Morgunblaðið - 11.11.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.1958, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. nóv. 1958 Rússneski heimsmeistarinn í skák, M. Botvinnik, tefldi nýiega í Amsterdam við 26 af beztu skákmönnum borgarinnar. — Vann hann 21 skák og gerði 5 jafntefli. — Traustsyfirlýsing Frh. af bls. 3. umheiminn, segja að kommúnist- arnir hafi alls engin áhrif á ut- anríkismál. Þetta er einföld staðreynd. Það er grímulaus myndin, eins og hún er. Leið út úr vandanum Nú sjáum 'við, hvernig á að lcomast út úr vandanum. Það á að stýra fram hjá honum, með því að breyta þingsköpunum aftur. Rök hæstv. utanrrh. í þessum efnum voru ákaflega veigalítil. Hann sagði, að það hefði ekki almennt verið haft samráð við þessa þriggja manna nefnd, en sagði þó, að ráðh. hefði nú ráðfært sig við nefndina, þeg- ar honum hefði þótt nauður reka til eða atvik liggja að því, að það væri heppilegt. Og sannar- lega er það satt. Ég hef ekki farið með utanríkismál á þessum tíma frá ’51, en ég þykist muna það, að þessi nefnd, eða þeir, sem þá áttu að mæta fyrir hönd flokk anna, hafi verið kvaddir til ráða undir margvíslegum kringum- stæðum. Hvort um það er nokk- uð bókað eða ekki, veit ég ekki.' Það skiptir heldur engu aðal- máli. Aðalmálið var það, að stjórnin gat þá ráðfært sig við menn, sem hún bar traust til og þóttist mega bera utanríkismálin undir án þess að því fylgdi nokk- ur sérstök hætta. Traustsyfirlýsing á kommúnista Nú segir utanrrh.: Þetta er mjög umhendis allt saman, því að stjórnin verður að geta borið sig saman við alla flokkana. Ef stjórnin vill bera sig saman við alla flokkana, þá getur hún líka borið sijg saman við þann flokk- inn, sem ekki ætti umboðsmann í þessari þriggja manna nefnd. ViS skulum bara játa þaS, aS þaS, sem hér er aS ske, er þaS, aS utanrrh. íslands er í nafni rík- isstj. aS lýsa yfir trausti á komm- únistunum. Hann er aS lýsa yfir því, aS hann sjálfur, forsrh. og aSrir ráSh. ríkisstj., þeir, sem ekki eru taldir í AlþýSubanda- laginu, beri fullt traust til komm únistanna. Þetta frv. er þess vegna og á að heita traustsyfirlýsing utanrrh. og forsrh. til kommúnista í ut- anríkismálum. — Ég segi það nú alveg eins óg ég meina, að ég veit ekkert til hvers ég ber mest, og til hvers ég ber minnst traust í utanríkismálunum. Þetta er allt einn hrærigrautur. Það er ekki einu sinni fyrir gleggstu menn að gera sér grein fyrir hver er hvað í þessu öllu. Ég hef lang- mesta tilhneigingu til að láta það alveg afskiptalaust, að hæstv. ut- anrrh. kemur inn í Alþingi og lýsir trausti á kommúnistunum í sambandi við utanríkismálin. Og mér finnst ekkert óeðlilegt, að hann geri það, eftir að komm- únistar hafa stjórnað stærsta ut- anríkismáli íslands nú að undan- förnu, þ. e. a. s. landhelgismál- inu. Ekki bitið úr nálinni Það hefur að vísu verið talinn glæpur, þegar Sjálfstæðismenn hafa sagt frá því, að þetta væri svona. Þá hefur blað forsrh. ráð- izt á okkur fyrir það, að við vær- um að spilla landhelgismálinu, með því að segja frá því, hverj- ir stýrðu förinni. En hins vegar, þegar blað sjútvmrh. hefur sagt, að hann væri hinn athafnamesti foringi í þessu máli, þá þorir enginn að blaka við hári á hans höfði. Þá er allt það látinn vera heilagur sannleikur, sem er hin versta og svartasta lygi, ef við segjum það. Þetta er auðvit- að á allra vitund. Til góðs eða ills, hafa þeir stýrt förinni — og til ills, frá mínu sjónarmiði. Ég veit vel, að ýmsir í ríkisstj. hafa viljað annað, en hér gildir enginn vilji, samanborið við verk in. Og við erum ekki búnir að bíta úr nálinni um það mál enn þá. Utanrrh. lýsti yfir í ræðu alveg nýlega, að það væri bábilja, ef nokkur maður héldi, að séð væri fyrir endann á landhelgis- málinu. Það