Morgunblaðið - 11.11.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.1958, Blaðsíða 8
8 MORGTJ TS Bl AÐTÐ 'Þriðjúdagur 11. nóv. 1658 Það er þjóðarsmán, að ísland skuli vera mistilteinninn i samtökum frjálsra þjóða Ræða Eyjólfs K. Jónssonar á fundinum með áframhaldandi þjónustu víð þau öfl, er morðin drýgja. færa aðra um ágæti kommúnism- ans, eða geri jafnvel enga til- raun í þá átt. Það er einfaldlega alls ekki þeirra hlutverk í uppfærslunni að gera menn að kommúnistum. Það hlutverk er á höndum allt anharra manna, sem alls ekki eru sjáanlegir á sviðinu. Og það er raunverulega rétt, að minni hluti þeirra, sem hér á landi vinna fyrir alheimskommúnism- ann, eru sanntrúaðir kommúnist- ar sjálfir. mönnum finnst ástæðulaust að berjast gegn kommúnistum eig- in lands og einangra þá. Þetta hljóti að vera sæmilegasta fólk, sem umgangist fjöldan allan af frjálslyndum ágætismönnum, sem óþreytandi sé að berjast gegn amerískri afsiðun, atómvopna- morðum og kynþáttakúgun, en fyrir sjálfstæðri og glæstari til- veru menningarþjóðax, sem gæti orðið öðrum þjóðum leiðarljós og hvöt til að láta af vopnaburði og hryðjuverkum. um Pasternakmálið PASTERNAK-MÁLIÐ hefur vald ið skelfingu, og hryggð um víða veröld, og liggja vissulega til þess gildar ástæður. Ætla ég mér ekki þá dul, að ég geti miklu við bætt það, sem Gunnar Gunn- arsson hefur í ágætri ræðu sagt um þá hlið málsins. Má þó aðeins enn rækilegar á það bendá, að bók Pasternaks, Sivagó læknir, er ekki pólitísk bók, heldur listrænt skáldverk, þar sem söguhetjurnar eru að sjálfsögðu sóttar til þess þjóð- félags, þar sem sagan gerist. Sök Pasternaks er þar sú ein, að hann sækir sér yrkisefni á hinn nær- tækasta vettvang, sem hann lýs- ir eins og honum kemur hann fyrir sjónir, öfga- og ofstækis- laust. Það er því rétt að undir- strika við þau ykkar, sem ekki hafið lesið Sívagó lækni en von- andi eigið þess kost, áður en langt líður, að hafa hugföst þau orð útgefandans, að sá, sem læsi bókina sem pólitískt rit, hann færi villur vegar og mundi eigi fá notið hennar. Af þessum sökúm er enn óskilj anlegra hið glórulausa ofstæki rússneskra valdamanna, og á sama hátt er sínu réttmætari reiðialda sú, sem risið hefur svo hátt, að jafnvel áhangendur al- heimskommúnismans hér úti á íslandi hafa séð sig knúða til að mótmæla mannfyrirlitningu og ofsóknum hins ógnarlega ein- veldis. Við skyldum því ætla, að fórn Boris Pasternaks hefði a. m. k. þá ljósu hlið, að meðal mennta- manna og lista væri varanlegt skarð höggvið í fylkingu þeirra, sem til þessa hafa verið þjón- ustuliðUgar leikbrúður Moskvu- valdsins. Við skulum ætla, að augu menntamannanna væru í dag op- in fyrir skelfingu þeirri, sem vofir yfir heimsbyggðinni allri. Og við skyldum ætla, að þeim, sem áhorfendur hafa verið að þeim ójafna leik, sem sviðsettur hefur verið í austurvegi yrði hann minnisstæð aðvönun, og hrifi þá til árvekni og athafna. En getum við treyst þvi, að þessi verði raunin? Byggjast ekki bollaleggingar um það á ó- raunhæfari óskhyggju? Ég hygg, að okkur sé hollt að svara þeirri spurningu, því að svo kynni þá að fara, að við gerðum okkur gleggri grein fyrir styrkleika þess andstæðings, sem frjálshuga