Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNBL AÐIÐ Miðvikudagur 5. nóv. 1958 Ýtarleg grein Vilhjálms Fin- sens um Morgunblaðið 45 ára VILHJÁLMUR FINSEN ritar kjallaragrein sl. fimmtudag í Berlingske Aftenavis og skýrir frá stofnun Morgunblaðsins og sögu. Er greinin skrifuð í tilefni af 45 ára afmæli blaðsins, en eins og kunnugt er, var Finsen fyrsti ritstjóri þess. í upphafi greinarinnar skýrir höfundur frá þeim erfiðleikum, sem á vegi hans voru, við blaðs- stofnunina og segir, að mönnum hafi ekki litizt á að gefa hér út slíkt dagblað: „Það er bara vit- leysa“, sögðu menn. Reykjavík er alltof lítil, var bætt við, og hér á landi gerist ekkert frétt- næmt. Auk þess eru samgöng- urnar slíkar, að ómögulegt er að dreifa blaðinu. — Þannig voru hugmyndir manna um út- gáfu dagblaðs um svipað leyti og Mbl. hóf göngu sína. Þá segir Finsen, að hann hafi látið slíkar bollaleggingar sem vind um eyru þjóta og hann hafi alltaf verið þess fullviss, að þetta nýja blað mundi fljótt verða stærsta og áhrifamesta blað landsins. Hann ræðir síðan um áhuga sinn á blaðamennsku. Hann hafði strax fengið „sýkilinn" á stúd- entaárum sínum í Kaupmanna- höfn og numið þessa list af Hen- rik Cavling, mesta blaðamanni á Norðurlöndum í þann tíð. Síð- an ræðir hann um blaðamennsku sína, utanferðir o.s.frv. og getur þess ennfremur, að Vísir hafi verið stofnaður sem dagblað í Reykjavík þremur árum áður en Mbl. hóf göngu sína, en hann hafi ekki komið í veg fyrir, að hið nýja blað gæti þrifizt. Þá hafi Vísir oft aðeins verið tvær síður eg helmingurinn smáaug- lýsingar. En nú sé Visir orðinn nýtízku blað, með stórt upplag. Finsen getur þess, að Morgun- blaðið hafi verið stofnað fyrir 2.500 króna lán, sem fengizt hafi í banka. Síðan snýr hann sér að Ólafi Björnssyni og ræðir um samstarf þeirra, vikublaðið ísa- fold og prentsmiðjuna. Allt var handsett sem kallað er og seink- aði það auðvitað mjög allri vinnu við blaðið. Á ritstjórninni störf- uðu tveir menn og vikapiltur var þar með þeim. Um Árna Óla segir greinarhöfundur, að hann hafi verið mjög lánsamur að fá hann að blaðinu í upphafi. hann sé einn bezti blaðamaður lands- ins, góður stílisti og hafi hann ætíð verið blaðinu hinn þarfasti. Þeir voru allt í senn ritstjórar, skrifstofumenn, auglýsingastjór- ar, gjaldkerar og afgreiðslumenn. — Á þessum árum var Reykja- vík í örum vexti, þótt þar byggju aðeins um 11 þús. manns, þegar Mbl. var stofnað. Þá komu út 4—5 vikublöð í Reykjavík og lét Morgunblaðið þau um pólitíska rifrildið, en lagði höfuðáherzlu á fréttaefni. Blaðið var 8 síður á sunnadögum, en 4 hversdags- lega. Fyrstu blöðin seldust fljótt upp, enda var efnið mun fjöl- breyttara en tíðkaðist í vikublöð- unum. Blaðið kostaðí 65 aura á mánuði og 3 aura í lausasölu. Á- skriftum fjölgaði með hverjum degi sem leið, en erfiðar gekk að fá auglýsingar. Bærinn var lítill og kaupmennirnir litu svo á, að ekki væri nein nauð- syn á því að auglýsa í blaðinu. Fólk vissi, hvað þeir höfðu á boðstólunum. Þetta lagaðist með tímanum, en lengi vel þurfti að telja kaupmennina á að auglýsa og „oft urðum við líka að skrifa auglýsingarnar fyrir