Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 23. sept. 1958 J V Rœtt um /andhelgismálið á héraðsmóti Þjóðin er einhuga stjórnin sundruð Loforðin um varanleg úrræði i efna- hagsmálunum hafa verið svikin HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Siglufirði var haldið á laugar- dagskvöldið að Hótel Höfn. — Baldur Eiríksson, forseti bæjar- stjórnar Siglufjarðar, setti samkomuna með nokkrum orðum og bauð menn velkomna. — Á mótinu fluttu ræður þeir Jón Pálma- son alþingismaður og Geir Hallgrímsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Mótið var fjölsótt og var ræðumönnum ágætlega tekið. — Þá önnuðust skemmtiatriði á mótinu leikararnir Brynjóifur Jóhannesson og Nína Sveinsdóttir, en Sigurður Ólafs- son söng einsöng með undirleik Skúia Halldórssonar, sem einnig lék einleik. — Ræða Jóns Pálmasonar Jón Páimason alþm. hóf mál sitt með því að rekja aðdrag- anda núverandi stjórnarsam- starfs, er hefði verið í alla staði óheiðarlegur, svo furðu sætti, og því væri ekki von, að mikil gæfa fylgdi stjórninni. — Rakti Jón í því sambandi kosninga- brotin og loforðin um varanleg úrræði í efnahagsmálum, sem hann sýndi ofur ljóslega fram á, hvernig hefðu venð svikin. Stórfelld aukning rikisútgjalda Þegar fyrrverandi ríkis- stjórn fór frá, voru ársút- gjöld ríkissjóðs og framleiðsiu sjóðs 813 millj. kr., en sam- kvæmt áætlun eru heildarút- gjöld ríkissjóðs og útflutn- ingssjóðs nú komin upp í hvorki meira né minna en 3105 millj. kr. Sést þannig glögglega, hve dýrtíðarhjólið hefur snúizt hratt i tíð vinstri stjórnarinnar, og þá sérstak- lega eftir að „bjargráðin" voru lögfest sl. vor. Þegar Eysteinn Jónsson, fjár- málaráðherra, er sífellt að segja, að bjargráðin hafi verið spor í rétta átt, þá virðist hann eiga við, að með þeim hafi verið stigið stærsta sporið til gengisfalls. En gengisfall virðist fjármálaráð- herra þannig telja æskilegt. Bræðralag Framsóhnar og kommúnista Jón Pálmason drap einnig á hið nána samband kommúnista og Framsóknarmanna, eins og t.d. í verkalýðssamtökunum. Væri þjónslund Framsóknarmanna ó- takmörkuð, hnífurinn virtist ekki ganga á milli foringja kommúnista og Framsóknar- manna, en á&tæða væri til að draga í efa, að afstaða hins al- menna kjósenda þessara manna, væri hin sama. Gjaldþrot vinstri flokkanna Loks ræddi Jón Pálmason ýtar- lega þann áróður andstæðinga Sjálfstæðismanna, að Sjálfstæð- ismenn ættu að benda á úrræði til að komast mætti út úr því öngþveiti, sem sjálfir andstæð- ingar okkar hefðu leitt þjóðina út í. Úr því að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geta ekki eygt nein úrræði, þá eiga þeir hreinlega að viðurkenna gjald þrot sitt og fara frá. Sjálfstæðismenn munu óhik að gera viðeigandi ráðstafan- ir í efnahagsmálunum, þegar þeir fá aðstöðu til að stjórna. Ræða Geirs Hallgrímssonar Næstur tók til máls Geir Hall- grímsson og fór hann fyrst nokkrum orðum um það, hve ak- vegasamband við Siglufjörð væn ófullnægjandi. Að vísu hefði skriður komizt á það að bæta vegasambandið og leggja ný]an veg, fyrir forgöngu Einars Ingi- mundarsonar, en undarlegt þætti það, að þessi bær athafna og umsvifa um áratugaskeið væri ekki í vegasambandi nema um fjórðung ársins. Mikið væri tal- átt fyrir Siglufjörð væri gott vegasamband. Geir ræddi nokkuð um sjálf- stjórn sveitarfélaga og nauðsyn þess að virt væru ákvæðin í stjórnarskrá landsins, sem fjöll- uðu um hana. Sjálfstjórn sveitarfélaga, sagði hann, er trygging fyrir því að menn með staðþekkingu fari með mál íbúa hvers sveitarfélags. — Hins vegar er sú þróun óæskileg, að valdið í þessum efnum flytj- ist til stjórnarherra suður í Reykjavík. Reykvíkingar eru heldur ekkert hrifnir af slíkri þróun og þeir eiga við sams kon- ar erfiðleika að etja og önnur sveitarfélög um tekjuöflun til sameiginlegra framkvæmda. Geir kvað þá mundu verða raunina á, að meðan vinstri flokkarnir færu með völdin yrðu ríkisafskipti síaukin. Ríkisrekst- ur og skattaálögur sósíalísku flokkanna hefðu í för með sér