Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 20
VEORIÐ SV kaldi eða stinningskaldi, — skúrir. ___________ 253. tbl. — Miðvikudagur 5. nóvember 1958 Pasternakmálið er líkast skrök- sögu saman settri af óvinum sovézkrar menningar... Undanfarið hafa togararnir komið hver á fætur öðrum af Nýju Fylkismiðunum við Nýfundnaland til Reykjavíkur til að landa aflanum. Myndina tók ljósmyndari Mbl. fyrir nokkru niður við Reykjavíkurhöfn. Verið er að Ijúka við að losa fyrsta nýsköpunartogara Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Ingólf Arnarson, og verkamennirnir eru að búast til að hefja vinnu við að losa nýjasta togara Bæjarútgerðarinnar, Þormóð goða, sem er að koma inn á höfnina. Reynt að tara beint af Nýfundnalandsmiðum til söluhafnar HEIMDALLUR F.U.S. efndi til almenns fundar í Sjálfstæðishús- inu í gærkvöldi kl. 8.30. Um- ræðuefnið var „Andleg kúgun austan járntjalds — Pasternak- málið“. Baldvin Tryggvason for- maður Heimdallar setti fundinn með stuttu ávarpi, þar sem hann skýrði frá tildrögum fundarins og rakti örlög Pasternaks í stuttu máli. Ræða Gunnars Gunnarssonar Þá tók til máls Gunnar Gunn- arsson skáld, sem var aðalræðu- maður fundarins. Talaði hann um mál Pasternaks og kvað atburða- rásina í henni áþekkasta uppi- stöðu í skröksögu, saman settri til þess eins að svívirða sovézka menningu, mannúð og skyn- þroska. En þessi saga væri raunalega sönn. Ræða Gunnars Gunnarssonar verður birt í heild í blaðinu á morgun. Ljóð um Pasternak Að ræðu skáldsins lokinni las Matthías Johannessen blaðamað- ur frumort kvæði um Pasternak. Ræða Eyjólfs K. Jónssonar Síðan tók til máls Eyjólfur K. Jónsson. Hann benti á, að bók Pasternaks, „Zívagó læknir“, væri ekki pólitísk bók heldur listrænt skáldverk. Sök Paster- naks væri sú ein, að hann hefði sótt yrkisefni sitt í líf rússnesku þjóðarinnar og lýst því eins og honum kæmi það fyrir sjónir, öfga- og ofstækislaust. Þess vegna væri hið glórulausa of- stæki rússneskra valdamanna óskiljanlegt. Jafnvel áhangendur alheims kommúnismans hér á landi hefðu séð sig knúða til að mótmæla mannfyrirlitningu og ofsóknum hins ógnarlega ein- veldis. Hann spurði, hvort mennta- menn hefðu raunverulega opnað augun fyrir þeim ógnum, sem vofðu yfir heimsbyggðinni og skírskotaði í því sambandi til reynslunnar. Benti hann á, að áþekktir og raunar alvarlegri srt- burðir hefðu áður gerzt undir ráðstjórn, en það hefði ekki megn að að uppræta kommúnisma úr röðum frjálsra menntamanna. Benti hann á í þessu sambandi á atburðina í Ungverjalandi fyrir Enn landar hér a-þýzkur togari ENN hefur austur-þýzkur togari landað hér í Reykjavík, er það togarinn Luna, sem kom hingað til hafnar í gær eftir 10 daga úti- vist og landaði þá milli 10—15 tonnum af fiski. Hafði togarinn komið inn vegna smávægilegrar bilunar. Hér landaði þessi sami togari fyrir 8—10 dögum, er hann einnig kom inn vegna smávægi- legrar bilunar. Náungi einn, sem oft er niður við höfn og fylgist vel með skipa- ferðum, sagði í gær, að það virt- ist ekki vera dýrt að reka togara- útgerð í hinu þýzka járntjalds- landi, ef hægt væri að landa hér smáslöttum með lOdaga millibili. sem ekki nægði til þess að standa undir kexkaupum, vegna skips- hafnarinnar, hvað þá heldur meira. Búizt var við að togarinn færi „aftur á veiðar“ i dag. tveimur árúm. Þá hefði Nóbels- verðlaunaskáldið okkar sent hús- bændum sínum orðsendingu og bent þeim á, að ekki væri rétt að drepa Ungverjana, því það skaðaði baráttu sósíalista utan kommúnistaríkjanna. Laxness hefði nú enn sent skeyti í sama anda með þessum niðurlagsorð- um: „Fyrir alla muni þyrmið vinum Ráðstjórnarríkjanna við þessu óskiljanlega og mjög svo