Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 19
Miðvik'udagur 5. nóv. 1958 MOHCVTSnTAÐÍÐ 19 Bílstjóri dœmdur til að greiða öðrum hílsfjóra miklar skaðahæfur t HÆSTARÉTTI hefur verið kveðinn upp dómur í skaðabóta- máli sem tveir bílstjórar eiga hlut að, þeir Jón Ásgeir Guð- mundssson, bifreiðastjóri Berg- staðastræti 25 og Þorsteinn Jafet Jónsson, bifreiðastjóri Sörlaskjóli 94. Kröfur Jóns Ásgeirs í máli þessu urðu endanlega kr. 158.200.- legrar örorku gagnáfrýjanda, sem sem talin er 10%, þykja bæt- ur honum til handa samkvæmt þessum lið hæglega metnar kr. 50.000.00. Um 2. hð, þjáningabætur. Með skírskotun til raka héraðs- dóms þykir mega staðfesta ákvörðun hans um fjárhæð þján- ingabóta, kr. 18.000.00. Hér fyrir dómi hefur aðaláfrýj andi viðurkennt fjárhæðir 3.—6. liður í kröfu gagnáfrýjanda. Samkvæmt framanskráðu ber aðaláfrýjanda að greiða gagn- áfrýjanda, kr. 50.000.00 -f- kr. 18.000.00 + kr. 1187.00 + kr. 115.00 + kr. 2322.50 + kr. 750.00, þ.e. samtals kr. 72.374.50, auk 6% ársvaxta frá 27. desember 1951 til greiðsludags. Svo ber aðal- áfrýjanda og að greiða gagnáfrýj anda kr. 13.000.00 í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Viðurkenna ber lögveð gagn- áfrýjanda í bifreiðinni R-3613 fyrir framangreindum fjárhæð- um. 00, en þær sem honum voru dæmdar í undirrétti og síðan í Hæstarétti, urðu allmiklu lægri. Forsaga málsins er sú að í lok desembermánaðar 1951 varð á- rekstur á gatnamótum Njarðar- götu og Öskuvegar hér í bæ. Bif- reið Jóns Ásgeirs, R-3613, sem er sendiferðabíll var ekið á hægri hlið leigubifreiðarinnar R-116, sem er eign Þorsteins Jafets. Valt leigubíllinn á þakið ofan í skurð. Skemmdir urðu miklar á bílnum og einn farþegi í honum hlaut nokkur meiðsl. Þegar eftir slys- ið fór Jón Ásgeir í Landsspítal- ann til skoðunar. Varðandi þann þátt rannsókn- arinnar í málinu, hvors væri sökin á árekstrinum, var það talið hafa verið leitt í ljós, að Þorsteinn Jafet hafi eigi sýnt næga aðgæzlu, og það kom einnig fram að bifreið hans var ekki í fullkomnu lagi. Hefði hann átt að vægja fyrir leigubílnum sem hafi komið á vinstri hönd hans. Af þessum sökum var Þorsteinn Jafet talinn bera fébótaábyrgð. I Það kom í ljós, að meiðsli sem Þorsteinn Jafet varð fyrir þá er slysið varð og í fyrstu voru ekki talin alvarleg, urðu það er frá leið og það svo, að hann var alveg frá vinnu þar til í júní 1952, en síðan fór örorka hans minnkandi jafnt og þétt, en varanleg var örorkan talin eftir slysið 10%. Þá er slysið varð fékk hann nokkurt höfuðhögg og missti með vitundina, og það er af völdum þessa höfuðhöggs, sem hin var- anlega örorka er talin 10% að dómi læknis. Kröfur sinar í mál- inu, kr. 158.200.00 í héraði og fyrir Hæstarétti hefur Þorsteinn Jafet sundurliðað þannig: At- vinnutjón kr. 93.826,00, þjáningar o. fl. 60 þús. kr., og ýmiss annar útlagður kostnaður sundurliðað- ur 3374 krónur. í undirrétti urðu úrslitin þau að Þorsteini Jafet voru dæmdar kr. 92.374,50 auk vaxta. í Hæstarétti var skaðabótakraf an sem Þorsteini