Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 16
16 MORCVIVBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. nóv. 1958 lcom svo að framkvæmdunum sjálf um. Frá háhæðinni hafði hann fylgzt með öilu sem fram fór. — Ekkert atriði hafði farið fram- hjá honum. Hann byrjaði að tala í köldum, íhuglum tón, sem var honum eðlilegastur, en eftir því sem hann hélt frásögninni áfram breyttist röddin. Síðasta mánuð- ixm sem hann hafði dvalizt einn hvítra manna meðal síamskra fylgismanna, höfðu áleitnar hugs- anir ásótt hann. Hvert atriði harmleiksins hafði sífellt endur- tekið sig, ólgað í huga hans. Samt reyndi hann, vegna sinnar með- fæddu ástar á rökfræði, að finna skynsamlega skýringu og heim- færa allt undir algildar megin- reglur. Niðurstaðan af þessum andlegu iðkunum kom í Ijós dag nokkurn, inni í skrifstofum Herdeildar 316. Hann hafði ekki getað takmarkað sig við þurrt hernaðarlegt yfirlit. Hann hafði fundið ákafa þörf til að veita útrás ólgu ótta síns og kvíða, efa síns og reiði og jafn- framt til að sýna hreinskilnislega fiam á ástæðurnar fyrir hinni kynlegu afleiðingu, að svo miklu leyti sem hann gat sjálfur skilið þær. Skyldutilfinning hans knúði hann til að gefa enn nánari skýrslu um það sem skeð hafði. Hann reyndi að halda sér við það og tókst það öðru hverju, milli þess sem ofurafl tilfinninganna bar hann algerlega ofurliði. Af- leiðingin vai% undarlegt sam- bland af sundurlausum skömm- um og ástríðufullum orðum, sem víða einkenndist af fjarstæðu- kenndum mótsögnum, en hafði þvi færri „staðreyndir" a£ geyma. Green ofursti hlustaði hinn þol- inmóðasti og með athygli á frá- sögnina, sem hvergi bar sýnileg merki hinnar köldu skynsemi, sem Warden prófessor var svo kunn- ur fyrir. Hann hafði meiri áhuga á staðreyndum en öllu öðru. En hann truflaði undirforingjann eins lítið í frásögninni og hann frekast gat. Hann hafði fengið nokkra æfingu í að skipta við menn sem komið höfðu úr svipuð- um leiðangrum, sem þeir höfðu helgað sjálfa sig algerlega, til þess eins að sjá tilraunir sínar enda með smánarlegum mistökum, sem þeir sjálfir báru enga ábyrgð á. „Ég býst við að þér hefðuð sagt að ungi maðurinn hefði hagað sér eins og fífl, sir. Gott og vel, já, hann gerði það. En það hefði eng- inn getað gert betur í hans spor- um. Ég fylgdist með honum allan tímann. Ég leit ekki af honum eitt andartak. Ég gat gizkað á, hvað h-ann sagði við ofurstann. Hann gerði það sem ég hefði gert í hans sporum. Ég horfði á hann, þegar hann skreið í burtu. Lestin var rétt að koma. Ég vissi varla sjálfur hvað var að gerast fyrr en hinn náunginn stökk á hann. Ég skildi það fyrst seinna, þegar ég hafði haft tíma til að hugsa nán- ar. Og Shears hélt því fram að hann hugsaði of mikið. Herra minn trúr, hann hugsaði ekki of mikið. Hann hugsaði ekki nóg. — Hann hefði átt að vera eftirtekt- arsamari, gleggri. Þá hefði hann skilið það, að í okkar starfi er al- veg gagnslaust að skera einhvern gamlan háls. Maður verður að skera þann rétta. Er ekki svo, sir? Hann þarfnaðist fyrst og fremst meiri skilnings, meiri glöggskygni. Þá hefði hann vitað hver óvinur hans var í raun og veru — skilið að það var þessi gamli þursi sem ekki gat til þess hugsað að þetta vandaða mann- virki hans yrði eyðilagt. Hver verulega skarpskyggn maður hefði séð það á fasi hans og framkomu, þegar hann strunsaði eftir brúar- pallinum. Ég