Morgunblaðið - 11.11.1958, Síða 2

Morgunblaðið - 11.11.1958, Síða 2
2 MOHCVTSHLAÐ IV Þriðjudagur 11. nðv. 1958 VeriS að setja upp ný geislalœkningatœki í sjúkrahúsið á Akureyri AKUREYRI 10. nóv. — Um þess- ar mundir er verið að setja upp ný geislalaekningatæki í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Munu þetta vera fyrstu tæki slikr ar tegundar, sem upp eru sett hér á landi utan Reykjavíkur, og hin fyrstu af Phillips-gerð. — Hér í bænum er nú staddur hollenzkur sérfræðingur, H. Uyenkruyer, sem annast niðursetningu hinna nýju tækja, ásamt Gunnlaugi Jó- hannssyni, rafvirkja. Tíðindamaður blaðsins hitti sl. laugardag þá félaga að máli, þar sem þeir voru að vinna á neðstu hæð sjúkrahússins. en þar verður geislalækningastofan til húsa. ★ Allmikið verk er að koma þess- tim tækjum fyrir, einkum þar sem sérstaka innréttingu þarf fyrir þau og blýeinangrun þarf að setja á loft, veggi og hurðir, vegna hins mikla geislamagns, sem frá lampanum stafar. 250 þús. volta spenna Tækin samanstanda af stjórn- borði, sem komið er fyrir í sér- stökum klefa næst Ijósastofunni. Þá eru í stofunni lampinn sjálf- ur, sem er færanlegur frá stóru og miklu „stativi", og loks mikill spennubreytir, sem framleiðir geisla fyrir lampann með 250 þús. volta spennu. Fróðlegt er að bera þetta saman við venjulega Ijósa- peru, sem aðeins hefur 220 volta spennu. Það mun taka um hálfan mán- uð að koma tækjunum fyrir, en þegar það starf hófst var blýein- angrun geislaklefans að mestu lokið. Þess má geta, að sjúkta- húsið hér hefur röntgentæki, sem einnig eru frá Phillips-verk- Taflklúbbar TAFLKLÚBBAR Æskulýðsráðs Reykjavíkur eru nýteknir til starfa, og er starfsemi þeirra hag að sem hér segir: Á þriðjudögum að Lindargötu 50 kl. 5 e.h. fyrir drengi 11 ára og yngri, kl. 8 fyrir pilta 12 ára og eldri. í Golfskálanum starfa taflklúbbarnir í sömu aldurs- flokkum á sama tíma. Ennfremur starfar á þriðjudögum taflklúbb ur í Ungmennafélagsheimilinu við Holtaveg fyrir drengi 12 ára og eldri. Á miðvikudögum er klúbbur fyrir sama aldursflokk í Tómstundaheimili ungtemplara að Fríkirkjuvegi 11 kl. 7 síðd. Skákmenn úr Taflfélagi Reykja víkur veita tilsögn í klúbbum þessum. — Norburlandaráð Framh. af bls. 1 næmu %% af þjóðartekjum þeirra, en á Islandi væru þær 97% af útflutningi landsmanna. I lok ræðu sinnar benti hann á hagsmuni annarra Norðurlanda í landhelgismálum, einkanlega Noregs og Danmerkur. Ummæli blaðanna í Osló Blöðin í Osló geta um ræðu Sigurðar Bjarnasonar í morgun og segja að hún hafi verið einarð- leg. Telja þau að þar hafi komið fram upplýsingar sem allur þorri Norðurlandabúa hafi ekki gert sér ljósar áður. Dagskrá Alþingis í DAG er boðaður fundur í neðri deild Alþingis. Tvö mál eru á dagskrá. Frumvarp til laga um dýralækna er til fyrstu umræðu og frumvarp til laga um útflutn- ing hrossa er til einnar umræðu vegna breytinga, sem gerðar voru á frumvarpinu í efri deild. smiðjunum hollenzku, og hafa þau reynzt mjög vel. ★ Það er mjög mikils virði fyrir Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri og Norðlendinga í heiíd, að nú skuli hafa verið fengið hingað slík geislalækningatæki. Sérfræðingur sjúkrahússins á sviði geislalækninga og röntgen- myndunar, Sigurður Ólason, læknir, fór nýlega til Hollands og kynnti sér notkun og meðferð slíkra