samþjöppun valdsins í Reykja- vík. Hann benti og á það, að Framsóknarmenn hefðu staðið á móti og fellt allar tillögur Sjálf- stæðismanna um að afla sveitar- félögunum öruggra tekjustofna meðan ríkissjóður hefur aukið skattaálögurnar um mörg hundr- uð milljónir króna árlega. Einhugur þjóðarinnar. Næst ræddi Geir landhelgis- málið allýtarlega. Hann sagði, að þjóðin væri einhuga í málinu, og fordæmdi atferii Breta, en for- ustan, ríkisstjórnin, væri sundr- uð og samstarfsflokkar skiptust á skeytum og skömmum. Til þess að breiða yfir þetta inn- byrðisósamkomulag, hefðu stjórn arflokkarmr ráðizt á Sjálf- stæðisflokkinn vegna afstöðu hans í málinu. Benti ræðumaður síðan á, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft frumkvæði í landhelgismálinu, og rakti afstöðu flokksins til málsins í sumar. — Ekki hefði verið hægt að kom- ast hjá að gagnrýna framkvæmd málsins í höndum núverandi rík- isstjórnar, þótt allir væru sam- máila um 12 mílna útfærsluna. Sjálfstæðisflokkurinn benti á það strax í vor, áður en fisk- veiðilögsagan var færð út, að rétt væri að nota sér heimild, er fælist í lögmætri samþykkt Genfarráðstefnunnar, til áð færa út grunniínur. Ef farið hefði verið að ráð- um Sjálfstæðisflokksins, þá hefði þannig verið friðað enn stærra svæði fyrir ágengni er- lendra fiskiskipa Afstaða kommúnista til landhelgismálsins og meðferð þeirra á því miðast fyrst og fremst við það inn á við, að landhelgismálið skyggi á og dragi úr gagnrýni manna á ] ríkisstjóminni vegna verð- hækkananna en út á við væri markmiðið að sundra fylkingu vestrænna þjóða. Varðskipsmönnum þökkuð störfin A hérðasmótinu voru stadd- ir skipherrann á varðskipinu Al- bert, 1. vélstjóri, bryti og ýmsir varðskipsmenn, en Albert að um jainvægi í byggð landsins og taldi Geir engan vafa á því að eitt raunhæfasta úrræðið í þá aðrir Sjálfstœðismanna en ríkis- hafði komið inn til Siglufjarðar til að sækja vatn og vistir. Var þeim og starfsbræðrum þeirra í landhelgisgæzlunni þökkuð störf- in við örðugar aðstæður og framkoma er orðið hefði íslend- ingum til mikils sóma. Stóðu samkomugestir upp og tóku und- ir þessar þakkir með lófataki. Kommúnistastjórn ASÍ ber ábyrgð á núverandi ríkisstjórn Þá vék Geir nokkuð að verð- hækkunum, sem þrátt fyrir land- helgismálið, væru aðalumræðu- efnið þessa dagana. Og það færi saman, að um leið og mesta verðhækkunaraldan skylli yfir, þá væri gengið til kosninga til þings Alþýðusambands íslands. Sýndi ræðumaðui fram á, að núverandi stjórn Alþýðusam- bands Isiands undir forustu kommúnista, bæri ábyrgð á nú- verandi ríkisstjórn. Og það væri kaldhæðni örlaganna, að engin ríkisstjórn hefði með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi rýrt frek- ar kjör launþega. Vinstri stjórninni hefur alger- lega mistekizt að leysa efnahags- málin og reyndar gefizt alger- lega upp við það. Kenning Fram- sóknarmanna um, að leiðin til lausnar efnahagsmálunum verði ekki farin án samfylgdar komm- únista, hefur verið reynd, og samfylgd kommúnista hefur ein- ungis skapað alvarlegri vanda- mál en nokkru sinni áður hafa blasað við íslendingum. Það sem vakir fyrir kommúnistum, er nógu mikil upplausn og vand- ræði, svo að grundvöllur skap- ist fyrir valdatöku þeirra á svip- aðan hátt og þeir hafa náð í lepp- ríkjum kommúnista. Ýmsum ' hinna gætnari Framsóknar- manna stendur stuggur af, hve ráðherrar Framsóknar láta kommúnista teyma sig lengra og lengra, sífellt nær og nær því járntjaldi, sem skilur milli frjálsra þjóða og ánauðugra. Aukin framleiðsla og sparnaður Ræðumaður gat um að skilyrði aukinnar framleiðslu og sparn- aðar, er leitt gæti til lausnar efnahagsmálunum, væri þá fyrst fyrir hendi, þegar stefnu Sjálf- stæðismanna væri fylgt og eigna- réttur einstaklinganna, framtak þeirra og atorka væri virt. Að lokum ávarpaði Geir æsku- menn sérstaklega nokkrum hvatn ingarorðum. Myndlistarsýningu Vigdísar Kristjánsdóttur í Sýningarsaln- um við Hverfisgötu 8—10, lýkur annað kvöld. Sýningin hefur verið mjög vel