Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 1
20 síður Ný bónbjargaferð til W ashington Vilhjálmur Þór leitar 6 milljóna dollara láns hjá Ðulles ENN er verið að leita eftir nýju láni af hálfu ríkisstjórnar íslands. Að þessu sinni í Washing- ton á vegum utanríkis- ráðuney tis B andar í k j - anna. Upphæðin, sem nú er reynt að kría út hjá Bandaríkjastjórn er 6 milljónir dollara. Vil- hjálmur Þór aðalbanka- stjóri dvelst einmitt um þessar mundir vestra þeirra erinda að afla lánsins. Við 1. umr. fjárlaga- frumvarpsins á dögun- um upplýstist, að tekin höfðu verið þá þegar er- WASHINGTON, 4. nóv. — 1 dag fóru fram kosningar til Bandaríkjaþings, eins og skýrt hefur verið frá í fréttum. Einnig voru kosnir margir ríkisstjórar og fleiri embættismenn. Um 48 milljónir manna neyttu atkvæð- isréttar síns. ★ Fréttamenn sögðu í kvöld, að allt benti til þess, að demókratar mundu stórlega vinna á. Mestur áhugi var á úrslitunum í New York-fylki, þar sem tveir millj- ónamæringar, Harriman og Rockefeller, berjast um hylli kjósenda og í Kaliforníu, þar sem Knowland, einn af helztu leið- togum repúblikana, er í fram- boði, en þar hafa repúblikanar verið við stjórn í 60 ár. Nú er aftur á móti búizt við, að demó- kratar sigri, því að klofningur kom upp í repúblikanaflokknum. ★ Knowland hefur verið talinn eitt helzta frambjóðendaefni flokks síns í forsetakosningunum 1960, en ef hann fellur þá lækkar stjarna hans mjög. Eins er ástatt um Harriman. Hann hefur þótt eitt vænlegasta frambjóðenda- efni demókrata 1960, en ef hann tapar fyrir Rockefeller, sem er nýr í stjórnmálabaráttunni, þá þykir ósennilegt, að hann verði lend lán að upphæð 618,5 millj. krónur frá því að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum. Er þá miðað við það gengi sem var á íslenzku krónunni áður en bjarg- ráðin voru lögfest á s.l. vori. Ef bónbjargaför Vilhjálms Þórs á fund Dulles ber tilætlaðan ár- angur, bætast enn við 6 milljónir dollara. Óvíst er með hvaða gengi þeim verður ráðstafað hér innanlands. Ef farið væri eftir hinu formlega gengi er þetta h.u.b. 100 millj. króna viðbót við skuld- útnefndur forsetaefni flckks síns. Uockefeller er að allra dómi skæður keppinautur Harrimans og segja margir, að í honum hafi republikanar séð væntanlegt leiðtogaefni sitt. ★ ~ Eftir kosningarnar í dag þótti ekki ósennilegt, að demókratar mundu bæta við sig 20—25 mönn um í fulltrúadeildinni og 14 mönnum í öldungadeildinni. GENF, 1. nóv. — Reuter. — Fulltrúar Breta, Bandaríkja- manna og Rússa komu í dag saman til fundar í þriðja sinn til að ræða möguleika á því að binda endi á tilraunir með kjarn- orkuvopn. Forseti fundarins var Wadsworth, sérstakur ráðgjafi Eisenhowers Bandaríkjaforseta í afvopnunarmálunum og fyrirliði bandarísku fulltrúanna í Genf. HELSINGFORS. — Finnar fagna metuppskeru á þessu hausti. Upp skera korns til brauðgerðar var 54000 tonnum meiri en í fyrra. Kartöfluuppskera er 1438 millj. kg. eða 183 millj. kg. meiri en í fyrra. irnar. Sé reiknað með 55% álagningu eru þetta nær 160 milljónir króna. Erlend lán hafa því á 2 V3 árs valdatíma nú- verandi stjórnar verið tekin svo nemur milli 700—800 mill j ónum króna. Til samanburðar má geta þess, að þau nær þrjú ár, sem stjórn Ólafs Thors sat 1953—1956 jukust opinberar skuldir einungis um 130 millj- ónir króna. I HINNI miklu rússnesku al- fræðibók, sem gefin er út undir ströngustu ritskoðun stjórnar- valdanna er minnzt á Nóbels- skáldið Boris Pasternak og skáld- skap hans. Það, sem hér fer á eftir, er kaflinn um skáldið og má geta þess, að hann er sam- inn áður en Pasternak fékk Nóbelsverðlaunin. Boris L. Pasternak (f. 1890). Rússneskt-sovézkt ljóðskáld, fæddur í Moskvu, sonur lista- manns. Fyrstu kvæðasöfn Past- ernaks bera vitni um áhrif sym- bolismans og hneigð hans til að forðast vandamál líðandi stund- ar. Árið 1923 kom út safn lýr- iskra ljóða „stef og tilbrigði.