Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 10
10 MORCUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. sept. 1958 atttMðfrifr Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arní Öla. sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Knstmsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið TRYGGJUM LÝÐRÆÐI INNAN STÉTT ASAMT AKANNA VERKFALLSRÉTTURINN I er það vopn, sem verka- menn vilja sízt án vera í kjarabaráttu sinni. Öfugþróun- in í einræðislöndum kommúnista lýsir sér í fáu betur en því, að þar hafa verkamenn algerlega verið sviptir þessu vopni. í lýð- ræðislöndum er verkfallsréttur- inn aftur á móti hvarvetna við- urkenndur. Verkföll eru hins vegar tví- eggjað vopn. Misnotkun verk- fallsréttarins er í senn hættuleg fyrir þá, sem því beita og þjóðar- heildina. Hér á landi hefur þeirri skoð- un mjög vaxið fylgi, að verkföli einstækra stéttarhópa væru harla varhugaverð. Þess vegna hafa komið fram tillögur um, að verka lýðssamtökin gerðu heildarsamn- inga, helzt um nokkurt árabi! og væru einstök stéttarfélög bundin við þá. Þetta er að ýmsu heilbrigð hug- mynd og víða annars staðar hefur sótt í þetta horf. En hér er þó margs að gæta, sem tryggja þarf áður en ný skipan er tekin upp í þessum málum. • í þjóðmálunum vita menn, að höfuðgallinn hér á landi er sá, að kjördæmaskipun er gersam- lega úrelt. Vegna þeirra rang- inda, sem nú gilda, hefur einn stjórnmálaflokkur, Framsókn, miklu meiri völd en honum með réttu ber. Völd sín hefur Fram- sóknarflokkurinn notað á þann veg að búa um sig í mesta auð- hring, sem nokkurn tíma hefur verið til á íslandi. Að forminu til er það auðsafn eign allra þeirra tugþúsunda, sem eru með- limir samvinnufélaganna innan SÍS, en í framkvæmd hefur lítill hópur náð þar yfirráðum. Framsóknarbroddarnir nota völd sín til að hlynna að auð- hringnum meira og meira og gera hann æ sterkari. Auðsafnið er svo notað til að styrkja völd þessara sömu manna. Það fordæmi, sem hér héfur orðið, á að vera til varnaðar. Hvað þá ef þessi sama valdaklíka og auðhringur hyggst enn ætla að styrkja aðstöðu sína með því að ná lykilstöðu í verkalýðshreyf ingunni. ★ • Þegar Alþýðusamband fslands lýsti á sl. vori blessun sinni yfir bjargráðunum, þá var það gert með hæpnum meirihluta atkvæða í Alþýðusambands-stjórn og 19 manna nefnd. Meiri hlutinn var svo hæpinn, að vefengt var, að hann í raun og vetu væri fyrir hendi. Enn alvarlegra var þó hitt, að bak við þá, sem mótmæltu bjargráðunum voru 82% af fé- lögum Alþyðusambandsins, en bak við hina, sem greiddu at- kvæði með bjargráðunum voru aðeins 18%, og þeir voru látnir ráða. Allir heilskyggnir menn sjá, að þvílíkir starfshættir eiga ekkert skylt við lýðræði. Framsóknar- mönnum finnst þeir aftur á móti eðlilegir. Tíminn hefur hvað eftir annað harmað, að enn skuli ekki UTAN UR HEIMI Hugmynd rithöfundarins Jules Verne varð að veruleika vera í gildi sú kjördæmaskipun til Alþingiskosnniga, sem tryggt hefði rúmum 15% þjóðarinnar, er' greiddu Framsóknarflokknum at-1 kvæði við síðustu