þá“. „Mér er minnistæður dálítill atburður frá þessum árum. Jól- in voru á næstu grösum og við höfðum ekki getað fengið neina auglýsingu frá umsvifamiklum kaupmanni, sem verzlaði með alls konar vörur. Hann var í næsta nágremni við okkur, svo að ég skrapp til hans dag nokk- urn að ræða við hann um aug- lýsingar. Nei, hann vildi ekki auglýsa, „fólk les ekki auglýs- ingar, það er svo margt skemmti- legt efni í blaðinu", sagði hann. Ég'smjaðraði auðvitað mjög fyrir honum og bauð honum í því skyni að sannfæra hann um áhrif auglýsinga, að setja þrjár smá- auglýsingar frá honum án þess að hann þyrfti að borga þær. Við urðum ásáttir um það að auglýsa þrjá hluti, sem menn kaupa venjulegast ekki í jólaönnunum og við völdum gólfmottur, rottu- gildrur og eitthvað það þriðja. Ef hann á næstu dögum seldi eitthvað slangur af þessum varn- ingi, skyldi hann í staðinn setja auglýsingu í blaðið. Nokkrum dögum síðar kom hann með skrautritaða og vel samda auglýs ingu upp á háifa síðu. Hann hafði nefnilega óvænt selt nokkrar rottugildrur og gólfmottur. — Þessi kaupmaður varð eftir þetta fastur auglýsandi í blaðinu“. Finsen getur þess, að skömmu eftir að Mbl. hóf göngu sína, þá hafi verið framið morð í Reykja- vík, og þó að það hafi verið hinn sorglegasti atburður, var þar auðvitað ágætur blaðamatur. Ekki hafði verið framið morð á íslandi í 20 ár, svo þetta vákti mikla athygli. Kona nokkur myrti bróður sinn með því að setja rottueitur í hafragrautinn hans og var ástæðan sú, að hún vildi komast yfir bankabók hans. Hún hélt, að númer bókarinnar væri sú upphæð, sem bróðirinn ætti í bankanum, en þegar til kom, var innstæðan aðeins nokkr ar krónur. — Þessum sorglega atburði var slegið upp í blaðinu, með stórum fyrirsögnum, mynd- um, jafnvel af húsinu, þar sem morðið var framið og líkkistu hins myrta manns. Sumum þótti nóg um, en menn fylgdust af á- huga með málinu í blaðinu, enda gátu þeir þar fengið samfellda og rétta frásögn. Við þetta allt saman jókst sala á blaðinu. Ann- ar hörmulegur atburður, sem jók mjög á útbreiðslu blaðsins fyrsta árið var heimsstyrjöldin fyrri, sem hófst 10 mánuðum eftir að blaðið var stofnað. Þá getur höfundur þess, að þegar hann lét af ritstjórn Mbl. í ársbyrjun 1922 hafi upplag þess verið 4,500 eintök. Síðan ræðir hann um Mbl. eins og það er í dag og segir m.a., að það sé eitt af stærstu blöðum Evrópu, ef miðað sé við fólksfjölda og ef útbreiddasta blað Danmerkur, Berlingske Tidende, hefðd til- tölulega jafnmikla útbreiðslu, ætti upplag þess að vera 750.000, og ef Daily Mail í London, sem er útbreiddasta blað í Evrópu, hefði tiltölulega jafnstórt upplag og Mbl., ætti það að vera gefið út í 8 millj. eintaka á hverjum degi. Upplag blaðsins er hins vegar „aðeins“ 4 milljónir. Þessa miklu útbreiðslu þakkar Finsen fyrst og fremst Valtý Stefánssyni, sem hefur verið ritstjóri blaðsins frá 1924. Stúlkur við saumv Tómsfundaiöja á vegum Æskulýðsráðs Rvíkur VETRARSTARF Æskulýðsráðs Reykjavíkur er nú haf- ið. — Starfað verður á mörgum stöðum í bænum, m.a. í Golfskálanum, sem Æ.R. fær nú til afnota að nokkru leyti. Út- lit er fyrir að fjöldi unglinga sæki