Morgunblaðið - 05.11.1958, Page 6

Morgunblaðið - 05.11.1958, Page 6
6 MOKCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. »óv. 1958 FUNDURINN I GENF FRAMLEIÐSLA kjarnorkuvopn- anna og sú útsýn sem opnast, ef sá dagur rynni upp að þau yrðu notuð, veldur mannkyninu vax- andi áhyggjum. Þetta vita stjórn- málamenn hinna ýmsu landa full vel og til þess að koma til móts við almenningsálitið hafa þeir fallist á að setjast á rökstóla um það, hvernig komið vc-rði í veg fyrir þann voða sem kjarnorku- styrjöld gæti haft í för með sér. í þessum málum hafa klögu- málin sífellt gengið á víxl, ein þjóðin hefur brigslað annarri um stríðsæsingar og hættulegar kjarnorkutilraunir, sem geti sýkt allt andrúmsloft manna á jörð- inni og hver hefur eftir beztu getu reynt að notfæra sér í á- róðursskyni þær áhyggjur, sem mannfólkið hefur í vaxandi mæli af kjarnorkuvopnum. ★ Nú er kominn sáman fundur í Genf, þar sem fulltrúar Banda- ríkjanna, Englands og Rússlands ræða um möguleika á því að koma því á að framleiðsla kjarn orkuvopna hætti og að trygging sé fyrir því að þær reglur, sem um það séu settar, verði haldn- ar. Á síðasta hálfa ári var mikið rætt um kjarnorkumálin. Hinn 31. marz spiluðu Sovétríkin einu áróðurstrompinu út, þegar rússn eska stjórnin lýsti því yfir að hún myndi einhliða falla frá því að gera frekari tilraunir með kjarn orku. Þetta hafði mikið áróðurs- gildi fyrir Rússa í ýmsum lönd- um og þá sérstaklega þeim, sem kallast hlutlaus. Að vísu var þessi yfirlýsing Rússa bundin því skilyrði að um framtíðina í þessu efni færi eftir því hvernig Vest- url. brygðust við. Rússar höfðu valið tímann hyggilega til þess- arar yfirlýsingar. Þeir höfðu þá nýlega lokið við mikla keðju af tilraunum, en Ameríkumenn og Englendingar voru einmitt þá að hefja tilraunir, sem þeir töldu þýðingarmiklar. Það var þess vegna ekki mögulegt, út frá sjón armiði kjarnorkuveldanna tveggja á Vesturlöndum, að feta í fótspor Rússa. En hinn 22. ágúst lýstu Bandaríkjamenn og Eng- lendingar því yfir að þeir mundu hætta tilraunum með kjarnorku- vopn í eitt ár, frá því að fund- urinn í Genf hefði byrjað svo framarlega sem það kæmi í ljós að árangur þess fundar ýrði að dómi þeirra fullnægjandi. En fram að þeim tíma sprengdu Bretar og Bandaríkjamenn sprengjur sínar. Rússar horfðu á og undirbjuggu í kyrrð næstu tilraunir sínar. Það var hinn 3. október, 4 vikum áður en fund- urinn í Genf byrjaði, að Rússar risu upp með sakleysissvip og sögðu að Bandaríkjamenn og Eng lendingar hefðu aðeins viljað afla sér hernaðarlegs ávinnings meðan Rússar hættu tilraunum og þannig gæti það ekki orðið áfram. Og svo fóru kjarnorku- sprengjurnar aftur að springa í austurátt. ★ En mitt í öllu þessu moldviðri áróðurs, geislaryks og sprenginga gerðist atburður, sem vakti nýj- ar vonir. Hinn 24. maí í ár hafði Eisenhower forseti skrifað bréf til Krúsjevs, þar sem sagt er frá því að sérfræðingafundur yrði haldinn til þess að skera úr um það, hvort ekki væri unnt að koma á öruggu eftirliti með kjarnorkusprengingum, hvar sem væri á hnettinum. Þessi fundur kom saman hinn 1. júní í Genf og stóð í 6 vikur. Hinn 31. ágúst birtist yfirlýsing þessa fundar og þá hafði skeð það und- ur að kjarnorkusérfræðingar í austri og vestri höfðu orðið á einu máli. Álit þeirra var í stuttu máli það, að hægt væri að stofnsetja 170 eftirlitsstöðvar á landi og 10 