Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 2
z M O f? C r N R L A Ð 1 f> Miðvikaidagur 5. nov. 1958 Þá vœri jafnrík ástœða til að krefja menn um gjald þegar þeir syngja Rœtt um rithöfundarétf og prentrétt á Alþingi í gœr FUNDIR voru settir í báðum deildum Alþingis á venjulegum tíma í gær. Á dagskrá efri deild- ar var eitt mál. Frumvarp til laga um gjaldaviðauka 1959. Var það til fyrstu umræðu og vísað til 2. umr. með samhljóða atkv. Tvö mál voru á dagskrá neðri deildar. Frumvarp til laga um breytingu á lögum frá 1943 um breytingu á lögum frá 1905 um rithöfundarétt og prentrétt, flutt af Magnúsi Jónssyni, Halldóri E. Sigurðssyni og Benedikt Gröndal. Gerði Magnús grein fyrir frum- varpinu. Gat hann þess í upphafi máls síns, að aðallögin um höfunda- rétt, sem nú gilda, væru frá 1905, en 1943 hefðu verið gerðar á þeim nokkrar breytingar á víð- tækari grundvelli, en lögin frá 1905 gerðu ráð fyrir. Eldri lögin náðu aðeins til ritverka, en í breytingunni frá 1943 er gert ráð fyrir að lögin gildi um öll hug- verk. í gildandi lögum um höfunda- rétt, hélt ræðumaður áfram, er gert ráð fyrir því, að ef stofnuð séu samtök, skuli þau hafa rétt til að innheimta gjald af flutn- ingi þeirra verka, sem undir þessi lög falla. Er gert ráð fyrir að réttur höfunda sé verndaður með þessu móti. Magnús skýrði frá því, að samtökin STEF hefðu ver ið stofnuð í þessu augnamiði. Hefði STEF sett gjaldskrá og fært starfsemi sína æ meir út eftir því sem árin hefðu liðið. Rithöfundar hefðu ekki haft eins víðtæka starfsemi en þó hefðu þeir m.a. gert samning við Rík- isútvarpið. STEF hefur nú starfað um nokkurra ára bil og hefur útfært innheimtukerfi sitt æ meir og nær það til æ fleiri liða, sagði Árbók Fornleifa- félagsins komin út ÁRBÓK Hins íslenzka fornleifa- félags 1957—1958 er nýkomin út. Ritstjóri árbókarinnar er Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð- ur. Af efni má nefna ýtarlega og mikla skýrslu um íslenzkan tré- skurð í erlendum söfnum eftir Ellen Marie Magerþy. Er það framhald úr síðasta hefti árbókar og fjallar um gripi í Nordiska Museet í Stokkhólmi. Er grein þessi, sem er á annað hundrað síður í ritinu, prýdd fjölda mynda. Þá ritar Kristján Eldjárn grein, sem hann nefnir Þrjú kuml norð- anlands. Eru það kumlið á Sól- heimum í Sæmundarhlíð, kumiið i Elivogum í Seyluhreppi og kumi ið að Daðastöðum í Núpasveit. í árbókinni er einnig skýrsla um Þjóðminjasafnið 1956, félagatal o. fi. Dagskrá Alþingis 1 DAG er boðað til fundar í sam- einuðu Alþingi og eru átta mál á dagskrá. — 1. Fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar frá Magnúsi Jónssyni um togarakaup. — 2. Þáltill. um almannatryggingar- lög. —• Hvernig ræða skuli. — 3. Þáltill. um skýrslu um Ung- verjalandsmálið. Framh. fyrri umr. (Atkvæðagreiðsla). — 4. Þáltill. um ríkisábyrgðir. Ein umræða. — 5. Þáltill. um nám- skeið í meðferð fiskileitartækja. Fyrri umr. — 6. Þáltill. um að- búnað fanga. Fyrri umr. 7. Þáltill. um hafrannsóknir. Fyrri umr. — 8. Þáltill. um vinnuheimili fyrir aldrað fólk. Fyrri umr. ræðumaður. Á sl. ári bjrti það auglýsingu í blöðum, þar sem eigendur segulbandstækja eru krafðir um ákveðið árgjald af tækjunum, en sæti ábyrgð ella. Mun það almennt álit manna, að með þessu hafi STEF gengið of langt og er vafasamt hvort sam- tökin hafa heimild til að beita þeim viðurlögum, sem gert er ráð fyrir í auglýsingunni. Magnús benti á, að í lögunum frá 1905 og breytingunni frá 1943 er gjaldskyldan miðuð við, að verkið sé flutt opinberlega og í ábataskyni. Notkun segulbands- tækja á heimilum miðast hins vegar fyrst og fremst við að taka upp útvarpsefni, sem menn af einhverjum ástæðum gætu ekki hlýtt