Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 17
Miðvik'udagur 5. nóv. 1958 MORCU1SBLAÐ1Ð 17 95 ára í dag Halldóra Björnsdóttir HALLDÓRA Björnsdóttir, ekkja Guðmundar Bjarnasonar í Bakka, Siglufirði, er 95 ára í dag. Hún er fædd að Þernuskeri á Látraströnd hinn 5. nóvember 1863. Halldóra og Guðmundur í Bakka voru meðal nafnkunnustu Siglfirðinga um meira en hálfrar aldar skeið. Þau bjuggu í Bakka, sem lengi var yzta húsið í Siglufirði vestan megin. Þar voru þau sem sann- kallaðir útverðir staðarins. Lengst af var því svo háttað þeirra búskapartíð, að flestir komu til Siglufjarðar sjóleiðis. Enginn vegur var landleiðina, nema götutroðningar yfir Siglu- fjarðarskarð, sem oft var ófært. Guðmundur í Bakka var á ferli seint og snemma bæði á sjó og landi enda var hann lengi starfsmaður úti við hjá „Gránu“, sem var helzta verzlunin á staðn- um. Hann annaðist og viðskipti fyrir ýmsa aðkomumenn, einkum Færeyinga. Var því mjög gest- kvæmt á heimili þeirra Halldóru og miklar annir hjá húsfreyj- 15 hjúkrunarkon- ur Ijúka prófi 1 LOK októbermánaðar voru eft- irtaldar 15 hjúkrunarkonur braut skráðar frá Hjúkrunarkvenna- skóla íslands: Agnes Jóhannesd. frá ísafirði. Auður Jónsdóttir frá Reykjavík. Bjarnfríður Sigurðar dóttir frá Hamraendum, Borgar- firði. Elín Svanhildur Hólmfríð- ur Jónsdóttir frá Reykjavík. Gerða Ásrún Jónsdóttir frá Ak- ureyri. Gróa Ingimundardóttir frá Hvallátrum við Patreksfjörð. Guðný Björgvinsdóttir frá Rauða bergi, V-Skaftafellssýslu. Guð- rún Emilsdóttir frá Hafnarfirði. Hertha Wendel Jónsdóttir frá Reykjavík. Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir frá Reykjavík. Ólöf Þórunn Hafliðadóttir frá Ör- lygshöfn. Barðastrandarsýslu. Ragnheiður Konráðsdóttir frá Reykjavík. Ragnhildur Jónsdótt ir frá Reykjavík. Sigurborg Hlíf Magnúsdóttir frá Seyðisfirði. Steinunn Guðmundsdóttir frá Akureyri. unni. Alltaf hafði hún nóg á borð að bera og gerði sér aldrei mannamun þegar gesti bar að garði. Hún og m«ður hennar nutu almennrar virðingar og vinsælda í Siglufirði og hjá fjölda manns, sem þangað hafði lagt leið sína. Halldóra í Bakka er enn ern og við góða heilsu að öðru leyti en því að sjón hennar bilaði fyr- ir nokkrum árum. Hún heldur óskertu minni og hefur ágæta heyrn, hlustar á útvarp og fylg- ist af áhuga með því sem gerist. Samferðamönnum hennar hef- ur fækkað sem eðlilegt er, en ennþá á Halldóra í Bakka marga góða vini og kunningja, sem munu minnast hennar á afmæl- inu. Við, sem þessar línur skrifum, eigum Halldóru ótal margt gott upp að unpa frá æskuárum okk- ar, sem við þökkum henni af hrærðu hjarta og biðjum guð að blessa góða eg ástríka mömmu og ömmu okkar. Eyja og Stína. Vígt minnismerki að Þykkvabœjarklaustri Samþykkt héraðsfundar um skipun hiskupsembætta KIRK JUBÆ J ARKL AU STRI, 3. nóv. — Á sunnudaginn fór fram vígsla minnismerkis, sem reist var að Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu. Vígsluathöfnin hófst með há- tíðarguðsþjónustu í kirkjunni að Klaustri kl. 2 e.h. Sr. Gísli Brynj ólfsson prédikaði, en prestarnir sr. Jónas Gíslason og sr. Valgeir Helgason. þjónuðu fyrir altari. Söngnum stjórnaði Kjartan Jó- hannesson söngkennari. Að svo búnu hófst sjálf vígsluathöfnin með orgelleik og sálmasöng. Þjóðminjavörður, dr. Kristján Eldjárn, flutti erindi um hið forna Þykkvabæjarklaustur. Sr. Valgeir Helgason las ljóð eft- ir sjálfan sig og Símon Pálsson bónda á Mýrum í Álftaveri, en það hafði verið ort í tilefni dags- ins. Því næst var gengið að minn- ismerkinu, þar sem sóknarprest- urinn vígði það, en allir við- staddir sungu ísland ögrum skor ið. Að vígsluathöfninni lokinni, héldu kirkjugestir að Herjólfs- stöðum, þar sem drukkið var kaffi í boð.i kvenfélags sveitar- innar. Fóru þar fram ræðuhöld Mótmæla tolla- bandalagi ÁLASUNDI, 3. nóvember. — Samband saltfiskútflytjenda, samtök