beindi sjónaukanum mínum að honum, sir. Hefði það bara verið riffillinn. Hann var með þetta hræsnisfulla bros sigur- vegarans á vörum sér. Prýðilegt dæmi um hinn framtakssama at- hafnamann, sir, eins og við segj- um í Herdeild 316. Hann lét aldrei óhamingju yfirbuga sig, gerði alltaf síðustu tilraun. Það var hann sem kallaði til Japan- anna — hrópaði á hjálp. Þetta þrælmenni með bláu aug un hefur sjálfsagt dreymt um það allt sitt líf að búa eitthvað til sem varaði. Þessi brú var óskadraum- ur hans og lífstakmark. Maður gat varla vænzt þess að hann léti eyði leggja hana — hermaður af gamla skólanum, sir. Ég er viss um að hann hefur í æsku lesið allan Kipling og vitnað í kafla úr hon- um, meðan brúin tók að gnæfa í allri sinni dýrð yfir vatnið. „Yð- ar er jörðin og allt sem á henni er, og — það sem meira er — þú munt verða maður, sonur minn“. Ég get alveg heyrt hann segja þetta. Hann var gæddur þroskaðri skylduvitund og dáðist að vel unnu verki — hann var líka hrifinn af hernaði — alveg eins og þér eruð, sir, alveg eins og við erum allir. Þessi heimskulega hernaðardýrk- un. Ég veit ekki hvað af slíku kann að leiða, sir. Kannske hefui' þessi gamli, heimski þursi verið alira hæverskasti og bezti náungi inni við beinið? Kannske átti hann hreina og ósvikna hugsjón? Hug- sjón jafnheilaga og okkar eigin? Kannske sömu hugsjón og við? Kannske allt? þetta hokus-pokus sem hann trúði á megi rekja aftur til uppsprettu þess hreyfiafls er býr að baki allrar framtakssemi okkar? Þetta duiarfulla andrúms- loft, þar sem hinar náttúrlegu eðlishvatir okkar vekja okkur til athafna. Með það sjónarmið fyrir augum getur verið að „árangur- inn“ hafi alls enga þýðingu — það er einungis hið sanna gildi tilraunarinnar sem nokkru máli skiptir. Að öðrum kosti fæ ég ekki betur séð en að þessi drauma heimur sé blátt áfram helvíti, full ur af djöfullegum fyrirmyndum sem spilla dómgreind okkar, ginna okkur til óheiðarleika á öllum svið ATVINNA Stúlka með góða enskukunnáttu óskar eftir at- vinnu við enskar bréfaskriftir og vélritun. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 8. þ.m. merkt: Atvinna 666 — 7175. Vanfar kvennmann til afgreiðslustarfa í nýlenduvörubúð. Upplýsingar á Langholtsveg 174, ekki í síma. Árni Sigurðsson. Stúlka óskast í eldhús. einnig sendisveinn foá kl. 9—12 f.h. — SÆLACAFÉ Brautarholti 22 DREKKIÐ Verð á heilum kössum (24 fl.) i verzl- unum kr. 60,55 (flaskan kr. 2,50) Verð á einstökum flöskum kr. 3,00. Yerksmiðjan afgreiðir ekki til einstaklinp. WE MUST FIND WHERE THEY HAVE HIDDEN THE EVIL DOG/ _ 1F THE DOG IS NOT FOUND AND DESTROYED, ALL OUR SHEEP WILLDIE/ THE NAVAHOS, WATCHING WIARK AND CHERRY'S EVERY MOVE, DO NOT SEE BIG WALKER LEAVE HIS HOGAN AND RIDE > OFF INTO THE NIGHT 1) ,M hundurinn ekki finnst ©g verður drepinn, þá deyja all- ar kindurnar okkar!!“ segir Göngugarpur. 2) „Við verðum að finna hund ( 3) Navahoindíánarnir eru svo inn, hvar sem þau hafa falið uppteknir af að fylgjast með hann“. | hverri hreyfingu Markúsar og J Sirríar, að þeir sjá ekki þegar Göngugarpur yfirgefur kofann sinn og ríður út í nóttina. um og leiða að lokum til úrslita sem hljóta óhjákvæmilega að verða hörmuleg. Trúið mér, sir, ég hef hugsað um allt þetta í heilan mán- uð. Hérna erum við nú t. d. að ana inn í þennan hluta heims, í þeim tilgangi að kenna Austur- landabúum að nota plastik til að eyðileggja járnbrautir og sprengja brýr. Og. .. .