Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 5. nóv. 1958 Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. „AHUGI FRAMSÓKNAR EKKI REYNST » IORÐI kveðnu neitar eng- inn nauðsyninni á endur- skoðun kjördæmaskipun- arinnar. Jafnvel Framsóknar- menn hafa oftast, þegar á mál- ið er minnzt, mörg orð um, hversu núverandi skipan sé gölluð. Framsóknarmenn höfðu lengi við orð, að eðlilegast væri að skipta öllu landinu í einmennings kjördæmi, láta þann vera kos- inn, sem flest fær atkvæðin og hafa enga uppbótarmenn. Þessi háttur er tíðkaður í Engil-sax- neskum löndum og hefur þar gef- izt vel, þó að á honum séu auð- sæir gallar. í leit að viðunandi kjördæmaskipun könnuðu Sjálf- stæðismenn í stjórnarskrárnefnd á sínum tíma, hver alvara Fram- sóknarmönnum væri með þessar hugmyndir. Þegar í Ijós kom, að Sjálfstæð- ismenn ætluðu Reykvíkingum nokkurn veginn sama rétt og öðrum, — og var þó ekki jafnað til fulls — þá voru Framsóknar- menn ekki til viðræðu um málið. Duldist ekki, að fyrir þeim hafði fyrst og fremst vakað með þessu tali að nota einmenningskjör- dæmin til að ganga á rétt Reyk- víkinga. ★ Stundum láta Framsóknar- menn svo sem þeir vilji, að stjórn arskrármálinu og þar með kjör- dæmaskipuninni verði ráðið til lykta á sérstöku stjórnlagaþingi. En hvernig á að kjósa til þess? Við endurskoðun stjórnarskrár innar eða samningu nýrrar koma upp mörg vandamál. Öll eru þau smáræði miðað við sjálfa kjör- dæmaskipunina. Alþingi fer með veigamesta hluta ríkisvaldsins, eins og nú ér bæði með löggjaf- arvaldið og ákvörðun þess, hverj ir skuli vera i ríkisstjórn. Sum- ir vilja taka hið síðartalda af Alþingi, og láta forseta íslands einan velja ríkisstjórnina, svip- að og gert er í Bandaríkjunum. Mjög er hæpið, að sú aðferð henti íslendingum, enda ýmsir í Bandaríkjunum, sem mundu sjálfir miklu fremur kjósa þjóð sinni þingræðisfyrirkomulag að enskum hætti. En jafnvel þó að valdið til á- hrifa um það, hverjir séu í ríkis- stjórn, væri tekið af Alþingi, mundi þingið halda áfram að vera meginás stjórnskipunar okk ar. Kjördæmaskipunin hefur því og hlýtur að hafa úrslitaþýðingu óg um hana hefur ekki náðst sam komulag. En þessi vandi vaknar strax fyrirfram, ef ákveðið væri að hafa stjórnlagaþing. Ákvarðanir þess mundu mjög mótast af því, hvernig til þess væri kosið. Úr því að menn hafa ekki getað kom ið sér saman um nýja kjördæma- skipun til Alþingis, er sízt lík- legra, að menn verði ásáttir um kjördæmaskipun til stjórnlaga- þings. Framsóknarmenn hafa og vikið því frá sér að koma fram með ákveðna tillögu um það efni. ★ Þegar V-stjórnin var mynduð í júlí 1956, var eitt atriði stjórn- arsáttmálans þetta: „Ríkisstjórnin mun vinna að því, að lokið verði á starfstíma MIKILL" stjórnarinnar endurskoðun stjórn arskrár lýðveldisins og kosninga laga og munu stjómarflokkarnir vinna að samkomulagi sín á milli um lausn þess máls“. Einræðisandinn, sem ríkti við myndun V-stjórnarinnar sést af því, að þarna er ráðgert, að stjórnarflokkarnir einir semji um þetta mál og ráði því til lykta án þess að kalla til stærsta flokk þj óðarinnar, Sj álfstæðisflokkinn, sem