tækja á vegum sjúkrahúss þar ytra, sem starfar í sambandi við Phillips-verksmiðjurnar. Sig- urður kvað tæki þessi verða not- uð til lækninga ýmissa sjúkdóma. Mætti þar nefna t. d. sjúkdóma, er þjá eldra fólk, svo sem kölkun í liðum o. fl. Ennfremur þyrftu sjúklingar, sem skornir væru upp við krabbameini, sérstaka með- ferð í geislalækningastofum að Iokinni aðgerð. Hefði til þessa þurft að senda slíka sjúklinga til Reykjavíkur, þótt skurðaðgerð hefði verið framkvæmd í sjúkra- húsinu hér. ★ Gert er ráð fyrir, að notkun hinna nýju tækja geti hafizt að um það bil viku liðinni. — vig. Dregið í 11. flokki Happdrættis Háskólans f GÆR var dregið í 11. flokki Happdrættis Háskóla íslands. — Dregið var um 996 vinninga að upphæð kr. 1.255.000. — 100 þús. kr. vinningurinn kom á hálfmiða nr. 39429, annar í umboði Helga Sívertsens í Vesturveri, en hinn í umboðinu í Sandgerði. 50 þús. kr. vinningurinn kom á fjórð- ungsmiða nr. 7724 i umboði Guð- rúnar Ólafsdóttur og Jóns Arn- órssonar, Bankastræti 11. 10 þús. kr. vinningar komu á nr. 13749, 23154, 26328, 28197, 29196, 31260 og 33438. 5 þús. kr. vinningar komu á miða nr. 5474, 7904, 10620, 10829, 20480, 24813, 25335, 34041, 39008 og 40331. Birt án ábyrgðar. 15 ár frá orrust- uiini í Selsvör PÉTUR HOFFMANN í Selsvör, leit sem snöggvast inn á Mbl. í gær, og kvaðst vilja minna á þann atburð er háð var Selsvar- arorrustan. Það var aðfaranótt 11. nóv. fyrir 15 árum. Voru það tveir Bandaríkjamenn sem sóttu að Pétri. Hann var þá tröll að burðum og vafðist lítt fyrir hon- um að afvopna þann fyrri, er réðst að honum með hníf, og veita honum högg eitt mikið. Sá síðari Iét sér nægja að sjá höggið leggja félaga sinn að velli og baðst vægðar. Orrustan stóð vart meir en 10 sekúndur sagði Selsvarartröllið og bætti við: Já, þá var ég hraustari en nú. Stjórnarskipti óhjá- kvœmileg í Fœreyjum Sósíaldemókratar og þjóðveldismenn unnu lögþingskosningunum a f Kaupmannahöfn, 10. nóv. Einkaskeyti til Mbl. ÞÁTTTAKA í færeysku lögþings kosningunum á laugardaginn var óvenjumikil. Alls greiddu 76% kjósenda atkvæði, en í síðustu kosningum aðeins 67%. Niðurstöður kosninganna nrðu þær, að Sósíaldemókratar fengu 3584 atkvæði og 8 menn kjörna (áður 5). Þjóðveldisflokkurinn fékk 3329 atkvæði og 7 menn Johan Borgen Háskólafyrirlestur um Lillelord, mesta skáldverk Borgens Á MORGUN kl. 8.30 e. h. flytur norski sendikennarinn, Ivar Org- Iand, fyrirlestur í fyrstu kennslu stofu Háskólans um norska skáld ið Johan Borgen og hið fræga þriggja binda verk hans um Lillelord, sem út kom á árunum 1955—’57. Bindin heita „Lille- lord“, „De mörke kilder" og „Vi har ham ná“. Verkið fjallar um ungan gáfu- mann, sem er afvegaleiddur í lifinu vegna rangs uppeldis. í því er fjallað um vandamál nú- tímamannsins yfirleitt. Það hefst á tímabilinu rétt fyrir fyrri Iðnaðarmannafél. Hafnarf j. 30 ára HAFNARFIRÐI — Iðnaðar- annafélagið er 30 ára í dag. — Það var stofnað af Emil Jónssyni og fleirum, og skipuðu fyrstu stjórnina auk hans, sem var for- maður, Davíð Kristjánsson ritari og Ásgeir Stefánsson gjaldkeri. Var tilgangurinn með stofnun fé- lagsins fyrst og fremst sá að vinna að bættum hag iðnaðar- manna, svo og að reka iðnskóla, sem það hefur séð um rekstur á frá stofnun og þar til fyrir tveim- ur árum, er skólinn var gerður að ríkisskóla