ósæmilega fargani". Þetta væri sá boðskapur, sem hið hlutlausa ríkisútvarp hefði boðið formanni menningar- tengsla fslands og Ráðstjórnar- ríkjanna að flytja sama daginn og hann hefði lýst því yfir, að Pasternakmálið væri „innanfé- lagsmál" rússneska rithöfunda- sambandsins og sér óviðkom- andi. Eyjólfur ræddi að lokum um hlutverk hinna nytsömu sakleys- ingja, sem lömuðu andstöðu frjálsra þjóða gegn ásælni komm únista. Hvatti hann til öflugrar sóknar gegn hvers konar undir- SL. laugardag leitaði blaðið fregna hjá fréttaritara sínum á ísafirði um útgerðina á norðvest anverðum Vestfjarðakjálka. Á ísafirði eru tveir bátar byrj- aðir á línuveiðum. Hafa þeir far- ið í nokkrar legur og fengið upp í 5 lestir í róðri. Þessir bátar róa stutt. Tveir bátar stunda ennþá veiðar með þorskanetjum í Djúp- inu, og auk þeirra eru hér 2 bátar frá Reykjavík, sem einnig stunda veiðar með þorskanetjum. Aflinn hefur verið allt upp í 8 lestir í róðri. Er nú verið að búa fleiri báta á línuveiðar, en mjög treg- lega gengur að manna bátanna. Atvinna hefur verið mjög mikil á ísafirði og jafnvel fólksekla. í Hnífsdal er enginn bátur enn- þá byrjaður að róa með línu, en verið er að búa einn bát á línu- veiðar. Einn bátur frá Hnífsdal, Rán, hefir síðan í september stundað veiðar með þorskanetj- um á sömu slóðum og ísafjarðar- bátarnir og fengið 200 lestir alls, og er það ágætur afli. Mjög mikil atvinna er einnig í Hnífsdal. í Bolungarvík fór fyrsti bátur- inn í róður með línu á laugard., en reri stutt. Aflinn var 3 lestir. í þessari viku munu 3 stórir bát- ar og 3 trillubátar hefja róðra og Bolungarvík. 1 nóvemberlok er væntanlegur til Bolungarvíkur fyrsti báturinn af nokkrum 250 lesta togbátum, sem koma eiga til landsins frá Austur-Þýzka- landi. Bátur þessi heitir Guð- mundur Pétur, eg er eign Einars Guðfinnssonar, útgerðarmanns í SL. SUNNUDAG var vígður nýr barna- og unglingaskóli í Höfða- kaupstað á Skagaströnd. Hófst athöfnin með guðsþjónustu, séra Pétur Ingjaldsson messaði. Ávörp og ræður fluttu oddviti kauptúns ins, Þorfinnur Bjarnason, Stefán Jónsson, námsstjóri, Páll V. Kolka, héraðslæknir, Lárus Guð- mundsson, fyrrverandi skóla- nefndarformaður, Sigríður Guðna dóttir, formaður Kvenfélags Skagastrandar og Hafsteinn Sig- urbjarnarson, formaður skóla- nefpdar. Páll Jónsson, skólastjóri, setti skólann. lægjuhætti við ofbeldisöflin og bað menn að geyma örlög Paster- naks í fersku minni. Fleiri tóku ekki til máls. Fund- urinn var fjölsóttur, og máli ræðumanna vel tekið. Stefán Briem og Reimar efstir í FJÓRÐU umferð í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur fóru leikar svo að Reimar Sigurðsson vann E. Gilfer, Guðmundur Ár- sælsson vann Bjarna Linnet. — Jafntefli gerðu Haukur Sveins- son og Sigurður Gunnarsson, og Ólafur Magnússon og Ágúst Ingimundarson. I Meistaraflokki eru nú hæst- ir nr. 1—2 Stefán Briem og Reim ar Sigurðsson með 3 vinninga og 1 biðskák hvor. 5. umferð verð- ur tefld í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 8, og biðskákir verða tefldar í Grófin 1 á föstudags- kvöld kf. 8. — Bolungarvík. Leifur Jónsson verður skipstjóri á bátnum. Á Suðureyri er enn ekki byrj- að að róa með línu, en línuveiðar munu hefjast innan skamms. Á Flateyri er engin útgerð með línu á veturna, en gerðir eru þaðan út tveir gamlir togarar. Eru þeir báðir að veiðum núna. Á Flateyri er mikil atvinna og er svo um flestar verstöðvarnar. Tveir þilfarsbátar munu stunda veiðar með línu frá Þing- eyri í vetur. Eru þeir ekki byrj- aðir enn, en þess verður ekki langt að bíða, að róðrar hefjist. DANSKA BLAÐIÐ Ber- lingske Tidende, birti í gær eftirfarandi frétt frá frétta- ritara sínum í