Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 8
8 MORCT NfíL 4fílB Þriðjudagur 23. sept. 1958 Próf. Halldór Hermannsson DR. • HALLDÓR Hermannsson fyrrum bókavörður Fiskesafns og prófessor i norrænum málum við Cornell háskóla í borginni íþöku í New York lézt á sjúkra- húsi þar í bæ, hinn 28. ágúst sl. á áttugasta og fyrsta aldursári. Hann var fæddur 6. jan., 1878, sonur Hermanns (Hermanníusar) Johnson sýslumanns. Er ætt hans mjög kunn hérlendis. En sjálfur var Halldór Hermannsson ein- hver víðkunnasti íslendingur er- lendis á þessari öld, því að rit hans um islenzka bókfræði, bók- menntir og sögu og útgáfur hans á íslenzkum ritum handa útlend- um mönnum hafa þegar haldið nafni hans á lofti meðal mennt- aðra manna um allan heim ■— þeirra er láta sig ísland varða — í meira en fimmtíu ár. Halldór Hermannsson hafði ný- byrjað laganám í Kaupmanna- höfn 1899, er hann gekk í þjón- ustu Willard Fiske, amerísks prófessors og bókasafnara. Fiske var þá sem óðast að koma sér upp íslenzku bókasafni, er skyldi hafa að geyma allar prentaðar íslenzk- ar bækur frá fyrstu tíð og allar þær erlendar bækur er varpa mættu ljósi á íslenzk efni. Vahn Halldór hjá Fiske næstu árin við bókasöfnun og bókaskráningu og dvaldj þá stundum í Flórenz, þar sem Fiske hafði aðsetur. 1904 deyr Fiske, en hafði áður arfieitt Cornell háskóla að meginhluta bókasafns síns, íslenzkum og ít- ölskum bókum. Var Halldór ráð- inn bókavörður hinnar íslenzku deildar safnsins og fór hann vest- ur um haf til íþöku um vorið 1905. Auk bókavarðarstarfsins skyldi hann kenna íslenzku og önnur norræn mál við háskólann, * þó að eigi hlyti hann prófessors- stöðu fyrr en allmörgum árum síðar. Fiskesafn óx nú jafnt og þétt undir handleiðslu Halldórs og lætur býsna nærri, að þar megi nú finna allar íslenzkar bækur, sem komið hafa út til þessa dags og þorra erlendra bóka, sem ísland varða. Smám saman gaf Halldór út bókaskrá safnsins, ailt til 1941 (aðaiskráin 1914 og tveir viðaukar seinna). Er þessi skrá aðalheimild vor í íslenzkri bókfræði. Ennfremur gaf hann út í nærfellt fjöritíu ár frá 1988 ársritið .Islandica á vegum safnsins og reit mest af því sjálfur. Hér verður ekki reynt í þessum stuttu minningar- orðum að gera yfirlit um ritverk Halldórs eða lýsa Fiskesafni, því að ég vonast eftir að fá betra tóm til þess bráðlega. Mig langaði að- eins til að fara nokkrum orðum um Haildór eins og ég þekkti hann bæði af viðkynningu og frá- sögnum gamalla vina hans í íþöku. Kynni mín af Halldóri voru náin um skeið á efri árum hans og ég met fáa menn jafn- mikils, þá sem ég hefi kynnzt. Þess vegna myndi ég illa launa góða vináttu hans og margar vel- gjörðir ef ég freistaðist til að bera á hann oflof vísvitandi, Halldór tortryggði lof, meðan hann lifði. Vafalítið hefir honum „þótt lofið gott“, eins og flestum mönnum, en hann var bæði of stórlátur og of raunsær til þess að finna ekki skemmdarbragð oflofsins í flest- um lofræðum. Þess konar stór- læti og raunsæi voru aðalsmark hans. Hann leit stórt á sig og verk sín, þó að honum væri sjálf- hælni fjarri skapi. Á hinn bóginn var hann fús að ræða ágalla þá, sem hann þóttist finna á verkum sínum og gerði það af fullkomnu lítillæti og óvílsemi. Og eftirmæli sagði Halldór að ættu að segja bæði kost og löst á mönnum og sýndi þá skoðun í verki, ef hann skrifaði eftir látna menn. Rit Halldórs sjálfs eru að vísu óbrot— gjarn minnisvarði um hann og bera svip hans, jafnvel þau sem þurrust eru að efni til eins og bókaskrárnar, en það er lítíll greiði við flesta menn, sem skilja þegar bezt lætur lítið annað eftir en einhverja minningu um per- sónuleika, sem