námskeiðin, og gætir þar áhrifa frá tómstunda- og híbýla- sýningunni „Með eigin höndum", sem Æ.R. gekkst fyrir í okt. sl. Eftirtalin námskeið hefjast í þessari viku og standa fram að jólum. Föndur Tómstundaheimilið Lindargötu 50, miðvikud. kl. 7 og 9 e.h., Golf- .Takmarkað" fríverzlunarsvœði í ráði, ef annað bregzt LONDON og Brussell 3. nóvem- ber. — Bretar hafa nú í undir- búningi aðgerðir, sem gripið verður til gegn markaðsbanda- laginu, ef hugmyndin um frí- verzlunarsvæði verður ekki að veruleika. Ekki er ljóst í hverju ráðstafanir Breta liggja, en full- víst er, að hér er um að ræða efnahagssamband, sem á að verða nægilega öflugt til þess að standast „framsókn" landanna í markaðsbandalaginu. Löngu áður en úrslit viðræðn- anna í Maudling-nefndinni urðu ljós höfðu Bretar, Svisslending- ar, Austurríkismenn og Norður- landaþjóðirnar ráðgast á laun um „takmarkað" fríverzlunarsvæði í Evrópu, en jafnframt er hug- myndin sú að síðar geti lönd utan Evrópu gerzt aðilar að þessu sambandi. Vonlaust er talið, að hugmynd inni um fríverzlunarsvæði verði hrundið í fiamkvæmd á næstu áramótum eins og áður hafði verið áformað, nema að Mac- millan, Adenauer og de Gaulle hittist oð reyni að afnema ágrein inginn. Hingað til hafa allar til- raunir til þess að koma á sam- komulagi farið út um þúfur og ekki er talið á neinna færi ann- arra en hinna æðstu að lægja öldurnar. Ráðherranefnd markaðsbanda- lagsins kemur saman í Brussel á morgun og talið er fullvíst, að þar verði rætt um hugsanlegan fund hinna stóru.. V-Þjóðverjar hafa alla tíð verið milligöngu- menn í málefnum þessum — og það er að undirlagi Adenauers, að reynt verður að koma á fund- Þrjátíu ára afmœlis Héraðsskólans á Laug- arvatni minnzt Á SUNNUDAGINN var setti Bjarni Bjarnason héraðsskólann á Laugarvatni í 30. skipti. Hér- aðsskólinn er 30 ára um þessar mundir, en fyrsta árið var séra Jakob Lárusson í Holti skóla- stjóri. Var afmælisins minnzt veglega og eftirminnilega og var mikill fjöldi eldrí nemenda við- staddur skólasetningu. Á sunnudaginn var blíðskapar- veður austur á Laugarvatni. Fán- ar blöktu við hún og á þriðja tímanum tók fólk að streyma til staðarins úr öllum áttum. Dreif brátt að mikinn mannfjölda. Kl. 3,30 var samkoman sett. Hófst athöfnin með því að sunginn var sálmur, en því næst flutti sókn- arpresturinn bæn. Milli 60 og 70 manna samkór frá héraðsskólan- um og menntaskólanum söng undir stjórn Þórðar Kristleifsson- ar, en að söngnum loknum flutti skólastjóri setningarræðu sína. Var það mjög greinargóð yfir- litsræða um framvindu í skóla- málum síðustu 30 árin. Þá minnt- ist skólastjóri kennara, sem lát- izt hafa á þessu tímabili, færði sérstakar þakkir þeim mennta- málaráðherrum, sem staríað hafa í tíð skólans svo og fræðslumála- stjórum og skólanefndum. Þá flutti Jónas Jónsson langa ræðu um aðdraganda skólastofn- unarinnar og fleira. Böðvar Magnússon, hreppstjóri, lét þetta mikla óðal af hendi sem skóla- setur. Hann talaði næstur, og rakti ýmis tildrög skólastofnun- arinnar. Þá söng frú Guðrún Tómasdóttir einsöng við undir- leik Magnúsar Bl. Jóhannsson- ar. Vakti söngur hennar mikla