eftirlitsstöðvar á skipum víðs vegar um hnöttinn og nægði það til að hafa fullkomið eftirlit með því, hvort kjarnorkusprengingar færu fram eða ekki. Samkvæmt áliti sérfræðinganna voru tækni- legar leiðir til þess að hafa eftir- lit með kjarnorkusprengingun- um, en nú væri eftir að vita, hvort stjórnmálamennirnir kærðu sig um að notfæra sér þessa möguleika. Um það er svo rætt á þeim fundi í Genf, sem nú stendur yfir. Sérfræðingarnir hafa sagt að tæknilegir örðug- leikar séu ekki fyrir hendi, en nú er það stjórnmálamannanna að skera úr um, hvert áframhaldið verður. Mikið er nú rætt um fundinn í Genf meðal stjórnmálamanna og stjórnmálaritara um allan heim. Ekki er unnt að segja að menn séu bjartsýnir á árangur- inn. Áróðursvélarnar eru sífellt ÍJullum gangi. Og hver aðili vill að hann sjáist í sem allra beztu ljósi. Rússar hafa lýst því yfir að þeir hugsi ekki til þess að hætta tilraunum sínum í eitt ár þó Genfarfundurinn byrji, heldur vaki fyrir þeim að unnt væri að hætta tilraunum að fullu og öllu. Dulles sagði frá óðara, að ef Rússar héldu áfram, þá stæði boð Bandaríkjamanna um það að hætta tilraununum við upphaf fundarins ekki lengur. Svo heyrð ist ný rödd í þessum kór, sem var rödd de Gaulles, þar sem hann lét í ljós fyrir hönd Frakka, að þeir teldu sig ekki bundna af þeim niðurstöðum, sem fundur- inn kynni að komast að. Og talið Eisenhower ræðir hér við James J. Wadsworth sendiherra, en hann er formaður bandarísku nefndarinnar á fundinum í Genf. er að Kínverjar muni gefa út svipaða yfirlýsingu. í þessu sambandi er að geta þess, að þær þjóðir, sem nú hafa ráð á atómvopnum, kæra sig ekki um að fleiri þjóðir hafi þau einnig undir höndum. Ef til vill verður þetta til þess að gera þær liprari í samningum í Genf. — Ameríkumenn og Englendingar hafa fyrir nokkrum vikum látið í ljós að þeir mundu yfirvega að hætta kjarnorkutilraunum að fullu og öllu. Niðurstaða Genfar- fundarins veltur á því hvort Rússland vill beygja sig undir alþjóðlegt eftirlit með fram- leiðslu kjarnorkuvopna, eins og séríræðingarnir hafa lýst yfir að sé mögulegt. ★ Ennþá fellur geislavirkt ryk á jörðina, en síðan 1945 hafa verið sprengdar upp meira en 130 kjarnorkusprengjur og 23 vetnis- sprengjur. Talið er að spilling loftsins hafi stóraukizt á allra síðustu vikum. Vísindamennirn- ir vara sífellt við hinum hættu- legu afleiðingum af aukinni eitr- skrifar ur dagiegq lífínu ] Sjálfvirk upplýsinga- miðlun eftir lokun jnRIÐRIK Þorvaldsson hefur skrifað Velvakanda eftir- farandi bréf, vegna ummæla „Eins af bryggjunni“ í þessum dálkum: „Einn af bryggjunni" skrifar í Morgunblaðið um óþægindi, sem hann varð fyrir í 3 klst. af völd- um Akraborgar. Við að segja honum málavexti, hefði mér kom ið betur, að hann héti einhverju öðru nafni en þessari langloku og ætla ég því að stytta nafn hans í Ferðamann vegna orðalagsins. Þar er þá til máls að taka, að það urðu fleiri en Ferðamaður fyrir barðinu á okkur um þessar mundir, því daginn áður fór skip- ið skv. áætlun frá Rvk. Þegar til Akraness kom, var þar ófært og Borgarfjörður reyndizt líka ófær, svo ekki varð komizt til Borgar- ness að heldur. Var því ekki um annað að gera, en snúa til sama lands aftur og höfðu þá farþegar hlotið tímasóun og hrakreisu. Nú er það reynsla, að .