menn um allan heim eiga nú sam eiginlegan. Ef við þá fyrst leitum svars í liðnum atburðum, spyrjum hver sé dómur reynslunnar og hvaða ályktanir megi af honum draga, þá blasa við okkur þær staðreyndir, að áþekkir og raun- ar enn alvarlegri atburðir hafi áður gerzt undir ráðstjórn. Rit- höfundar og menntamenn hafa ekki einvörðungu tugum, ekki hundruðum eða þúsundum sam- an, heldur tugþúsundum eða hundruð þúsunda saman verið mýldir, fangelsaðir eða myrtir í kommúnistaríkjunum að öllum heimi meira og minna ásjáandi. En hefur það megnað að uppræta kommúnisma úr röðum frjálsra menntamanna? f dag eru rétt 2 ár liðin frá því að rússneskir bryndrekár streymdu inn um borgarhlið Búdapest og blóði heillar þjóð- ar var úthellt, þjóðar, sem hafið hafði frelsisbaráttu, sem ein- mitt var leidd af rithöfundum og menntamönnum. En megnaði þetta að snúa mörgum menntamanninum frá fylgisspekt við ofbeldisöflin? Jú þeir voru óttaslegnir og ringlað- ir. Þeir hurfu um skeið af sjón- arsviðinu, þeir læddust með veggjum og smokruðu sér inn um bakdyr, þar sem mannmargt var við aðaldyr. Þeir þurftu að vísu ekki að óttast um líf sitt og limi, þótt þeir í rauninni væru sam- ábyrgir morðingjum Ungverja. En þeir óttuðust eigin samvizku. Og Nóbelsskáldið okkar, formað- ur Menningartengsla fslands og Ráðstjórnarríkjanna sýndi loks þá hreysti, þegar myrða átti 2 ungverska rithöf'unda, að senda húsbændunum orðsendingu, þar sem hann allra náðusamlegast leyfði sér að benda á, að ekki væri rétt að lífláta Ungverjana. Og vegna hvers? Jú, vegna þess að það skaðaði baráttu sósial- ista utan kommúnistaríkjanna, baráttuna, sem beinist að því að koma þeim ríkjum líka undir járnhælinn. En blóðið var þvegið af götum Búdapestborgar, líkin voru grafin og þjónar Krúsjeffs tóku gleðina á ný. Þetta er því miður dómur reynslunnar. En hvað um við- brögðin nú — við hinu nýja, en minna áfalli? Laxness sendir skeyti á ný. Og hver er boðskapurinn, hver er bænin til félaga Krúsjeffs. Hann biður hann um að milda — að milda — árásirnar á Past- ernak. Og skáldið skýrir það, hvers vegna beri að milda þessar árásir. Hann lýkur máli sínu þannig: „Fyrir alla muni þyrmið vin- um Ráðstjórnarríkjanna við þessu óskiljanlega og mjög svo ósæmilega fargani". M. ö. o.: Kæri Krúsjeff hlífðu mér og Pasternak helzt líka. En ef þér finnst það ekki rétt þá verð ég samt þinn vinur og þjónn og þíns ríkis og þíns máttar. Þinn einlægur H. K. Laxness Nóbelsskáld og formaðmr Menningar- tengsl íslands og Ráðstjórn arríkjanna. Þetta er umbúðalaust sá boð- skapur, sem hið hlutlausa ríkis- útvarp bauð formanni Menningar tengsla íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna einu skálda að flytja sama daginn og hann Nóbels- skáldið lýsti því yfir, að Paster- nak-málið væri „innanfélagsmál“ rússneskra rithöfundasambands- ins og sér óviðkomandi. Hin hryggilega staðreynd ligg- ur því fyrir, að Nóbelsskáldið ísTenzka, sem öll þjóðin fagnaði, er honum og henni hlotnaðist hin mikla sæmd, hefur svikið þá sæmd sína og þjóðar sinnar Hann átti tækifæri til að mót- mæla á því máli, sem skilst í Kreml. Hann gat sagt skilið við kommúnismann og tekið upp baráttu gegn honum. En Halldór