Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 1
20 síður vinnuveitenda í gœrkvöldi Mánaðarkaup hækkar um 10-11% Samningar tókust milli Dagsbrúnar og KLTJKKAN rúmlega 10 í gærkvöldi tókust samningar milli vinnu- veitenda í Reykjavík annars vegar og verkamannafélagsins Dags- fcrúnar hins vegar, um kaup og kjör verkamanna. Voru samningar þá undirritaðir af samninganefndum aðila með þeim fyrirvara að þeir hiytu síðar samþykki hlutaðeigandi samtaka. Síðar í gær- kvöldi samþykktu bæði verkamenn og atvinnurekendur samn,- ingana, og var verkfalli því, sem hefjast átti kl. 12 á miðnætti í gærkvöldi þá aflýst. Sáttanefnd sú, sem unnið hafði að lausn deilunnar, sat á fundi með fulltrúum deiluaðila frá því kl. 4 a sunnudag þangað til kl. 10,15 í gærkvöldi, er samkomulag hafði náðzt. Stóð sá fundur í rúmar 30 klst. 9,5% kauphækkun í allri tímavinnu Aðalbreytingarnar, sem hin ir nýju samningar fela í sér, eru þessar: 1) Grunnkaup verkamanna í í allri tímavinnu í lægri launa flokkum hækkar almennt um 9,5%. Verður grunnkaup Dags brúnarverkainanna í allri al- mennri dagvinnu þá kr. 11,69 í grunn en var kr. 10,68 í grunn samkvæmt gömlu samningun- um. í /ðrum launafl. hækkar grunnkaupið um 9%. 2) Mánaðarkaup hækkar um 10-11%, auk þess sem mán aðarkaupsmenn skulu fá 5% Jcauphækkun eftir að hafa unn ið samfleytt í 2 ár hjá sama vinnuveitanda. 3) Auk framangreindra beinna kauphækkana, var samið um nokkrar tilfærzlur á milli kaupgjaldsflokka. Hafa þær ennfremur í för með sér nokkrar kauphækkanir, í sum- um tilfellum verulegar. Þeir verkamenn, sem mesta hækkun fá samkvæmt þessu, eru þeir, er vinna í frystiklef- um og kælilestum. 4) Hinir nýju samningar gilda frá 23. sept., það er í dag, til 15. okt. 1959 eða tæpa 13 mánuði. Eru þeir þá uppsegj- anlegir með eins mánaðar fyr- irvara. Sé samningunum ekki sagt upp, framlengjast þeir til 1. júní 1960. 5) Aðilar lýsa sig sammála um að beita sér fyrir endur- bótum á aðbúnaði verka- manna á vinnustöðum, einkan lega í byggingarvinnu og á öðrum vinnustöðum, sem ekki eru staðbundnir til lengri tíma’ 6) Samþykktar voru ákveðn ar reglur um ráðningu verka- manna, er vinna hefst við ferm ingu eða affermingu skipa. Ef skip kemur í höfn fyrir há- degi eða er væntanlegt, skal verkamönnum tilkynnt ekki seinna en kl. 9,40, hvort vinna við afgreiðslu skipsins hefjist fyrir hádegi, enda fari ráðn- ing fram fyrir kl. 10. Ef hefja á vinnu við afgreiðslu nýkomins Framh. á bls. 3 Samningar undirritaðir í Alþingishúsinu í gærkvöldi: Á myndinni sjást, talið frá vinstri, fyrst fulltrúar vinnuveitenda, þeir Kjartan Thors og Guðumndur Vilhjálmsson, og síðan fulltrúar verkamanna, þeir Hannes Stephensen og Eðvarð Sigurðsson. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. tók allar myndirnar, sem fylgja þessari frásögn. Chehab tekur við forseta- embœttinu í dag Óttazt er, að borgarastyrjöld kunni oð brjótast út á nýjan leik BEIRUT, 22. sept. — NTB — I Reuter — í kvöld rikti mikil 1 spenna í höfuðborg Líbanons, Sherman Adams sagði af sér í gœrkvöld WASHINGTON, 22. sept. — NTB — AFP — Sherman Adams, sem verið hefir aðalráðgjafi Eisen- howers Bandaríkjaforseta síðan í janúar 1953, hefir sagt af sér. Tilkynnti hann þetta í útvarps- ræðu í kvöld. Sagði Adams, að afsögn hans hefði verið lögð fyr- ir forsetann í dag. Adams var fyrir skömmu sak- aður um að hafa beitt áhrifum sínum til að ívilna vini sínum, kaupsýslumanninum Bernard Goldfine. Var Adams sagður hafa þegið dýrmætar gjafir af Gold- fine fyrir vikið. Sagði Adams í ræðu sinni í kvöld, að hann hefði verið rægð- ur og hefði tilgangurinn verið að eyðileggja mannorð hans og koma Bandaríkjastjórn í vand- ræði. Beirut, og óttazt var, að borgara- styrjöld kynní að brjótast út á nýjan leik, eftir að virki höfðu verið reist víða á götum borgar- innar. Stjórn Sami Solh sagði formlega af sér í morgun, og á morgun myndar hinrn nýkjörni forseti, Fuad Chehab, stjórn. Sprengja sprakk í miðbiki borg arinnar í dag, og í úthverfun- um var víða skipzt á skot- um. Falangistaflokkurinn, sem mestmegnis er skipaður kristn- um mönnum, hefur víða reist sér virki á götunum, og talið er, að hætta sé á óeirðum, er Chehab tekur við forsetaembættinu. Gerð ar hafa verið umfangsmiklar ör- Frh. á bls. 18. 