Morgunblaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 5. nóv. 1958
MORCVNBL4ÐIÐ
II
frá
sjómannanámskeiði Stýrimannas kólans á ísafirði:
Þar sitja þauireyndir
synir þeirra hlið við hlið
Fréttaritari Mbl. rœðir við nokkra
nemendur og
ísafirði, 1. nóv. 1958.
ÞAÐ er ekki oft, að manni gefst
tækifæri til að koma í skóla, þar
sem nemendurnir eru á aldrinum
18 til 48 ára og það i sömu deild.
Einn slíkur skóli er nú starfandi
hér á Isafirði. Það er sjómanna-
námskeið. Fréttaritari blaðsins
leit þarna inn einn dagir.n, þegar
nemendurnir voru flestir saman
í einni deild, en oftast fer kennsl-
an fram í tveimur deildum.
Forstöðumaður námskeiðsins
er Símon Helgason, skipstjóri hér.
Ég sný mér fyrst til hans og
inni hann eftir ýmsu um nám-
skeiðið.
— Hér eru fjölmargir nemend-
ur?
— Já, aðsókn er ágæt. Alls eru
hér fimmtíu nemendur. Suniir
ungir og óreyndir sjómenn. Aðrir
kennara
annars eru aðstæður til slíks
námskeiðshalds hér úti á landi
Tveir aðalkennarar skólans:
Símon Helgason, skipstjóri, (t.
h.) og Sturla Halldórsson, stýri
maður (t. v.)
— Áhugi er almennur, enda
gera þeir sér grein íyrir því, að
þetta er nauðsyn.
— Hvað er kennt á námskeið-
inu?
— Hér er kennt bæði bóklegt
og verklegt. Við erum fimm kenn
arar alls. Ég kenni siglingafræði
og stærðfræði. Sturla Halldórs-
son, stýriinaður, kennir siglinga-
reglur og verklega og munnlega
sjóvinnu. Svo kenna þeir Jón H.
Guðmundsson, skólastjóri barna-
skólans, og Guðmundur Árnason,
kennari íslenzku og Ragnar Ás-
geirsson, héraðslæknir, kennir
hjálp í viðlögum. Þá er ætlunin,
að yfirfiskimatsmaðurinn á Vest-
fjörðum, Jóhann Eiríksson, haldi
fyrirlestra um meðferð á fiski.
— Og hvað stendur námskeiðið
langan tíma?
— Það hófst í byrjun septem-
ber, og gert er ráð fyrir, að því
ljúki rétt fyrir jólin.
atlakóngar og
Þeir af nemendum á námskeiðinu, sem verið hafa formenn og
skipstjórar á bátum. Sitjandi frá vinstri: Ársæll Egilsson, Guð-
mundur Jensson, Sigurður Kristjánsson, Jóakim Pálsson og
Tryggvi Jónsson. Aftari röð: Jakob Þorláksson, Hálfdán Einars-
son, Ásgeir Guðbjartsson, Maríus Kárason, Hörður Guðbjarts-
son og Steindór Arason.
vera meiri. Á ég þar einkum við,
að kenna þurfi meira á miðunar-
stöðvar, radar og önnur tæki, sem
nú eru að verða nauðsynleg i
hverjum bát. Annars er nauðsyn-
legt að læra margt af því sem
hér er kennt, bæði íslenzkuna,
reikninginn og siglingafræðina
Fremsta röð (sitjandi frá vinstri): Guðmundur Jensson, Ölafsvík; Tryggvi Jónsson, Ólafsvík; Jóakim Pálsson, Hnífsdal; Hálfdán
Einarsson, Bolungarvík; Símon Helgason, skipstjóri, isafirði, forstöðumaður námskeiðsins; Sturla Halldórsson, stýrimaður, ísafirði,
annar aðalkennari á námskeiðinu; Jakob Þorláksson, Bolungarvík; Ásgeir Guðbjartsson, ísafirði, og Hörður Guðbjartsson, isafirði.
Önnur röð: Ingvar Antonsson, ísafirði; Óskar Jóhannesson, ísafirði; Leifur Halldórsson, Ólafsvík; Níels Guðnason, Tálknafirði;
Olgeir Gíslason, isafirði; Gunnar Gestsson, tsafirði; Einar Hálfdánsson, Bolungarvík; Baldur Sigurbaldason, tsafirði; Sigurður
Þórðarson, Súðavík; Björn Ingólfsson, Flateyri; Friðbjörn Friðbjörnsson, Hnífsdal; Sigurður Kristjánsson, Hellissandi; Borgar
Halldórsson, isafirði; Steindór Arason, ísafirði, og Guðmundur Kristjónsson, Ólafsvík. Þriðja röð: Gunnar Kristjánsson, ísafirði;
Guðbjörn Kristmannsson, ísafirðit Finnbogi Jaktfbsson, Bolungarvík; Helgi Sigurðsson, Þingeyri; Þorsteinn Friðþjófsson, Patreks-
firði; Brynjar ívarsson, Stykkishólmi; Karl Jónsson, Hellissandi; Hörður Sigurvinsson, Ólafsvík; Hávarður Olgeirsson, Bolungar-
vík; Jóhann Bjarnason, Suðureyri; Héðinn Valdimarsson, Isafirði, og Sigurður M. Sigurðsson, ísafirði. Fjórða röð: Torfi Björnsson,
Isafirði; Maríus Kárason, Hólmavík; Vignir Jónsson, tsafirði; Konráð Gunnarsson, Ólafsvík; Haraldur Olgeirsson, ísafirði; Erling
Auðunsson, Álftafirði; Bjarni Ragnarsson, Álftafirði; Bjarni Jónsson, Isafirði; Ársæll Egilsson, Bíldudal, og Gísli Kristinsson,
Þingeyri. — (Á myndina vantar Gest Kristinsson, Suðureyri; Einar Guðnason, Suðureyri; Karl Gíslason, Suðureyri; Jón Magnús-
son, ísafirði; Guðmund Gíslason, Isafirði, og Ragnar Jónsson, tsafirði). (Jón Bjarnason tók allar myndirnar, sem fylgja greininni).
o. fl.