Alþingiskosn- j ingar, meirihluta á Alþingi. Fram j sóknarbroddunum finnast rang l indin við skipun Alþingis nú ekki nóg. Þeir telja, að þar þurfj enn á að auka svo að vel sé. Þeir, sem þannig hugsa, tclja eðlilegt, að innan Alþýðusam- bandsins ráði 18% meira en 82%. Ef þessi 18% gerast handbendi valdaklíku Framsóknar og auð- hrings SÍS, þá telja þessir herrar vel fyrir öllu séð. Ræðuhöld Eysteins Jónssonar og skrif Tímans að undanförnu, sýna, að Framsóknarbroddunum er full alvara með áform sín. Þeir þykjast vilja kalla stéttasam- tökin til samstarfs. En forsendan er sú, að skipulag samtakanna sé slíkt, að minnihlutinn geti haft öll ráð meirihlutans í hendi sér. Þetta býr á bak við öll fagur- yrði Framsóknarbroddanna um nauðsyn samstarfs stéttanna og aukin áhrif þeirra á gang þjóð- málanna. Um þann hug, sem hér býr á bak við, þarf ekki lengur að hafa neinar getgátur. Hann kom glögglega fram í sambandi við undirbúning bjargráðanna á sl. vetri og samþykkt þeirra í vor. Verkalýðssamtökunum var þá ætlað að samþykkja það eitt, sem valdaklíka Framsóknar hafði knúið samstarfsmenn sína til að fallast á. Ekkert samráð var haft við verkalýðsfélögin, fyrr en allt var klappað og klárt í sjalfum stjórnarherbúðunum. Þá var ekki skeytt um að ná samstarfi við allan fjöldann og þar með sterkustu verkalýðsfélögin, sem hreyfingin í heild sækir allan styrk sinn til. Nei, þá þótti nóg að knýja fram einhverja sam- þykkt, aðeins ef hægt væri að gefa henni formlegt gildi, þótt gallað væri, jafnvel þótt hún nyti ekki raunverulegs stuðnings nema frá 18% samtakanna. Allir lýðræðisunnendur hvar í flokki, sem þeir eru, verða í tíma að átta sig á þeirri hættu, sem á ferðum er, og rísa gegn þessum vinnubrögðum. Mjög er vafasamt, að það. sé hollt fyrir verkalýðsfélögin sjálf, að þau blandi sér í stjórnmála- erjur með þeim hætti, sem komm únistar hafa haft forystu um. En alveg er víst, að því valdameiri sem verkalýðsfélögin verða, bæði í sérmálum verkalýðsins og þjóð- málunum í heid, þeim mun meiri ástæða er til, að tryggt sé að þar ríkj sannarlegt lýðræði. Þjóðfélag, sem nú þegar er að sligast undir rangindum í kjör- dæmaskipun til Alþingis, má sízt af öllu við því, að hin öflugustu félagasamtök séu einnig byggð upp með rangindum. Fjöldinn, sem þar hefur úrslitaráðin, verð- ur í tíma að gæta þess, að tryggi- lega sé um það búið, að lítiil sérhagsmunaklíka geti ekki náð yfirráðum í þeim samtökum, sem almenningur hefur myndað sjálf- um sér til hagsbóta. MÖRG voru þau ævintýri, sem Númi skipstjóri lenti í ásamt áhöfninni á fyrsta kafbát sög- unnar, Nautilusi, sem hinn hug- vitssami franski rithöfundur, Jul- es Verne skapaði og lýsti af svo mikilli snilld í skáldsögunni „Sæfaranum“ Þó var ferð þessara skáldsagnahetja í engu djarfari, sögulegri né afdrifaríkara en sjó- ferð hins kjarnorkuknúna Nautil- usar okkar daga undir ísbreiðu Norðurskautsins, en sá kafbátur er einmitt nefndur eftir hinum nafntogaða fyrirrennara sínum. Hin sögulega sjóferð Nautilus- ar hófst 23. júlí í sumar, kl. 2 