væri algerlega óleyst. En blað stærsta stjórnar- flokksins, undir forystu hæstv. sjútvmrh., segir, að það sé búið að leysa þetta mál. * Ég hef ekki umboð til að tala fyrir hönd míns flokks í þessu máli, en mér finnst langeðlileg- ast að við Sjálfstæðismenn segj- um: Ef utanrrh. langar til að veita kommúnistum traust í sa,m- bandi við utanríkismálin, þá er það hans mál. Ég tel það hafa sína ókosti og ég skal ekki vera að tíunda þá frekar heldur en ég gerði í umræðunum ’51, og eru þó ókostirnir nú miklu minni en þeir voru þá, vegna þess, að nú er búið að fela þessum mönnum svo mikið vald í þessum efnum. Það skiptir minnstu máli, hvað héð- an af er gert. En það er líka sá kostur á þess- ari breytingu, að þá er hægt að starfa í utanríkismálanefnd- inni. Utanríkismálanefndin hef- ur af núv. stjórn verið rekin frá sínum störfum. Nú er hægt að taka til starfa aftur. Ég mun bera það undir minn flokk, þótt ég viti ekki, hvernig hann tekur undir það, að við látum þetta mál alveg lönd og leið og lof- um þeim að eigast við um það, sem eru í stjórninni. Kunnugir bítast bezt. — Guðmundur í. Guðmundsson tók aftur til máls. Hann kvaðst álíta það misskilning, að utan- ríkismálanefnd ætti að kjósa undirnefnd sína á fyrsta fundi. Hins vegar ætti undirnefndin að vera til, þegar utanríkisráðherra óskaði eftir. Þá kvað hann það misskilning, að kommúnistar hefðu komizt í undirnefndina, ef hún hefði verið kosin nú; hún hefði þá verið skipuð tveimur Framsóknarmönnum og einum Sjálfstæðismanni. Utanríkisráð- herra kvaðst ekki vera að gefa kommúnistum traustsyfirlýsingu. Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegs málaráðherra, kvaddi sér hljóðs og kvaðst gera það vegna þeirra ummæla Ólafs Thors, að það væri hans skoðun, að kommúnistar hefðu komið fram til ills í land- helgismálinu. Óskaði Lúðvík eft- ir nánari skýringu á þessum um- mælum. Ólafur Thors tók aftur til máls. Sneri hann máli sínu fyrst til utanríkisráðherra. Hann hefði talið rangt að utanríkismálanefnd ætti að kjósa undirnefnd sína á fyrsta fundi. Kvaðst Ólafur ekki fallast á að þetta vaéri rangt, því ef bera ætti undir nefndina öll mál eins og segir í þingsköp- um, þá yrði hún að vera til taks. Það væri engan veginn víst, að aðstæður væru til að kjósa nefnd ina fyrirvaralaust, ef utanríkis- ráðherra óskaði eftir. Þá bað hann hvern trúa því, sem vildi, að Framsóknarmenn hefðu fengið tvo menn í nefndina, ef hún hefði verið kosin eftir að núver- andi stjórn tók við völdum. Á- stæðan til þess að nefndin hefði ekki verið kosin væri hins veg- ar, eins og hann hefði tekið fram í fyrri ræðu sinni, sú, að komm- únistar hlytu að hafa ráðið einum manni í henni, en út á við mætti það ekki vitnast að kommúnist- um væri gert kleift að hafa nokk ur áhrif á utanríkismálin. Þá vék Ólafur máli sínu til Lúðvíks Jósefssonar. Það sem hann teldi miður farið í landhelg- ismálinu undir stjórn kommún- ista, væri m.a., að grunnlínur skyldu ekki færðar út um leið og landhelgin var færð út. Eftir Genfarráðstefnuna hefði verið hljómgrunnur fyrir því að fá grunnlínur réttar og líkindi væru til að það hefði náð fram að ganga mótspyrnulítið. Lúðvík hefði hins vegar lagt megin- áherzlu á tólf mílurnar — sem út af fyrir sig væri ánægjulegt að fá en þó ekki meira virði en grunnlínurnar — af því að hann vissi, að það var opin leið til að skapa úlfúð. Kvað Ólafur Lúð- vík eiga eftir að gera grein fyrir því, hvers vegna hann hefði ekki fært út grunnlínurnar meðan gott tækifæri var til þess. Ólafur kvaðst geta gagnrýnt margt fleira í framkvæmd komm únista í landhelgismálinu, en það gæti skaðað málstað íslands út á við að hreyfa því opinberlega og því léti hann það kyrrt liggja að sinni. Lúðvík sagðist hafa