en aðeins 14 hafa fallið í sekt. Þeir, sem gerzt hafa sekir hófu af- brotin skömmu eftir að þeir voru úrskurðaðir undir eftirlitið. yfirlækni og fyrsta aðstoðar- lækni: 15 kr. á legudag. 3. Fjórðungssjúkrahús: 25 kr. á legudag". Lögin skulu öðlast gildi 1. janú ar 1959. Frumv. þetta var upphaflega flutt af Gunnari Jóhannssyni og Karli Guðjónssyni, og var þá gert ráð fyrir 15 kr. dagstyrk til allra sjúkrahúsa, nema þeirra, sem bet ur voru styrkt áður. Heilbrigðis- málanefnd neðri deildar lagði til, að frumvarpinu yrði breytt, og voru tillögur hennar efnislega þær, sem endanlega voru sam- þykktar, að því undanskildu, að nefndin lagði til, að styrkur til fjórðungssjúkrahúsa yrði 20 kr. á dag. Tillaga Magnúsar Jóns- sonar um, að þau fengju 25 kr. á dag var felld í neðri deild. Einnig tillaga Péturs Ottesen um, að sjúkrahús, sem talin eru í 2. og 3. tölulið að ofan, skyldu öll fá 20 kr. á dag. Frumv. var síð an breytt í endanlegt form að til lögu heilbrigðisnefndar efri deild ar og einnig var þar í deijdinni leiðrétt nokkuð orðalag að til- lögu þeirra Alfreðs Gíslasonar og Karls Kristjárnssonar. Á þriðjud. samþ. n. d. frumvarp ið sem fyrr segir, eins og efri deild gekk frá því. Síðasta hef ti Nátt- úrnfræðingsins FYRIR nokkru barst Mbl. síð- asta hefti Náttúrufræðingsins, en dregizt hefur mjög að segja frá efni þess. Aðalgreinin er eft- ir prófessor Trausta Einarsson og fjallar hún um landslag á Skaga- fjallgarði, en höfundur nefnir svo í greinni einu nafni fjalllend ið milli Skagafjarðar og A-Húna- vatnssýslu, norðan Stóra-Vatns- skarðs. Er þetta mjög ýtarleg og vísindaleg grein. Þar eru og nokkrar teikningar til frekari skýringar. Þá skrifar Ingólfur Davíðsson um pálmana, en til pálmaættar- innar teljast 12—1500 tegundir trjáa vafningsviða og runna, seg ir höf undur, sem í greininni gerir síðan grein fyrir nokkrum helztu tegundunum. Sigurður Pétursson skrifar um Blágrænþörunga. Um þá kemst greinarhöfundur m.a. svo að orði: „Einasti þörungaflokkurinn, sem reyndist þess megnugur að taka framförum og verða upphaf æðri plöntufylkinga, voru græn- þörungarnir, en þeir eru venju- lega taldir forfeður hinna æðri plantna". Teikningar fylgja greinni. Aftast í þessu hefti er birt skýrsla stjórnar Hins ísl. náttúru fræðifélags yfir starfsárið 1957. Fræðslustarfsemi félagsins er á hverjum vetri mjög merkileg. Sú starfsemi er í því fólgin að haldn ir eru fræðandi fyrirlestrar um náttúrufæðileg efni son, prófessor, Haraldur Böðv- arsson, útgerðarmaður a Akra- nesi, og Jón G. Maríusson, banka- stjóri, en þeir eru afkomendur séra Þorvalds í 3. og 4. ættlið. Finnbogi Rútur, prófessor, af- henti minnisvarðann fyrir hönd ættingjanna með ræðu, þar sem hann rakti æviferil séra Þorvalds og lýsti atgervi hans og störfum sem prests og kennara, eftir þ\á sem frá er skýrt í minningar- grein um séra Þorvald í Fjölnx 1837 eftir Tómas Sæmundsson. Jafnframt vottaði hann liðnum Eyfellingum þakkir fyrir trygga vináttu við séra Þorvald og hin- um yngri kynslóðum í Holts- prestakalli þakkir fyrir að hafa varðveitt og haldið i heiðri minn- ingu hans. Núverandi sóknar- prestur í Holti, séra Sigurður skáld Einarsson, veitti minnis varðanum móttöku fyrir hönd staðarins með ræðu um séra Þor- vald og sálmakveðskap hans; gerði hann grein fyrir trúar- stefnu hans og þeim áhrifum, sem hann halði á samtíð sína og kristnilíf 19. aldar. Auk aðkominna niðja séra Þor- valds Böðvarssonar voru við- staddir þessa minningarathöfn eyfellskir niðjar hans og nokkrir héraðsmenn aðrir. Að minningarathöfninni lok- inni sátu allir viðstaddir boö prestshjónanna í Holti, sem haid- ið var af mikilli rausn. Séra Þorvaldur Böðvarsson var fæddur 21. maí 1758, eins og fyrr segir, og andaðist 21. nóvem- ber 1836. Faðir hans var séra Böðvar Högnason, síðast í Holta- þingum, sonur séra Högna Sig- urðsson, síðast á Breiðabolsstað i Fljótshlið, prestaföður sem kall aður var. Er í frásögur fært, að séra Högni og 8 synir hans, allir prestvígðir, hafi komið til presta- stefnu á alþingi 1760 og gengið til Lögbergs hempuklæddir. Séra Þorvaldur Böðvarsson er svo kunnur maður, að ekki er ástæða til þess að rekja hér ævi- feril hans og störf. Hann var vinsæll og virtur af sóknarbörn- um sínum, en það er til marks um, hve hann var í miklum met- um meðal kennimanna samtíðar sinnar og lærisveina, að honum fylgdu til grafar 12 prestar og nokkrir stúdentar þrátt fyrir erfiðar samgöngur um hávetur. Séra Þorvaldur var þríkvænt- ur. Fyrstu konu sína, Rannveigu Stefánsdóttur prests á Breiðból- stað í Fljótshlíð Högnasonar, missti hann eftir þriggja ára sam- búð. Önnur kona hans var Guð- rún Einarsdóttir lögréttumanns í Þrándarholti Hafliðasonar. Hana missti hann eftir 17 ára sambúð.' Þriðja kona séra Þorvalds var Kristín Björnsdóttir prests í Bol- staðar^hlíð Jónssonar. Þau bjuggu saman í 32 ár, og lifði hún séra Þorvald. Hún var húsmóðir i Holti þau ár, sem hann var prest- ur þar. Með konum sínum átti séra Þorvaldur 20 börn og auk þess einn son utan hjónabands. Hann hefur og orðið mjög kynsæll í landinu og munu niðjar hans nu skipta þúsundum. L. H. Bl. Övenjumikið mti refi í byggð N-ís. ÞÚFUM, N-ís. 31. maí. Veðurfar var gott þessa viku. Gróðri miðar hægt áfram. Kominn er góður sauðgróður. Sauðburður gengur vel, enda veðrátta hentug, þurr- viðri og hægviðri, en.Jjurrviðri of mikið til að gróðri fari vel fram. Mikið er um refi hér í sveit. -Sjö tófugreni hafa fundizt og verða líklega fleiri. Oftast eru 3 til 4 grenjaskyttur á heiðum og dugir vart til vegna óvemu- lega mikilla snjóalaga til fjalla. Eru grenin nær byggð en venju- lega. Misjafnlega gen^ur aS vinna dýrin, en þó hefur allvel aunnizt. —P.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.