Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 23. sept. 1958 M O R C lll\ Tt L A Ð 1 Ð 9 Vefnaðarvöruverzlun við Laugaveg til sölu. — Upplýsingar gefur Gísli Ein- arsson hdl., Laugaveg 20b, sími 19631. íbúð — Eiiibýlisfiús Setning Allsherjarþings S. Þ. EFTIR ÞÓR VIEHJÁLMSSON. ÞAÐ VAR kæfandi hitamolla í New York þriðjudaginn 16. sept- ember, daginn, sem Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna skyldi sett í höllinni við Austurá. Fréttamaður Morgunblaðsins hafði aðeins komið á þann stað einu sinni áður, sunnudaginn næsta á undan, i því skyni að reyna að hafa upp á aðsetri ís- lenzku fulltrúanna. Það erindi var rekið í anddýri skrifstofu- byggingarinnar, sem er geysihár glerkubbur eins og menn kannast við af myndum. Gerðist ekkert sögulegt í því sambandi, annað en það, að á útleið gekk hann í fangið á Degi Hammarskjöld, er renndi að húsinu í gljáandi, svört um Continental, hlaðinn áhyggj- um eftir ferðalag sitt um Austur- lönd. Þetta þekkingarleysi á húsakynnum Sameinuðu þjóð- anna leiddi til þess, að frétta- maðurinn villtist á þingsetning- ardaginn á leið sinni úr aðsetri blaðamanna í skrifstofuhúsinu og út í þinghöllina, sem er viðbygg- ing, lág en skrautleg. Fyrr en varði var hann kominn í miðjan hóp þingfulltrúanna og fylgdar- liðs þeirra, langt frá blaðamanna- stúkum og áheyrendabekkjum. Þarna stóðu þeir meðal annarra Malik frá Líbanon og Mahgoub frá Súdan, aðalkeppninautarnir um forsetatignina á allsherjar- þinginu. Fleiri merkismenn voru þar einnig. Fréttamaðurinn horfði andartak á Malik, sem tók í hendur af miklum fóði, og forð- aði sér síðan þangað sem honum var ætlaður staður. Brátt tóku fulltrúarnir að streyma í salinn. Hann er gífur- leg hvelfing, nýtízulega skreytt og búin. Andspænis palli miklum úr grænu grjóti ætluðum forsetan um, framkvæmdastjóranum og aðstoðarmanni hans sitja fyrst íulltrúarnir, síðan gestir, þá blaðamenn og loks aðrir áhorf- endur. Eru sæti þeirra á tveimur hæðum. Sæti eru fyrir 5 fulltrúa frá hverju landi, og fyrir aftan þá fyrir 5 aðra menn úr sendi- nefndunum. — Meðal þeirra, sem gengu í salinn, mátti þekkja Dulles, Cabot Lodge og söngkon- una Marian Anderson úr hópi Bandaríkjamanna, Gromyko, Zor in og Sobolev meðal Rússanna, Selwyn Lloyd, Alan Noble og Pierson Dickson af Bretum, Lange frá Noregi, frú Rössell frá Svíþjóð, Jens Otto Krag frá Dan- mörku, Luns frá Hollandi, Figl frá Austurríki, Wan prins frá Siam, Sastromidojojo frá Indó- nesíu, Casey frá Ástralíu og ýmsa fleiri, enda munu ekki færri en um 60 ráðherrar hafa verið við- staddir þingsetninguna. íslend- ingarnir tóku sér sæti framar- lega fyrir miðjum sal, þeir Thor Thors sendiherra, Guðmundur I. Guðmundsson ráðherra, Hans G. Andersen sendiherra og Pétur Thorsteinsson sendiherra. Þórar- inn Þórarinsson ritstjóri var ekki kominn til borgarinnar. Klukkan var um 3,15, þegar Sir Leslie Munro frá Nýja-Sjá- landi, forseti síðasta allsherjar- þings, sló fundahamrinum í borðið og setti þingfundinn. Allir risu úr sætum og var stutt þagn- arstund til „bæna eða hugleið- inga“. Að því loknu hélt Sir Leslie ræðu. Hann minnti á, að það eru gerðir en ekki orð, sem sýna, hvort þjóðirnar fylgja stofn skrá Sameinuðu þjóðanna. Það er hið mikla hlutverk þessarar stofnunar, sagði Nýsjálending- urinn, hlutverk