þegar veðrahamur er um garð genginn, tekur nokkurn tíma að vinna upp raskið. Stundum duga ekki 3 tím- ar til þess, jafnvel ekki 3 dagar, og er þetta fyrirbæri hjá ölium samgöngufyrirtækjum. Þrátt fyrir þessa skýringu, er ég Ferðamanni sammála um það, að töfin var slæm, og ég hefði getað firrt hann og fleiri óþæg- indum með því að láta skipið fara á réttum tíma. En það er nú einu sinni svo, að maður getur ekki undantekningarlaust ákvarð að öll atvik og störf á klukku- skífunni. Þetta skilja flestir, en umbera með mismunandi þolin- mæði, og mér finnst að gæti ó- þæginda í orðalagi Ferðamanns, þegar hann minnist á, að töfin hafi orsakazt af því, að skipið var sent áfram til Borgarness að sækja mjólk. Það er rétt. Þar voru milli 10 og 20 tonn af mjólk, sem þurí'ti að flytja til Reykja- víkur. Vill nú ekki hinn góði Ferða- maður líta á málið frá minni hlið? Ef ég hefði aðeins hugsað um hann, hefðu bændur í Borgarfirði orðið fyrir fjárhagstjóni og mjólk orðið af skornum skammti í Reykjavík. Hvað hefðu þessir að- ilar mátt segja? Sú ásökun Ferðamanns, að ekkert hafi verið tilkynnt um breytinguna er ekki rétt. En hvort hann hlustar á útvarp, veit ég ekki. Og geta má þess, að auk upplýsinga í skrifstofutíma, sem venjulega er nokkuð langur, hefir afgr. í Rvík sjálfvirka upplýs- ingamiðlun eftir lokun, sem er í beinu sambandi við símakerfi Akraness, Borgarness og Reykja- víkur. Erfitt að samrýma farþega- og vöruflutning E^ETTA er þá sagan í stuttu * máli, en margt er ósagt um þá erfiðleika að samræma far- þega- og vöruflutning á einu og sama farartæki, einkum vegna þess hve vörumagnið er breyti- legt frá degi til dags. Þrátt fyrir það raskast áætlun skipsins nær aldrei, enda reynir starfslið fyrir- tækisins, hvar sem er, að fyrir- byggja slíkt. En þegar óhjákvæmi legt er, neyðist maður til breyt- inga, þótt yfir vofi ras þeirra manna, sem telja sig þui-fa að hlaupa lífið á enda á einhverjum sjömílna skóm, án þess að taka tillit til allra aðstæðna. Vegna slíkra manna, væri óskandi, að aldrei springi dekk á bifreið né torfæra kæmi á veg eða flugleið, því þá gagnar lítt þó asinn sé uppi. Á yfirborðinu virðist Ferða- maður vera gramur vel, en auð- fundið er að honum er hlýtt til fyrirtækis þess, sem ég veiti for- stöðu, og sérstaklega þakka ég honum vinsamleg ummæli um skipið og áhöfn þess. Þá er það og þakkarvert, hve annt honum er um það, sem hann kallar „fólk- ið“ og fullyrðir, að betur myndi að því búið, ef samkeppni væri á leiðinni. Það er nú svo. Ég veit ekki betur en að bílar af ýmsum gerðum séu á þönum nótt sem dag að flytja farþega til sömu áfangastaða og við. En ég skal nú sleppa þessu og halda á málinu eins og Ferðamaður óskar. Ein- mitt vegna samkeppnisleysis er bátkoppur settur í ferðirnar meðan Akraborg er í hreinsun, segir hann. Mér skilst, að ef sam keppnin væri nógu hörð, þá myndi ég tilneyddur að hafa frambærilegt skip þá daga. En til þess að skemma ekki all- ar sigurvouir hans, skal ég játa að vanþekking mín á skipakosti landsins er svo mikil, að ég hefi engar spurnir um skip, r lægi á lausu, sem í samanburði við Akraborg væri ekki auðvelt að kalla bátkopp. Þegar svo ekkert hefir hafzt upp úr krafsinu annað en vöru- skip, er ég og samverkafólk mitt óþreytandi að vísa fólki á bílana, eða telja það á að reyna að bíða eftir að Akraborg komi aftur, sem nú síðast tók aðeins fjóra daga. Litla telpan og kötturinn VELVAKANDI hefur komizt í kynni við litla telpu, sem er alveg óhuggandi. Og