e. h., þegar þessi nýi kafbátur leysti festar og renndi hljóðlega út úr höfninni í Pearl Harbor á Hawaii og hvarf brátt sjónum í myrkur undirdjúpanna. Það voru aðeins fáir menn, sem vissu, hvað á seyði var — að ferðinni var heit ið til Portlands í Englandi, 15,070 km vegalengd, gegnum hin ó- þekktu, dimmu höf, sem iða og ólga undir risavaxinni ísbreiðu yztu marka heimsins. Aðalhvatamaður ferðarinnar — Rickover aðstoðarflotaforingi Aðdragandi þessarar sjóferðar er í stuttu máli sá, að í ágúst og september 1957 fór Nautilus í kynnisför undir ísbreiðuna og komst í 333 km fjarlægð frá Norð- urskautinu, en svo nærri skaut- inu hafði ekkert annað skip kom- izt fyrr. Árangur af þessari kynnisför var góður, og aðal- hvatamaður hennar, Hyman Rickover aðstoðarflotaforingi, lét í ljós þá skoðun, að innan tíðar myndi kjarnorkuknúinn kafbát- ur komast alla leið til Norður- skautsins. Þá var það í byrjun þessa árs, að ungum liðsforingja, William R. Anderson, 37 ára að aldri, sem hafði um margra ára skeið starfað í kafbátaflota Banda ríkjanna, var falið að annast all- an undirbúning að væntanlegum „heimsskautsleiðangri" og stjórna honum. Anderson skýrði síðar svo frá, að hann og aðstoðarmenn hans hefðu rannsakað nákvæm- lega skýrslur allra fyrri heims- skautaleiðangra, og „siglingin hefði verið óhugsandi án þeirra upplýsinga, sem heimsfrægir könnuðir eins og Nansen, Amund- sen, Wilkins og Peary höfðu þeg- ar aflað“. I júní 1958 gaf Eisenhow- er forseti samþykki sitt til þess að þessi könnunarferð yrði farin. Skipshöfnin var 115 þaulvanir og ábyrgir menn úr kafbátaflotan- um, en Anderson var fyrirskipað að láta ekkert uppskátt um för- ina, jafnvel ekki við skipshöfn- ina. Það var ekki fyrr en Nautilus I var kominn nokkuð norður fyr- ir höfnina í Pearl Harbor, að | Anderson leysti frá skjóðunni og I útskýrði tilgang ferðarinnar fyr- ir skipshöfninni og varð þá uppi fótur og fit um allt skipið. í sex daga sigldi Nautilus neð- ansjávar og stefndi í norðurátt með að meðaltali 20 hnúta hraða. Þegar komið var til Beringssunds, kom kafbáturinn stundarkorn (30 sek.) upp undir yfirborð sjávar, og hringsjáin og radarnetin voru sett upp til að kanna stöðu skips- ins. Þá hafði verið siglt 5.365 km vegalengd og rúmlega einum þriðja hluta ferðarinnar lokið, en hingað til hafði siglingin verið tiltölulega auðveld og hættulaus. 10 hljóðiupptökutæki mældu fjarlægrð hafsbotnsins frá ísbreiðunni Þessu næst leitaði kafbáturinn lengra niður og sigldi í norðaust- urátt meðfram norðurströnd Alaska. Þegar komið var nálægt Barrowhöfða, nyrzt í Alaska, nálgaðist kafbáturinn aftur yfir- borð sjávar, og aftur voru hring- sjáin og ratsjárnetin sett upp til þess að fá nákvæma stöðu skips- ins, áður en tekin var stefnan, sem fylgja átti undir ísbreiðu norðurskautsins. Svo var það hinn 1. ágúst, að skipið kafaði aftur niður í ískaldan heim Norðuríshafsins. Fyrst lá leiðin um djúpan neðansjávarhyl, svo- nefndan Barrowdal, sem liggur frá Barrowhöfða og norður í Norðuríshafið. Dalur þessi ligg- ur 106 metrum