Morgunblaðið - 11.11.1958, Blaðsíða 16
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 11. nóv. 1958
16
2. KAFLI.
Lístamannaveizlan.
„Má ég ekki bjóða yður kaffi-
bolla? Þá getum við taiað um Tóm
ae í ró og næði“, sagði Súsanna
og gekk á undan til herbergis
sins.
•
Málafærslumanninum virtist
létta. Ef til vill fannst honum erf-
itt að standa við sjúkrabeð litla
drengsins síns, erfitt að horfa á
litla andlitið, sem bar merki um
sótthita. Súsanna tók upp bolla
og skrúfaði frá rafmagninu undir
suðutækinu. Hún hafði ek'kert sér
stakt upp á að bjóða með kaff-
inu nema nokkrar kexkökur og hr.
Agréus var áreiðanlega betra van-
ur. Hann var eins og reglulegur
heimsmaður í framgöngu og virt-
ist vera vanur sællífi og þægind-
um. Jæja, — hins vegar var víst
ekki dekrað við hann með kven-
legri þjónustu, úr því hann var
orðinn ekkjumaður.
„Já, ég er ekkjumaður, eins og
Bergmann læknir ef til vill veit“,
varð hann fyrri til að segja. „Móð
ir Tómasar dó, þegar hann var
mjög lítill og hann mann ekki eft-
ir henni“.
Hann þagði andartak og leit
spyrjandi á hana áður en hann
hélt áfram:
„Það er dálítið erfitt að vita,
hvernig á að veita litlum dreng,
eins og Tómasi, rétta meðferð og
umhyggju. Barnfóstrur og slíkt og
þvílíkt verður aldrei alveg sama
og móðir, en þegar maður er sjálf-
úr önnum kafinn við vinnu, þá —
já, þá ásakar maður sjálfan sig
fyrir að hafa gert of lítið fyrir
son sinn, sérstaklega þegar alvar-
leg veikindi bætast ofan á, þá
finnst manni allt í einu, að vinna
og frami séu einskis virði í sam-
anburði við lítið mannslíf".
„Jæja, það er sjálfsagt ekki
hægt að segja“, greip Súsanna
fram í. „Vinna yðar, málafærslu-
mannsins, getur vonandi ekki tal-
izt litilvæg".
Hana langaði til að segja eitt-
hvað róandi og huggandi, en reynd
ar hafði hún séð ýmis dæmi um
vanrækslu og skort á kærleika af
hálfu foreldra í starfi sínu, ekki
sízt meðal sjúkra barna.
„En þáð er aðgætandi", sagði
Rolf Agréus, „að það er hér um
bil aldrei hægt að bæta fyrir van-
rækslu við börn. Ég finn til sektar
gagnvart hinni dánu konu minni,
af því að ég hef ekki sinnt Tómasi
litla rækilega. Þér afsakiö sjálf-
sagt, að ég vík að svona persónu-
legum málefnum, ungfrú Berg-
mann, en ég hef alltaf litið svo
á, að menn eigi að vera algjör-
lega hreinskilnir gagnvart lækni
sínum og þér vöktuð undir eins
traust hjá mér. Ég á sjálfsagt að
vera þakklátur fyrir, að það var
einmitt kvenlæknir, sem fór að
sjá um Tómas“.
„Það skiptir sjálfsagt engu
máli, hvort læknir er karl eða
kona“, svaraði Súsanna rólega. —
„Veikt barn er veikt barn, þannig
lítum við læknarnir víst allir á
það. Hvað viðkemur hrein-
skilninni, þá vitið þér sjálfsagt
vel, að læknavísindi vorra tíma
vilja fá eins mikla þekkingu og
unnt er á því, sem liggur að baki
hverju einstöku sjúkdómstilfelli.
Það er nærri nauðsynlegt, og það
á við um marga alvarlega sjú'k-
dóma, að fyrst verður að vita um
heimili og umhverfi sjúklingsins,
áður en hægt er að láta hann fá
hina réttu meðferð“.