Laxness heldur enn titlinum formaður Menning- artengsla íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna, þá menningartengsl við þá austrænu menningu, sem svo glöggt er lýst í Pasternak-málinu öllu. Hann hefði þó getað af- salað sér þeim titli, en haldið hinum meiri með sæmd. Þeim titli sem Pasternak hefur verið kúgaður til að afsala sér. En hvað þá um hina rithöf- undana í hópi kommúnista. Þeir mótmæltu líka, að sínu leyti mun manneskjulegar en Nóbelsskáld- ið. En þeir fóru ekki í felur að þessu sinni. Þeir gerðu hvort- tveggja í senn, að mótmæla og undirbúa fund í samtökum, sem þeir nú nefna Friðlýst land, sam- tökum, sem er táknræn fyrir þær framvarðstöðvar, sem kommún- istar hvarvetna koma sér upp cg tengja við hvað mestar vonir. Virðist þeim hafa mest í mun verið að bæta sem fyrst og bezt fyrir syndif þær, sem þeim und- ir niðri fannst þeir hafa drýgt með mótmælunum. Nú er það að vísu svo, að þeir, sem dubbaðir eru upp í hlut- verk í „Friðlýstum löndum" „Gegn her í landi“, „Menning- ar og friðarsamtökum kvenna-*, „Alþjóðasamvinnunefnd lýðræð- issinnaðrar æsku“ og hvað það nú allt saman heitir, eru að vísu ekki allir gallharðir Moskvu- kommúnistar, margir hverjir eru meira að segja engir sósialistar. Engu að síður eru þeir þörfustu þjónar Moskvu. Þeir eru sá húð- arjálkur, sem bera á hina trú- verðugu yfir torfærurnar og upp á tindinn. Menn mega ekki halda, að þess ir menn séu hættuminni vegna þess, að þeim tekst ekki að sann- En af hverju leggja kommún- istar ofurkapp á starfsemi, sem ekki beinist að kommúnistísku uppeldi? Þeir gera það í sam- ræmi við velgrundaða heims- valdastefnu húsbændanna í Kreml. Sigurvonir þeirra byggj- ast ekki á því, að þeim takist að gera meiri hluta þjóðanna kommúnistiskan. Það vita þeir að er fásinna, og þurfa heldur ekkert að víla þess vegna, því að þeir hafa fundið aðra leið áhrifaríkari. Hún byggist á því að lama og slæva andstöðu þjóðanna, á því að brjóta niður siðferðilegt þrek lýðræðisþjóða, því að sjálf- ir hafa þeir nægilegt afl til valda ránsins, þegar því marki væri náð, og ætla heldur ekki hinum nytsömu sakleysingjum — eins og Hagalín nefnir þá — nema hlutdeild í sigrinum. Barátta hinna nytsömu sak- leysingja birtist í óteljandi af- brigðum, sem hér verða ekki rak- in. Til þátttöku í þeirri bar- áttiusveit eru allir þeir kjörgeng- ir, sem aðeins eru fúsir að böl- syngja sitt eigið þjóðfélag og þess vini og samherja. Af þess- um söfnuði er þess ekki krafizt, að hann lofi og prísi allt það, sem austrænt er. Það væri meira að segja óæskilegt, því að þá væri nytsemin ekki sem til er ætlast. Þvert á móti er framvarða sveitinni ætlað að láta líferni sovétborgara og stjórnarfar liggja á milli hluta. Það getur jafnvel verið æskilegt, að þeir gagnrýni einstaka þætti sovét- skipulagsins um leið og þeir ráðast gegn því, sem miður fer á því sviði Iýðræðisþjóðfélags- ins, þar sem hverjum og einum er harzlaður völlur. Þannig umlykja þeir sig slæðu frjálslyndis og réttlætis, sem lað- að getur nýja einfeldninga til þjónustu við hið illa. Uppskeran skal verða sú, að Er þá auðvitað nægilegt að menn fallist á, að skylt sé skegg Uncle Sams höku Krúsjeffs. Hvorir tveggja