“ „Segið mér hvað skeði að lok- um?, greip Green ofursti hæglát- lega fram í fyrir hjá honum. „Já, sir .... svipurinn á Joyce, þegar hann kom út úr felustað sínum. Og hann hikaði ekki. Hann breytti alveg samkvæmt kennslu- bókinni, það þori ég að ábyrgjast. Hinn náunginn réðist á hann með svo miklum ofsa að þeir ultu báð- ir niður brekkuna — niður að fljót inu. Þeir staðnæmdust ekki fyrr en þeir voru næstum komnir út í vatnið. Með berum augum varð ekki annað séð en að þeir lægju þarna báðir hreyfingarlausir. En ég sá allt í sjónaukanum mínum. Annar maðurinn lá ofan á hinum. Sá einkennisbúni þrýsti nöktum, blóðugum líkama hins undir sér, með öllum sínum þunga, meðan tvær hamstola greipar læstust um kverkar hans. Ég sá það allt mjög vel. Hann lá endilangur rétt við hliðina á líkinu, .sem rýtingurinn stóð enn í. Þá, á þvi í sama andar taki uppgötvaði hann mistök sín, sir. Ég er alveg sannfærður um það. Hann uppgötvaði þá hrylli- legu staðreynd að hann hafði drepið rahgann ofursta. Ég sá hann. Hann þreif til skeiðanna. Hann stirðnaði. Ég gat næstum séð hvernig vöðvarn- ir 'hnykluðust. Eitt andartaik hélt ég að hann hefði tekið ákvörðun. En það var of seint. Hann var ger samlega þrotinn að kröftum. — Hann hafði eytt þeim öllum. Hann gat ekki gert neitt meira — eða vildi það ekki. Hann lét höndina síga og gafst upp. Alger uppgjöf, sir. Þér vitið hvernig það er þegar maður verður að gefast algerlega upp? Hann fól sig örlögum sínum á vald. Hann bærði varirnar og sagði aðeins eitt einasta orð. Eng- inn mun nokkru sinni fá að vita hvort það var formæling eða bæn, eða jafnvel einfalt tákn algerrar örvæntingar. Hann var ekki grimmlyndur eða morðfús, sir. SHÍItvarpiö Miðvikudagur 5. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna — tón- leikar af plötum. 18,30 Étvarps- saga barnanna: Pabbi, mamma, börn og bíll, eftir Önnu Vestly, IV. (Stefán Sigurðsson kennari). — 18,55 Framburðarkennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir og tón- leikar. 20,30 Lestur fornrita: — Mágus-saga jarls, — II. (Andrés Björnsson). 20,55 Islenzkir ein- leikarar: Gísli Magnússon píanó leikari. 21,25 Saga í leikformi: — Afsakið, skakkt númer, II. Flosi Ólafsson o. fl.). 22,10 Viðtal vik- unnar (Sigurður Benediktsson). 22,30 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson). 23,25 Dagskrárlok. Fimmtudagur 6. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Á frívaktinni — sjó mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt ir). 18,30 Barnatími: Yngstu hlust endurnir (Gyða Ragnarsdóttir). 18,50 Framburðarkennsia í frönsku. 19,05 Þingfréttir og tón- leikar. 20,30 Spurt og spjallað í útvarpssal: Þátttakendur eru dr. Björn Sigurðsson læknir, frú Theresia Guðmundsson veður- stofustjóri, Stefán Jónsson frétta- maður og Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor. — Sigurður Magnús- son fulltrúi, stjórnar umræðun- um. 21,30 Útvarpssagan: Útnesja menn VIII. (Séra Jón Thoraren- sen). 22,10 Kvöldsagan: Föðurást, eftir Selmu Lagerlöf IX. (Þórunn Elfa Magnúsdóttir rith.). 22,30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveit ar Islands í Austurbæjarbíói 21. október s. 1. — Sinfonía nr. 1 í c-moll eftir Brahms. Stjórnandi: Hermann Hildebrandt hljóðritað á tónleikunum). 23,10 Dagskrár- lok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.