Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 6
MORCVWRLAÐIÐ Þriðjudagur 28. sept. 1958 Hátalararnir bitrasta vopnið í „kalda stríðinu" við landhelgisbrjótana Stutt samtal við Carðar Pálsson sfýrimann á Þór VARÐSKIPIÐ ÞOR var hér í Reykjavíkurhöfn í gærdag. Er það í annað skiptið, sem skipið kemur til hafnar síðan 1. septem- ber. í gær átti Mbl. tal við Garð- ar Pálsson, fyrsta stýrimann, sem gat þess m.a., að Þór hefði nú kært alls 42 brezka togara fyrir ólöglegar veiðar innan hinna nýju fiskveiðitakmarka. Þá gat Garðar þess, að ekkert lát væri á brotum, og kæmi þar stöðugt „skip í skips stað“. Nú þegar hef- ur komið í Ijós, hvernig brezkir skipstjórar ætla sér að bregðast við, er óhapp og slys verða um borð í togurum þeirra. Varð t.d. togari einn að hætta veiðum um daginn og sigla með slasaðan mann heim til Bretlands, svo al- varlegt var ástand mannsins orð- ið. í þessari síðustu útivist Þórs, bar það helzt til tíðinda, að tvö brezk herskip, Hogue og Lagos, björguðu togaranum Read Lancer frá Lundúnum, er varðskipsmenn frá Þór gerðu sig líklega til að taka togarann. Gerðist þetta út af Svínalækj- artanga fyrra mánudag. Togar- anum hafði verið skipað að nema staðar. Þegar skipunin var gefin, voru allir skipsmenn kallaðir upp á þilfar, jafnvel þeir, sem voru í kojum, og gripu allir barefli og röðuðu sér meðfram borðstokkn- um. Jafnhliða þessu var sent út neyðarkall til herskipanna brezku, um að handtaka væri yf- irvofandi. Frá Þór lagði af stað einn af léttbátum skipsins vel mannaður. Togarinn tók það ráð, að slaka á vírum og setti á fulla ferð, en það sást til brezku her- skipanna, sem legið höfðu kipp- korn frá, að þau settu á fulla ferð, beittu öllu vélaafli sínu og náðu brátt 30 mílna ferð. Þórs- menn sneru léttbátnum við og sigldu að Þór aftur. Þar sem her- skipin höfðu legið, vaggaði á öld- unum léttbátur frá öðru þeirra, sem hafði verið skilinn eftir á þessari miklu hættustund! „Víggirða" skipin betur Áberandi er það, að togara- skipstjórarnir hafa nú „víggirt" skip sín rammlegar en áður og er öllu tjaldað sem til er, netjum, bómum og botnrúllum. í hinu kalda stríði, sem ís- lenzku varðskipin hafa haldið uppi gegn hinum brezku land- helgisbrjótum, hefir talstöðv- um og magnaraútbúnaði óspart verið beitt. Gat Garðar Páls- son þess til dæmis, að Ei- ríkur skipherra Kristófersson, hafi í þessu efni einkum beint máli sínu til hásetanna á togur- unum, gert þeim grein fyrii; ýmsu er deilu þessa varðar, svo og þeirra eigið öryggi og afkomu. Sagði Garðar Pálsson stýrimað- ur, að árangurinn væri sennilega góður, a.m.k. verða skipstjórarn- ir alveg vitlausir er við komum og beinum orðum okkar til skip- verja þeirra, því þá láta þeir flauta, svo tæplega heyrist manns ins mál. Það er áreiðanlegt, að ekki er á taugaspennuna bætandi, jafnvel þótt rommskammturinn hafi verið aukinn. Reyna að sigla á varðskipin í þessari för varðskipsins Þórs hefur skipshöfnin kynnzt nýrri hlið á aðgerðum brezku togara- skipstjóranna. Þeir hafa gripið til þess að reyna að sigla nið- ur varðskipið. Kom það fyrir í þessu síðasta úthaldi, að tveir togarar komu sinn hvorum megin að varðskipinu. Því tókst að forð- ast árekstur, en togararnir voru nær því skollnir saman fyrir aft- an Þór. Við teljum okkur hafa örugg- ar heimildir fyrir því, að her- skipin hafi ekki mótmælt