„Já, en hvernig er því f raun-
inni varið með Tómas, Bergmann
læknir? Larsson læknir var hrædd-
ur um, að það væri lungnabólga.
Hafið þér fengið staðfestingu á
því? Mér virðist hann vera all-
þjáður og hann hefur lengi verið
óeðlilega þreyttur — alltof þreytt-
ur miðað við dreng á hans aldri.
Maður man þegar maður var sjálf
ur drengur og alltaf á sprettin-
um. Tómas er svo undarlega kyrr-
látur ef svo má segja. Mér hefur
stundum gramizt það, sk-al ég játa.
Ef til vill hef ég ekki tekið nægi-
legt tillit til heilsu hans“.
„Ég hef ekki enn séð röntgen-
myndirnar, svo að ég þori ekki að
segja neitt um lungun, hr. Agréus,
en það er ekki ósennilegt, að Lars-
son læknir hafi á réttu að standa.
Þér skuluð þó ekki vera órólegur.
Á okkar dökum eru til full-reynd
meðul við þess kyns sjúkdómum.
En hjartað — það leit líka út fyr-
ir, að eitthvað væri að hjartanu.
Ég skal láta taka hjartarii og sér-
stakar röntgenmyndir, ef þess ger-
ist þörf. Hann hefur verið mjög
þreyttur, segið þér“.
„Já, um langan tírna".
„Það þarf ekki að merkja neitt
sérstakt. Það getur verio afleið-
Hvernig sem hár yðar er, þá gerir
shampooið það mjúkt
og tailegt...og svo meðfæriiegt
Reynið White Rain í
kvöld — á morgun
munið þér sjá
árangurinn.
White Rain er eina
shampooið, sem býður
yður þetta úrval:
Blátt fyrir
þurrt hár
Hvítt fyrir
venjulegt hár
Bleikt fyrir
feitt hár
Notið /Útf/tí/QÍ///' sliampooið sem freyðir svo undursamlega
HEILVERZLUNIN HEKLA HF„
Hverfisgötu 103 — sími 11275
ing af lungnabólgunni og mér
virðist hann annars fjörlegur, og
hann er eðlilega þroskaður eftir
aldri. Ef til vill er hann dálítið —
mannfælinn. Á hann erfitt með at
samlagast umhverfi sínu? Ei
hann fús á að leika sér við önnur
börn?“
„Hann er dálítið einrænn og —
eins og þér sögðuð — dálítið upp-
burðarlaus. Þannig verða börn ef
til vill, þegar barnfóstrur ala þau
UPP> og hann hefur aldrei átt
• neina jafnaldra leikfélaga. Ég
hefði getað sent hann í heima-
vistarskóla, en hann mátti ekki
heyra það nefnt og þá hætti ég
við það“.
Súsanna hellti aftur í kaffiboll-
ann, og málafærslumaðurinn var
þakklátur á svipinn. Það var áreið
anlega ekki eingöngu kaffinu að
þakka. Súsanna þóttist áreiðan-
lega sjá, að því væri einmitt eins
varið með málafærslumanninn og
son hans, — hvorugur þeirra átti
kost á að tala við marga í trún-
aði. Hún gladdist af því, að hún
hafði getað komið honum til að
slaka á sem snöggvast og leggja
niður hinn stranga heimsmanns-
svip, en hún þorði ekki að sitja
sjálf of lengi.
Það var ekki hversdagslegur
viðburður í spítalanum — að áliti
ungfrú Corell að minnsta kosti, —
að sjúklingar eða vandamenn
þeirra drykkju kaffi inni hjá
fyrsta aðstoðarlækni. En litli,
veiki drengurinn hafði vakið með-
aumkun Súsönnu, en þeir, sem eru
hjálparvana og einmana hafa allt-
■af þau áhrif á konur. Og faðir
Tómasar, sagði Súsanna við sjálfa
sig með svolitlu, háðslegu glotti.