var ekki alveg eins og annarra, að freista að má út svip þeirra með óhóflegum og ópersónulegum lofsyrðum. Ég færi þetta í tal meðal annars, af því að það getur minnt á, hve glöggt auga Halldór sjálfur hafði fyrir sérkennum manna, Hann var gamansamur og háðskur og sá fljótt það sem skoplegt var. En hvort sem var í gamni eða alvöru, var honum ákaflega lagið að benda með fáum orðum á eitt- hvað eftirminnilegt við menn. Hann gat verið dómharður og hann hafði ýmsa áberandi for- dóma, en hann auðkenndi allt sem hann sá í fari manna eða verkum þeirra, í stað þess að drepa því á dreif. Hann var ákaf- lega skarpskyggn maður og hafði ljósar og ákveðnar skoðanir á flestu því, sem hann lét sig varða. Hann var líka skapheitur maður, og ljúfmannlegur og nærgætinn, þar sem hann tók því. Hitt er svo jafnsatt, að skarpskyggni hatis takmarkaðist af því hve hún var persónuleg, hún vár ekki í því fólgin, að hann ætti svo ýkja auðvelt fheð að setja sig inn í sjónarmið og háttu annarra. Til þess var persónuleiki hans of ó- bilgjarn og of einmana. Og ókunn ugum þótti hann nokkuð mikill stórbokki. Ég hitti Halldór Hermannsson fyrst 1948 (ég var þá ráðinn bóka vörður við Fiskesafn), þegar hann var fyrir löngu orðinn eins konar þjóðsagnahetja við háskól- anri. Hann var þá að láta af störf- um að fullu (prófessorembætti hafði hann látið af 1942 65 ára, eins og venja er til) og hafði sóttu fræði þá var hitt alltaf þægileg uppörvun að frétta, að til væri prófessor í Cornell, sem kveikti sér í vindli í kennslu- stund, þegar honum sýndist, þvert ofan í reglur háskólans. Yfirvöldum háskólans hefir víst aldrei dottið í hug að segja Halldóri Hermannssyni fyrir verkum, enda kom fljótt í ljós, hvílkur afkastamaður hann var legast í íslenzkri sögu og menn- ingu. Þess vegna leyndist í ævi- ferli hans neisti af harmsögu, en einungis neisti, því að þessar efa- semdir fengu aldrei lamað vitja hans eða starfsþrek. Og því að eins minni ég á þetta, að mér er til efs, að menn geti gert sér verðuga grein fyrir því, hve heil- steyptur skapgerðarmaður Hali- dór Hermannsson var, nema að skilja þessa þrekraun. Og víst var Halldór mikill ham ingjumaður, af því að hann var við fræðistörf. Þegar hann hafði J svo einstaklega fær um að vera lokið hinni miklu bókaskrá Fiske sjálfráður. Það átti vel við skap safns 1914, sagði þáverandi rektor. ^ans að vera konungur í ríki sínu honum, að hann skyldi framvegis ' v*® Fiskesafn. Hann var hraust- sjálfur ráða starfstíma sínum og. menni, skjótvirkur og ótvíráður, j þar sem hann gekk að verki, og vann í skorpum. Hann varð mjög fljótt góður höfundur á enska tungu og hefir snemma valið sér fyrirmyndir, sem hentuðu hon- um, því að stíll hans hélzt mjög lítið breyttur frá fyrstu ritum hans til hinna síðustu. Hann hefir áreiðanlega lesið Addison og Steele sér til góðs. Swift hafði hann miklar mætur á og Hazlitt ög má vel sjá merki þessa í stíl hans. En þetta var fyrst og fremst stíll hans sjálfs og lýsir honum vel. Það var karlmannlegur stíll eins og Snæbjörn Jónsson segir réttilega í eítirmælum: afdráttar- laus, jafn, rökfastur, hégómalaus og oft háðskur. Ekki er trútt um, að sumum finnist nokkur stór- bokkasvipur yfir ýmsu því, sem hann skrifaði hvort heldur var á ensku eða íslenzku. Hugaróra eða langsóttar getgátur um fræðileg efni þoldi hann mjög illa og gat þá verið miskunnarlaus, svo sem þegar hann átti í höggi við al- þýðlegar kenningar eða falska fræðimennsku í sambandi við Vínlandsferðirnar. Á hinn bóginn var honum eðlilegt að viðurkenna þegar þeir veittu honum próf- [ hiklaust það sem honum þótti vel ! i Próf. Halldór