slíkum aðferðum, sagði Garðar. Þetta kom fram í talstöðvarsamtali milli brezku togaranna Kingston Crystal frá Hull og Artic Explor- er einnig frá Hull. Var Ander- son, aðmírállinn nafnkunni, staddur um borð í þeim síðar- nefnda er skipstjórinn á hinum fyrrnefnda, sagðist hafa leitað álits herskipsins á því, hvort ekki mætti haga vörninni þann- ig gegn ísl. varðskipunum, að beinlínis sigla á þau, ef þau gerðu sig líkleg til að taka tog- arana. Upplýsti skipstjórinn á Kingston Crystal, að herskips- menn hefðu svarað því til, að allt væri í lagi með það. íslenzkur skipstjóri í þessari ferð urðu Þórsmenn þess vísari, að íslenzkur mað- ur, Þorsteinn Hólm frá Hafnar- firði, er skipstjóri á togaranum Northern Princess, sem um dag- inn var staðinn að veiðum í land- helgi. Þá hafa Þórsmenn siglt upp að togaranum Northern Foam, sem mjög hefur komið við sögu, en nú er þar skipstjóri, einn þeirra manna er Þórs-menn björguðu fyrir nokkrum árum, er togari, sem hann var á, fórst á blindskeri. En það er óneitan- lega umhugsunarvert, að nú er maður þessi rekinn út í það að fremja lögbrot og láta skipsmenn sína búast til varnar með kylf- ur og hvers konar barefli, er við nálgumst skip hans, sagði Garð- ar Pálsson. Aðgerðirnar stórveldiniu ekki ósamboðnar!! Eg er óðum að komast á þá skoðun, að Bretar muni neita að viðurkenna fyrir einum eða neinum, að aðgerðir þeirra hér við land séu slíku stór- veldi ekki samboðnar. Þeir munu telja hátterni sitt köll- un, en á móti þeim berjist hálf- gerðir villimenn með öllu rétt- lausir, vegna þess að skoðun Breta á málinu sé í raun og veru hin eina rétta. Sé það furðulegt, að ekki sé hægt að koma þessum norðurslóðalýð í skilning um svo einfaldan sannleika! Það er af þessum sökum, sem togaraskip- stjórarnir eru hræddir við að láta strákana á dekkinu, heyra sjónarmið og skýririgar fslend- inga, þegar varðskipin „útvarpa" til togaramannanna. Skynsamleg yfirvegun staðreyndanna er mál- stað Breta hættuleg, sagði Garð- ar Pálsson að lokum. Kosningar til Alþýðusambandsþings Kosið var í 14 félögum — samtals 68 fulltrúar UM SL. HELGI fór fram full- trúakjör til Alþýðusambands- þings í allmörgum verkalýðsfé- lögum. Vitað er m.a. um úrslit í eftirtöldum félögum: Sjómannafélag Reykjavíkur. — Listi lýðræðissinna varð sjálf- kjörinn, en hann er skipaður eftir töldum mönnum: Aðalfulltrúar: Garðar Jónsson, Hilmar Jónsson, Jón Sigurðsson, Sigfús Bjarnason, Sigurður Back- mann, Steingrímur Einarsson, Ól- afur Sigurðsson, Ólafur Friðriks- son, Jón Ármannsson, Jón Juníus- Algeng sjón í hernaði Breta hér við land. Brezkur togari, sem reynir að villa á sér heimildir, en skammt frá má sjá eitt af herskipum brezka flotans, sem er tilbúið að beita valdi, ef íslenzku varðskipin ætla sér að stöðva lögbrot veiðiþjófanna. (Ljósm.: Garðar Pálsson). son, Guðmundur H. Guðmunds- son, Hjalti Gunnlaugsson, Krist- ján Guðmundsson, Haraldur Ól- afsson, Pétur Sigurðsson, Jón Helgason, Þorgils Bjarnason, Pét- ur Einarsson. Varafulltrúar: Ásgeir Torfa- son, Karl Karlsson, Guðbergur Guðjónsson, Ólafur Árnason, Bjarni Stefánsson, Sigurður Sig- urðsson, Björn Guðmundsson, Sig urður Benediktsson, Sigurður Sig urðsson, Björn Andrésson, Guð- mundur Bærings, Guðjón Sveins- son, Þorsteinn Ragnarsson, Karl E. Karlsson, Sveinn Valdimars- son, Sigurður Ingimundarson, Karvel