— Sonur þinn er hérna líka.
— Já, hann mun vera yngsti
nemandinn hérna. Hann heitir
Finnbogi og er 18 ára. Jakob er
með mestu aflamönnum í Bol-
ungarvík, ásamt Hálfdani Einars-
syni. Þeir hafa oft keppt um það
að vera efstir þar.
Vona að maður skríði í gcgn
Jóakim Pálsson frá Hnífsdal
hefir verið skipstjóri síðan 1939.
— Hvað getur þú sagt mér um
þinn sjómennskuferil?
— Ég byrjaði formennsku, þeg-
ar ég var 24 ára, og hefi verið
það síðan. Var fyrst með Páli
Pálssyni og hafði þá réttindi til
þess, en nú erum við báðir að fá
annan bát, sem einnig heitir Páll
Pálsson, en sem er stærri Ég
varð því að taka mér frí frá sjó-
mennskunni til að ná mér í rétt-
indi.
— Og svo byrjarðu róðrana á
ný eftir áramótin?
— Ég er að vona að maður
skríði í gegn um prófið, svo að
maður þurfi ekki að gera frekari
hlé á sjósókninni, segir Jóakim,
og tekur hressilega í nefið um
leið.
Þá eru hér tveir Ólafsvíkingar,
Guðmundur Jensson er hér ald-
ursforsetinn ásamt sveitunga sín-
um Tryggva Jónssyni. Þeir eru
48 ára.
— Hvað ert þú búinn að vera
lengi formaður, Guðmundur?
— Ég hefi stundað formennsku
í 17 ár, en byrjaði að róa þegar
ég var 14 ára gamall.
— Hvernig líkar þér að vera
kominn í skóla?
Framh. á bls. 12
hafa verið skipstjórar á bátum í
fjölda ára.
Flestir frá Vestfjörðum
— Og þeir eru héðan af Vest-
fjörðunum?
— Flestir eru héðan af Vest-
fjörðum, en nokkrir annars
staðar að. Frá ísafirði eru 20,5
frá Bolungarvík, 6 frá Ólafsvík,
4 frá Suðureyri, 3 úr Álftafirði,
2 frá Hnífsdal, 2 frá Hellissandi,
2 frá Þingeyri og einn frá hverj-
um þessara staða:
Bildudal, Tálknafirði, Patreks-
firði, Flateyri, Hólmavík og
Stykkishólmi.
— Hverjir gangast fyrir nám-
skeiðum sem þessum?
Þetta námskeið er á vegum
Stýrimannaskólans í Reykjavík,
en þar er skólastjórinn Friðrik
Ólafsson.
— Og þið hafið fengið sæmilegt
húsnæðí hér í Templarahúsinu?
— Húsnæðið er allgott, en
aldrei eins góðar og æskilegt er.
Það er skoðun mín og margra
fleiri, að koma eigi upp sérstök-
um sjómannaskóla hér á ísafirði
fyrir fiskimenn. Hér var starf-
andi fyrsti sjómannaskóli á ís-
landi um miðja síðustu 'jld, eins
og kunnugt er. Ég er viss um, að
hér er grundvöllur fyrir sjó-
mannaskóla. Margir sjómenn hér
vestra hafa mikinn áhuga á því
máli.
— Hvers vegna eru nemendur
hér á svona misjöfnum aldri?
— Sumir eru að hefja sjó-
mennsku, en svo eru aðrir, sem
hafa verið skipstjórar í mörg ár.
Þeir hafa réttindi á 30 tonna
báta, en nú eru fiskibátarnir
orðnir stærri, og þetta námskeið
býr undir skipstjórn á allt að
120 tonna bátum.
Áhuginn er almennur
— Og áhuginn hjá nemendun-
um?
— Þú vilt kannske leyfa mér l
að hafa tal af nokkrum þessum
eldri nemendum hér?
— Já, gerðu svo vel, ef þeir
vilja eitthvað segja, þá er það
velkomið mín vegna.
Skipstjóri í 20 ár
Ég ræði fyrst við þann, sem
lengst hefir verið skipstjóri. Það
er Jakob Þorláksson frá Bolungar
vík. Hann er 42 ára og hefir verið
skipstjóri í 20 ár. Er nú skipstjóri
á mb. Þorláki í Bolungarvík, sem
er nýr og góður bátur.
— Og þú þurftir að setjast hér
á skólabekk. Þó að þú værir kom
inn á fimmtugsaldurinn?
— Já, það var ekki um annað
að ræða. Við fáum ekki lengur
undanþágu með stærri báta, og
það er raunar ekki nema eðliiegt.
— Og námsgreinarnar?
—Þær eru flestar gagnlegar. Þó
tel ég, að kennslan í ýmsu sem
að nýjum tækjum lýtur þurfi að
Hér ræðir fréttaritari blaðsins við Guðmund Jensson og Jóa-
kim Pálsson. „Þetta er sjálfsagt nauðsyn, en einkennilegt að
vera nú allt í einu kominn í skóla eftir 35 ára hlé“, segir Guð-
mundur. — Aðrir á myndinni eru Tryggvi Jónsson og Ásgeir
Guðbjartsson.