Herrnannsson fjarvistarleyfum. Og forráða- menn háskólans sýndu i verki, hve mikils þeir mátu Halldór, gegnt embætti við Cornell einr.a essorsembætti 1920 og fengu hon- Sert og fann, að var unnið af lengst þálifandi manna. íþaka er lítill háskólabær og stúdentum og nýjum prófessorum varð jafnan starsýnt á hinn kempulega aldr- aða prófessor, þegar hann gekk um háskólagarðinn og lék for- vitni á að heyra um hann. Hann var þá farinn að finna mikið til liðagiktar, sem átti eftir að gera hann farlama síðustu fjögur árin, sem hann lifði, en hann barsig vel og það sópaði hvarvetna að hon- um. Margt hafði þá breytzt við háskólann frá því Halldór kom þangað í byrjun aldarinnar, eigi síður en annars staðar í veröld- inni, en einkum þó á stríðsárun- um síðari og eftir stríðið. Skólinn hafði stækkað mjög mikið, kennsluhættir breytzt og bók- menntir, mál og saga orðið að hliðra til fyrir raunvísindagrein- um. Norrænudeildin hafði venð lögð niður, þegar Halldór lét af prófessorsembætti, þó að hann kenndi eftir það nokkuð í auKa- tímum En það sýnir æðruieysi Halldórs, og raunsæi og frjáis- lyndi, að hann leit svo á, að þetta væri ekki nema eðlileg þróun, að minnsta kosti um hríð, vegna nýrra uppgötvana og mikillar út- þennslu í ýmsum vísindagrein- um Mér varð bráðlega ljóst, að Halldór Hermannsson var ekki einungis stórbrotinn fulltrúi fornrar íslenzkrar menntastéttar, sem sótti menntun sína til Kaup- mannahafnar og ól þar aldur smn að nokkru eða öllu leyti síðan, heldur var hann líka einn hinn síðasti fulltrúi gamallar hefðar við Cornell, hann og fáeinir gamlir vinir hans minntu hina yngri menn á þá daga, þegar veldi hinna húmanistísku greina var meira og prófessorar voru sjálfráðari, óbilgjarnari og rrieiri einstaklingshyggjumenn en nú gerðist. Það var eitthvað í fasi Halldórs og svip, sem minnti á fyrri og betri eða að minnsta kosti rómantískari tíma, og vakti forvitni og eftirsjá. Og þó að óreyndum nýsveinum kynni að standa beygur af hinum dular- fulla Fiskesafni og öllum þeim ritum, sem bókavörðurinn var sagður hafa skrifað um þau lang- um til umráða sérstaka skandma- ^ heilum hug en ekki af vanþekk- víska deild. Hins vegar er vist, að ing° eða yfirlæti. Háð hans sveið Haildór fann til þess, að hann, mönnum þó að það væri oftast nyti meiri virðingar en raun- | temprað kímni. Hann beitti því verulegs skilnings heimafyrir við stundum skemmtilega, þegar Cornell. Starfsbræður hans í. hann skrifaði öðrum greinum gengu þess auð- j eíni í íslenzk um samtíðarmál- blöð eða tímarit. -i vitað ekki duldir, að hann var að vinna merkilegt starf og kunnu að meta mannkosti hans, en fáir eða engir þeirra vissu það mikið í fræðum hans, að hann gæti rætt þau að gagni við þá eða borið undir þá viðfangsefni sín Hann gat aftur á móti miðlað ýmsum af þekkingu sínni í öðrum efnum, • því að hann var mjöð fróður, t. a. j m. í sögu og mannfræði, enskum ! og norrænum bókmenntum. j Hann hafði sérstakt yndi af ensk- um átjándu aldar bókmenntum, og var það að líkum, að honum geðjaðist rationalismi þeirra. Próf essor nokkur í enskudeild sagði einu sinni við mig: ,,Það eru ekki að verða eftir neinir almennilega menntaðir menn hér, nema Hall- dór. Hitt eru allt saman sérfræð ingar.