Morgunblaðið - 17.10.1958, Síða 9

Morgunblaðið - 17.10.1958, Síða 9
Föstudagur 17. okt. 1958 M OR G l l\ BL 4 fíl Ð 9 * KVIKMYNDIR * Stórbrotln mynd i Bæjarb'iói EITT áhrifaríkasta og stórbrotn- asta söguleikrit skáldjöfursins brezka, Williams Shakespeares, er Ríkharður III. Er það blóði- drifinn harmleikur og voldug og vægðarlaus ádeila á sjúklega og taumlausa metnaðargirni manna, er einskis svífast til þess að koma áformum sinum fram. Leikritið er framhald af leik- riti Shakespares Hinriki VI. og gerast atburðirnir á seinni hluta 15. aldar í lok hins svonefnda Rósastríðs, hinnar blóðugu valda baráttu er háð var milli Yorkætt- arinnar og Lancasterættarinnar í Englandi. — Höfuðpersóna þessa mikla harmleiks er kropp- inbakurinn og þrælmennið Rík- harður hertogi af Gloucester, síðar Ríkharður konungur III., gáfaður, ófyrirleitinn, undirför- ull og grimmur maður, er myrðir eða lætur myrða alla þá, sem honum finnst að standi á ein- hvern hátt í vegi fyrir honum í baráttu hans til að öðlast kon- ungstign í Englandi að bróður sínum Eðvarði IV. látnum. Lýk- ur hinum blóðuga æviferli hans, er Henrik jarl af Richmond, síð- ar Henrik VII. kemur frá Frakk- landi og sigrar hann í orrustunni við Bosworth Field í ágústmán- uði 1485. Kvikmynd sú, sem hér er um að ræða er ensk og þræðir mjög leikritið. Laurence Olivier, einn frægasti Shakespeare-leikari sem nú er uppi hefur haft leik- stjómina á hendi og fer hann jafnframt með hlutverk Rík- harðs III. Er túlkun hans á þess- ari óhugnanlegu persónu afburða snjöll. Margir aðrir hinna mikil- hæfustu leikara Englendinga fara hér einnig með veigimikil hlutverk svo sem Cedric Hard- wick, er leikur Eðvarð IV. John Gielgud, er leikur Georg hertoga af Clarence, Ralph Richardson, er leikur hertogann af Buckingh. og Clarie Bloom, er leikur lady Anne, síðar drottningu Ríkharðs III., svo að nefndir séu þeir leik- endur sem þekktastir eru, og eru þá ótaldir margir ágætir leikar- sr. Ég hef ekki séð Ríkharð III. á sviði og get því ekki um það dæmt hversu tekizt hefur um kvikmyndina miðað við sviðssýn ingu en eins og myndm kemur mér fyrir sjónir, get ég ekki annað sagt, en að hún sé stór- brotið listaverk, — irábærlega vel unnin og vel tekin og leik- stjórn og leikur með afbrigðum. Sérstaklega athyglisvert er hversu vel texti Shakespeares nýtur sín í snillarlegri framsögn leikaranna. Hygg ég að hver sá, sem er slarkfær í enskri tungu, geti fylgzt með hinu talaða orði sér til fullra nota. Þess skal þó getið að myndinni fylgir danskur skýringartexti. Mynd þessi sem tekin er í lit- um og vistavision, er listrænn viðburður, stem menn ættu ekki að láta fara framhjá sér. Ego. Gólfslípunin RarmahJið 33. — Simi 13657 Æ I minningu Magnúsar í Leirvogstungu Ég veit þú hefir ekki ætlazt til að angur fyllti hugi vina þinna á kveðjustund við þessi þáttaskil, því þetta er gjald, sem allir verða að inna af hendi, fyrir líf sem lánað er um litla stund í heimi jarðar- barna. En hugþekk minning birtu með sér ber og blikar eins og fögur leiðar- stjarna. Við minnumst þm, sem heils og hugrakks