hrifningu áheyrenda. Þá fluttu þessir menn ávörp: fræðslumálastjóri, Helgi Elías- son, formaður skólanefndar, Sig- urður Óli Ólafsson, alþm., sýslu- maður Rangæinga, Björn Björns- son, sem færði bókasafni skól- ans fégjöf frá Skógaskóla, Magn- ús Böðvarsson í Miðdal, sem færði skólastjóra 10,000 kr. frá sveitungunum til að prýða og rækta skógarlund í nágrenni skólans, Benedikt Sigvaldason, sem afhenti Bjarna Bjarnasyni Guðbrandsbiblíu að gjöf frá samkennurum. Allir skólastjórar staðarins létu í Ijós þakklæti til skólans og skólastjóra fyrir gott samstarf, en þessir skólar eiga allir náið samstarf við héraðs- skólann. Þá sendi Guðmundur frá Miðdal skólanum stórt mál- verk af Heklugosi 1947. Skólastjóri bauð öllum gestum og starfsmönnum staðarins heim í sína einkaíbúð til veizlu og mannfagnaðar. Var veitt þar af mikilli rausn og stóð mannfagn- aðurinn til kl. 2 e. m. Það er sögn þeirra, sem vel þekkja til, að þetta hafi verið ógleyman- legasti dagurinn í ævi skólans. Innan skamm* mun koma á markaðinn mikið rit, sem hefur að geyma sögu Laugarvatns frá fyrstu tíð og skrá yfir alla nem- endur, sem hafa stundað nám við skólann. 240 fluttir brott ADEN, 3. nóvember. — Aðfara- nótt mánudags voru 240 manns fluttir frá Aden til Yemen vegna óeirðanna á föstudag og laugar- dag, þegar 5 voru drepnir og 12 særðir hættulega. Alls voru 560 manns handteknir, en nokkr. um var sleppt. Hinir brottfluttu eru allir heimilisfastir í Aden. NEW YORK, 3. nóv. — Gæzlulið S.þ. skal áfram vera á Gaza- svæðinu — samkv. áliti stjórn- málanefndar S.þ. í dag voru atkv. greidd um málið og féllu þau 49:9, en 13 sátu hjá. skálinn, miðvikud. kl. 8, Garða- stræti 6, mánud. kl. 8, Húsi U.M.F.R. við Holtaveg, mánud. kl. 8, samkomusalur Laugarnes- kirkju, mánud. kl. 8,30, Víkings- heimilið, þriðjud. kl. 8, Kirkju- teig 23, hús K.F.U.M. miðvikud. kl. 8. — f föndurflokkunum verð- ur unnið úr basti, tágum, beini o. fl. Bókband Tómstundaheimilið Lindargötu 50, miðvikud. kl. 7,30. Útskurður Tómstundaheimilið Lindargötu 50, þriðjudaga kl. T,30. Radíó-vinn» Tómstundaheimilið Lindargötu 50, mánudaga kl. T,30. Táknmerki sýningarinnar „Með eigin höndum“. Módelger* Tómstundaheimilið Lindargötu 50, fimmtudaga kl. T,30. Brúðuleikhns (leikbrúðugerð o. fl.) Miðbæjarskólinn, fimmtudaga kl. 8. Smíðar Melaskólinn, mónudaga kl. 8, Kirkjuteig 23, húsi K.F.U.M., mið vikudaga kl. 8. Ljósmyndaiðja Tómstundaheimilið Lindargötu 50, alla virka daga kl. 7,30. Kvikmyndaklúbbar Sýningarsal Austurbæjarskól- ans, sunnudaga kl. 4, Breiðagerð- isskóla, laugardaga kl. 4 og 5,30. Þjóðdansar f leikfimisal Austurbæjarskól- ans, þriðjudaga kl. 8—9. Taflklúbbar Tómstundaheimilið Lindargötu 50, þriðjudaga kl. 5 11 ára og yngri, þriðjudaga kl. 8 12 ára og eldri, Golfskálinn, þriðjudaga kl. 5 11 ára og yngri, þriðjudaga kl. 8 12 óra og eldri, hús U.M.F.R. við Holtaveg, þriðjudaga kl. 8, Tómstundaheimili ungtemplara, miðvikudaga kl. T. Frímerkjaklúbbar Auglýstir síðar. Sníðanámskeið Hefjast væntanlega um 15. nóv., auglýst nánar. Innritun í flokkana verður á hverjum stað á auglýstum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.