Jafet var dæmd enn lækkuð, en þar segir m.a. í forsendum: Eftir að dómur gekk í héraði hefur Bergþór læknir Smári hinn 14. júní 1958 skoðað gagn- áfrýjanda (Þorstein Jafet Jóns- son) að nýju. Telur læknirinn skoðun þessa ekki leiða neitt nýtt í ljós og örorkumat sitt frá 31. ágúst 1955 því vera óbreytt. Þá hetur endurrit af skattfram- j tali gagnáfrýjanda fyrir árið 1957 verið lagt fram hér fyrir dómi. Fallast ber á þá úrlausn héraðs dómara, að slys það, sem um ræðir í máli þessu, verði eigi að neinu leyti rakið til óvarkárni gagnáfrýjanda. Ber aðaláfrýj- anda (Jóni Ásg. Guðmundssyni) því að bæta honum tjón hans að fullu. Verða nú einstakir kröfuliðir athugaðir. Um 1. lið, atvinnu- og örorku- bætur. Gagnáfrýjandi virðist lítið hafa geta unnið fyrstu 6—7 mán- uði eftir slysið og hann hefur ekki treyst sér til að taka aftur upp bifreiðarakstur. Hins vegar hefur hann stundað verkamanna- vinnu síðan 17. júlí 1952, svo sem segir í héraðsdómi, og sýn- ast tekjur hans af þeirri vinnu hafa verið svipaðar og almennt gerðist um verkamenn á sama tíma, en nokkuru lægri en tekjur bifreiðarstjóra. Þegar þessa er gætt og jafnframt litið til varan- Umferðaþáttur Um reiðhjól og skellinöðru UMFERÐARLÖGIN hafa að geyma nokkrar sérreglur um reiðhjól. Að sjálfsögðu gilda all- ar almennar umferðarreglur um hjólreiðamenn sem aðra vegfar- endur, og sömu reglur gilda um venjuleg reiðhjól og reiðhjól með hjálparvél, sem almenningur hef- ur gefið nafnið „skelliaóðrur", að því undanteknu, að aldrei má flytja farþega á skellinöðru, þó heimilt sé stundum á reiðhjóli. En reglan er sú um reiðhjól, að engir mega flytja á þeim far- þega, sem yngri eru en 17 ára. Vanir hjólreiðamenn, eldri en 17 ára, mega reiða yngra barn en 7 ára á reiðhjóli, enda sé barn- inu ætlað sérstákt sæti á hjól- inu og þannig um búið, að því stafi ekki hætta af hjólteinun- um. ökumaður reiðhjóls — eða reið hjóls með hjálparvél — skal ávallt hafa aðra eða báðar hend- ur á stýri og báða fætur á hjól- stigum. Sá algengi leikur barna að sleppa báðum höndum af stýr- inu í senn er bannaður, enda stórhættulegur. Hjólreiðamanni er óheimilt að hanga aftan í öðr- um ökutækjum á ferð, sömuleiðis er honum bannað að leiða annað reiðhjól, þótt það sé mannlaust. Hjólreiðamenn mega aldrei aka tveir eða fleiri hlið við hlið á vegi. Séu tveir eða fleiri saman á ferð hjólandi, skulu þeir í þess stað aka í röð og halda sig við vinstri vegarbrún, eins langt til vinstri og þeim frekast er unnt. Eru þeir þá hraðskreiðari farar- tækjum til minnsts trafala. Þegar hjólreiðamenn breyta um akstursstefnu, skulu þeir gefa þá fyrirætlun sína greini- lega til kynna áður með handa- bendingum til hægri eða vinstri eftir atvikum. Skiptir auðvitað engu máli hvort þeir hyggjast beygja á vegi eða gatnamótum. Algerlega er bannað að aka | reiðhjóli á gangstéttum eða yfir | þær. Sá, sem leiðir reiðhjól, má j ekki fara með það eftir gang- stéttum eða gangstígum, þar sem það er til óþæginda fvrir aðra vegfarendur. Að öðru leyti