þar sem hann getur ekki staðist litlar telpur með tárin í augunum, ? sendir hann nú út kall til þeirra sem hafa séð bröndóttan kött með hvíta bringu síðan á fimmtudag kl. 6. Þá sást drengur með um- ræddan kettling fyrir utan búð- ina á Dalbraut 3. En síðan hefur ekkert til kattarins spurzt. Ef einhver skyldi hafa orðið var við þennan sárt tregaða kött og gerir aðvart í síma 32313, þá þerrar litla telpan áreiðanlega tárin úr augunum. un loftsins af völdum kjarnork- unnar. Almenningur horfir á þetta með hryllingi og ótta og væntir þess að stjórnmálamenn- irnir finni eina eða aðra leið til að hætta þessu kapphlaupi, sem felur í sér bráðan voða fyrir hvert mannsbarn á öllum hnett- inum. Breiðfirðinga- félagið í Beykja- vík 20 óra EITT fjölmennasta átthagafélag landsins er nú að verða 20 ára. Það var stofnað af nokkrum ágætum Breiðfirðingum í nóv. 1938, og mun halda tvítugsaf- mæli sitt hátíðlegt með veglegu samsæti í félagsheimilinu Herðu- breið, hinn 22. nóv. nk. Þar verða ræður og minni flutt, söngur, dans og calýpsóparið Nína og Friðrik syngja þar og skemmta. Breiðfirðingafélagið hefur starf að að ýmiss konar menningar- málum og leitast við að treysta tengslin milli þeirra sem heima eru og heiman eru fluttir. Þetta hefur verið gjört með fundum og skemmtisamkomum hér í borginni, og ferðalögum til heimastöðvanna við Breiðafjörð. Hafa þá gjarnan verið gefnar gjafir til átaks og eflingar menn- ingarmálum heima, skemmtisam- komur og söngskemmtanir haldn ar. Tveir vinsælir sönghópar hafa starfað á vegum Breiðfirð- ingafélagsins undir stjórn hins snjalla söngstjóra, Gunnars Sig- urgeirssonar: Breiðfirðingakór- inn og Leikbræður. Félagið hefur einnig gefið út tímaritið Breiðfirðing, sem flyt- ur margs konar fróðleik, og minn ingargreinar um merka Breið- firðinga. Ennfremur starfrækir félagið og stofnaði Minningarsjóð Breið- firðinga, og hefur einnig stofnað við hina nýju Móðurkirkju Matthíasar Jochumssonar á Reykhólum, Minningarsjóð breið- firzkra mæðra. Eitt af aðaláhugamálum félags- ins nú er byggðasaga Breiða- fjarðar, en ekki er enn fullráðið, hvernig því starfi verður hagað. Ennfremur er rwikill áhugi á byggðasafni við Breiðafjörð og kvikmyndatöku þar vestra. Árlega hefur félagið skemmti- samkomur fyrir aldraða Breið- firðinga og jólatréssamkomur fyrir börn. Félagið er nú aðaleigandi Breiðfirðingabúðar í Reykjavík og hefur það verið mikið fjár- hagslegt átak, sem tryggir varan- legt húsnæði, en húsnæðismálin eru eitt helzta vandamál átt- hagafélaga í Reykjavík. Má því segja að hagur og störf þessa félags sé með allmiklum blóma við tvítugsaldurinn. Eru Breiðfirðingar og venzla- fólk þeirra hvatt til að láta sem fyrst vita um þátttöku sína í væntanlegum hátíðahöldum 22. nóv. nk., en það er mikils virði til að auðvelda störf undirbún- ingsnefndarinnar. Sömuleiðis er ungt fólk að vestan hvatt til að ganga í félag- ið, en ungt fólk sækir nú spila- kvöld og skemmtifundi félagsins í Breiðfirðingabúð betur en oft áður, þar eð aðsókn að „Búð- inni“ er mjög vaxandi í seinni tíð. Stjórn félagsins skipa nú tíu manns og er Árelíus Níelsson formaður, Erlingur Hansson rit- ari. Alfons Oddsson gjaldkeri og Jóhannes Ólafsson varafor- maður. Auglýsingagildi blaða fer aðallega eftir les- endafjölda þeirra. Ekkert hérlent blað kem- þar í námunda við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.