Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 16
lHOKCTnSBLAÐIÐ l>ri3judagur 23. sept. 1958 16 5l)2tE WONCr ÍkALPt>/AC-A EFTlfc RlCHARP MMON «8 óskum. Þegar ég sagði henni frá Suzie, var sem hún skammað- ist sín fyrir að vera svo hamingju Böm. „Ég á að vinna í nótt“, sagði hún. „Ég skal vitja um hana öðru hverju". „Mér þætti mjög vænt um það, Kay. Ég er svo hræddur um, að enginn ske-yti um að láta mig vita, ef eitthvað kemur fyrir". „Hafðu engar áhyggjur vegna J>ess. Ég skal sjá um það“. Ég hélt kyrru fyrir í herbergt' mínu, þar til klukkan var orðin níu, og beið þess að síminn hringdi. Ég tók viðbragð í hvert skipti sem heyrðist í hjólhesta- bjöllu úti á götunni. Ég gat ekki afborið biðina í einrúmi lengur og sagði símastúlkunni að gefa mér símasamband niður í veitingasal- inn. Þar drakk ég nokkur vínglös, og Gwenny kom að borðinu til þess að spyrja um Suzie og sagði mér jafnframt, að systir hennar hefði verið að trúlofa sig. „Það eru dásamlegar fréttir, Gwenny", sagði ég. „Ég vona, að maðurinn sé forríkur?" „Nei, hann er ekki sérlega rík- ur. Hann á aðeins tvær bifreiðir". „Það virðist nú prýðilegt". Ég hlustaði stöðugt með öðru eyranu eftir símanum. „Þú getur þá hætt að vinna?“ „Já, um leið og systir mín er gift. Ég er svo ánægð. Við verð- um að gera okkur dagamun, þeg- ar Suzie er batnað". Síminn á skenkiborðinu hringdi, og það dró samstundis úr mér METSÖLUPLÖTURNAR með: NÍNU & FREDERIK & V & 5$> % Sendum í póstkröfu. JJlfóS^œrauerzlun Sicfrikar ^JJeÍyaclóttu Vesturveri — sími 11315 j ©Ci=2«?=<Q=^(F^Q=^(?=<Q=»íC=>,Qs='í(/=“<Q=<d=<Q=«d:='!Q==<(/='!Q=< \ <Q=?<Cr=<Q^.CP^CirfCP^Ci^(P^Cb^.ö==<Ci=<CP<Ci=<Cra<Q=<CP!<CI=<ö allan mátt. Typhoo tók upp tólið, lagði það síðan frá sér á borðið og litaðist um í salinn. Hún sá mig og brosti út að eyrum. „Heyrðu, Chow-fan — það vill einhver stúika tala við þig. Ég hugsa, að hún sé nýbúin að frétta að þú sért giftur, og ætli aö koma þér í klípu". Ég var svo máttlaus í hnjálið- unum, er ég gekk yfir gólfið, að ég óttaðist að ég kæmist ekki alla leið. Ég tók upp tólið og heyrði rödd Kay. „Halló, Robert? Láttu þér ekki verða bilt við. Ég ætlaði aðeins að láta þig vita, að ég er að koma frá henni, og það er ver- ið að gefa henni aðra blóðgjöf". „Ég hélt, að” þeir hefðu tekið ákvörðun um að gera það ekki“, sagði ég, þar sem mér var kunn- ugt um, að fyrri blóðgjöfin hafði fyllt Suzie skelfingu og ofsa yfir að fá í sig framandi blóð, og hin- ar sálrænu afleiðingar þess höfðu varað dögum saman. „Læknirinn sagði mér, að hann vildi ekki hætta á að gera það aftur". „Ég veit það, en ég held, að hann hafi nú komizt að þeirri nið- urstöðu, að í því fælist eina von- in“, sagði Kay. „Ég hringi til þin aftur, strax og ég hef einhverj ar nýjár fréttir". Ég dvaldizt í veitingasalnum til miðnættis og hélt þá aftur til her bergis míns. Ég sat á svölunum, hlustaði eftir símanum, og horfði jafnframt á ljósaskiltin, sem slokknuðu hvert á fætur öðru með- fram höfninni. Síðustu ferjurnar skriðu sem lýsandi tólffótungar eftir höfninni; húsbátar lyftust og sigu á víxl í dökku vatninu, sem gjálfraði við bryggjurnar, og siglutré skútanna vögguðu hægt til hliðanna. Eitt sinn hringdi síminn í öðru herbergi, og ég hrökk við og var með ákafan hjartslátt lengi á eft- ir. Skyndilega varð ég svo ör- magna af þreytu af hinni erfiðu bið, að ég fór inn í herbergið og lét fallast á rúmið. „Hún er dá- in“, hugsaði ég. „Hún er dáin fyr- ir nokkrum klukkustundum, en það hefur gleymzt að láta mig vita“. Ég teygði mig eftir síman- um og hugðist hringja til sjúkra- hússins, en hætti við það á síðustu stundu. „Nei“, hugsaði ég, „það er betra að hafa óvissuna". Nýr dagur rann upp, ég lá og horfði á, er