gilda um hann sömu reglur og um aðra : gangandi vegfarendur. í umferðarlögunum er svo fyr- ir mælt í 8. gr., að á hverju reið- hjóli skuli vera: ! a. Hæfilega traustur hemill. b. Ljósker, er sýni hvítt eða dauf gult ljós í hæfilegri fjarlægð framan frá, þegar reiðhjólið er notað á ljósatíma. c. Rauðlitað glitauga eða Ijós- ker aftan á reiðhjólinu. . d. Bjalla. Eigi má nota annað hljóðmerkjatæki á reiðhjól. e. Lás. Sama gildir um reiðhjól með hjálparvél með þeirri viðbót, að á þeim skulu vera tveir hemlar, sem verka sjálfstætt, hvor um sig, og rafmagnsljós, tengt við rafal. í stað bjöllu má nota ein- tóna horn. Til að aka venjulegu reiðhjóli þarf enga ökuheimild, en börn yngri en 7 ára mega ekki aka þeim á almannafæri. Til að aka reiðhjóli með hjálparvél þarf hins vegar ökuheimild, sem lög- reglustjórar gefa út. Slíka ökuheimild má veita þeim, sem orðnir eru 15 ára gamlir og hafa næga kunnáttu í umferðarreglum og akstri að dómi lögreglustjóra, svo og nægi- lega líkamlega og * andlega hreysti. Það er nýmæli í umferðarlög- unum, að nú skal vera lás á hverju reiðhjóli og skellinöðru. Ennfremur er ákveðið, að reið- hjól sem skiliff er eftir á altnanna færi, skuli vera læst og þannig frá því gengið, að af því stafi ekki hætta eða truflun fyrir um- ferð. Þannig má t. d. ekki skilja svo við reiðhjól (eða skellinöðru) að hætta sé á að það falli og valdi tjóni eða truflun á umferð. Ákvæðið um, að reiðhjól skuli vera læst, er sett til að sporna við reiðhjólaþjófnuðum, sem bæði eru algengir og oft erfiðir að upplýsa. Sá, sem hyggst nema staðar á reiðhjóli, skal gefa merki um það áður með því að rétta upp aðra höndina. Jafnan ber að skilja hjól eftir við vinstri brún akbrautar. Um ökuhraða gilda sömu regl- ur og um önnur ökutæki. En elcki mega hjólreiðamenn frem- ur en aðrir gleyma þeirri meg- inreglu, að hraðinn má aldre; vera meiri en svo, að stöðva megi farartækið á þriðjungi þeirrar vegalengdar, sem auð er og hindrunarlaus framundan, og alltaf í samræmi við færð, stað- hætti, ástand ökutækis, skyggni og aðra umferð, svo að akstur- inn valdi öðrum vegfarendum hvorki hættu né óþægindum. Undir það að valda öðrum veg- farendum óþarfa óþægindum fellur hávaffi. Unglingar á skelli- nöðrum virðast hafa einstaka ánægju af að láta glymja sem hæst í vél sinni, taka jafnvel hljóðdeyfana af þeim, svo að hávaðinn verður ennþá meiri. Slíkt er algerlega bannað, enda öllum til ama nema kannske þeim, sem telja þann mestan, sem hraðast ekur og ógætilegast og með mestum gný. En slíkir ung- lingar eiga alls ekkert erindi í umferðina. Skellinaðran er þeim leikfang en ekki góður farar- skjóti. Innilegt þakklæti sendi ég öllum þeim, sem með heim- sóknum, gjöfum og skeytum gerðu mér sjötugsafmæli mitt, 14. okt. sl., ógleymanlegt. Sigurður 6. Sædal. List um Austfirði NESKAUPSTAÐ, 3. nóv. — Listamenn frá Listkynningu rík- isútvarpsins og menntamálaráðs „List um landið", héldu sam- komu í barnaskólahúsinu í gær- kvöldi. Kristinn Hallsson söng einsöng með undirleik Fritz