Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 5. nóv. 1958 HORCl^BLAÐIÐ C Kökuuppskriftir AÐ HUGSA SER, nú fer fólk bráðum að byrja á jólaundirbún- ingi, — sumir e. t. v. byrjaðir. Það er a. m. k. heppilegt fyrir þær konur, sem þurfa að sauma mikið af jólafötum á börnin sín að byrja tímanlega, til þess að verða ekki eins og þvældar tusk- ur af þreytu á jólunum. En mér finnst nú samt of snemmt að byrja á jólabakstrin- um, hann væri orðinn skemmd- ur er að jólum kæmi. En hérna koma nú nokkrar uppskriftir af góðum kökum. Alltaf gott að eiga uppskriftir í pokahorninu, þegar „andinn“ kemur yfir mann Mokkakremsterta Mórdeig: — 225 gr hveiti, 190 gr smjörl., 3 matsk. sykur. Kaffikrem: —» 2 dl rjómi, 3 eggjarauður, matsk. sykur, ldl sterkt kaffi, 3 blöð af mat- arlími, 1 dl þeyttur rjómi. Og sxðan valhnetukjarnar, rauð 100 gr smjörlíki, 2 dl vatn, 1 tesk. sykur, 100 gr hveiti, 3 egg, 75 gr rifinn ostur. Krem: — 2 eggjarauður, salt, 3 tesk. hveiti, 6 matsk. rifinn ostur, 2'/i dl mjólk. Vatnið og smjörlíkið látið í pott og suðan látin koma upp. Hveitið er smám saman hrært saman við og þetta látið sjóða eina mínútu. Þá er potturinn tek- inn af og eggin hrærð út í ásamt saltinu og loks er ostinum blandað saman við. Deigið er síð- an látið með skeið á smurða plötu og kökurnar bakaðar við 250°. Eftir 6—7 mín. er hitinn minnkaður og kökurnar bakaðar í 15—20 mínútur í allt. En gæt- ið þess vandlega að opna ekki ofninn meðan á bakstrinum stend ur því þá vilja kökurnar falla. Kremið er búið til á eftirfar- andi hátt: Eggjarauðurnar eru þeyttar með saltinu, hveitinu og mjólk- inni og suðan látin koma upp. Hrært vel í á meðan og síðan er ostinum blandað saman við. Grœnmetisrétfir ENN er hægt að fá nokkuð marg-®* ar tegundir af ‘ grænmeti. Hér koma uppskriftir að 3 prýðisgóð- um réttum, sem allir eru úr bókinni „Grænmeti og góðir rétt- ir“, eftir Guðrúnu Hrönn Hil- marsdóttur. Falleg prjónahúfa Prjónuð úr 50 gr. af fjór- og græn kirsuber til skrauts. Mördeigið er hnoðað og flatt út. Deigið er látið í smurt kringl- ótt form, kantarnir lagaðir til með fingrunum og penslaðir með eggi. Botninn er stunginn með gaffli. Kakan er síðan bökuð í nokkuð heitum ofni, 250° C í 12 mín. Þá er látið aðeins slá af henni og hún síðan tekin úr form inu. Ofan í botninn er mokkakrem- inu hellt. Það er búið til þannig að eggjarauðurnar eru þeyttar með sykrinum og rjóminn látinn út í. Matarlímið er lagt í bleyti í kalt vatn og síðan brætt í heitu og sterku kaffinu, sem síðan er hellt í eggin. Það er þeytt vel saman, síðan látið á kaldan stað og þegar kremið byrjar að stífna, er stífþeyttum rjómanum bland- að út í. Tertan er síðan skreytt með hálfum valhnetukjörnum og kirsuberjum. Einnig má strá möl- uðu kaffi yfir. Chaplin-terta Mördeig: — 225 gr hveiti, 200 gr smjörl., 60 gr sykur, 1 eggja- rauSa. Krem: — 2 eggjarauður, 2 mat- Hvítkálshðfuð m e 3 tómat og flesksósu 1 hvítkálshöfuð. Sósa: — 100—200 gr reykt flesk, 1 matsk. smjörl., 4 matsk. hveiti, 2 dl hvítkálssoð, 2 dl mjólk, 2 matsk. tómatkraftur eða 3 tóm- atar. Hvítkálið er hreinsað, yztu blöð in tekin af því, kross skorinn í stilkinn. Það er síðan látið í sjóðandi léttsaltað vatn, soðið í 30—40 mín. Fleskið er skorið í teninga, brúnað í smjörlíkinu og hveitinu stráð yfir. Þetta er þynnt með soðinu og mjólkinni og síð- an kryddað með tómatkraftinum, salti og pipar. Soðið er látið síga vel af hvítkálinu, það látið á fat og sósunni heHt yfir. — Fullt eins vel má nota annaðhvort blómkál eða toppkál í stað hvítkálsins. Sumar-eggjakaka 1 lítið blómkálshöfuð, 400 gr grænar baunir, 400 gr. litlar gulrætur, 1—2 matsk. smjörl., 3 egg, 3 matsk. rjómi eða rjóma- þættu ullargarni. (Prjón. ar nr. 3). Fitjað upp á 70 lykkjum og 5 prjónar réttir (garðaprjón). Á 6. prjón er aukið út jafnt yfir allan prjóninn þangað til lykkj- urnar eru orðnar 108. Þá eru prjónaðir 58 prjónar patentprjón (eða slétt og snúið). Næsti prjónn réttur og tekið úr jafnt yfir prjón sk. sykur, 214 dl rjómi, 2 tesk. kartöílumjöl, 1 dl þeyttur rjómi. Deigið látið í smurt form og bakað á sama hátt og Mokka- tertan. Og þegar kremið hefur verið látið í tertuna er rifnu dökku súkkulaði stráð yfir. Ostakökur Við höfum áður haft uppskrift- ir af Vatnskökum (vandbakkelsi) með sætu kremi og þeyttum rjóma, en nú skulúm við reyna ostakökur sem eru mjög ijúf- fengar: bland, salt, pipar. Blómkálið, gulræturnar (i sneiðum) og baunirnar er soðið hvert í sínu lagi. Eggjarauðurn- ar eru hrærðar og rjómanum blandað í þær. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og þeim blandað saman við ásamt salti og pipar. Eggjakakan er steikt á pönnu við fremur væg- an hita og henni síðan hvolft á heitt fat. Blómkálinu raðað ofan á hana og hinu græn- metinu í kring. Að síðustu er bræddu smjöri hellt yfir. inn þangað til eftir eru 78 lykkj- ur. Því næst einn prjónn snúinn, og síðan patentprjón (eða slétt og snúið) 14 prjóna. Þá aftur einn prjónh réttur og tekið úr þangað til eftir eru 30 lykkjur, einn prjónn snúinn og 6 prjónar pat- entprjón (eða slétt og snúið). Loks einn prjónn réttur og tekið úr þangað til 16 lykkjur eru eft- ir. Bandið dregið í gegnum þess- ar síðustu lykkjur og gengið vand lega frá endanum. Húfan saumuð saman á röng- unni. Hér sjáið þið fallega og hlýja vetrarfrakka. Kvenkápan er úr mjúku tweedefni með prjónuðum liningum á vösum, kringum um hálsmálið og framan á hettunni. Karlmannsfrakkinn er hnöppum og hornin höfð lítil, eins og nú er mest í tízku. úr gráköflóttu efni. Hann er hnepptur hátt upp með þremur Hún vill vera mittismjó AÐ VÍSU flytja tizkuhöfundarn-' ir í París mittið á kjólunum ým- ist upp eða niður, en hvort heldur sem er, fylgir alltaf fréttum það- an, að konan eigi að vera mittis- mjó. Sé hún ekki mittismjó frá náttúrunnar hendi, segir mjög lærður þýzkur læknir, Erich A. Miiller, að hún geti orðið það með því að draga saman maga- vöðvana og halda þeim kyrrum eins lengi og hægt er, eða þangað til viðkomandi er farin að sjá stjömur. Og þetta staðfestir starfsbróðir hans Max Planck, læknir og forstöðumaður vinnu- vísindastofnunar í Dortmund. Ef menn vilja styrkja vöðva, segja þeir, er ekki rétta aðferð- in að láta hann framkvæma sömu léttu hreyfinguna oft á dag, held- ur á aðeins að reyna á hann einu sinni á dag og þá svo um munar. Þá eykst þol og styrkur vöðv- ans. Ef mönnum leikur hugur á að öðlast sterka vöðva í hand- leggina, er árangursríkast að finna sér einhvern þungan hlut og lyfta honum eins hátt og mað- ur getur og hvíla sig síðan vel á eftir. Reyna svo aftur næsta dag og næsta og áður en varir eru vöðvarnir í handleggjunum orðnir verulega styrkari. Sama gildir um magavöðvana. Árangurinn kemur ef til vill ekki fram eftir fyrstu vikuna, en eft- ir mánuðinn mætti búast við bót. Svona á oð gera hreint rúmið SÆNGURFÖT á að viðra svo oft sem kostur er á, þó ekki of lengi ef loft er rakt, því dúnn dregur í sig raka og við það verða sæng- ur þungar. Ágætt er að hengja sængur út í sól en þó er ekki gott að láta sól skína á þær lengi. Rykið er fyrst þurrkáð af gorm um og listum sem gormarnir hvíla á. Slitstykki lagt yfir. Betra er að ryksjúga dýnuna vandlega báðum megin, en berja hana. Henni á að snúa í hvert sinn sem skipt er um lök, og auðvitað fer hún bezt á því að saumað sé ut- an um hana. Koddana á heldur ekki að berja, heldur aðeins hrista og bursta með mjúkum bursta. Hár- oiía fer oft illa með koddana og því er ágætt að verja þá með því að sauma utan um þá ver úr „impregneruðu" efni innan undir hið eiginlega koddaver. Sængina á að fara með eins og koddana, bursta hana en ekki berja, og sama gildir um „vatter- uð“ teppi. Sjálfsagt er að sauma ver utan um vatt-teppi, þvi kostn aðarsamt getur orðið að senda það í kemiska hreinsun. Vattteppi úr bómullarefni má þó oft þvo í þvottavél, en betra er að athuga fyrst hvað er innan í því og hvernig það þolir vatn. Verzlunin 20 dra ------------------------- Aldrei meira vöruúrval en nú. Undiríatnaður, líístykkjavörur, sokkar. Geymið sölunótuna frá afmœlisdeginum Okjmpm Laugavegi 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.