Morgunblaðið - 02.11.1958, Page 16

Morgunblaðið - 02.11.1958, Page 16
16 MORGZJHfíLAÐIÐ Sunnudagur 2. nóv. 1958 Bókmenntakynning á verkum séra Sigurðar Einarssonar I dag gengst Almenna bókafélagið fyrir kynningu á verk- um séra Sigurðar Einarssonar í Holti í tilefni af sex- tugsafmæli skáldsins. Verður kynningin í hátíðasal há- skólans og hefst kl. 2,30. Dagskrá: Erindi: Guðmundur Daníelsson, rithöfundur. Upplestur: Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Baldvin Hall- dórsson. Einsöngur: Þorsteinn Hannesson, lög við ljóð eftir skáldið. Undirleik annast dr. Páll ísólfsson. Sam- lestur úr leikritinu Fyrir kóngsins mekt: Haraldur Björnsson og JÉvar Kvaran. Upplestur: Lárus Pálsson. Loks flytur skáldið sjálft kvæði. Aðgangur öllum heimill. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ VARAHLUTIR I Oldsmoble '46- 47 til sölu. „Samstaða“, báðir stuðarar, vatnskassahlíf, listar og fl. Allt nýtt. Uppl. í síma 3-2908. Hjúkrunarmaður óskast Hjúkrunarmann vantar í Kópavogshæli um mánaðar- tíma nú þegar. Umsækjendur snúi sér til forstöðu- manns eða yfirlæknis Kópavogshælis, er gefa nán- ari upplýsingar, símar 19785 og 14885. SKRIFSTOFA RlKISSPÍTALANNA. /ðnnem/ Ungur maður óskar eftir að komast sem nemi í einhverri iðn, helzt húsasmíði. Tilboð skil ist afgr. Mbl., í Rvík eða úti á landi, fyrir fimmtudag Merkt: „Reglusemi". íbúð - Kennsla Tvö herb. og eldhús í rishæð, eru til leigu, á góðum stað, í bænum gegn því að segja tveim börnum til við heimanám. Að- eins barnlaust og rólegt fólk kemur til greina. Tilb. merkt: „íbúð — kennsla — 7138“, —- sendist afgreiðslu blaðsins fyr- ir 4. nóvember. BEZT AÐ AVGLtSA t MORGUI\BLAÐII\V UTSALA Á BÓKUM í BÓKABUÐ ÆSKUNNAR Næstu viku verða ýmsar eftirstöðvar af Norskum þýzkum og enskum bókum seldar með miklum afslætti í Bókabúð Æskunnar. N. B. Allt að 30—50% afsláttur. Notið tækifærið. SoLU USá uymar Kirkjuhvoli. RAFLAMPAOERfifH Suðurg. 3 — Sími 11926. LJÚSATÆKI Nýkomið glæsilegt úrval af Borðlömpum, Gólflömpum, Vegglömpum, Glerskálar og kúplar í stofur, ganga, eldhús og baðherbergi. Einnig Plast-silki og pergamentskermar GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LÍTA I GLUGGANA. S LESBÓK BARNANA r ESBÓK BARNANNA 9 Jumbó togaði af öllum kröftum . . . . um sárið. Bambi fór úr slitnu buxunum sínum, reif þær í lengjur og batt um sárið á vini sínum. — Þakka þér fyrir, sagði Jumbó, nú skulum við halda heim. Ég er orðínn þreyttur og vil fara að sofa. Það var komið fram á nótt og koldimmt. Stjörn urnar blikuðu á himnin- um og máninn speglaðist í kyrrum vatnsfletinum. — Ratar þú heim?, spurði Bambi. — Nei, svaraði Jumbó, það er orðið svo dimmt. — Þá verðum við að sofa hérna í nótt, sagði Bambi. Jumbó lagðist nið ur í sandinn og Bambi hjúfraði sig upp að hon- um. Hann gat næstum breitt stóra eyrað á fíln- um yfir sig eins og sæng. Svo sofnuðu þeir báðir. Um kvöldið höfðu pabbi og mamma Bamba komið heim úr kaupstaðn um. Þau urðu mjög hrædd, þegar þau fundu hvergi drenginn sinn. — Krókódíllinn hefur áreiðanlega tekið hann. Bara að við hefðum ekki skilið hann einan eftir, andvörpuðu þau. Alla nóttina voru þau að leita. Um morguninn von, en þá heyrðu þau höfðu þau gefið upp alla