“ Almenn þekking Halldórs ■ gerði honum auðvitað lífið á- nægjulegra í akademískum félags skap, en hann var einmana í ser- grein sinni, Að sumu leyti var það skaplyndi hans að kenna, því að hann þoldi illa hvers konar háif- ' kunnáttu og kák, gerði sér lítið far um að örva viðleitni þeirra,1 sem honum fannst skorta alvöru ‘ og hætti til að vantreysta áhuga þeirra, sem ekki leituðu beinlínis eftir sérþekkingu í ísletizkum fræðum. Einmitt vegna þessa bera hin miklu ritstörf hans enn- þá merkilegra vitni en eila væri um karlmennsku hans og vilja- þrek. Hann lét áhuga sinn aldrei dofna og slakaði aldrei á kröfum til sjálfs sín, og þó að hann væri sjálfráður freistaðist hann aldrei til að dreifa kröftum sínum. Ævistarf Halldórs Hermanns- sonar var að miklu leyti í því fólgið að fræða erlenda menn um íslenzka menningu á einni af höfuðtungum þjóðanna, en þó virtist hann aldrei hafa verið fyllilega sannfærður um að tak- ast mætti að kenna öðrum þjóð- um að meta að verðleikum það sem mikilsverðast er og einkenni Ættjarðarást hans stóð djúpum rótum, eins og flestra íslendinga, sem ala aldur sinn erlendis. Flest um mönnum er svo farið, að þeir fyllast móði, ef þeir eiga að minnast á ættjörðina opinberlega, þó að þeir séu sem betur fer ekki alltaf að fleipra um ættjarðarást í daglegu tali og geti þá haft býsna margt út á land og þjóð að setja. En Halldór var svo skapi farinn, að honum var ó- hægt um málskrúð, yfirlýsingar eða tilfinningasemi, þegar hann minntist á land sitt og þjóð opin- berlega. Honum var tamara að vanda um við landa sína, en þeir þykktust við. Að afloknu verki vildi Halldór gera sér glaðan dag. Hann kunni vel tilbreytni og ferðaðist mikið. Til Evrópu fór hann oft á sumrin, einkum um miðbik ævinnar, og kom þá nokkrum sinnum heim til Islands. Um Bandaríkin og Kanada ferðaðist har,n líka, en oft lét hann sér nægja að fara ekki nema dagleiðina frá íþöku til New York. Stórborgarlíf átti vel við hann, hann sótti leikhús og skemmtistaði og hélt sig vel í klæðaburði, mat og drykk. Ég minnist þess, að það kom fyrir, að menn, sem heimsóttu hann í fyrsta sinni, gátu ekki leynt undr un sinni, að þessi frægj bóka- maður skyldi ekki vera grúskara legri, heldur veraldarmaður að lífsskoðun og hátterni. Hann hafði stundum við orð að flytja til New York og setjast þar að síðustu árin, þó að ekki yrði af því. Til íslands langaði hann. en hann treystist ekki til að fara frá læknum sínum vestra, sem höfðu stundað hann í giktveiki hans. Auk þess var hann efins um að sér tækist í elli sinni að venjast hinu nýja íslandi tuttug- ustu aldarinnar. Hann hafði að vísu fylgzt betur með því, sem gerðist á íslandi undanfarin 50 ár en flestir heimamenn og hafði til þess hin beztu skilyrði, en hann hafði ekki dvalizt langdvöl- um þar síðan 1898. ísland Hall- dórs að því leyti sem ættjöi-ðin var honum eins og öðrum einka- mál, var ísland nítjándu aldar, enda þótt hann væri alltof raun- sær til að láta sér koma til hugar að það hefði verið betra land en ísland nútímans. Kristján Karlsson. Verzlunarstarf Stúlka óskast til verzlunarstarfa hálfan dáginn, nú þegar eða 1. okt., í verzl. Hellas. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf (mynd æskileg) sendist Morgunbl. í dag eða á morg- un, merktar: „Hellas — 7736“. Hús fyrir fél&gsstarfssemi óskast keypt Húshluti kemur einnig til greina, þó ekki minni en 100 ferm. hæð. Upplýsingar á skrifstofunni. Einar Sigurðsson Ingólfsstræti 4 — Sími 16767 íbúðir fii sölu í húsi við Álfheima höfum við nú til sölu góðar 2ja, 3ja og 5 herbergja íbúðir. íbúðirnar eru seldar uppsteyptar með miðstöðvarlögn, húsið múrhúðað að utan, sameig- inlegt inni í húsinu múrhúðað. Tvær stórar íbúðir eru að verða tilbúnar undir málningu. I húsinu er húsvarðaríbúð. Sanngjarnt verð. Ath. 2ja herbergja íbúðirnar eru m.a. rúmgóðar og hentugar einstaklinga íbúðir. Fasteigna & Verðbréfasalan, (Lárus Jóhannesson, hri.) Suðurgötu 4 — Símar: 13294 og 14314.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.