Hve margar konur myndu fegins
hendi grípa tækifærið til að vera
einar með öðrum eins manni. —
Hann hafði alla hugsanlega kosti,
mikilsvirta stöðu, glæsilegt útlit
og svo Tómas litla, sem þurfti
þess með, að einhver annaðist
hann. Jæja, — hann var nú ekki
af þeirri gerð, sem henni leizt á,
ef nokkur var það þá.
„Jæja, ég þakka kærlega fyr-
ir“, sagði Agréus, um leið og
hann stóð upp. „Nú skal ég ekki
tefja yður lengur“.
Um leið var hringt í símann.
Það var röntgendeildin, sem skýrði
frá því, að myndirnar af Tómasi
væru tilbúnar, ef læknirinn vildi
koma og líta á þær. Súsanna fylgdi
gesti sínum út á ganginn, og þau
skildu þar sem hún tók lyftuna
niður í röntgendeildina, en hann
gekk niður hinn breiða stiga að
útidyrunum. Þegar Súsanna
kvaddi hann, lofaði hún því, að
hún skyldi láta hann vita, þegar
hún gæti ákveðið sjúkdómsgrein-
inguna.
Það var lungnabólga, eins og
hún hafði búizt við. Það voru
greinilegir skuggar í vinstra
lunga, og bólgan var töluvert um-
fangsmikil. En hvað um hjartað?
Það var ekki hægt að sjá hjartað
vel á þessum sérstöku lungn-amynd
um, en það lítið, sem Súsanna sá,
gerði hana órólega. Gat það skeð?
Þá hefði Tómas átt að virðast
miklu þjáðari. Þá mundi hún, að
kandidatinn, sem hafði skrifað
lýsinguna, er Tómas var lagður
inn, hafði getið þess, að varirnar
væru bláleitar og hjartsláttur-
inn mjög órólegur. — Hún
ásetti sér að láta taka sérstakar
röntgenmyndir af hjartanu undir
eins og hún hefði unnið bug á
lungnabólgunni og litli sjúklingur-
/
/
u
á
^ I'M GOING TO CHECK
THIS LEAP IN MV REFERENCE
BOOK, MARK... IT*MAV BE ,
U~^THE CAUSE OF THE
' \ SHEEP'S DEATH/ J
TOO LATE, DOC...HERE
COMES BIS WALKER NOW.
AND THE ENTIRE CAMP
» IS WITH HIM/
THIS MAY BE OUR CHANCE TO
FEED ANDy, CHERRY... WHILE
VJE'RE TALKING TO BIQ
. WALKER YOU COULD SLlP
| HIM SOME GRUB... BUT BE
}r SURE NO ONE
( FOLLOWS YOU/ V-----------K
IT'S A
GOOP THINS
ANDY IS IN A
SAFE PLACE...
THEY'D KILL HIM
FOR SURE /
1) „Ég ætla að fletta upp í
handbókinni minni upplýsingum
um þetta lauf. Þarna getur verið
að finna orsökina til dauða kind-
anna.“ „Það er orðið of seint",
svarar Markús. „Þarna kemur
Göngugarpur, með allan Indíána-
hópinn á hælunum“. „Það er svei
mér gott að Andi skuli vera á
öruggum stað. Annars mundu
þeir áreiðanlega drepa hann“,
segir Sirrí.
2) „Þarna fáum við kannski
tækifæri til að gefa Anda að
borða, Sirrí. Reyndu að lauma
einhverju til hans meðan við töl-
um við Göngugarp. En gættu
þess að enginn elti þig.“
inn væri farinn að hressast dálft-
ið. Nú átti penisillínið fyrst að
fá tækifæri til að verka.
„Ég var að líta á röntgenmynd-
ir Tómasar litla“, sagði hún vdð
ungfrú Corell, þegar hún kom
aftur á deildina. „Það lítur ekki
sem bezt út. Viljið þér geba svo
vel að sjá um, að hann fái undir
eins penisillín — eina milljón
eininga á sólarhring, fyrst um
sinn. Hann á auðvitað að liggja í
rúminu, en það væri gott, ef þér
gætuð fundið eitthvað, sem hann
gæti skemmt sér við. Hann hefur
ekki verulega háan hita, en mér
virðist hann vera taugaóstyrkur
og kvíðinn".