Sigurgeirsson, Sæmundur Ólafsson. Félag íslenzkra rafvirkja. — Listi lýðræðissinna varð sjálf- kj örinn. Aðalfulltrúar: Kristján Bene- diktsson, Magnús Geirsson, Ósk- ar Hallgrímsson, Sveinn Lýðsson. Varafulltrúar: Auðunn Berg- sveinsson, Kristinn K. Ólafsson, Páll J. Pálsson, Sigurður Sigur- jónsson. Hið íslenzka prentarafélag. — Listi lýðræðissinna varð sjálfkjör inn. Aðalfulltrúar: Magnús Ástmars son, Kjartan Ólafsson, Sigrurður Eyjólfsson. Varafulltrúar: Ellert Magnús- son, Gunnhildur Eyjólfsdóttir, Pétur Stefánsson. Verkakvennafélagið Framsókn. — Kosið var á fundi í félaginu sl. sunnudag og var listi lýðræð- issinna sjálfkjörinn. Aðalfulltrúar: Jóhanna Egils- dóttir, Jóna Guðjónsdóttir, Guð- skrifar ur daglegq iífinu U Ágætur tómstundaþáttur M DAGINN hlustaði ég á Tómstundaþátt barna og ungl inga í útvarpinu, þátt, sem sagð- ur er ákaflega vinsæll nieðal stálpaðra barna. Sýnir það að unglingar eru þakklátir fyrir leiðbeiningar og aðstoð við val hugðarefna og framkvæmd þeirra, og að þeir vilja ekkert síður nota orku sína og lífsþrótt í að búa til eitthvað eða skapa smáhluti en í uppvöðslusemi og óknytti, einungis ef þeir fá nauð- synlega uppörvun og hjálp til að komast af stað. Jón Pálsson, sem stjórnar þessum þætti, er sannar- lega réttur maður á réttum stað. Útskýringar hans eru ljósar og einfaldar og öll vandamál barn- anna leysir hann fúslega og af ljúfmennsku, hversu lítilfjörleg sem þau virðast vera. I Sýning á heimagerðum smáinunum ÞESSUM umrædda tómstunda þætti heyrði ég sagt frá at- hyglisverðri ráðagerð. Æskulýðs- ráð Reykjavíkur hyggst innan skamms koma upp „tómstunda sýningu“ þ.'e. sýningu á smá- munum, sem ungt fólk innan við tvítugt vinnur heima hjá sér. Og verða hvers konar smáhlutir teknir á sýninguna, sem verður í sambandi við híbýlasýningu á vegum ráðsins. Það verður sann- arlega gaman að sjá hvort ekki finnast unglingar, sem seinna meir geta orðið liðtækir list- iðnaðarmenn. En til að sýningin geti orðið sem fjölbreyttusr verða allir þeir, sem fást við að búa til smáhluti, að lána þá á þessa sýningu. Þetta er lofsverð tilraun til að ýta undir heimilisiðnað og sköp- un fallegra smáhluta. í þei;m efnum stöndum við enn talsvert að baki frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, sem á seinnj ár- um hafa lagt ríka áherzlu á að efla slíkt og iðulega hreppt verð- laun fyrir gripi sína á alþjóðleg- um listiðnaðarsýningum. Við hljótum engu síður en þeir að hafa tekið i arf frá víkingunum smekk fyrir fallegar línur og form, en skip þeirra sem fundizt hafa, eru eins og kunn- ugt er, smíðuð af einstakri smekk vísi og listfengi. Nýfætt 73 ára barn EINN ekki fæddur í gær“ skrifar: „Fyrir fáum dögum rakst ég á eftirfarandi fyrirsögn í einu dagblaðanna (ékki Mbl.): Á tæplega 100 árum hefur meðal- ævi nýfæddra barna lengst um 35 !ú—37’/2. í greininni er þetta svo endurtekið og þar sagt að hér sé um 35%—37% ár að ræða. Síðan kemur útvarpið og fræðir okkur á því, að meðalævi ný- fæddra barna sé nú komin upp í 69—73 ár. Ekki veit ég hvernig á að skilja þetta. Hvort maður getur verið 73 ára gamalt nýfætt barn? Að vísu byrjum við öll ævi okk- ar sem nýfædd börn, en að við höldum áfram að vera það fram í andlátið, það á ég erfitt með að fella mig við. Þetta þykir ef til vill óþarfa hótfyndni, en ég get satt að segja ekki fundið neina skynsamlega skýringu á þessu orðalagi. Segðu mér nú, Velvak- andi góður, mundir þú kalia 70 ára kerlingu nýfædd barn?