útgerðarmanna, sem gera út á íslandsveiðar og fé- lag bátaeigenda hafa mótmælt sameiginlega við norsk stjórnar- völd vegna fyrirhugaðs norræns tollabandalags. Segir í mótmæl- unum, að áætlunin um, að öðr- um þjóðum verði heimilað að leggja upp fisk í norskum höfn- um og flyja hann síðan til ann- arra landa muni stórskaða norsk- an sjávarútveg. Fyrst og fremst muni Norðmenn ekki hagnast á slíku samkomulagi og í öðru lagi sé fyrirsjáanlegt, að ágang- urinn á norsku fiskimiðunum fari vaxandi, segir í mótmælun- um. og söngur, Jón Gíslason, fyrrum alþingismaður í Norður-Hjá- leigu, Eyjólfur Eyjólfsson, hrepp stjóri Hnausum, Jóhannes Guð- mundsson, sóknarnefndarmaður á Herjólfsstöðum og Óskar Jóns- son, bókari í Vík töluðu. Síðari hluta dagsins var hald- inn héraðsfundur Vestur-Skafta- fellsprófastsdæmis. Voru allir prestarnir mættir og fulltrúar úr öllum sóknum nema einni. Fóru þar fram hin venjulegu héraðsfundarstörf, og eftir nokkr ar umræður var samþykkt svo hljóðandi tillaga: Héraðsfundurinn er fylgjandi þeirri tilhögun á skipun biskups- embætta í landinu, sem sam þykkt var á kirkjuþingi. Var til lagan samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna. Veður var hið fegursta allan daginn, og þóttu hátíðahöld tak- ast með ágætum og öllum til ánægju, er þau sóttu. — Fréttaritari. Óleyfilegt að skíra nafninu Lorenz NÝLEGA kvað heimspekideild Háskóla íslands í fyrsta sinn upp dóm í ágreiningsmáli milli prests og foreldra um nafngift á barni, en síðan 1925 hefur verið gert ráð fyrir því í lögum, að ef um slíkan ágreining sé ræða, skuli heimspekideildin skera úr. Voru lög þessi sett í þeim tilgangi að útrýma nöfnum, sem ekki lúta lögmálum íslenzkrar tungu. Nafnið, sem ágreiningnum olli, var Lorenz. Sóknarprestur einn úti á landi bar fram þá fyrir spurn við heimspekideildina hvort leyfilegt væri að skira þessu nafni, og féklt það svar, að nafnið Lorenz væri ekki í sam ræmi við þá stefnu, sem ákveðin var með lögunum, og því væri óheimilt að skíra þessu nafni. Sigurður Ólason Hæslaréltailögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstraxi 14. Simi 1-55-35. Rýmingarsalan Herraskjvtur hvítar kr. 75,00 Vinnuskyrtur úr flúneli kr. 75 Herrafrakkar kir. 450,00 Kvenkápur kr. 700,00 Drengjasportjakkar kr. 200,00 Ullairefni, margir litir. Stórlæklcað verð. — Verzlunin er að hætta, allt á að seljast. 'UöruliúóiÁ Laugav. 22, (inng. frá Klapparstíg) Matsvein og háseta vantar á reknetabát frá Hafnarfkði. Upplýsingar í síma 50165. VILJUM RÁÐA STRAX Tvœr stúlkur við almcnna prentsmiðjuvinnu. Offsetprentsmiðjan Litbrá Nýlendugötu 14 (inng. Mýrargötumegin) Nauðungarupphoð eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnu lögtaki 17. september 1957 verður ísgerðar- vél seld á opinberu uppboði, sem fram fer í Vatns- nesbar í Keflavík, miðvikudaginn 12. nóvember 1958 klukkan 3 e.h. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kefiavík. Donslogakeppnin • Atkvæðagreiðslan um úrvals lögin. • 6 söngvarar syngja. • Morgunleikfimi Emilíu og Gests • Eftirhermur Gests Þorgrímssonar. • Húla-hopp sýning á miðnæturskemmtun í Austurbæjarbíói í kvöld klukkan 11,15 Aðgöngumiðar í Fálkanum, Vesturveri og Austurbæjarbíói. — Aðeins þetta eina sinn — N auðungaruppboð sem fram átti að fara á eigninni nr. 85 við Skipa- sund, hér í bænum, fimmtudaginn 6. nóvember 1958, kl. 3,30 .síðdegis, fellur niður. Borgarfógetinn I Reykjavík. Húseign til sölu Húseignin Álfhólsvegur 49A í Kópavogskaupstað er til sölu. í húsinu er laus íbúð þann 1. desember. Nánari uppl. gefa undirritaðir lögmenn: Rannveig Þorsteinsdóttir, sími 19960. Gunnar Þorsteinsson, sími 11535. Verksmiðjuvinna Nokkrar stúlkur 18 ára eða eldri ósk- ast til starfa í verksmiðju vorri nú þegar. — Sælgætisgerðin Opal h.f. Skipholti 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.