nær helmnigur þjóðarinnar fylgir. Sanngirninni var því ekki fyrir að fara, en hvað um vilj- ann til framkvæmda? Hinn 29. júní 1956 hafði Tíminn viðurkennt að kosningaskipunin, „þarfnaðist eigi að síður gagn- gerra umbóta. Slíkar umbætur verða hins vegar ekki gerðar í einni svipan, heldur krefjast undirbúnings af hendi færustu manna. Slíkan undirbúning þyrfti vissulega að hefja sem fyrst1'. Þetta sagði Tíminn fyrir 2Vz ári. Hefði þess vegna mátt ætla, að hendur væru látnar standa fram úr ermum. En hvað segir Tíminn nú? Sunnudaginn 2. nóv. segir þar: „Enginn mun hafa á móti þvi að þetta samningsákvæði verði framkvæmt, og af hálfu Fram- sóknarflokksins voru þegar á sl. vetri tilnefndir menn til þess að taka þátt í viðræðum um þetta mál við fulltrúa frá hinum stjórn arflokkunum. Tímanum er ekki kunnugt um, hvort hinir flokk- arnir hafa tilnefnt fulltrúa". Finnst mönnum ekki mikið til um þá orðheldni, að því skuli lýst yfir meira en tveimur ár- um eftir að samningur er gerð- ur, að „enginn muni hafa á móti því, að þetta samningsatriði verði framkvæmt"? Svikin eru orðin svo alvanaleg, að það er talið til tíðinda, að „enginn muni hafa á móti“ efndum eins atriðis! En hvað líður sjálfum fram- kvæmdunum? Tíminn, sem fyrir 2% ári sagði: „Slíkan undirbún- ing þyrfti vissulega að hefja sem fyrst“, hefur ekki haft fyrir því að kynna sér hvort hinir flokk- arnir hafa tilnefnt menn til undirbúnings! Það er ekki að ástæðulausu, sem Þjóðviljinn segir hinn 31. október: „Hefur áhugi Framsóknar- flokksins til að vinna það verk vægast sagt ekki reynzt mikill". ■k Um sanngildi þessa þarf ekki að efast. Framsóknarmenn halda áreiðanlega uppteknum hætti og reyna að eyða málinu með ein- skis verðu spjalli en hrökkva ætíð undan, þegar kemur að á- kveðinni tillögugerð. Þetta er eðlilegt. Sérréttindi þeirra og völd hvíla að mestu leyti á hinni ranglátu kjördæmaskipun. f -I ,'jli hennar hafa þeir búið um sig í ýmsum valdastöðum þjóð- félagsins og notað þá aðstöðu til að byggja upp sterkasta fjármála veldi sem nokkurn tíma hefur verið til á íslandi. Nú er sannarlega tími kominn til þess, að aukaatriðin verði sett til hliðar og fundin verði lausn, sem eyðir spillingaröflunum og lætur lýðræðið á íslandi njóta sín. UTAN IIR HEIMI Aldarafmœli Theodors Roosevelts 26. forseta Bandaríkjanna Teddy, eins og hann var kall- aður, var óþreytandi í þeirri á- kvörðun sinni að treysta og styrkja líkama sinn. Hann stund- aði líkamsæfingar reglulega í í litlum leikfimisal, sem hann kom upp á heimili sínu, sótti tíma hjá íþróttafélögum og gekk dög- um saman í gegnum skóga Nýja Englands. Með þessu tókst hon- um ekki aðeins að styrkja veik- byggðan líkama sinn, heldur bar hann af öðrum hvað snertir líkam legt atgervi. Hann var góður rithöfundur og afkastamikill, og viðfangsefni hans voru margs konar. Eftir hann liggja m.a. sögurit, ævisögur, ann álar, ritgerðir, náttúrurannsókn- ir og stjórnmálarit, og öll ein- kennast verk hans af skýrum og hröðum stíl. Þegar hann var í hernum, var hann athafnamikill og félags- lyndur. Hann skipulagði og stjórn aði þekktu riddaraliði í spænsk- ameríska