Jumbó rymja glaðlega fyrir utan gluggann. A baki hans sat Bambi. ■— Elsku góði drengur- inn minn, kallaði mamma — Góður drengur, þrum- Bambi batt um sárið á vini sínum aði pabbi. Sér eru nú hver gæðin. Þarna hefur hann látið okkur leita að sér alla nóttina, frávita af hræðslu. Strax og ég næ í hann, skal ég snúa botninum á buxunum hans upp í loft, og þá veit hann hvað hann fær. — Það getur þú ekki, svaraði Bambi ’ læjandi. — Get ég. ekki —, og hvers vegna ekki,? spurði faðirinn reiður. — Nei pabbi, þú getur ekki flengt á botninum á buxunum mrnum, því að ég er ekki í neinum, sagði Bambi. — Þá skellihió pabbi, en mamma spurði, hvað hann hefði gert við gömlu buxurnar sínar. Bambi sagði nú alla sög- una og sýndi þeim, hvern- ig hann hefði bundið um ranann á Jumbó. Mamma opnaði töskuna sína og dró upp nýjar buxur, með rauðum og hvítum tíglum. — Nú ætlum við pabbi. að gefa þér nýju bux- urnar, af því að þú ert duglegur drengur, sagði hún. •— En hvað þær eru fallegar, hrópaði Bambi, má ég ekki fara í þær strax? Má ég svo ekki líka leika mér við Jumbó í dag úti á árbakkanum, spurði hann. Mamma leit á pabba og hann kinkaði koili til sam þykkis. — Nú er það ó- hætt, úr því að krókó- díllinn er farin.n. sagði hann. — Fyrst ætla ég að líta á ranann á Jumbó, — En hvað þær eru fallegar, hrópaði Bambi. Fjölskyldan hefur farið í bílferð upp i AIpafjöTlIn. Þaiu ætla sér að komast upp á tindinn, og það er um fimm leiðir að ræða. Aðeins ein er sú rétta. Það er lítið benzín eftir á bílnum, og því um að gera að velja rétta veginn strax. Getur þú hjálpað þeim? sagði mamma um leið og hún vafði umbúðirnar varlega af. — Sárið er strax farið að gróa, sagði hún brosandi, á morgun verður Jumbó orðinn góð ur aftur. Þá lyfti Jumbó rar.an- um og rumbdi af ánægju. Hann hljóp út í fljótið með Bamba á bakinu, svo að vatnið gusaðist upp um þá alla. Endir. u Skrítlur Lítil stúlka var í heim- sókn hjá frænda sínum. Hún horfði á hann stund- arkorn og spurði svo: „Hvað ertu gamall, frændi?“ „Ég er 32 ára“, svar- aði hann. „Ekki eldri, ég héit að þú værir sextugur". „Lít ég út fyrir að vera svona gamall?“ spurði hann undrandi. „Já, eftir lengdinni að dæma, að minnsta kosti“, svaraði hún. • Tommi, sex ára, bjó hjá afa og ömmu, sem meðal annars áttu að sjá um, að hann æfði sig á fiðluna sína. Dag nokk- urn var hann sendur upp á herbergið sitt til að æfa sig. Afi, sem hafði setið og hlustað eftir, hvort hann væri að spila, kallaði til hans og spurði, hvort hann væri byrjað- ur. „Já“, svaraði Tommi. Aftur hlustaði afí, heyrði skkert, og spurði á ný, hvort hann spilaði. Jú, hann var að spila. Þá gekk afi hljóðlega að dyrunum og hlustaði, en ekkert heyrðist. Nú varð hann reiður og kall- aði: „Heyrðu Tommi, hvað þykistu eiginlega vera að spila?“ „Lúdó“, svaraði Tommi, • Sex ára snáði var svo Óheppinn að fella blómst- urpott með hengi-plöntu niður af veggnum. Hann flýtti sér niður í kjallara að sækja nýjan pott, en á meðan komst hvolpur- inn inn í stofuna og fór að leika sér að blóminu. Drengurinn safnaði moldinni saman og plant- aði blóminu af mestu vandvirkni í nýja pott- inn. — Það var þó gott, að hvolpurinn, skemmdi ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.