„Ég skal útvega fleiri skemmti-
legar barnabækur", sagði ungfrú
Ingrid, sem gekk fram hjá um leið,
og deildarhjúkrunarkonan leit
hvasst á hana.
Það átti ekki við, að kornung
hjúkrunarkona blandaði sér inn í
samtalið á þennan hátt.
„Taugaóstyrkur, hm“, tautaði
hún og hugsaði með sér, að betra
væri að læknarnir væru ekki með
öll þess konar heimskuleg uppá-
tæki. Áður fyrr var það mikilvæg-
ast, að ró og regla væri í sjúkra-
stofunum, en nú leyfðist sjúkling-
unum ýmislegt. Einkum krökkun-
um, með teiknipappir sinn og
heimskulegar barnabækur, sem
stundum lágu meira að segja á
glámbekk, þegar prófessor Há-
kansson var á stofugangi.
Súsanna fór í snatri úr fötun-
um og lagðist ofan í baðkerið. —
Henni fannst spítalalyktin vera
komin í öll fötin sín og hún var að
hugsa, hvort fólki utan sjúkra-.
hússins fyndist ekki þessi lykt
fylgja henni alla leið inn á henn-
ar eigið litla heimili. Fannst gest-
um hennar vera leiðinleg spítala-
lykt hjá henni? Jæja, — hún fékk
reyndar ekki marga gesti. Hún
naut heita vatnsins, sem var ilm-
andi af sterku baðsalti, sem hún
notaði alltaf, þegar hún ætlaði að
heiman og vildi finna til þess, að
hún væri algerlega laus við sína
venjulegu vinnu. Hún slakaði á
og reyndi að gleyma öllum þeim
hugsunum og áhyggjum, sem hún
átti. oft erfitt með að losna við,
meira að segja í frístundum sín-
um. Petterson í stofu 2. Frú Lund
með magasárið. Tómas litli með
hræðslulega augnaráðið.
ailltvarpiö
Þriðjudagur 11. nóvember:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 Barnatími: Ömmusögur.
18,50 Framburðarkennsla í esper-
anto. 19,05 Þingfréttir og tónleik
ar. 20,30 Daglegt mál (Árni
Böðvarsson cand. mag.). 20,35
Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveit
ar íslands í Þjóðleikhúsinu; fyrri
hluti. Stjórnandi: Han.s Antolitsch
Einleikarar: Guðmundur Jónsson
(píanó) og Björn Guðjónsson
(trornpet). 21,10 Erindi: Þjóð-
fundarkosning Jóns Sigurðsson-
ar; fyrri hluti Lúðvík Kristjáns-
son rithöfundur). 21,45 Iþróttir
(Sigurður Sigurðsson). — 22,10
Kvöldsagan „Föðurást“ eftir
Selmu Lagerlöf; XI. (Þórunn Elfa
Magnúsdóttir rithöfundur). 22,30
íslenzkar danshljómsveitir: —
Hljómsveit Gunnars Ormslevs leik
ur. Söngkona: Helena Eyjólfsdótt-
ir 23,00 Dagskrárlok.
Miðvikmlagur 12. nóvember.
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna — tón-
leikar af plötum. 18,30 Útvarps-
saga barnanna: Pabbi, mamma,
börn og bíll, eftir Önnu Vestly,
VI. (Stefán Sigurðsson kennari).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19,05 Þingfréttir og tónleikar. —
20.30 Lestur fornrita: Mágus-saga
jarls' III. (Andrés Björnsson).
20.55 Islenzkir einleikarar: Hauk
ur Guðlaugsson leikur á orgel. —
21,25 ViðtaJ vikunnar (Sigurður
Benediktsson). 21,45 Islenzkt mál
(Ásgeir Blöndal Magnússon kand.
mag.). 22,10 Saga í leikformi:
„Afsakið, skakkt númer“; III. —
(Flosi óíafsson o. fl.). 22,45 Lög
unga fólksins (Haukur Hauks-
son). 23,40 Dagskrárlok.