stríðinu, og gekk það undir nafninu „Rough Riders". Menn hans báru mikið tramst til hans og voru honum mjög hand- gengnir. Þeir fylgdu honum ó- trauðir gegnum illfærur, þegar þeir réðust gegn spænsku varn- arherjunum rétt fyrir utan Santi- ago á Kúbu. Þarna unnu þeir afrek, sem fræg eru orðin, og með því áunnu þeir sér virð- ingu amerísku þjóðarinnar. Meðal vísindamanna var Roose velt talinn góður náttúrukönnuð- ur og einkar ábyggilegur heim- ildarmaður hvað snerti líf villtra dýra. Þess má geta, að árið 1909 fór hann t.d. í visindaleiðangur til Afríku á vegum Smithsonian- stofnunarinnar í Washington. Ár- ið 1913 fór Roosevelt til Suður- Ameríku og hélt fjölda fyrir- lestra fyrir vísindafélög og safn- aði sýnishornum úr frumskógum Brazilíu fyrir náttúrugripasafn- ið í New York-borg. Nokkru síð- ar útnefndi Brazilíustjórn hann leiðsögumann könnunarleiðang- urs, sem farinn var í þeim til- gangi að kanna farveg óþekkts fljóts, er merkt var ógreinilega á landakortum og gefið heitið „River of Doubt“. Þetta var löng og hættuleg leið, og þurfti m.a. að fara 1.450 km. yfir auðnir og vegleysur. 1 þessari för varð Roosevelt hættulega veikur af sótthita og við það bættist, að leiðangursmenn misstu mikið af birgðum sínum. Þegar þeir komu aftur úr förinni, heiðraði Brazilíu stjórn Roosevelt með því að nefna fljótið eftir honum. Þótt Roosevelt ferðaðist mikið erlendis, var hann mjög nátengd- ur fjölskyldu sinni og heimili, eins og sjá má af mörgum af einkabréfum hans, sem nú liggja frammi á sýningum víðs vegar um Bandaríkin. Þegar stjórnmálaferli Roose- velts lauk, bauðst hann til þess að gerast sjálfboðaliði í Evrópu í fyrri heimsstyrjöldinni, en boði hans var hafnað, þar eð hann var kominn á efri ár og heilsan farin að gefa sig. En synir hans fjórir gegndu herþjónustu í Evrópu, og einn þeirra dó þar í loftbardaga. Sjálfur hlaut Roose velt hægt andlát á heimili sínu í Sagamore JIill, árið 1919. FORSETINN Theodore Roosevelt var aðeins 42ja ára, þegar hann varð forseti Bandaríkjanna árið 1901, og er hann yngsti forseti í sögu Banda Síðari hluti ríkjanna. Valdataka hans var ó- vænt, því að árið áður hafði W. McKinley verið kosinn forseti og Roosevelt varð varaforseti. En McKinley hafði ekki gegnt for- setastörfum nema eitt ár, þegar hann féll fyrir skoti árásarmanns úr fámennum flokki stjórnleys- ingja, og Roosevelt tók við for- setastörfum af honum. Bandaríkin voru í miklum upp gangi um síðustu aldamót, og hafði hinn ungi forseti í mörg horn að líta. En Roosevelt var at- orkumaður mikill og vingjarn- legur í viðmóti, enda þótt nokk- ur styr stæði ávallt um nafn hans vegna hinnar sterku sann- færingar hans. Hann hafði óvenju mikla hæfileika til þess að skynja almenningsálitið og vinna virð- ingu og traust almennings. Það kom t.d. oft fyrir, þegar Banda- ríkjaþing hafði vísað tillögum hans á bug, að hann fór um landið og kynnti þjóðinni málstað sinn og vann hana þannig á sitt mál. Honum var og einkar lagið að gera stjórnmálabaráttu sína áhrifamikla og dramatíska í aug- um fólksins. Um það leyti, er Roosevelt tók við forsetaembættinu, voru áhrif