Morgunblaðið - 11.11.1958, Qupperneq 6
6
MORGUPtBLAÐlÐ
Þriðjudagur 11. nóv. 1958
KOSNINGARNAR í FRAKKLANDI
í lok þessa mánaðar kjósa Frakk-
ar til nýs þings. eftir nýjum kosn
ingalögum. Á mánudaginn í fyrri
viku hófst kosningabardaginn fyr
ir alvöru og 23. nóvember verð-
ur fyrri kjördagurinn en sá síð-
ari sunnudaginn þar á eftir. Kosn
ingareglurnar eru þannig, að nái
enginn frambjóðandi á fyrri kjör
degi, hreinum meirihluta, þá skal
kjósa á síðari kjördegi aftur í því
kjördæmi og nægir þá einfaldur
meirihluti. Á þeirri viku, sem
líður geta frambjóðendur tekið
framboð sín aftur, en ekki mega
neinir nýir bætast inn. í hópinn.
Annars er kosningafyrirkomulag-
ið byggt á einmenningskjördæm-
um, mismunandi stórum.
Nýstárlegt er það við kosn-
ingareglur Frakka, að sá sem
býður sig fram á að nefna vara-
mann, en sú regla er í stjórnar-
skránni að verði einhver þing-
maður ráðherra, skuli hann þegar
leggja niður þingmennsku.
★
Áður en kosningalög de Gaull-
es gengu í gildi, var mikið búið
að tala um kjördæmaskipun og
kosningareglur í Frakklandi. —
Mikilli gagnrýni hafði sætt það
fyrirkomulag, að hafa hlutfalls-
kosningar á listum og að alls
konar samsteypur og hrossakaup
áttu sér stað. Ýmsar tilraunir
voru líka gerðar til þess hreint
og beint að komast í kringum
kosningalögin, svipað eins og gert
var hér þegar Hræðslubar.dalag-
ið var stofnað, eins og menn
muna.
Ætlun de Gaulles er að hið
nýja kosningafyrirkomulag geti
orðið til þess að skapa þing, sem
sé starfhæft og stjórnhæft. Ætlun
hans er sú, að þar geti höfuð-
flokkarnir leikist á og unnt sé
að mynda sterka stjórn með góð-
an þingmeirihluta að baki. Þetta
var áður erfitt vegna þess hve
flokkarnir voru margir og smáir,
en með kosningafyrirkomulaginu
nýja, þar sem gert er ráð fyrir
einmenningskjördæmum en ekki
hlutfallskosningum, er talið að
girt verði fyrir hina mörgu smá-
flokka og flokkabrot.
*
Hinn 3. þ. var runninn út tími
til framboðs og eru það næstum
því 3000 frambjóðendur, sem
kjósendurnir geta valið um. Þeg-
ar þingmannsefni býður sig fram,
á hann að leggja fram geymslu-
fé í peningum, sem nemur allt
að því 5000 ísienzkum krónum,
en hafi þeir ekki gert það, þegar
framboðsfrestur rennur út, koma
þeir ekki til greina við íramboð.
194 frambjóðendur hafa ekki
greitt þetta fé og verða þess
vegna ekki í framboði.
í Frakklandi sjálfu er miktð j
um framboð manna, en minna í
Alsír. Á mörgum stöðum í Frakk-
landi eru allt að því 10 fram-
bjóðendur um þingsæti, en í Alsír
vantar frambjóðendur. Það var
fyrst í fyrrakvöld, sem framboð-
um átti að skila í Alsír, en talið
var þá, að ef til vill myndi vanta
nokkra frambjóðendur Það eru
sérstaklega Múhameðstrúarmenn,
sem hafa haldið aftur af sér, þrá ct
fyrir það að Frakkar hafa skorað
á þá að taka þátt i kosningunum.
Sumpart stafar þetta af þvi, að
menn eru hræddir við að bjóða
sig fram vegna þess að þá muni
stjórn uppreisnarmanna og laun-
morðingjar hennar hefna sín á
þeim. Útlagastjórn uppreisnar-
mann hefur annai-s tekið þá
stefnu að skipta sér ekki veru-
lega af kosningabardaganum og
vonast Pfeir til þess að kosning -
arnar í Alsír fari á annan veg
en franska stjórnin óskar eftir.
Það sem af er kosningabar-
daganum hefur hann farið til-
tölulega rólega fram, en þó hefur
borið út af með það. Fundum
fjölgar nú sífellt og vafalaust
verður sá hálfi mánuður, sem nú
er eftir til kosninganna, talsvert
viðburðaríkur í Frakklandi
sjálfu, þó þess gæti minna út á
við. Úrslitanna úr kosningaum-
ferðunum tveimur er beðið með
mikilli eftirvæntingu, en að
þeim loknum mun Ijóst verða,
hvort de Gaulle verður að von
sinni um, að þingið taki nú á sig
nýjan svip, svo mynda megi
trausta og sterka stjórn í Frakk-
landi, í fyrsta sinni í langan
tíma.