manns, með heiðríkjuna tæra í svip og fasi. Með hreina og sterka ást til ljóðs og lands til lífsins alls, sem vaxið fékk úr grasi. Að hverju starfi féll þín haga hönd, og hugur djarfur fylgdi málum þínum. Með hetjulund, af stórri og sterkri önd var stefnan tekin, mörkuð skýrum línum. Það er svo ljúft og gott að minnast manns, sem með oss jafnan vakti hlýja gleði, að hafa hlotið sess í samfylgd hans er sínum vinum einatt hollráð léði. Um samvist þína andar þýðum þey, þótt þræðir lífsins séu að skari brunnir. Þin minning verður geymd, en gleymist ei, þótt genginn sért til moldar sem þú unnir. Einar Gunnarsson. Félagslíf íþróttavöllurinn á Melunum verður lokaður til æfingar eftir 15. þ.m. Frar — handknattleiksdeild Æfingar að Hálogalandi í vet- ur verða sem hér segir: Sunnud.: kl. 15,50—16,40, 2fl. kvenna. — Þriðjud.: kl. 18,00—18,50 3. fl. karla; þriðjud. kl. 21,20—22,10, mfl. kvenna; þriðjud. kl. 22,10— 23,00 mfl., 1. og 2. fl. karla. Föstudagar: kl. 18,00—18,50 3. fl. karla; kl. 18,50—19,40 2. fl. kvenna; kl. 19,40—20,30 mfl., 1. og 2. fl. karla. Geymið töfluna. — Nefndin. Vetrarstarfsenii Í.R. Fimleikadeild: — Allar æfingar í l.R.-húsinu. — Karlaflokkur: þriðjudaga kl. 8 til 9,40 og fimmtu daga kl. 9,40—10,30. 1. flokkur kvenna: þriðjud. kl. 9,40—10,30 og fimmtudaga kl. 8—-8,50. 2. flokkur kvenna: fimmtudaga kl. 8,50—9,40, þriðjudaga kl. 7,10— 8,00. Frúarflokkur: Þeir verða auglýstir strax eftir helgi. Telpnaflokkur á fimmtudögum kl. 7,10—8,00 og drengjaflokkur á miðvikudögum kl. 6,20—7,10. Skíðadeild: — Meðan snjóinn vantar eru skíðamenn hvattir til að mæta í fimleikatíma karla. Glímndeild Ármanns Æfingar eru hafnar í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar við Lind argötu, miðvikudaga og laugar- daga kl. 7—8. Félagar eru beðnir að athuga breyttan æfingartíma og mæta vel og stundvíslega. — Stjórnin. Knattspyrnufélagið Þróttur —— Handknattleiksdeild Meistara-, 1. og 2. fl. karka. — Æfing í kvöld kl. 10,10—11,00. — Mætið stundvíslega. — Stjómin. Guitarkennsla Upplýsingar í síma 24606. Pianókennsla Get bætt við mig nokkrum byrjendum. — Upplýsingar í síma 16676. Keflavík — Njarðvík Fjölbreytl ■ matinn: — Kjötfas, hakk, saitkjöt, pylsur, bjúgu, slátur o. fl. — Til helg- arinnar. dilkalæri, hryggur, hangikjöt, svið. FAXABORG Saumaklúbbur Óskum eftir nokkrum ungum og fjörugum stúlkum í sauma- klúbb, helzt úr Laugarnesi og Kleppsholti. Erum fimm, allar giftar. Tilb. með nafni og símanúmeri, sendist blaðinu • fyrir miðvikudag n.k., merkt: „Fimm — 7990“. KONA sem á bújörð á bezta stað á 1-andinu, óskar eftir sambandi við miðaldra mann, sem hefði staðgóða þekkingu á öllu er búskap lítur og gæti lagt í bú- stofn. Tilboð sendist Mbl., fyr- ii" 25. þ.m., merkt: „Góð jörð — 7995“. Hjá MARTEINI Glugyatjaldaefni Mikið úrval nýkomið ð ð ý SPEJL-FLAUEL 6 litir ð ð # KJÓLAEFNI Margir litir Ný sending ð ð # FROTTÉ SLOPPAEFNI Gott úrval ð ð í Brengjafataefni úr ull og grillon MARTEINI Laugaveg 31 MARS TRADIMG COMPAMY Klopparstíg 20 — Sími t/373 — Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.