framleiði vopn og vígvélar og vopn séu ætluð til stríðs. Hjá hvorum tveggja sé ýmsu áfátt, en báðum margt gott. Hvorir tveggja hugsi um að styrkja sitt eigið veldi og báðir stefni að algjörum heimsyfirráð- um. Og því þá að leggja öðrum lið. Ætli við eigum ekki nóg með eigin vandamál, þó að við séum ekki að blanda okkur í deilur stórveldanna. Ég þarf ekki að orðlengja í þessum salarkynnum, hver yrðu afdrif umheimsins, ef t.d. bara helmingur V-Evrópu félli fyrir þessum tálrökum. En þau eru í dag — þessi tálrök eru í dag boðuð af mönnum, sem í gær mótmæltu ofsóknunum á hendur Pasternaks. Við skulum því ekki vaða í villu og svima um það, að glæpir rússnesku stjórnarvaldanna nægi einir sér sem aðvörun til frjálsra þjóða. Við skulum þvert á móti búast til langrar og harðrar baráttu við ofbeldisöflin. Við erum að vísu smáir og lítils megandi, í þeirri ógnarlegu baráttu, sem í dag er háð heimskauta í milli. En við skulum þó a. m. k. leggja okkar litla lóð á vogarskálina af ein- urð og fullum þúnga, því að eng- inn veit enn né fær nokkru sinni að vita, hvers lóð þar var, sem reið baggamuninn. Það getur ein,s verið okkar eins og hins öflug- asta meðal stórveldanna. Það er því þjóðarsmán, að f æðstiu stöðum íslenzka þjóðfélags ins skuli sitja erindrekar hins erlehda ægivalds, að Islands skuli vera mistilteinninn í sam- tökum Jýðfrjálsra þjóða. Þá smán skulum við af okk- ur reka og aldrei láta henda á ný. Núverandi kjördæmaskipun hefur i för með sér staðarlegt ranglæti og flokkslegt misrétti Gunnar Thoroddsen ræddi kjör- dæmamálið á haustmóti S.U.S. i Stykkishólmi. SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna efndi til haustsmóts í Stykkishólmi laugardagskvöldið 1. nóv. í samvinnu við Héraðs- samband ungra Sjálfstæðis- manna í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Samkoman hófst kl. 9 e. h. með því að Halldór Þ. Jónsson, lög- fræðingur, formaður héraðssam- bandsins bauð samkomugesti vel komna ,neð noiíkrum orðum. Þá flutti Geir Hallgrímsson formaður Sambands ungra Sjáif- stæðismanna ávarp. Kæddi hann fyrst almennt félagsstarfsemi ungra Sjálfstæðismanna. Vék Geir síðan að stiórnmálaviðhorf- inu og drap a þá þrjá þætti, sem vinstri stjórnin byggði tilveru sína á, uppsögn varnarsamnings- ins, kosningasvikin og varanlegu úrræðin í efnahagsmálunum. Það væri vissulega athyglisvert, að það færi saman, að bandaríska varnarliðið dvelur áfram í land- inu og kommúmstar sitja rólegir áfram í ríkisstjórn. Furtdahöld ,og fundaályktanir kommúnista breiða ekki yfir þá staðreynd. Kommúnistar teldu sig væntan- lega hafa svo mikinn hag af að búa um sig í valdastöðum þjóð- félagsins, að þeir láta sig í bili uppsögn varnarsamningsins litlu skipta. Litlu hefði munað, að kosninga- svik Hræðslubandalagsins hefðu tekizt, en þegar þau mistókust, köstuðu Framsókn og kratar sér í faðm kommúnista. Einangrun kommúnista í íslenzkum stjórn- málum hefði áður leitt til þverr andi fylgis þeirra, en með því að leiða þá í stjórnarstólana, þá hefði Framsókn og Alþýðuflokk- urinn gert þeim mikinn greiða. í staðinn lofuðu kommúnistar að gleyma kosningasvikunum í bili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.