í
KV I K MY N D I R
„ICECOLD IN ALEX“, heitir
brezk kvikmynd, sem kvikmynda
félagið ’Associated British Pa'the'.
hefur látið gera. — Aðal-
hlutverkin eru leikin af John
Mills, Sylvia Syms, Harry And-
rews og Anthony Quayle. Myndin
er frábærlega vel gerð, með af-
burða-leik, Ijósmyndun og leik-
stjórn. Gerist hún á stríðsárunum
og er byggð á sönnum atburði.
Kapteini Anson (John Mills)
hefur verið falið það starf
að koma tveim hjúkrunar-
konum yfir eyðimerkur Norður-
Afríku, yfirráðasvæði Þjóð-
verja, til Alexandríu í Egypta-
landi.Kapteinninn er vel þekktur
vegna hreysti og afreka í stríð-
inu, en aðalgalli hans er, að hann
er orðinn drykkfelldur. Með hon-
um í ferðinni er vinur hans og
undirmaður í hernum Tom Pugh
(Harry Andrews). Þeir ferðast
með hjúkrunarkonurnar í jeppa
yfir hættusvæðið. Á leið sinni
mæta þeir hermanni, sem kallar
Anna Einarsdóttir
F. 23. nóv. 1883, d. 3. nóv. 1958
ANNA fæddist að Reykjakoti í
Ölfusi og ólst upp hjá foreldrum
sínum, Einari Þorsteinssyni og
Halldóru Hjartardóttur, er
bjuggu að Stóra-Hálsi i Grafningi
frá 1887 og þar til Einar dó,
1899.
Um ætt Einars föður önnu er
mér ókunnugt, en á ætt móður
hennar, Halldóru Hjartardóttur,
ætla eg að minnast lítið eitt.
Hjörtur faðir Halldóru bjó síð-
ast að Gljúfri í ölfusi. Hann var
sonur Eysteins bónda á Bakka í
Ölfusi, Jónssonar bónda á
Breiðabólstað í Ölfusi, Magnús-
sonar bónda á sama bæ, Magnús-
sonar bónda á Úlfljótsvatni
í Grafningi, Magnússonar lög-
réttumanns að Árbæ í Holt-
um Kortssonar klausturhaldara
í Kirkjubæjarklaustri, Þormóðs-
sonar bónda í Skógum undir
Eyjafjöllum, Kortssonar frá
Hamborg, Lýðssonar.
Móðir Halldóru Hjartardóttur
var Margrét Snæbjarnardóttir
bónda í Gíslholti, Þorleifssonar
bónda í Framnesi, Hannessonar.
Kona Þorleifs í Framnesi var
Halldóra Pálsdóttir lögsagnara í
Rangárþingi, Hákonarsonar
sýslumanns í Rangárþingi, Hann-
essonar lögréttumanns í Norð-
tungu, Árnasonar lögrm. á Ytra-
Hólmi, Gíslasonar lögmanns,
Þórðarsonar lögmanns, Guð-
mundssonar.
Þegar Einar faðir önnu heit-
innar dó, fluttist hún aftur í
Ölfusið og var þar 1 vinnu-
mennsku þar til hún giftist eft-
irlifandi eiginmanni sínum Gísla
Sigurðssyni, 28. okt. 1912. Flutt-
ust þau þá þegar til Reykjavík-
ur og hafa búið hér síðan.
Það orð fór af Önnu, þegar
hún var í vinnumennsku, að hún
væri dugleg, áhugasöm við alla
vinnu, prýðilega verki farin og
glaðlynd. Þessir miklu kostir
áttu þó eftir að koma ennþá
betur í ljós, er hún fékk meiri
vandamál við að glíma, húsmóð-
urstörfin á stóru barnaheimili.
Þau hjón eignuðust 9 börn, 2
dóu á unga aldri og elzti sonur
þeirra, Sigurður Óskar, týndist
með línuveiðaranum Jarlinum á
stríðsárunum. Sex barnanna eru
á lífi, þau Einar Karl, Halldóra,
Guðlaug Lilja, Hjörtur Haraldur,
Páll Haukur, Gunnar Björgvin.
Þau eru öll gift og búa hér í
bænum.
Þegar Sigurður sonur þeirra
hjóna týndist, tóku þau Helgu
dóttur hans að sér og ólu hana
upp. *
Barnabörnin eru nú orðin 18.
Eg, sem þessar línur skrifa,
dvaldist um alllangt skeið á heim
ili þeirra hjóna, síðar bjó eg
í næsta húsi við þau. Eg hefi
því aðstöðu til að þekkja heim-
ili þeirra betur en algengt er.
Eg sannfærðist um það, að
Anna væri hin ágætasta eigin-
kona og húsmóðir.
Þegar þau hjón hófu búskap,
munu efnin hafa verið af skorn-
um skammti. En þau voru bæði
sívinnandi, ráðdeildarsöm, sam-
hent og glaðlynd. Þeim farnaðist
því vel efnalega, þó að börnin
væru mörg. Eg hygg og að hjóna-
band þeirra hafi verið sönn fyrir-
mynd.