11 köiiur látnar lausar á Kýpur Níkósía, 22. sept. — NTB — Reuter. — BREZK yfirvöld á Kýpur létu í dag lausar 11 grískumælandi konur, sem hafa verið í gæzlu- varðhaldi grunaðar um skemmd- arverkastarfsemi. Er litið á þetta sem lið í aðgerðum Breta til að draga úr spennu á eynni, áður en Kýpuráætlun brezku stjórnarinn- ar kemur til framkvæmda 1. okt. Einnig var búizt við, að 30 tyrk- neskumælandi Kýpurbúar yrðu látnir laysir í dag og 33 á morg- un. í dag var aflétt í Nikosíu út- göngubanni, er náði til æskufólks á aldrinum 15—25 ára. I síðari fregnum segir, að alls hafi 130 pólitískir fangar verið látnir lausir í dag — 100 grisku- mælandi og 30 tyrkneskumælandi menn. Enn eru um 1900 grísku- mælandi pólitískir fangar í haldi og 35 tyrkneskumælandi menn. Sherman Adam Sáttanefndin að lokinni úrslitahríðinni. — Talið frá vinstri: Jónatan Ilallvarðsson, Torfi Hjartarson og Gunnlaugur Briem. Solli f ariirn til Tyrklands BEIRUT, 22. sept. — Fyrrver- andi forsætisráðherra í Líbanon, Sami Solh, fór sl. laugardag frá Beirut til Tyrklands og mun dveljast þar lengi. Fór Solh á laun frá Beirut, þar sem óttazt var, að hann kynni annars að verða fyrir árásum. Solh var tvisvar sýnt banatilræði í sumar. Solh fór til flugvallarins í Beirut í bandarískri þyrlu. Hann lýsti yfir því í útvarpsræðu fyrir nokkru, að hann myndi segja af sér og yfirgefa Líbanon um óá- kveðinn tíma. Hœgri menn og Jafnað- armenn vinna á í Svíþjóð Ohlin segir ef til vill af sér formennsku vegna fylgistaps Frjálslyndra KARACHI, Pakistan, 22. sept. — Tyrkneski forsetinn Celal Bayar kom hingað í dag. Mun hann dveljast hér í tvo daga. STOKKHÓLMI, 22. sept. — NTB — í bæjar- og sveitastjórnar- kosningum, sem fram fóru í Svíþjóð í gær, unnu Jafnaðar- menn, Hægri flokkurinn og Mið- flokkurinn á, Frjálslyndir töp- uðu talsverðu fylgi, en kommún- istar bættu við sig miðað við þingkosningar, sem fram fóru í vor. — Skiptist atkvæðamagnið þann- ig: % atkv. í vor % Jafnaðarm. 47,4 (1,777,144) 46,9 Hægri fl. 19,7 (739,220) 18,7 Frjálslyndir 15,5 (580,127) 18,0 Miðfl. 13,4 (501,726) 12,9 Kommúnistar 4,0 (152,802) 3,4 1 þessum kosningum töpuðu borgaraflokkarnir meirihluta sín um í bæjarstjórninni í Stokk- hólmi. O—★—O Forsætisráðherrann Tage Er- lander sagði í dag, að úrslit kosn- inganna jafngiltu traustsyfirlýs- ingu á stefnu stjórnarinnar í eft- irlaunamálunum, en þau mál voru hæst á baugi í kosninga- baráttunni. 1 siðustu bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum fengu Frjáls- lyndir 21,6%, og talið er, að þessi ósigur kunni að verða til þess, að Bertil Ohlin láti af störfum sem leiðtogi flokksins. O—★—O Jafnaðarmannaflokkurinn hef- ir ekki tryggan meirihluta í neðri deild þingsins, og þyí get- ur svo farið, að eftirlaunamálinu verði ráðið til lykta með hlut- kesti. Orðrómur er nú á kreiki í Stokkhólmi um, að samningar muni takast með jafnaðarmönn- um og frjálslyndum um eftir- launamálin. Erlander sagði í dag, að það sé komið undir frjáls- lyndum hvort eftirlaunamálin verði útkljáð með hlutkesti eða ekki. 9,57o kauphœkkun í allrí tíma- j SZZZ? vinnulœgstlaun- uðu verkamanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.