sótt og 5 verk hafa selzt. Sýningin er opin í dag kl. 1—10. e. h. Hún verður ekki framlengd. Myndin hér að ofan er af einu af flosofnu (Rya) teppunum á sýningunni. Heitir hún „Snjór“. Styrkir Hugvísindadeild ar Vísindasjóðs veirtir Frá Hugvísindadeild Vísindasjóðs: — Eins og kunnugt er af fregn- um, er það hlutverk hins ný- stofnaða Vísindasjóðs að efla ís- lenzkar vísindarannsóknir. Sjóð- urinn í skiptist í tvær deildir, Raunvísindaleild og Hugvisinda- deild. Raunvísindadeild annast styrkveitingar til r annsókna á sviði hvers konar náttúruvísinda, en Hugvísindadeild á sviði sagn- fræði, bókmennta, málvísinda, félagsfræði, lögfræði, hagfræði, heimspeki, guðfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Hugvísindadeild Vísindasjóðs hefur fyrir skömmu lokið við að veita styrki úr sjóðnum í fyrsta sinn. Úthlutað er samtals 200 þúsund krónum. Alls bárust deild inni 30 umsóknir, en hún gat að eins sinnt 12 þeirra að þessu sinni. Miklum örðugleikum hef- ur það valdið deildinni, hversu lítið fé hún hefur til ráðstöfun- ar, og eru styrkirnir því bæði færri og þó einkum lægri en æski legt hefði verið. Nokkrum aðilj- um, einkum stofnunum, varð meðal annars að synja um styrk, I vegna þess að þeim komu að litlu haldi aðrir styrkir en þeir, sem voru svo háir, að deildinni var fjárhagslega um megn að veita þá. Það er augljóst mál, að brýna nauðsyn ber til að veita allmarga hærri styrki framvegis en gert hefur verið að þessu sinni, ef þeir eiga að koma að tilætluðum not- um, jafnvel þótt ekki sé tekið tillit til sirýrnandi verðgildis krónunnar. Deildin hefur því full an hug á að vinna að auknum fjárráðum sjóðsins í framtiðmni. Stjórn Hugvísindadeildar Vís- indasjóðs skipa: Dr. Jóhannes Nordal, hagfræð- ingur, formaður, dr. Halldór Halldórsson, próf- essor, fundaritari, dr. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, Olafur Jóhannesson, prófessor, Stefán Pétursson, þjóðskjala- vörður. Ritari deildarinnar er Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. Styrkveitingar Hugvísinda- deildar voru að þessu sinm sem hér segir: 30 þúsund krónur hlaut: Orðabókarnefnd háskóians. til að láta vinna úr orðabókarhand- riti Jóns Ólafssonar frá Grunna- vík og semja efnisskrá yfir það. 20 þúsund krónur hlutu: Aðalgeir Kristjánsson, cand. mag., til að vinna að útgáfu á bréfum Brynjólfs Péturssonar og rita ævisögu hans. Bjarni Einarsson, cand. mag., til rannsókhar á skáldasögum meðal íslendingasagna (Kormáks sögu, Hallfreðar sögu, Bjarnar sögu Hítdælakappa, Gunnlaugs sögu, Egils sögu, Egils sögu og Fóstbræðra sögu). 15 þúsund krónfur hlutu: Árni Böðvarsson, cand. mag., til málfræðilegrar rannsóknar á handritinu Holm. Perg. nr. 15, 4to (Stokkhólms-homilíubók). Bergsteinn Jónsson, cand. mag., til að vinna að útgáfu bréfa og ritgerða úr fórum Landsnefnd- arinnar fyrri (1770—71). Bjarni Bragi Jónsson, cand. oecon., til dvalar í Englandi við rannsóknarstarf í hagfræði á sviði kaupgjaldsmála. Gunnar G. Schram, cand. jur., til dvalar í Englandi við fram- haldsnám og rannsóknir í þjoða- rétti. Jónas Pálsson, sálfræðingur, og Hjálmar Ólafsson, kennari (í sam einingu), til rannsóknar á forsagn argildi (prognostic value) lands prófs miðskóla. Maia Sigurðardóttir, B.A., til dvalar i Englandi við fr&mhakts- nám við sérfræðilegar rannsóknir í sálarfræði . Ólafur Halldórsson, cand. niag., til að gera textaútgáfu af Ólafs sögu Tryggvasonar hinm mestu. Sveinn Skorri Höskuldsson, mag. art., til dvalar í Kaupmanna höfn við að rannsaka heimildir varðandi Gest Pálsson og aðra íslenzka forvígismenn raunsæis- stefnunnar. 10 þúsunrt M1Ur hlauv: Selma Jónsdóttir, listfræðing- _ir, vegna Ijósmyndagerðar og annars kostnaðar við listfræð,- lega rannsókn nokkurra fornra íslenzkra tréskurðarverka (fja,a frá Bjarnastaðahlíð). Sigurður Ólason Hæslaréllarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögniaður Málflutnlngsskrifst *a Auslurstræli 14. Sími 1-55-35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.