“ Velvakandi er maður kurteis við konur en þó mundi hann varla ganga svo langt í guíl- hömrunum við hið veikara kyn, að kalla konu, ja á bezta aldri, nýfædd barn. Þetta orðalag minnir á r.öguna um milljónamæringana í Amer- íku, sem voru að metast á um það' hvort hefði komið sér betur áfram í lífinu. Annar sagði: Ég byrjaði sem berfættur drengur. Þá sagði hinn: En ég byrjaði allsnakinn. Þetta mun hvort tveggja rétt vera, öll byrjum við ævina sem nýfædd og allsnakin börn, en við erum það því miður ekki lengi. björg Þorsteinsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir, Þórunn Valdimars dóttir, Guðbjörg Brynjólfsdóttir, Pálina Þorfinnsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Línbjörg Árna- dóttir, Jenný Jónsdóttir, Kristín Símonardóttir, Sólveig Jóhanns- dóttir, Anna Guðnadóttir. Múrarafélag Reykjavíkur. — Allsherjaratkvæðagreiðsla fór fram sl. laugardag og sunnudag og urðu úrslit þau að A-listi lýð- ræðissinna hlaut 95 atkvæði, en listi kommúnista hlaut 48 atkv. Aðalfulltrúar: Eggert G. Þor- steinsson, Einar Jónsson. Varafulltrúar: Jón G. S. Jóns- son, Ásmundur Jóhannsson. Málarafélag Reykjavíkur. —. Kosið var á fundi í félaginu sl. sunnudagskvöld og var fulltrúi kommúnista kosinn. Aðalfulltrúi: Kristján Guðlaugs son. Félag járniðnaðarmanna. — Listi kommúnista hlaut 191 atkv. en listi lýðræðissinna 99 atkv. Aðalfulltrúar: Snorri Jónsson, Kristinn Á. Eiríksson, Guðjón Jónsson, Kristján Huseby, Haf- steinn Guðmundsson. Varafulltrúar: Íngimar Sigurðs son, Þorleifur Þorsteinsson, Sveinn Jónasson, Hörður Hafliða- son, Sigurður Jónsson. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur. — Listi stjórnar og trúnaðarráðs varð sjálfkjör- inn. Aðalfulltrúar: Vilborg Auðuns- dóttir, Ólafía Guðmundsdóttir, Sigurborg Sigurðardóttir. Varafulltrúar: Jóhanna Frið- riksdóttir, Þuríður Ágústsdóttir, Hulda Elíasdóttir. Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri. — Listi stjórnar og trúnaðarráðs var sjálfkjörinn. Aðalfulltrúar: Ingibergur Jó- hannesson, Guðlaug Jónasdóttir, Hjörleifur Hafliðason, Ingibjörg Björnsdóttir, Jón Ingimarsson, Sigurður Karlsson. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar. — Listi stjórnar og trúnaðarráðs varð sjálfkjörinn. Aðalfulltrúar: Haraldur Þor- valdsson, Ingólfur Árnason, Loft- ur Meldal, Torfi Vilhjálmsson. Verkamannafélagið Þór, Sel- fossi. — Kosið var á fundi sl. sunnudag. Kommúnistar fengu sína fulltrúa kjörna, en þeir eru: Aðalfulltrúar: Skúli Guðnason, Jón Bjarnason. Sjómannafélagið Jötunn, Vest- mannaeyjum. — Allsherjarat- kvæðagreiðsla fór fram á laugar- dag og sunnudag og urðu úrslit kosningarinnar þau að listi komm únista hlaut 74 atkvæði, en listi lýðræðissinna hlaut 56 atkvæði. Aðalfulltrúar: Sigurður Stefáns son, Grétar Skaftason. Verkalýðsfélag Hveragerðis. — Kosið var á fundi sl. sunnudag. Þar var kjörinn fulltrúi komm- únista. Aðalfulltrúi: Sigurður Árnason. í Verkakvennafélaginu Eining á Akureyri mun listi stjórnar og trúnaðarráðs hafa verið sjálf- kjörinn. Komfrtúnistar hindra allsherjar- atkvæðagreiðslu í tveimur félögum Það kom í ljós á greinilegan hátt um sl. helgi, hve ótti komm- únista er mikill um það að þeir i Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.