sem hún hefur enn ekki náð að rekja til íulln- ustu, að búa svo um hnútana að það sé ekki valdið, sem stjórnar mannlegum samskiptum. Þessu næst var valin kjör- bréfanefnd og gekk það greið- lega, en að því loknu átti að velja forseta. Sem fyrr segir hafði stað ið hörð rimma um þessa virðing- arstöðu milli þeirra Maliks frá Líbanon og Mahgoub frá Súdan, og var alls ekki talið víst, þegar þingið var sett, hvernig kosningin myndi fara. Til að ná kosningu þarf meirihluta atkvæða. Malik var í kjöri í fyrra, en dró sig þá til baka í síðustu umferð, en fékk jafnframt loforð frá ýmsum þjóðum um stuðning í ár. Aðstæð ur hafa mjög breytzt síðan i fyrra, og er talið af fróðum mönn um hér um slóðir, að Malik hefði ekki komið til greina nú, ef ekki hefði verið búið að lofa honum stuðr.ingi fyrir löngu. Ýmsir aðr- ir höfðu komið til greina að þessu sinni, m.a. fulltrúar frá Tékkó- slóvakíu og Perú. Thor Thors hafði líka verið nefndúr, en hanm mun hafa lýst stuðningi við Malik á grundvelli loforðs frá fyrra ári. Eftir þetta voru kosnir for- menn 7 nefndá þingsins og 13 varaforsetar. Þessir 20 menn eru ásamt forsetanum í nefnd, sem gerir tillögur um dagskrá þings- ins. Haldnar voru ræður til að stinga upp á og styðja meðmæli með nefndarmönnum. Tók þetta allt langan tíma þótt allir nefnda formennirnir væru kjörnir í einu hljóði þegar haldnar höfðu verið um þá lof- og meðmæla- í'æður. Varaforsetarnir voru kosn ir allir saman skriflega án þess að uppástungur væru gerðar. En það tók slíkan ógnartima að telja atkvæði að mikil hreyfing varð á öllum i salnum, fáir nema Gro- myko virtust eira í stólum sínum. Loks lauk þó talningunni og fund inum stundarkorni síðar, og nokkur hundruð manna flykktust út úr loftkældri höllinni út í moll una, sumir upp í skrautvagna, aðrir í áttina að næstu strætis- vagna- eða brautarstöð. íbúoir fil sölu Verzlunarhæöir réct vcó Miðbæinn. 2 og 3 herbergja íbúðir í nýju húsi við Miðbæinn. 2 herbergja íbúð á hitaveitusvæðinu í Vesturbænum. 3 herb. stór íbúðarhæð með herbergi í risi við Eskihlíð. 2 þriggja herb. íbúðir í steinhúsi við Reykjavíkurveg. Útborgun kr. 100 þús. 3 herbergja rishæðir við Úthlíð og Tómasarhaga. 4 herbergja íbúðarhæðir við Fornhaga, Kviscnaga, Öldu- götu, Bollagötu, Snorrabraut og víðar. 4, 5 og 6 herbergja ibúðarhæðir í srníðum við Rauðalæk, Álfheima og Gnoðavog. Einbýlishús við Mjóuhlíð, Skaptahlíð, Smáíbúðarhverf- inu og Kópavogi. Höfum kaupanda að 2 góðum íbúðum i saina husi. ua ucoorgun. STEINN JÓNSSON, hdí., lögfræðiskrif stofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — símar 19090 — 14951. Góð og vönduð íbúð eða einbýlishús ósk- ast keypt nú þegar. — Tilboð sendist í pósthólf 592. Dansskóli Hermanns Ragnars og Jóns Valgeirs Stefánssonar. Reykjavík, tekur til starfa mánudaginn 6. október. Kennslugreinar verða: Upplýsingarit fæst ókeypis í næstu bókaverzlun bæjar- ins. Nánari upplýsingar daglega í símum 19662 og 50945. ÐUGLEGA SENDISVEMNH vantar okkur nú þegaa*. Vinnutími 6—12 f.h. eða 9—6 e.h. Talið við bókhaldið. Aðalstræti 6 — Sími 22480. Varalitur hinna vandlátu CALYPSÖ og aðrir tízkuliíir nýkomnir Aðalútsala í Reykjavík: HYGEA hf., Austurstræti 16 Einkaumboð: Erl. Blandon & Co., hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.