borið fram tillögu um það í vor, að grunn- línur yrðu færðar út, en. full- trúi Sjálfstæðisflokksins í nefnd þéirri, er þá hafði landhelgismál- ið .til meðferðar, hefði ekki þá tekið fast undir það. Tilhæfulaus fuliyrðing Lúðviks Ólafur fékk að gera stutta at- hugasemd við þessi ‘ummæli. Kvað hann erfitt að deila með rökum við ráðherrann því það, sem hann bæri fram væri marg- vafin marglyttuósannindi. Til stuðnings því, hve tilhæfulaus sú fullyrðing hans væri, að Sjálf- stæðismenn hefðu verið andvígir útfærslu grunnlína í vor, kvaðst hann með leyfi forseta vilja vitna í fundarbók Sjálfstæðisflokksins frá því í maí sl. Las hann þar upp úr bókinni kafla úr stefnuyfirlýs- ingu Sjálfstæðisflokksins, sem hann flutti utanríkisráðherra og forsætisráðherra í vor. Þar segir á þessa leið: Forsætisráðherra hefur til- kynnt Sjálfstæðisflokknum, að Framsóknarflokkurinn hafi á- kveðið að hafna algerlega frek- ari viðræðum við NATO-ríkin áður en fiskveiðitakmörkin verði færð út og hafi samþykkt, að fiskveiðitakmörkin skuli vera 12 mílur frá landi, en að óbreyttum grunnlínum........ Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki fallizt á þessa ákvörðun Framsóknarflokksins, sumpart vegna efniságreinings og sum- part vegna ágreinings um máls- meðferðina .... Sjálfstæðisflokkurinn telur því, að verja beri enn örfáum vik- um til þess að skýra fyrir banda- lagsþjóðum fslendinga þessa hags muni, sem tilvera þjóðarinnar byggist á, í fullu trausti þess, að eftir þær útskýringar og rök- ræður muni ekki aðeins útfærsl- an í 12 mílur heldur og nauðsyn- leg rétting á grunnlínum fagna meiri skilningi og samúð en nú, og geta komið fyrr til fram- kvæmda. Ólafur kvaðst ekki vita hvað ætti að segja um málflutning eins og þennan hjá ráðherranum. En hitt skyldi Lúðvík Jósefsson, sjáv arútvegsmálaráðherra gera sér ljóst, að hann ætti eftir að standa skil á þeim stóru friðunarsvæð- um, sem hann hefði látið undir höfuð leggjast að ná meðan að- staða var til. Karlakór Akur- eyrar í söngför HÚSAVÍK, 10. nóv. — Karlakór Akureyrar fór í gær í söngför um Þingeyjarsýslu. Söng kórinn í Laugaskóla síðdegis 1 gær, en í gærkvöldi söng hann í Húsa- víkurkirkju. Aðsóknin að söng- skemmtuninni var mjög góð, og áheyrendur mjög hrifnir. Varð kórinn að endurtaka mörg lög. Áskell Jónsson er söngstjóri Karlakórs Akureyrar. Einsöngv- arar voru Eirikur Stefánsson, Jó- hann og Jósteinn Konráðssynir. Undirleikari var Kristinn Gests- son. Á söngskránni voru 15 lög. — Fréttaritari. Frá vígslunni Minnismerki vígt FYRRA sunnudag var vígt minnismcrki um hið forna munkaklaustur í Þykkvabæ í Veri. Athöfnin hófst með guðs þjónustu í kirkjunni að Kiaustri en að svo búnu hófst Afmælisskákmót Taflfélags Akraness AFMÆLISSKÁKMÓT Taflfélags Akraness hófst föstudaginn 7. þ. m. Keppendur eru 16, og meðal þeirra eru allir beztu skákmenn Akraness. Auk þeirra tefia sem gestir þeir Eggert Gilfer frá Reykjavík og Halldór Jónsson frá Akureyri, skákmeistari Norður- iands. Tefldar verða sjö umferð- i reftir Monrad-kerfinu. Eftir 3 umferðir er Halldór Jónsson efstur með 3 vir.ninga, en næstir og jafnir eru þcir Gunn laugur Sigurbjörnsson og Vigfús Runólfsson með 2Vz vinning hvor. Mótið fer fram í Sjómanna- heimilinu, og er teflt á hverju kvöldi fram á fimmtudagskvöld. Keppnin hefst jafnan kl. 8,30. — Oddur.i sjálf vígsluathöfnin. — Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, flutti erindi um hið forna Þykkvabæjarklaustur, Minnismerkið en séra Valgeir Helgason las ljóð. Var síðan gengið að minnismerkinu, sem sóknar- presturinn, séra Valgeir Helgason, vígði. Var efri myndin tekin af sjálfri vígsl- unni, en á neðri myndinni sést minnismerkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.