grá skíman læddist inn í her- bergið og heimurinn endurfæddist í kaldri, grárri dögun, ömurlegri og litlausri. „Hún er dáin“, hugsaði ég. „Nýr dagur er runninn upp án hennar". En skyndilega birtust daufir litir meðal hins gráa, síðan kom sólin upp. Ég gekk út á svalirnar og horfði á, meðan borgin var að vakna til nýs lífs og hlustaði á æðaslátt hennar. Sólargeislarnir mynduðu gylltar rákir í þröngum, ömurlegum strætunum, höfnin lifn aði öll og glitraði í sólinni, og fyrsta ferjan, nýmáluð og glamp- andi hvít að lit, var að skríða frá bryggjunni. Og von bráðar iðaði höfnin af lífi smábáta, og stórt'koma. Ég hafði næga peninga til skemmtiferðaskip sigldi á milli j fararinnar, og kvöld eitt flaug mér þeirra. Farþegar stóðu við borð- j allt í einu í hug: „Langi Suzie til stokkinn og bentu. „Þetta er Hong Kong — og þarna er Tindurinn!" Allt í einu vai-ð ég gripinn fögn uði. „Henni er borgið — Suzie hlýtur að líða betur! Annars væri ég búinn að frétta eitthvað!" Ég þvoði mér og rakaði mig í skyndi, klæddist síðan hreinum buxum og beztu skyrtunni, sem ég átti og tróð því næst í vasann nægilegum peningum til blómakaupa og þaut í áttina til dyranna. En þá hringdi síminn, og ég nam snöggt staðar. Ég stóð í opnum dyrunum og starði á símann. Hann hringdi aftur langa hringingu og ég nálg- aðist hann hikandi. Ég stóð sem að fara, og hafi hún kjark til þess — hví skyldi ég þá hafa á móti því?“ Daginn eftir, þegar ég heim sótti hana í spítalann, sagði ég henni, að við myndum fara til Eng lands og dvelja þar í sex vikur. Þrem mánuðum síðar, er hún losnaði af sjúkrahúsinu, héldum við til Englands. Við fórum með vöruflutningaskipi og komum að vorlagi, um það leyti sem þreytt vetrarandlit Lundúnabúans er að þiðna og fá á sig bros, og laufin að springa út í skemmtigörðun- um. Hlýtt, bjart sólskinið á stræt- unum bauð okkur velkomin. Við bjuggum í málaravinnustofu með lamaður með útrétta hönd fyrir j húsgögnum, ser.i Roy Ullman °fan °g 6r SÍminn ..hringdi I hafði tekizt að hafa upp á í Ful- ham Road, en ég málaði ekki mikið enn nokkrum sinnum, snöggt og óþolinmóðlega, þreif ég tólið. — „Halió?“ var sagt með rödd Kay. „Halló, ert það þú, Robert?“ „Já“, sagði ég. „Það er ágætt“, sagði hún. — „Jæja, ég hef góðar fréttir að Ábbé“y," sigldum * nWu fT5a ?ef_.TT blÓðgjÖfT bar tilætl; j Greenwich, villtumst aðan árangur, og hún var vel hress í morgun......... Halló? Halló, ertu þarna ennþá?“ „Já, ég er hérna“. Það varð að standa í biðröð á sporvagnastöðvunum, og mér tókst ekki að fá leigubifreið. Ég fór því í dráttarkerru upp að hæð inni, og fór síðan fótgangandi upp hana. Þegar ég komst á leiðar- enda, bogaði af mér svitinn og hárið límdist við höfuðið, eins og ég væri nýkominn úr steypibaði. Ég þaut upp stigann í nokkrum stökkum og inn i sjúkrastofuna, rakleitt að rúmi Suzie, án þess að skeyta hót um umhverfið. Ég hló og kyssti hana, og Suzie sagði: „Góðan daginn, mér líður dásam- lega í dag. „Þú lítur dásamlega út, Suzie“. „Já, mér var alveg sama um blóðið í þetta skipti. Ég held, að þeir hljóti að hafa tekið það úr betra manni. Já, í þetta skipti gáfu þeir mér allra bezta blóð“. ÁTTUNDI KAFLI. „Suzie, læknirinn segir, að þeg- ar þú komir úr sjúkrahúsinu væri gott, að þú ættir heima í háfjalla lofti. Hvernig myndi þér líka að eiga heima í Japan? Mjg hefur alltaf langað til að fara þangað aftur til að mála, og það eru marg ir dásamlega fallegir staðir uppi í fjöllunum“. „Já, það væri gaman“. — Hún fyrsta hálfa mánuðinn, þar sem við höfðum nóg að gera að skoða borgina og aka um í strætisvögn- um. Við fórum til Tower, St. Pauls kirkjunnar og Westminster r fljótið til í Hampton Court og mötuðum apana í dýra- garðinum á hnetum. En