Weisshappels strengjakvintett lék undir stjórn Þorvaldar Stein- grímssonar Lítið næturljóð eftir Mozart. Listamönnum var ákaft fagnað og urðu þeir báðir að syngja aukalög. Þá las Jakob Thorarensen skáld upp úr kvæð- um sínum. Loks var flutt óperan Ráðskonuríki eftir Pergolesi. Sönghlutverkin fluttu þau Þur- íður Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson, en auk þeirra lék Krist- inn Hallsson þögult hlutverk og strengjasveitin og Fritz Weiss- happel léku óperutónlistina. Óperunni var mjög vel tekið, enda slcemmtileg og afar vel flutt af öllum þátttakendum. Aðsókn var mjög góð að sam- komunni og í lokin flutti Bjarn! Þórðarson, bæjarstjóri, lista- mönnunum þakkir bæjarbúa fyr- ir komuna, en fararstjóri þeirra, Guðmundur Jónsson óperusöngv- ari, þakkaði móttökurnar. Listafólkið er á ferð um Aust- firði og hefur þegar komið fram á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði, en héðan fór það til Seyðisfjarðar. Guðmundur Jóns- son lét mjög vel af móttökum og aðsókn alls staðar þar sem flokk- urinn hefur enn komið hér eystra. — Fréttaritari. Auglýsendur ! AUar auglýsingar, sem birtast eiga í sunnu- dagsblaðinu, þurfa að hafa borizt fyrir kl. 8 á föstudag. Dt$r03itUbla|ii5 rrw——M—lir «imvmniiin iiifranmurm u«mwirii ■ imnnimni'i Móðir mín HELGA BALDVINSDÓTTIR andaðist í Elliheimilinu Grund, 3. nóvember, — Jarðarförin auglýst síðar. Friðrik Jónassoit. Elskulegur eiginmaður minn ALEXANDER D. JÓNSSON sölumaður, andaðist 4. þessa mánaðar í Landakotsspítala. Fyrir hönd aðstandenda. Björg Þorsteinsdóttir. Sonur minn og faðir okkar HARALDUR ERLENDSSON andaðist að Sólvangi Hafnarfirði að morgni 4. þ.m. Jóhanna Einarsdóttir, Sjöfn Haraldsdóttir, Eygló Haraldsdóttir. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma ANNA EINARSDÓTTIR óðinsgötu 16, andaðist í Heilsuverndarstöðinni 3. nóv. sl. Jarðarförin ákveðin síðar. Gísli Signrðsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Sonur okkar GUNNAR VIÐAR JÓNSSON lézt af slysförum hinn annan þ.m. að heimili okkar ! Wilmington, Delaware. Margrét og Jón Hannesson. Jarðarför elsku litla drengsins okkar EINARS SVERRIS fer fram fimmtudaginn 6. þ.m. kl. 2 e.h. frá Dómkirkj- unni. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hins látna kl. 1 að Laugarnesvegi 80. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á minningarspjöld þau sem fást hjá Andrési Andréssyni, Laugaveg 3 og verður vísir að sjóði sem ber nafn hins látna. Ágnstína og Sverrir Ágústsson, systkini og aðrir vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför TEITS ERLENDSSONAR Aðstandendur. Innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa ÓLAFS M. STURLAUGSSONAR Stykkishólmi. Ágústa Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. Þökkum af alhug öllum sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föð- ur okkar og tengdaföður KRISTlANS M. HUSEBY Sérstakar þakkir færum við Félagi jarniðnaðarmanna. Matthildur N. Huseby, börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.