á þegar flutt væri, eða við einhverskonarpersónulegan flutn ing. Ef taka ætti gjald af þess- um flutningi, væri jafnrík á- stæða til að taka gjald af mönn- um í hvert sinn, sem þeir syngju tónverk og sæju þá allir, að inn- heimtan væri komin út í öfgar. Kvað hann þó mega deila um hvort innheimtukrafa STEFs væri með öllu óheimil, en frum- varp það, sem lægi fyrir, væri fyrst og fremst flutt í því skyni, að taka af öll tvímæli í þessu efni. Fleiri tóku ekki til máls og var frumvarpinu vísað til 2. um- ræðu með 25 samhljóða atkv. og til menntamálanefndar með 24 samhlj. atkv. Annað mál á dagskrá neðri deildar var frumvarp til laga um tollskrá o. fl. Var það til fyrstu umræðu. Fjármálaráðherra fylgdi því úr hlaði, gat þess að það væri komið frá efri deild og samhljóða gildandi lögum. Var frv. samþ. til 2. umr. með 26 samhlj. atkv. og til fjárhagsnefndar með samhlj. atkv. Myndin er tekin úr Information — og þarna eru þeir kommúnistarnir Ib Nörlund, Alfred Jen- sen, ritari lettneska kommúnistaflokksins A. J. Pelsje og sjálfur Pospelov — sá, sem sendur var frá Kreml til þess að gefa dönsku kommúnistunum línuna. „Takið eftir því, að þeir hafa allir aðra liöndina fyrir aftan bak“, segir Information. Frumvarp um veitinga- sölu og gistihúsahald lagt fram á Alþingi Ný þingskjöl f gær var útbýtt á Alþingi nefndarálit frá meiri hluta alls- herjarnefndar neðri deilífar um frv. til laga um breytingu á lög- um um biskupskosningu og breytingartillögu við vegalög frá Gísla Guðmundssyni. Vrr'.'VHWrv-'pv-'-'-'frr' ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi frumvarpi til laga um veitinga- sölu, gististaðahald o.fl. frá sam- göngumálanefnd. Er frumvarp þetta mikill bálkur í sex köflum og 25 greinum. í greinargerð segir svo m.a.: Á síðasta þingi flutti samgöngu málanefnd Nd. frv. um veitinga- 25 1 sölu, gististaðahald o. fl. Var það afgreitt nær óbreytt frá Nd., en fellt í Ed. Nefndin flytur frv. þetta að nýju eftir beiðni samgöngumála- ráðuneytisins, en einstakir nefnd armenn hafa óbundnar hendur um afstöðu til málsins. Greinar- gerð milliþn., sem samdi frv. um þetta efni 1949, er birt hér óbreytt sem fylgiskjál til skýr- ingar á málinu, þó að tilvitnanir í fylgisskjalinu í einstakar grein- ar eigi ekki að öllu leyti við þetta frv. Frv. fylgdi svo svohljóðandi greinargerð: „Árið 1949 skipaði þáverandi samgöngumálaráðherra milli- þinganefnd til að endurskoða lög um veitingasölu, gistihúsahald o. fl. Nefndina skipuðu Brynjólf- ur Ingólfsson, stjórnarráðsfull- trúi, sem var formaður nefndar- innar, Jón Sigurðsson, borgar- læknir í Reykjavík, báðir skipað- ir án tilnefningar, Böðvar Stein- þórsson, tilnefndur af Sambandi matreiðslu- og framreiðslu- manna, Hörður Ólafsson, lögfræð ingur, tilenfndur af Sambandi veitinga- og gistihúseigenda, og Sigurjón Danívalsson, tilnefndur af Ferðaskrifstofu ríkisins. • Milliþinganefndin samdi frum- Bodil Begtrup sendiherra í Sviss KAUPMANNAHÖFN, 4. nóv. — Aðalmálgagn danska Jafnaðar- mannaflokksins, Social-Demo- kraten, segir frá því á sunnudag, að það hafi fregnað, að innan skamms verði mikilvægar breyt- ingar í utanríkisþjónustunni dönsku eins og blaðið kemst að orði. Bodil Begtrup, fyrrum sendiherra Dana á íslandi, eigi í Sviss, og á frúin að leysa af hólmi Hans Jacob Hansen sendi- herra, sem verður sjötugur í maí næsta ár og kemst þá yfir aldurs- takmarkið. Bodil Begtrup var skipuð sendi herra á íslandi 1949, en var köll- uð heim til Kaupmannahafnar fyrir tveimur árum og hefur síð- an gegnt skrifstofustjóraembætti í utanríkisráðuneytinu. Einnig hefur hún verið fastafulltrúi Dana hjá Evrópuráðinu í Strass- að taka við sendiherraembættinu | borg