Suzie hafði ekki eins gaman af dýragarð inum og búast hefði mátt við, hún hafði mun meiri ánægju af að virða fyrir sér fólkið en dýrin. Við lukum því ekki við að skoða dýragarðinn, heldur lögðumst við á grasflöt í Regent’s Park, og þar var hún svo niðursokkin í að skoða þá, sem fram hjá gengu, að ,iún hefði getað legið þar allan daginn. Við fórum einnig nokkrum sinn um í leikhús, því að hún hafði meiri ánægju af því en nokkru öðru. 1 fyrstu forðaðist ég leikrit alvarlegs eðlis, þar sem ég bjðst við, að hún myndi eiga erfitt með að fylgjast með samtölunum. Ég fór því með hana á bandarískan söngleik og síðan á vinsælan skop- leik. Næst fórum við á gamanleik, og er hún hafði látið í Ijós álit sitt á honum með þessum orðum: „Ég hef aldrei vitað neinn hegða sér svona“, fórum við að sjá ný- tízku harmleik. Hún skildi tæpast mikið, en hún fylgdist af miklum áhuga með því sem gerðist, augu hennar viku ekki af sviðinu, og væri ég að hvísla einhverju að henni til skýringar, greip hún fram í fyrir mér með því að kinka kolli; hún skildi hvað fram fór af svipbrigðum og athöfnum. Eftir á kunni hún skil á hverju leikriti í smáatriðum, því að hugur hennar var jafnmóttækilegur og barns- bikaði. „Myndum við fara beint hugurinn; og marga daga á eftir til Japan?“ „Já, við myndum fara beint frá Hong Kong“. Hún reyndi að leyna vonbrigð- um sínum. Ég vissi, að hún myndi hafa verið að vona, að ég færi með hana í stutt ferðalag til Eng- lands áður: hana hrfði alltaf lang að til að sjá London, Piccadilly Cirkus, stóru verzlanirnar og drottninguna. En ég gat tæplega farið með hana þangað, því að það myndi kosta ósannindi, blekking- ar og látalæti. Hún yrði að þykj- ast önnur en sú, sem hún var, og án efa kæmist sannleikurinn upp um síðir með tilheyrandi baknagi og háðsglósum. Nei, það var óhugs andi. En það var sannarlega gremju legt að England skyldi vera okk- ur lokað. í því fólst eins konar ögrun. Það átti að halda sýningu á málverkum mínum í London, og Roy Ullman, sem sá um hana, var stöðugt að leggja fast að okkur að a (A ó 1) „Nei, ert «r? Hvað ert jLg w komiitn það þú, Vermund- þú að gera hér?“ til að éta allt ofan í mig, Markús“. 2) „Tryggvi, þetta er Vermund ur, útgefandi Náttúrufræðttima- ritsins. Hann var áður vinnuveit- andi minn“. 3) „Markús, ég vil fá þig aítur I í vinnu til mín ..... og é'g hef stórkostlegt verkeíni fyrir þig“. ræddum við bau vandamál, sem um hafði verið fjallað i leikritinu. Að lokum gafst ég alveg upp á ajlltvarpið Þriðjudagur 23. septeniber: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms- um löndum (plötur). 20,30 Erindi: Þættir um íslenzk mannanöfn og nafngiftir; fyrri hluti (Hermann Pálsson lektor). 21,05 Tónleikar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Einhyrningurinn“ eftir Sigfrid Siwertz; IV. (Guðmundur Frí- mann skáld). 22,10 Kvöldsagan: „Presturinn á Vökuvöllum“ eftir Oliver Goldsmith; IX. (Þorsteinn Hannesson). 22,30 Hjördís Sævar og Haukur Hauksson kynna lög unga fólksins. 23,25 Dagskrárlok. Miðvikudagur 24. september. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna“: Tón- leikar af plötum. 19,30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20,30 Tónleik- ar (plötur). 20,50 Erindi: Galileo Galilei, meistari undir merki Kopernikusar; V. (Hjörtur Hall- dórsson menntaskólakennari). —• 21,15 Tónleikar (plötur). — 21,35 Kímnisaga vikunnar: „Drauga- veizlan“ eftir Alexander Pushkin (Ævar Kvaran leikari). — 22,00 Fréttir, íþróttaspjall og veður- fregnir. 22,15 Kvöldsagan: „Prest urinn á Vökuvöllum" eftir Oliver Goldsmith; X. (Þorsteinn Hannes son). 22,35 Djassþáttur (Guðbjörg Jón-edóttir). 23,05 Dagskrérlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.