og er nú rekinn af ríki og bæ. Fyrsti skólastjóri hans var Emil Jónsson, sem hafði það starf á hendi um 20 ára skeið, en núverandi skólastjóri er Sigurgeir Guðmundsson. Skólinn er nú í hinni nýju bókasafns- byggingu, en var áður í Flens- borg. Hagur félagsins er með ágætum og á það styrktarsjóð með nær 80 þúsund krór.um. — Félagar eru 120 talsins. Núverandi stjórn skipa Guðjón Magnússon formaður, en það hef- ur hann verið alls í 12 ár, Vigfús Sigurðsson ritari, Einar Sigurðs- son gjaldkeri, Þóroddur Hreins- son faraform. og Gísli Guðmunds son fjármálaritari. — Félagið minnist afmælisins með hófi í Alþýðuhúsinu nk. laugardag og hefst það með borðhsddi kt. 7. — G.E. heimsstyrjöld og nær fram til ársins 1945, rétt eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. í verk- inu er lýst upplausn og ringul- reið samtímans, peningaflóðinu í fjrrri heimsstyrjöld, hruninu og síðan brjálæði síðari heimsstyrj- aldarinnar. Inn í þessa ytri at- burðarás er fléttað persónusögu manns sem er í fyllsta skilningi olnbogabarn síns tíma, trúlaus, siðlaus, ringlaður, vegvilltur. — Hann fæst við sitt af hverju, reynir fyrir sér í tónlist, málara- list og fleiru. Hann býr alla tíð að uppeldi sínu, áhrifum gamla tímans sem er í upplausn. Þess vegna verður hann tvískiptur og áttalaus. Johan Borgen er fæddur í Osló árið 1902 og hefur gefið út um 20 bækur, aðallega smásögur og leikrit. Eitt Ieikrit hans, „Meðan við bíðum“ hefur verið sýnt í Reykjavík. í mörg ár vann hann við „Ðagbladet“ í Osló, skrifaði þar kunnan dálk undir dulnefn- inu „Mumle Gásegg“. Hann er talinn meðal mestu stílsnillinga Norðmanna, gæddur frábærri kímnigáfu og auðugu hugmynda- flugi. Verkið um Lillelord er talið meistaraverk Borgens og hefur fengið frábæra dóma um öll Norðurlönd. Johan Borgen er ritstjóri „Vinduet“, sem er bezta bók- menntatímarit í Noregi nú. — Hann hefur jöfnum höndum skrifað bókmenntagagnrýni, ver- ið bókmenntaráðunautur útgáfu- fyrirtækja, leikstjóri og þýðari. Kunnustu smásagnasöfn hans eru „Hvetebrödsdager“ (1948) og „Noveller om Kjærlighet (1952), og er hið síðara talið bezta smá- sagnasafn hans. Ennfremur hef- ur Borgen skrifað ágæta bók um Nordahl Grieg. Það sem fyrst og fremst einkenn ir skáldskap Borgens er uppreisn in gegn hefðbundnum venjum, þörfin á að brjóta niður hina þykku múra hefðbundins hugs-j unarháttar, viljinn til að finnaj hinn upprunalega, ferska kjarna manneskjunnar. Allt þetta kem- ur ljóslega fram í skáldverkinu um Lillelord. Margir norrænir gagnrýnendur létu þau orð falla, að það væri bezta skáldverkið, s«m komið hefði út í Noregi eftir stríðið. kjörna (áður 6). Sambandsflokk urinn fékk 3296 atkvæði og 7 menn kjörna (sama og áður). Fólkaflokurinn fékk 2470 atkv., og 5 menn kjörna (áður 6), Sjálf- stjórnarflokkurinn fékk 812 at- kvæði og 2 menn kjörna (sama og áður) og Framfaraflokkurinn fékk 404 atkvæði og 1 mann kjör inn (sama og áður). Að þessu sinni voru 30 menn kjömir á þing, en í kosningun- um 1954 voru þeir 27 talsins. Hér er skrá yfir atkvæðamagn flokkanna nú og 1954: Sósíaldem. Nú 3584 (8) 1954 2518 (5) Þjóðv.fl. 3329 (7) 3032 (6) Sambandsfl. 3296 (7) 3312 (7) Fólkafl. 2470 (5) 2660 (6) Sjálfst.fl. 812 (2) 908 (2) Framfarafl. 