Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 4
4 M O R C V N fí L A Ð I Ð Miðvik'udagur 5. nðv. 1958 I dag er 309. dagur ársins. Miðvikudagur 5. nóvember. ÁrdegisflæSi kl. 11.39. Síðdegisflæði kl.-- Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðirni er opin all- an sólarhringinn. Læicnavörður L. R. (fyrir vLianir) er á sama stað, frá kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvarzla vikuna 2. til 8. nóv. er í Laugavegs apóteki, sími .4046 Holts-apótek og Garðs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4. Hafnarfjarðar-apótek er ipið alla virka daga kl. 9-21, laugardaga kl. 9-16 og 19-21. Helridaga kl. 13-16. Næturlæknir í Hafnarfirði er Eiríkur Björnsson, sími 50235. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9-19, iaugardaga kl. 9-16. Helgidaga kl. 1S—16. Kópavogs-apótek, Álfhóisvegi 9 er opið daglega kl. 9—zC, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. I.O.O.F. = 1401158 V2 = Fl. RMR, — Föstud. 7. 11. 20. — VS — Fr. — Hvb. í Afmœti Ágúst Leós, framkvæmdastjóri á ísafirði, er 50 ára í dag. Hjönaefni Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Rannveig Sigur- björnsdóttir (Einarssonar próf.), hjúkrunarnemi og Bernharður Guðmundsson st. theol. Flugvélar Flugfélag fslands h.f.: — Gull- faxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08,30 í dag. — Væntanlegur aftur til Rvíkur kl. 16,35 á morgun. — Hrímfaxi fer til Lundúna kl. 08,30 í fyrramálið. Innanlandsflug: f dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavik- ur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Bíldudals, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: — Edda er vænt anleg til Reykjavíkur frá New York kl. 07,00, fer til Stavanger, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 08,30. — Hekla er væntanleg frá London og Glasgow kl. 18,30, fer til New York kl. 20,00. Skipin Emilía Jónasdóttir og Gest- ur Þorgrímsson sýna okk- ur morgunleikfimina, sem nú er hvað vinsælust í útvarp- inu, á kvöldskemmtun í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,15. Þá fer fram atkvæða- greiðsla um lögin í danslaga- samkeppni SKT. Fjórir lið- ugir unglingar sýna okkur nýjustu tízkuíþróttina „húla- hopp“ og ýmislegt annað verður til skemmtunar. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er í Reykjavík. Esja er á Aust- fjörðum. Herðubreið fór frá Rvík í gærkveldi. Skjaldbreið er á Húna flóa. Þyrill er væntanlegur til Reykjavíkur í kvöld. Skaftfelling ur fer frá Reykjavík í dag. Eimskipafélag íslands li. f.: — Dettifoss er í Kaupmannahöfn. — Fjallfoss fór frá Vestmannaeyj- uœ 31. f.m. Goðafoss fór frá Rvík 28. f.m. Gullfoss er í Kaupmanna- höfn. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykjafoss er í Hull. Tröllafoss fór frá Reykjavík 2. þ.m. Tungu- foss fór frá Hamborg í gærdag. Skipadeild S. í. S.: — Hvassa- fell losar og lestar á Austfjörð- um. Arnarfell er í Sölvesborg. Jökulfell losar á Austfjörðum. Dísarfell fór 3. þ. m. frá Gauta- borg. Litlafell fer í dag frá Skerjafirði. Helgafell fór í gær frá Siglufirði. Hamrafell fer í dag frá Reykjavík. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er í Reykjavík. — Askja fór frá Rvík 30 f.m. áleiðis til Jamaica og Cuba. Alieit&samskot Lamaði íþróttamaðurinn: J G kr. 250,00; frá ónefndum 200,00. Lamaða stúlkan: L og G krón- ur 100,00. Ymislegt Orð lífsins: — Því er það þegar hann kemur í heiminn, þá segir hann: Fóm og gáfu hefur þú eigi viljað, en líkama hefur þú búið mér, br&nnifómir og syndafómir geðjuðust þér ekki. Þá sagði ég: Sjá, ég er kominn — í bókroUunni er ritað um mig — til að gjöra þinn vilja, Guð minn! (Hebr. 10, 5—7). — Árnesingafélagið í Reykjavík heldur spila- og skemmtikvöld í Tjarnarcafé nk. föstudag kl. 8.30 síðdegis. Hjúkrunarfélag íslands heldur bazar í Kaffi Höll í dag kl. 2 e.h. Listamannaklúbburinn í Bað- stofu Naustins er opinn í kvöld. Kvenfélag óitáða safnaðarins. Félagsvist og kaffidrykkja í Kirkjubæ annað kvöld kl. 8,30. Kvenfélagið Hringurinn heldur kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30 á föstudag. Allur ágóði renn ur til Barnaspítalasjóðs Hrings- ins. Fjölbreytt skemmtiatriði: — tízkusýning, gam-anvísur, eftir- hermur, hljómlist o. fl. Dansað til tlr „Kona hverfur“ eftir Hitchcock. Sjötta starfsár Filmíu er að hefjast UM NÆSTU HELGI hefst sjötta starfsár Filmíu með þvi, að sýnd verður brezka kvikmyndin „Kona hverfur'1 éftir Alfred Hitchcock. Þau fimm ár, sem Filmía hefur starfað, hefur félagið sýnt 75 úrvalsmyndir frá öllum skeiðum kvikmyndalistarinnar — allt frá aldamótum fram á síðustu tíma kl. 2. Aðgöngumiðar seldir í Litlu Blómabúðinni. Kvenfélag Neskirkju. — Konur í Nessókn og aðrir velunrarar. — Hinn árlegi bazar verður fyrst í desember. Læknar fjarverandl: Alma Þórarinsson fjarver- andi til 1. desember. Staðgengill: Guðjón Guðnason, Hverfisg. 50. Bjarni Bjamason frá 25. okt. Staðgengill: Árni Guðmund-sson. Guðm. Benediktsson frá 20. júlí í óákveðinn tíma. Staðgengill: Tómas Á. Jónasson, Hverfisgötu 50. Viðtalst. 1—1,30. Gunnar Cortes óákveðið. Stað- gengill: Kristinn Björnsson. Kristján Þorvarðsson til 28. þ. m. — Staðgengill: Eggert Stein- þórsson. — Ulfar Þórðarson frá 15. sept., um óákveðinn tíma. Staðgenglar: Heimilislæknir Björn Guðbrands son og augnlæknir Skúli Thorodd- sen. — Þorbjörg Magnúsdóttir. Óákveð ið. Staðg.: Þórarinn Guðnason. Flestar myndirnar hafa verið um 10 ára gamlar. Árlega hafa ver- ið sýndar 13—15 myndir og verður svo og í ár. 4 úrvalsmyndir til jóla Ákveðið er að sýna 4 myndir fyrir jól, og verður sú fyrsta „Kona hverfur“ eins og áður var getið. Súmynd var gerð árið 1938 og markaði tímamót í sögu brezkrar kvikmyndagerðar. Með henni hófst Alfred Hitchcock til hæstu meta. Hustið ætlar að verða sann- kallað Hitchcockhaust Filmíu- gesta, því að í desember verður sýnd önnur mynd sama höfund- ar, „Fréttaritarinn" (A Foreign Correspondent). Sú mynd var gerð 1940 og fjallar um stríðs- njósnir. f kvikmyndinni „Kona hverfur" leika aðalhlutverkin þau Margaret Lockwood og Mib- hael Redgrave, en í Fréttaritar- anum þau Joel McCrea, Herbert Marshall og George Sanders. Þá ætlar Filmía að kynna eina af eldri myndum Henri-Georges Clouzot „Hver myrti Brignon"? (Quai Des Or Fevres), sem gerð var 1947. Clouzot er í röð fremstu franskra kvikmyndahöfunda, spennumeistari, svo til er tekið, eða það fannst þeim, er sáu sein- ustu myndir hans „Laun óttans" (La Salaire de la peur) og „Hin- ar djöfullegu" (Les diaboliques). Aðalhlutverkið í þessari mynd leikur Louis Jouvet. Fjórða myndin, sem Filmfa býður gestum sínum til jóla, er brezka myndin „Bláa lugtin“ (The Blue Lamp) eftir Basil Dearden, sem er öðrum þræði fræðslumynd um störf Scotland Yard. Hún var gerð 1950, og er Dirk Bogarde meðal leikenda. Fjörug starfsemi Mikil aðsókn hefur verið að Filmíu öll þau ár, sem félagið hefur starfað, en kannski aldrei meiri en í fyrravetur, er margir urðu frá að hverfa. Hver mynd er sýnd tvisvar hverju sinni, á laugardögum kl. 15 og sunnudög- um kl. 13. Sýningarnar eru í Tjarnarbíó. Sunnudagssýningarn- ar eru einkum sóttar af fullorðn- um en laugardagssýningarnar af skólafólki og öðru ungu fólki. Er áberandi, hve unga fólkið hefur í æ ríkari mæli gengið í Filmíu til þess að njóta sígildra kvik- mynda, sem því væri að öðrum kosti ókleift að sjá. Afhending skírteina Þar sem búast má við mikilli aðsókn í vetur er bæði félags- mönnum og nýjum félögum ráð- lagt að draga ekki til síðasta dags að endurnýja skírteini sín, en þau verða afhent í Tjarnar- bíó í dag, á morgun og á föstu- dag kl. 5—7. -mió nu^WWcafftim Söfn Bæjarbókasafn Reykjavikur: — AðalsafniS, Þingholtsstræti 29A. — Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22, nema laugardaga kl. 14—19. Sunnud. kl. 17—19. — Lestrarsalur íyrir fullorðna. Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22, nema laugardaga kl. 10—12 og 13 ■—19. Sunnudaga kL 14—19. Útibúið, Hólmgarði 34. Utlána deild fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21, aðra virka daga nema laugardaga, kl. 17—19. — Les- stofa og útlánadeild fyrir börn: Alla virka daga nema laugardaga kl. 17—19. Utibúið, Hofsvallagötu 16. Ut- lánadeild fyrir börn og fullorðna: Alla virka daga nema laugardaga, kl. 18—19. r/3e rfsr—. Pels úr hlébarðaskinni! Tveir smástrákar voru að stel- ast til að kveikja sér í vindling- um úti undir húsvegg. Vegfarandi vék sér að þeim og sagði með al- vöruþunga: — Það er mjög skaðlegt fyrir litla drengi að reykja vindlinga. — Já, en hvernig eigum við að fara að — vindlar eru svo dýrirl FERDIIVIAIMD Skipt um hlutverk Tvær kunningjakonur hittust á götu. — Mig minnti, að þú hefðir sagt, að nýja dragtin þín væri kremlituð, en nú sé ég, að hún er blá. — Já, ég hafði í huga krem, blandað bláberjasaft. ★ Spekingurinn Bretrand Russell hefur sagt: — Ég þekki nokkrar konur, sem myndu áreiðanlega vera fúsar til að giftast öpum, ef þær teldu það satt vera, að gullpeningar yxu á trjánum. ★ Það er haft fyrir satt, að djúp þögn myndi ríkja um allan heim, ef menn temdu sér að tala aðeins um það, sem þeir gætu talizt hafa mjög gott vit á. ★ Lyísalinn og konan hans fóru í gönguferð ásamt tveimur kunn- ingjum sínum. Er þau höfðu þrammað um götur bæjarins drykklanga stund, ákvað lyfsal- inn að bjóða upp á kaffi í stóru veitingahúsi. Meðan þau biðu eft ir kaffinu barst lögmál Arkimed- esar í tal. Lítil, yndisleg þjónustu stúlka bar kaffið á borð. Lyf- salinn sneri sér að henni og spurði: — Kannist þér við Arkimedes? — Nei, því er nú verr, svaraði hún. Hér er svo fjölmennt starfs- lið, að ég þekki ekki nærri alla. Þér ættuð að reyna að spyrja eftir honum á skrifstofunni. ★ Bandarískar húsmæður kvarta sjaldan yfir þvf, að erfitt sé að koma unga fólkinu á fætur, svo að þau komist tímanlega í skóla eða vinnu. Unga fólkið veit, að ekki er hægt að fá stæði fyrir bílinn, ef það verður síðbúið um of.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.