síðustu tvö árim varp til laga um veitingasölu, gististaðahald o. íl., og var það lagt fyrir Alþingi 1951, en varð ekki útrætt. Frumvarp nefndarinnar frá 1951 hefur nú verlð endurskoðað af hálfu samgöngumálaráðuneyt- isins og er nú flutt með nokkr- um breytingum. Breytingarnar eru þessar m.a.: I frv. eru nú orðaskýringar um einstök heiti gististaða. Fellt er niður það skilyrði, að forstöðumaður gistihúss verði að hafa lokið brottfararprófi í mat- reiðslu, framreiðslu eða gistihúsa stjórn frá innlendum eða erlend- um skóla, en í þess stað er leyfis- Lng stúlka fékk heilablóðfall í bílaafgreiðslu NÚ liggur í Landakotsspítala ung stúlka, sem skyndilega veikt ist á mánudaginn í bílaafgreiðslu hér í bænum. Hafði hún komið þangað inn, keypt farmiða austur fyrir Fjall, en síðan hafði af- greiðslumaðurinn tekið eftir því, að stúlkan var setzt á bekk í af- greiðslunni og að lítilli stundu liðinni var hún sofnuð. Taldi mað urinn að konan væri hvíldar- þurfi, og þar eð lítið annríki hafði verið í afgreiðslunni, hafi hann lofað stúlkunni að sofa. Um klukkan 8, ætlaði af- greiðslumaðurinn að vekja stúlk una, en hún virtist sofa djúpum svefni. Gerði hann lögreglunni viðvart, en hún kallaði sér til aðstoðar sjúkraliðið, sem flutti stúlkuna í slysvarðstofuna, þar eð hér virtist alvara vera á ferðum. Við rannsókn í slysavarðstof- unni gat læknir ekki strax gert sér grein fyrir því, hvað um væri að vera, en það mun svo hafa komið í ljós, við nánari athugun að um heilablóðfall var að ræða. Var stúlkan þessu næst flutt í Landakotsspítalann og þar er hún nú og prjun vera eitthvað á bata- vegi. Ekki mun stúlkan fyrr hafa kennt sér neins meins og verið heilsuhraust- hafa samkvæmt þessu frv. gert að skyldu að ráða mann með þá sérþekkingu í þjónustu sína. Samkvæmt þessu frv. skal endurnýja leyfi til gistihúsahalds á 5 ára fresti, en ekki árlega, eins og lagt var til af milliþinganefnd- inni. Aðalritari brezka Stefs ritar tim lancihelgina SVO sem áður hefir verið til- kynnt skrifaði íslenzka STEF um landhelgismálið sambandsfélög- um sínum erlendis, er ná til um hundrað og fimmtíu þúsund rétt- hafa í öllum löndum heims á- samt lögmönnum þeirra og rétt- indafræðingum. Svar frá þessum félögum hafa nú borizt hingað, og hafa þau gengizt fyrir dreif- ingu til blaða og sérfræðinga á bæklingi ríkisstjórnar íslands um fiskveiðilögsöguna. Aðalritari brezka STEFs í London hefir auk þess ritað grein, er nefnist „Auðlindir ís- lands“ í stórblaðið „Daily Tele- graph“ og „Morning Post“. Þar segir: „Ég þekki ekkert til sjóréttar né þeirra lagaréttinda, er snerta deiluna við Island um fiskveiði- mörk, en ég þekki nokkuð til íslands, með því að ég dvaldi þar tvö ófriðaráranna. Þetta er eyðilegt land og ófýsilegt, og það er svo lítt frjósamt, að tré vaxa þar ekki, nema þau séu gróður- sett. Landið á sér alls engar auð- lindir, nema fisk í ám og sjó, enda er það sú auðlind, sem eitthvað 100.000 manna norræn myndarþjóð treystir á til þess að geta lifað fátæklegu, áhættusömu lífi. Það kann að vera að lagalega hafi íslendingar á röngu að standa, en frá mannlegu sjónar- miði hafa þeir fullan rétt til þess að reyna að vernda sína einustu lífsbjargarmöguleika. Hvað sem lagaréttindum líður, tel ég, að endalaust þvarg rík- isstjórna stærri og auðugri þjóða út af þessum fiskveiðimörkum sé í augum heimsins ákaflega lítt uppbyggilegt sjónarspil. Satt er það, að ríkisstjórn vor hefur tiltekinna þjóðarhagsmuna að gæta. En ekki hygg ég að þjóðin öll, sem ann fornum venj- um um fagran leik, hafi nokkurn áhuga á þeim ófagra leik að „banna öðrum að lifa.“ Yðar einlægur, K. F. Whale."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.