lægra en sjávar- botninn umhverfis og er 7,4 km breiður. Hér voru aðstæður góð- ar til neðansjávarsiglingar, og ferðin „sóttist vel og greiðlega", eins og Anderson skýrði síðar frá. Því næst var tekin bein stefna á Norðurskautið og siglt á rúmlega 120 metra dýpi. Stefn- unni var haldið óbreyttri með aðstoð mjög fullkomins stjórn- kerfis, en auk þess voru í skipinu tíu hljóðupptökutæki, sem mældu viðstöðulaust fjarlægð ísbreið- unnar fyrir ofan og þykkt íssins, og þrjú önnur tæki mældu fjar- lægð skipsins frá sjávarbotni. Matsveinninn bar fram „Norður- skautsköku" Klukkan 03:15 (GMT), aðfara- nótt hins 4. ágúst var takmarkinu náð — Nautilus sigldi undir Norð urskáutið. Rennilegur stálskrokk- ur kafbátsins klauf mjúklega hljóð undirdjúpin undir pólnum. Engin hávær fagnaðarlæti voru um borð, heldur safnaðist skips- höfnin saman og skipherrann hélt stutta þakkarathöfn. Sjálf- virki grammófónninn, sem verið hafði í gangi nótt sem nýtan dag, þagnaði. Og matsveinninn bar fram „Norðurskautsköku“ og skreytingin á henni var landabréí af Norðurskautinu og siglingaleið Nautilusar. Á meðan þessu fór fram, unnu þeir, sem voru á vakt, sleitulaust að því að gera margs konar at- huganir, sem hingað til hafði ekki verið hægt að gera. Gerðar voru dýptarmælingar, hitamælingar (í sjónum umhverfis og í kafbátn- um), og þykkt ísbreiðunnar var mæld. En Nautilus hafði ekki við- stöðu á Norðurskautinu. Enn voru mörg hundruð mílur fram- undan, áður en ísbreiðunni linnti, Þessa vegalengd fór hann á 36 klst. og að því loknu gaf Andei* son hina langþráðu fyrirskipun: „Upp með hringsjána“! Þá voru liðnar rúmlega 96 klst. — fjórir sólarhringar — frá því er kaf- báturinn hvarf niður í undir- heima íshafsins norðan Alaska. Nú sigldi hann ofansjávar á haf- inu milli Grænlands og Spitz- bergen, og skipsmennirnir stóðu á þilfarinu, neru augun og horfðu á lognsléttan og himinbláan haf- flötinn. Sól skein í heiði og varp- aði geislum sínum á nokkra litla ísjaka, sem þar voru á reki. „Komnir undan ísnum“ Staða Nautilusar var 79 breidd- argráðu og 0 lengdargráður. Nú var útvarpað frá Nautilusi, í fyrsta sinn frá því er hann fór frá Hawaii. Skipstjórinn sendi flotastjórninni í Washington þessi orðfáu boð: „Komnir undan ísn- um“. Og ferðinni lauk loks hinn 12. ágúst, þegar Nautilus renndi inn í höfnina í Portland, þar sem skipstjóra og áhöfn var fagnað ákaft og innilega. Kjarnorkue’dsneytið á stærð vi* lítinn kolamoia Kjarnorkueldsneytið, sem Nautilus gekk fyrir á allri þess- ari ferð, var ekki stærra en lítill kolamoli, en sérfróðir menn segja, að úraníummoli á stærð við golf- kúlu jafngildi þrjú þúsund smá- lestum af kolum. Enda þótt Nautilus fái orku frá atóminu, gengur túrbínuvél hans í rauninni fyrir venjulegri gufu. f honum er kjarnorkustöð, sem notar svonefnda þrýstivatns- kjarnaofn, og hitann til þess að mynda gufu framleiðir hann með því að kljúfa úraníurrieldsneyti. Síðan knýr gufan túrbínuna, sem Framh. á bis. 19 Nautilus á siglingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.