Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.1958, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. júní 1958 Skipstjórinn kinkaði kolli. — „Hringið til hennar og biðjið hana að koma hingað undir eins. En hún er gömul kona, svo að við verðum að tilkynna henni þetta eins varlega og okkur er mögu- legt. Þér skuluð bara segja henni að ég þurfi að tala við hana sem allra fyrst". GjaidkeWnn kom aftur að nokkr um mínútum liðnum og það lék hæðnislegt bros um varir hans, þegar hann hristi höfuðið. — „Madame Cortes er ekki heima í ibúð sinni. Hún er á hárgreiðslu stofunni að fá permanent í hárið Ég veit ekki hver yðar skoðun er, skipstjóri, en mér fínnst það hreint og beint hlægilegt af konu á hennar aldri. — Hún hlýtur að vera komir langt yfir sjötugt. — Nei, því segi ég það, hin kven- lega hégómagirnd verður ekki bæld niður". „Þér hafið þó hringt þangað, þykist ég vita?" „Ég reyndi það, en línan þang- að er eitthvað biluð. Ég get sent einhvern vikadrenginn þangað ¦— eða það er kannske betra að ég fari sjálfur". „Það er bezt að bíða þangað til gamla konan kemur þaðan aftur", sagði skipstjórinn. — „Þá verð ég lík búinn að tala við lögregl- una....". Skipstjórinn fékk samband við París eftir tíu mínútur. — Þá vantaði klukkuna fimm mínútur í níu. Skipstjórinn tilkynnti þjófn- aðinn fljótmæltur og skjálfradd- aður. Svo varð stutt þögn, en þá heyrði gjaldkerinn að hann fór aftur að tala. „Nú, svo að landið liggur þá þannig. Finnst ykkur ekki að þið hefðuð átt að skýra mér frá þessu? Mér viiðist það mjög rangt. Maður gæti næstum hald- ið að þið hefðuð tortryggt mig Mka..... Hvað segið þér . .. . ? Já, auðvitað. Ég skal koma mér í samband við hann þegai í stað. Ég hringi svo til yðar aftur að klukkustund liðinni". Vernier skipstjóri lagði símtól- ið frá sér, hægt og annars hugar. Það var kominn undarlegur glampi í augun á honum, sem venjulega voru fremur dauf. „Sakamálalögreglan hefur haft grun um að eitthvað þessu líkt myndi koma fyrir hérna á skip- inu. Einn af starfsmönnum henn ar er m. a. s. hérna með Rochelle — auðvitað dulbúinn og undir föisku nafni. Við verðum að kom- ast í samband við hann tafarlaust. Joan hljóp upp tröppurnar, upp á miðþiljurnar. Klukkuna vantaði aðeins fimm mínútur í átta. Hún hefði viljað komast á hárgreiðslustofuna svona hálfri stundu á undan madame Cortes, en hún hafði orðið að bíða í tíu mínútur eftir svarta kaffinu. Til allrar hamingju hafði hún lokið öllum undirbúningi kvöldið áður. Jegar Joan gekk í gegnum »tóra verzlanasalinn, sá hún að þær mademoiselle Fosiet og há- vaxna, fallega sýningadaman hennar voru að skreyta gluggann í búð Renée Rachel. Þær voru að koma fyrir skrautlegum slóðakjól með belti alsett gimsteinum og við hlið hans létu þær slag úr silfur- refaskinni. Þær voru bjartsýnar, af því að þær höfðu gert góð kaup á leiðinni og vonuðust eftí því að geta líka selt dýrasta varninginn áður en komið væri á leiðarenda — til Ameríku. Báðar konurnar horfðu á eft- ir Joan, þegar hún flýtti sér fram hjá þeim og það var ekki laust við að örlítill öfundarsvipur sæist á andliti Helene Halle. „Haldið þér að Ron Cortes hafi í hyggju að kvænast henni?" spurði hún um leið og hún slétti úr broti á kjólnum. — „Eg skal fúslega viðurkenna að hún er snotur stúlka, en mér finnst samt ekkert sérstakt við hana. Hún er lagleg á mjög venjulegan hátt. Ekki er vöxturinn þannig að hún gæti verið sýningadama. En hann ætlar sér. kannske bara að leika sér að henni, eins og hann lék sér að hinni stúlkunni í fyrra. Hún vann líka á hárgreiðslustofunni. Kannske hann ætli sjálfur að leggja fyrir sig hárgreiðslustarf. Mér er sagt að hann hafi dvalið í marga mánuði í Cannes. Þar er vlst hægt að græða ósköpin öll á svona hárgreiðsiustofu —¦ sérstak lega ef henni er stjórnað af glæsi- legum karlmanni". „Það