Lundúnum: Bretar hafa ákveðið að halda áfram ,fiskveiðistríðinu‘ við ísland í allan vetur. Enn fremur er ætlunin að veita brezkum togurum, sem vilja veiða innan þeirrar land- helgi, er íslendingar hafa upp á sitt eindæmi markað, aukna herskipavernd. Yfirmaður brezku herskipanna á íslandsmiðum, Harry Anderson skipherra, hefir undanfarinn hálf an mánuð dvalizt í Lundúnum og átt í leynimakki við flotamála- ráðuneytið, en togaraeigendur hafa einnig verið viðstaddir. — Flotamálaráðuneytið hefur enn ekki viljað láta neitt uppi um þessar viðræður, en mönnum hef- ÍSLENZKIR togarasjómenn, sem verið hafa vestur á Nýju Fylk- ismiðum, hafa skýrt Mbl. svo frá, að þýzkir karfatogarar séu komn- ir á þær slóðir, er íslendingar sóttu fyrst á. Á sömu slóðir og íslendingar nú veiða, eru rúss- neskir togarar, og hefur þeim farið fjölgandi, stórum og litlum togurum. Enn er veiði góð á miðunum. Þá er mönnum kunnugt um, að II stiga hiti á Egils- stöðum í gœr í REYKJAVÍK var sunnan átt í gær og gekk á með skúrum. Hit- inn varð mestur 7 stig í Reykja- vík, en var á Egilsstöðum 11 stig og í Fagradal. Mest var úrkom- an á Hólum í Hornafirði og Djúpavogi, 8 mm. ur skilizt, að fyrir atbeina tog- araeigenda hafi flotamálaráðu- neytið fallizt á að halda „vernd- ar“-aðgerðunum og gera brezkum fiskimönnnum þannig kleift að stunda veiðar í allan vetur innan 12 mílna markanna. News Chronicle segir í dag, að flotamálaráðuneytið hafi ákveðið að endurskipaleggja aðgerðir sín ar við ísland. Til þessa hafa brezk ir fiskimenn stundað veiðar í fjórum hópum hér og þar við ströndina, og hver hópur hefur notið verndar eins brezks her- skips. í framtíðinni er ætlunin, segir blaðið, að stunda veiðar í stór um hóp i vernd fjögurra her- skipa. Þessi nýja aðferð mun hafa verið tekin upp sem mót- leikur gegn þeim áformum, sem íslendingar eru sagðir hafa i hyggju um að efla sókn á hendur brezkum togurum. Þar sem um leynilegar fyrir- skipanir er að ræða, vill flota- málaráðuneytið ekkert segja um, þeir vestur-þýzkir togarar, sem verið hafa á Nýfundnalandsmið- um, og hafa farið þaðan söluferð- ir beint til Þýzkalands, hafi náð hagstæðum sölum á fiski sínum. Mun nú jafnvel í athugun, að togarinn Þormóður goði, fari í slíka veiðiför. Togarinn er nú á næstunni að fara til Þýzkalande til skoðunar og eftirlits. Hann er nú orðinn 6 mánaða gamall. Togarinn kom hingað inn í gser vegna vélarbilunar, er gerði vart við sig vestur á Nýfundalands- miðum. Hér verður hægt að fram kvæma viðgerð, skipta um sveif- aráslegu, sem sendar verða flug- leiðis frá Þýzkalandi. . Standa vonir til að togarinn geti farið út undir næstu helgi. Legurnar höfðu bilað með 19 klst. millibili og var vélaafli skips ins hvergi fyllilega beitt á heim- leið, en siglingin tók þó aðeins rúma 5 sólarhringa. hvort upplýsingar News Chron- icles séu réttar. Mönnum hefur skilizt, að her- skipin muni í vetur leggja ríka áherzlu á að veita togaramönnum læknishjálp og aðstoð við við- gerðir, svo að þeir verði ekki háðir því að leita til íslenzkra hafna. íslendingar hafa reyndar lýst yfir því, að herskipum verði ekki leyft að flytja sjúka sjómenn til hafnar. Þetta merkti, að flytja yrði sjúka sjómenn á togurunum sjálfum til hafnar, og það myndi samsvara töku togarans og máls- höfðun gegn skipstjóranum. Spilakvöld í Firðinum HAFNÁFIRÐI — Mikil aðsókn hefir verið að spilakvöldum Sjálfstæðisfélaganna, og verður hið þriðja að þessu sinni í kvöld og hefst kl. 8,30. Eins og áður verður spiluð félagsvist og verð- laun veitt. Línuveiðar eru hafnar trá Isafirði og Bolungarvik Anderson í leynimakki við brezka flofa- málaráðuneytið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.