“ Viðleitni hans til að skilja sögu- lega viðburði sýnir sig í stefi byltingakvæðanna Smith undir- foringi, Og árið 1905. Hugmynd- in um fórnfúsa þjónustu er eins og rauður þráður í báðum þess- um kvæðum og öðrum kvæðum þeim skyldum. Árið 1932 kom út kvæði hans Endurfæðing. Ætt- jarðarást Pasternaks kom fram í kvæðum hans í seinni heims- styrjöldinni. Ljóðlist Pasternaks einkennist af mjög ljóðrænu formi, sem líð- í Genf Fyrirliði rússnesku fulltrúanna er Semen Tsarapkin. Áður en fundur hófst í dag ræddust þeir við Wadsworth og Ormsby-Gore, fyrirliði brezku fulltrúanna, og báru saman til- lögur Breta og Bandaríkjamanna annars vegar en Rússa hins veg- ar. — Vitað er, að Rússar leggja á- herzlu á, að tilraunir með kjarn- orkuvopn verði bannaðar nú þeg ar og um tíma og eilífð. Vestur- veldin telja hins vegar, að fram- ar öllu verði að koma á stofn eftirlitskerfi með banni við kjarnorkutilraunum, en jafn- framt verði öllum slíkum til- raunum hætt um eins árs skeið, svo að tími gefist til að koma eftirlitskerfi á laggirnar Pasternak ur þó af einstaklingsheimsskoð- un og einkennist af flóknum lík- ingum og fáguðu máli. — Paster- nak er frábær þýðandi. Kunnar eru þýðingar hans á verkum grúsínskra skálda, Goethe og Shakespeares. Athöfnin hófst með því, að páfinn var borinn í heiðurssæti í langri skrúðgöngu. Fjöldi and- legrar stéttar manna tók þátt í göngunni, biskupar og munkar, svo einhverjir séu nefndir. — Höfðu margir þeirra komið til Rómar í tilefni af krýningunni. í kirkjunni var páfinn borinn úr kapellunni inn í altarið, þar sem hann móttók hollustueið erkibiskupa og biskupa, sem kom ið höfðu úr fjarlægum lönd- um. — Síðan söng páfi messu og flutti langa ræðu á latínu. TAIPEH, 4. nóv. — Reuter — Kínverskir kommúnistar hafa borið þjóðernissinnum á brýn, að þeir hafi skotið gasspiengjum á meginland Kína. Segja kommún- istar, að þetta sé árangurinn af viðræðum Dulles og Chiang Kai- sheks á dögunum. Þjóðernissinna stjórnin á Formósu og bandaríska utanríkisráðuneytið hafa harð- lega neitað þessari ásökun. Stórbruni í Brussel BRUSSEL, 4. nóv. — Aðal- flugvélaskýlið á alþjóðaflug- vellinum í Briissel brann til kaldra kola í kvöld eftir að sprenging hafði orðið í því. Síðar í kvöld tilkynnti lög- reglan að farþegaafgreiðsla flugvallarins hefði einnig hrunnið. Allt slökkvilið borgarinn- ar var kvatt út, en ekki tókst því að ráða niðurlögum eldsins. Eldsupptök voru í kjallara afgreiðslunnar. — Flugvöllur þessi er nýr og var opnaður til afnota í sumar. Hann mun hafa kostað um 300 milljónir ísl. króna. — Lögreglan segir, að vel komi til greina að hér hafi verið um skemmdar verk að ræða. Stjórnarskipti BRÚSSEL, 4. nóv. — Gaston Eyskens, forsætisráðherra minni- hlutastjórnarinnar í Belgíu, lagði í dag fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Stjórnina skipuðu menn eingöngu úr katólska flokknum, sem vantar tvö sæti upp á meirihluta í neðri deildinni. Gert er ráð fyrir að ný stjórn með aðild Frjálslynda flokksins og Katólska flokksins verði mynduð innan tíðar. Þess má geta, að Jóhannes páfi 23. verður 77 ára í þessum mán- uði. — ★-------------★ Miðvikudagur, 5. nóvember. Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Ljóð Davíðs Stefánssonar á hljómplötum. — 6: Fundurinn í Genf. (Erl. yfir- litsgrein). — 8: Grein Vilhjálms Finsen nm Morgunblaðið 45 ára. 30 ára afmæli Héraðsskólans á Laugarvatni. — 9: Kvenþjóðin og heimilið. — 10: Ritstjórnargreinin: — „Áhugt Framsóknar ekki reynzt mik- ill“. — Aldarafmæli Theodors Roose- velts. (Utan úr heimi). — 11: Frá sjómannanámskeiði á ísa- firði. — 13: „Því dæmist rétt vera . . .•% eftir Guðlaug Einarsson hdl. — 18: íþróttir. ★---------------------------★ Tvísýnt þótti um úrslitin í bandarísku kosningunum í gær Þingið í rússnesku alfrœðibók- inni er rœtt um œttjarð- arást Pasternaks Þar segir einnig, að hann sé trábœr þýðandi Jóhannes páfi 23. var krýndur í gær Um 10 milljónir manna fylgdust með athöfninni RÓMABORG, 4. nóvember. — Jóhannes páfi 23. var í dag krýndur eftir fjögurra klukkustunda langa athöfn og var henni í fyrsta skipti útvarpað til milljóna manna um alla Evrópu. Um 300 þús. manns höfðu safnazt saman á Péturs- torginu til að fagna krýningu hins nýja páfa. Fréttamenn gizka á, að um 10 milljónir manna hafi fylgzt með krýn- ingunni. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.