fer aldrei vel að öfunda sitt eigið kyn", sagði hin konan brosandi. —' „Og hvers vegna þessi háðsyrði í garð hárgreiðslu- mannanna? Ég veit þó ekki betur en að þér hafið gert allt sem í yðar valdi stendur til að ganga í augun á monsieur Charles". Helene Halle varð eldrauð í framan: — ,Monsieur Charles er enginn venjulegur hárgreiðslu- maður. Það er eitthvað alveg sér- stakt við hann". „Það kann að vera rétt", viður kenndi mademoiselle Fosiet. „Það er eitthvað dularfullt við þann mann". „Hvað eigið þér við með því?" Helena fylltist ákafa. „Við vitum að hann hefur feng izt við annað en a8 greiða hárið á ríkum kerlingum. Hann var í frönsku mótspyrnuhreyfingunni". „Hann segir það, já. Hann segir hVerjum manni það, sem nennir að hlusta á hann — og mörgum sem ekki nenna", Mademoiselle Fosiet andvarpaði og steig niður úr sýningarglugganum. — „Þess- ir gömlu mótspyrnuhermenn geta verið hættulegir á fleiri en einn hátt, Helene. Þegar þeir hafa reynt hinn mikla spenning, sem hið ólögmæta stríð hafði að bjóða, eiga þeir mjög erfitt með að, sætta sig við hið borgaralega hversdags- líf. Þeir hafa nú einu sinni van- izt hinum æsandi spenningi og halda áfram að leita hans". „Vinberin eru súr", sagði ref- Urinn". Helene gaf yfirboðara sínum reiðilegt auga og mademoiselle Fosiet svaraði og yppti öxlum. „Það getur sosum vel verið að það sé skýringin. Þegar kona er komin yfir fertugt, eins og ég, veit hún ekki alltaf með fullri vissu, hvort það sem hún segir er sprottið af vizku eða öfund". Dyrnar á hárgreiðslustofunni voru opnar, þegar Joan kom ..' Hann brosti aftur mjög alúð- lega. Joan endurgalt ekki brosið. -— Návist Rons gerð' hana órólega og hún varð bæði vandræðaleg og feimin. Frú Leishman hafði sagt það við hana berum orðum að hún væri að elta ólar við Ron. Það | vissu allir, haf ði hún sagt og hún j hélt því f ram — enda þótt það ; væri lygi — að gamla madame , Cortes hefði sagt við Joan að hún skyldi sneiða hjá frænda sínum, annars myndi hún gera hann arf- lausan! Nú langaði Joan til þess að vita hvoi't gamla f rúin myndi hafa talað nokkuð um hana við Ron, eftir að hún hafði fengið að vita að hún var ekki Lisette. Var bros Rons kannske merki um það, að hún hefði gert það? „Þú þarft þó ekki að leita þér að neinum átyllum til þess að koma og tala við mig", gat hún loksins stunið upp úr sér. „Nei, ekki beinlínis", sagði hann alvarlega. — „Ég leitaði þín t. d. „Hvers vegna hefurðu forðazt „Ég veit ekki til þess þeim. Hún gekk inn og þar stóð Ron Cortes. Hann stóð með hendur í jakka- vösum og horfði á sýnisskápana og hann var spænskari í útliti en nokkru sinni áður. „Góðan daginn...." Hann leit við og brQsti til hennar. „Ég er búinn að bíða lengi eftir þér. — Snemma í morgun, þegar ég leit inn til Amy frænku sagði hún mér að hún myndi koma nokkrum mínútum of seint. Hún er alltaf svo á hyggjufull ef ,hún getur ekki staðið við það sem hún hef- ur bundið fastmælum. Þess vegna bað hún .nig að skreppa hingað og segja þér frá því". „Hefði hún ekki getað hringt?" „Símalínan hingað er eitthvað í ól.agi .... og svo þótti mér bara vænt um að fá átyllu til þess að hitta þig". mig í seinni tíð?" spurði hann. að ég hafi forðazt þig". alls staðar í gærkveldi. Ég gerð- ist m. a. s. svo djarfur að fara niður í káetuna þína, en þú varst dauð þessum heimi. Ég fór inn vegna þess að dyrnar voru ólæst- ar. Ég kallaði á þig, en þú hreyfö- ir þig kki. Hvað hafðirðu tekið inn? Mjög sterkt svefnmeðal?" joan forðaðist að mæta augna- ráði hans. — - „Ég var svo voða- lega þreytt", tautaði hím afsak- andi. „Aumingja stúlkan", sagði hann hljóðlega og Ieit þannig á hana, að hún varð hrædd um að hún gætí ekki haldið hinu kulda- lega jafnvægi sínu óskertu. Hún reyndi að bjarga sér með því að segja eitthvað mjög hversdags- legt: -— „Hvernig gaztu annars komizt hingað inn, Ron?" spurði hún. „Ég fór hvorki í gegnum vegg né læstar dyr", sagði hann bros- 1) „Við getum ek;u jarið inn .