voldugra auðhringa og fjármála- manna orðin ískyggilega mikil í landinu. Því var það árið 1902, að Roosevelt hóf hina margum- töluðu baráttu sína gegn þess- um illu öflum í fjárhagslífi þjóð- arinnar. Hann áleit, að frjálsum stofnunum og einstaklingsfram- taki í landinu væri bráð hætta búin af þessum voldugu og ein- ráðu auðhringum. Baráttan milli hans og auðhringanna hélzt ó- slitið alla valdatíð hans. Sama ár gerðist hann sátta- semjari í verkfallsdeilu kola- námumanna, og var hann þannig fyrstur manna til þess að stað- festa rétt Bandaríkjaforseta til þess að koma fram sem fulltrúi almennings x iðnaðardeilu. Hon- um heþpnaðist að koma á sátt- um milli námuverkamanna og atvinnurekanda, vegna þess að hann hafði jafnmikinn áhuga á því, að verkfallsmenn næðu rétti sínum og að kolaframleiðsla landsins héldi áfram, og stóð hann þannig ofar deiluaðilum. Réttlætiskennd Roosevelts var rík, og því barðist hann af jafn- mikilli hörku gegn ósanngjörnum verkalýðsáróðri og einokun auð- hringanna. Þótt hann hefði innst inni samúð með verkamönnum og sýndi málefnum þeirra hinn mesta skilning, þá fór hann ekki leynt með andstöðu sína gegn þeim, þegar hann taldi málstað þeirra rangan eða rangfærðan. Hann hafði brennndi áhuga á þjóðfélagslegum umbótum og auknum afskiptum og eftirliti af hálfu stjórnarinnar. Ekki hafði hann setið á forsetastóli meira en eitt ár, þegar hann kom lönd- um sínum á óvart með róttæk- um ráðstöfunum í þessu efni. Eitt mikilsverðasta málefnið í þessu sambandi var viðleitni hans til þess að vernda náttúruauð- lindir landsins og koma þeim undir umsjón sambandsstjórnar- innar, þar eð þær væru eign þjóð arinnar sem heild. Hann barðist af atorku fyrir framgangi mála, sem höfðu það að takmarki að tryggja þjóðinni hagnað af skóg- um landsins, vatnsrennsli, beitilöndum og málmefnum. í valdatið hans stækkaði friðunar- svæði skóga landsins úr 17.400.000 hektörum í 78.500.000 hektara, og sambandsstjórninni voru falin yfirráð yfir öllum vatnsauðlind- um á þessu svæði til þess að hindra einokun auðhringa. Naut- gripaeigendum var gert að skyldu að borga fyrir að beita hjörðum sínum á beitilöndum, sem voru þjóðareign. Einnig tókst honum að koma á opinberu eftirliti með starfsemi járnbraut- arfélaganna, og var það tvímæla- laust eitt merkasta sporið, sem stigið var í stjórnartíð hans. Vinsældir Roosevelts meðal kjósenda komu greinilega í Ijós við forsetakosningarnar haustið 1904. Hann sigraði glæsilega og hlaut fleiri atkvæði vegna per- sónulegra vinsælda en nokkur frambjóðandi hafði hingað til fengið. Hann var nú orðinn á- trúnaðargoð Repúblíkana, og hinn glæsilegi persónuleiki hans, svo og barátta hans gegn yfir- ráðum stórgróðafyrirtækjanna, gagntók huga alþýðunnar. Fram- farasinnaðir Demókratar aðhyllt- Frh. á bls. 18. Theodore Roosevelt, eða „Teddy“ eins og hann var almennt kallaður í Bandaríkjunum, var 26. forseti Bandaríkjanna. Hann var mjög sérkennilegur persónuleiki, mælskur, fjörugur, frum- legur, ákveðinn í skoðtunum og óhræddur við að halda þeim fram. Myndin sýnir „Teddy“ í ræðustóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.