404 (1) 323 (1) Stjórnin missti meirihlutann Búizt er við að viðræður flokk- anna um stjórnarmyndun hefjist mjög bráðlega, en landsstjórnin sem nú er við völd hefur ekki lengur meirihluta lögþingsins á bak við sig. Ekki er talið senni- legt að hægt verði að mynda nýja stjórn án þátttöku sósíal- demókrata. Sennilegasta lausnin Búizt er við að sósíaldemókrat- ar leiti fyrst eftir samvinnu við Sambandsflokkinn og Sjálfstjórn arflokkinn, en það voru þessir þrír flokkar sem fengu heima- stjórnarlögin samþykkt árið 1947. Þeir hafa nú meirihluta í lögþinginu, en hins vegar getur samvinna þeirra orðið erfiðleik- um bundin vegna málefnalegs og persónulegs ágreinings milli sósíaldemókrata og Sambands- flokksins. Ósennileg lausn Bent er á aðra lausn, sem þó er talin heldur ósennileg, en hún er sú að samvinna takist milli sósíaldemokrata, Þjóðveldis- flokksins og Sjálfstjómarflokks- ins. Erlendur Patursson foringi Þjóðveldisflokksins lýsti þvi yfir eftir kosningarnar, að hann væri ' fús til samvinnu við alla flokka nema Sambandsflokkinn. Enginn aðskilnaður Hins vegar réðst foringi sósíal- demókrata, Mchr Dam, harka- lega á Þjóðveldisflokkinn í kosn- ingaharáttunni og lýsti því yfir, að færeyskir sósíaldemókratar mundu aldrei samþykkja aðskiln aðarstefnuna. Danska blaðið „Socialdemo- kraten“ segir í ritstjómargrein í dag, að tilræði skilnaðarmanna við aðild Færeyja að danska rík- inu hafi gersamlega misheppn- azt. Brotizt inn í verzlun í Firðinum Verkalýðsfélög á Vest- fjörðum fá svipuð kjör og Dagsbrún ÍSAFIRÐI, 10. nóv. — Hinn 1. nóv. sl. var undirritaður nýr kaupsamningur milli Vinnuveit- endafélags Vestfjarða annars veg ar og Alþýðusambands Vest- fjarða hins vegar, f. h. verka- lýðsfélaga hér á Vestfjörðum. Samningurinn er í aðalatriðum eins og nýgerðir Dagsbrúnar- pamningar og tekur til land- verkafólks í algengri vinnu. — Alþýðusamband Vestfjarða skrif aði Vinnuveitendafélaginu og bað um, að samningar yrðu upp teknir, án þess að til uppsagnar kæmi. Tóku vinnuveitendur því vel, og varð niðurstaðan þessi samningur, sem gildir til eins árs. — G. 3 HAFNARFIRÐI. — Síðastliðna uniieruum iokiu sunnudagSnótt var brotizt inn í HAFNARFIRÐI — Staðið hefur yfir tvímenningskeppni hjá bridgefélaginu og er 3 umferð- um lokið af 5. Spilað er í Al- þýðuhúsinu á miðvikudagskvöld- um og er ágæt þátttaka. Efstir eru nú Árni Þorvaldsson og Kári Þórðarson með 199% stig, Ólafur Guðmundsson og Hörður Guðmuridsson, 189 %; Einar Guðnason og Eysteinn Éinarsson, 181%; Viggó Björgúl gson og Kristófer Magnússon, 175, og Björn Sveinbjörnsson og Gunn- laugur Guðmundsson, 172 stig. í ráði er að bæjakeppni í bridge milli Hafnarfjarðar og Akraness fari fram á síðarnefnda staðnum 7. desember nk. — G.E. verzlunina ölduna við Vestur- götu og stolið þaðan 14 karton- um af sígarettum, 3 kössum af nælonsokkum og töluverðu af sælgæti, t. d. súkkulaðispökkum. Var brotin rúða í hurð verzlunar innar og smekklásinn síðan opn- aður. Er þetta í annað skiptið, sem brotizt er þarna inn á stuttu millibili, en í fyrra skiptið, í september sl., var brotin rúða að baka til og þannig komizt inn. Var þá stolið sælgæti og vettl- ingum. — Málið er í rannsókn---- Eigandi verzlunarinnar öldunnar er Guðmundur Guðmundsson. — Aðeins einn maður býr í húsinn en það er sjómaður, sem ekki var heima umrædda nótt. — G.E.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.