ús er enn inni í kofanum." — jsagði Stígur. Þau lögðu af stað.. I rax, Stigur", sagði Dídi, „Magn | 2) „Það er nú eða aldrei, Dídí",' l ítrax. 3) ... og læddust bakdyramegin inn í kofann. andi. — „Dyrnar stóðu opnar, svo að ég gekk bara beint inn. Hún var hérna, þessi feita, sem tekur á móti pöntununum. Hún spurði mig hvort Amy frænka vildi ekki líka fá iiandsnyrtingu. Hvernig í ósköpunum hefði ég átt að vita. það?" „Permanentið tekur langan tíma og þess vegna hefur madame Claire haldið að það væri nógur tími til handsnyrtingar líka. — Margir af viðskiptavinum okkur vilja það", tautaði Joan. Hún ætlaði að ganga yfir að borðinu, þar sem hún hafði geng- ið frá öllu, kvöidið áður, en hann greip í handlegginn á henni. „Hvers vegna hefurðu forðazt mig núna í seinni tíð?" spurði hann. „Ég veit ekki til þess að ég hafi forðazt þig". „Víst veiztu það. Mér þykir vænt um þig og ég held að þér geðjist vel að mér, en ég hef aldrei þekkt jafnþrjózka stúlku. Hvað hefurðu eiginlega út á mig að setja? 1 hreinskilni sagt, þá er ég vanur því að stúlkur séu dálítið ístöðulitlar gagnvart mér". „Þessu síðasta trúi ég mjög vel". „Þú átt við það, að ég sé raup- samur oft tilgerðarlegur. Kannske má það líka til sanns vegar færa að einhverju leyti. Ég veit það vel að ástfanginn maður á að vera auðmjúkur og biðjandi. En trúðu mér, það eru venjulega ekki ann- að en látalæti. Ég segi hreinskiln- islega: Mér þykir það mjög leitt, ef þú kærir þig ekkert um mig, Lisette. Ég reyni eftir megni að vera eins og þú vilt helzt að ég sé, en það getur vel verið að ég sé ekki neitt sérlega sannfærandi. Ég vil......" „Þú mátt um fram allt ekki vera með nein látalæti við mig, Ron", flýtti Joan sér að segja. Hann greip hönd hennar: „Ég get raunverulega ekki verið öðru vísi en ég er. Ég get ekki látið það vera, að koma upp um mína eigin galla og guðhnir vita, að þeir eru margir. Reyndu hvort þú getij; fyrirgefið þá, Lisette. Það væri mér meira virði en allt annað í þessum heimi". Viðkvæmnin í rödd hans braut alla mótspyrnu hennar á bak aft- ur. — SHUtvarpiö Fimmludagur 5. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „A frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19,00 Þingfréttir. 19,30 Tónleikar: Harmonikulög (plöt- ur). 20,30 E 'ndi: De Gaulle hers höfðingi (Eiríkur Sigurbergss.on, viðskiptafræðingur). 20,50 Tón- leikar (plötur). 21,15 Upplestur: „Rakarinn Leonhard", smásaga eftir Leonid Sobolev. (Þýðandinn, Elías Mar, les). 21,25 Tónleikar I (plötur). 21,40 Úr heimi mynd- I listarinnar (Björn Th. Björnsson, ¦ listfræðingur). 22,10 Fiskimál: 1 Linuf iski við Austur-Grænland ( (Dr. Jakob Magnússon, fiskifræð ¦ ingur). 22,25 Tónleikar: Lög úr | söngleikjum aftir Sigmund Rom- berg (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Föstudugur 6. júní: Fastir liðir eins og venjulega. j 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. .19,00 Þingfréttir. 19,30 Tónleikar: ILétt lög (plötur). 20,20 Breiðfirð jingakvöld: a) Erindi: Merkur Breiðfirðingur á 19. öld, séra 01- afur Johnsen á Stað (séra Arel- íus Níelsson). b) Breiðfirðingakór inn syngur (plötur). c) Upplest- ur: Ljóðabréf eftir Asmund Gísla son og þáttur um Flatey á Breiða firði eftir Halldór Kiljan Lax- ness (Magnús Guðmundsson). — d) Leikbræður syngja (plötur). e) Upplestur: Breiðfirzk Ijóð (Ragnhildur Ásgeirsdóttir). 21,30 Útvaipssagan: „Sunnufell" eftir Peter Freuchen; IV. (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). — 22,10 Garðyrkjuþáttur: Eðwald B. Malmquist talar við tvær reyk- vískar húsmæður, Sigríði Hún- fjörð og Önnu Johnsen. — 22,30 Frægar hljómsveitir (plötur). — 123,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.