Anna var góð móðir. Hún hafði
enga vinnustúlku og varð því
að sinna öllum heimilisstörfum
meðan börnin voru í ómegð. Og
hún sá um allt með ágætum.
Börn þeirra fengu því gott
veganesti úr foreldrahúsum, sem
mun endast þeim vel á lífsleið-
inni.
Sár harmur er nú kveðihn að
eiginmanni hennar og börnum.
En eg er þess fullviss, að það
getur orðið huggun þeirra harmi
gegn, að þau hafa fyrr og síðar
reynzt hinni látnu mjög vel.
Anna heitin var heilsuhraust
fram eftir ævi, en síðustu árin
þjáðist hún af asma, sem lagðist
á hjartað, svo að það lét undan
að lyktum.
Að lokum kveð eg þig frænd-
kona með þessum orðum sálma-
skáldsins:
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt“.
Guðm. Benediktsson.
sig Van der Pole. Segist hann
koma frá S-Afríku og hafa orðið
viðskila við félaga sína. Gæti
hann fengið að fljóta með þeim?
Kapteinn Anson neitar í fyrstu,
en þegar Van der Pole, segir að
hann tali reiprennandi þýzku og
megi koma að haldi á hættutíma,
og hann hafi einnig mikinn forða
áfengis með sér, lætur kapteinn-
inn til leiðast að taka hann með.
Margt skeður á för þeirra,
hungur, þorsti og flótti undan
óvinum. Önnur hjúkrunarkonan
særist af skoti og deyr. Þeir jarða
hana á æiðinni, og Anson kap-
rekst í annað sinn að bjarga þeim
úr höndnm óvinenna. Er hann
njósnari? Á sama tíma á hverju
kvöldi fer Van der Pole einn út
í eyðimörkinni með skólíu! Þeir
halda að hann sé að sinna þörfum
sínum, en eina nóttina veitir Tom
honum eftirför og sér að hann
hefur með sér leyniloftskeyta-
stöð og sendir skeyti. — Hann er
Þjóðverji. Ekkert er sagt. Leið
þeirra liggur yfir hættulegt
fenjasvæði. Anson kapteinn fyrir
skipar að enginn þeirra megi yfir
gefa bílinn yfir nóttina. Van der
Pole fer út á venjulegum tíma.
Þeir snúa bílnum og lýsa á hann.
Hann er með loftskeytastöðina
í höndunum, og í fátinu, sem
kemur á hann fellur hann í kvik
syndi og grefur lotskeytastöðina
„Icecold in Alex“. Þau leggja síðustu hönd á gröf hjúkrunar-
konunnar í eyðimörkinni.
teinn kennir sér um dauða
hennar, þvi hann var undir áhrif
um áfengis og var ekki nógu
fljótur að komast undan. Hann
strengir þess heit að drekka ekki
meira, og ef þeir komist lifandi
úr eyðimörkinni, heilu og höldnu
til Alexandríu, þá ætlar hann að
bjóða þeira öllum upp á ískaldan
bjór á eftirlætisbar sínum, svo
kaldan, að döggin standi utan á
glösunum . . . (titill myndarinn-
ar, „Icecold in Alex“). — Þjóð-
verjarnir ná þeim, en Van der
Pole bjargar þeim. Hann talar
reiprennandi þýzku, þeir vita
ekki hvað hann segir og verða
tortryggnir, þegar Van der Pole
niður í fenið. Líf hans er í hættu,
þar sem hann sekkur í botnlaust
dý. Leikur Anthonys Quayles á
þessu augnabliki er einhver sá
áhrifamesti, sem ég hefi séð. —
Vinum hans tekst með erfiðleik-
um að bjarga honum á síðustu
stundu úr heljargreipum dýs-
ins. Ferðinni er haldið áfram. Yf-
ir ísköldum bjór í Alexandríu, ná
þeir félagar úrlausn, sem allir
verða ánægðir með. Sem þýzkur
njósnari, myndi Van der Pole
(sem laug til nafns síns) verða
skotinn, en sem óvinur í stríði,
en hraustur félagi í raunum, fær
hann nokkurra mánaða fangels-
isvist.
skrifar ur
daglega lifinu
Fréttamiðlun sl. 100 ár.
NÝLEGA átti Morgunblaðið,
stærsta blað landsins 45 ára
afmæli. Á þessu hausti er einnig
minnzt merkra tímamóta í alþjóð
legri blaðamennsku. Hundrað ár
eru liðin síðan fyrsta blaðafregn-
in var send yfir Atlantshafið.
Símskeytið var sent 20. ágúst
1858 og tilkynnti, að indverska
uppþotinu væri lokið og að unn-
ið væri að viðskiptasamningi við
Kína.
Nú, 100 árum síðar, ætlumst /ið
til þess að fá allar fréttir „glóð-
volgar". Við krefjumst þess að
útvarpið og stærstu blöðin a. m.
k. færi okkur umsvifalaust fregn-
ir af atburðum, sem eru að gerast
í öðrum heimsálfum. Fiestar al-
þjóðlegar fréttir berast milli
landa fyrir milligöngu stóru
fréttastofanna fimm, Reuters,
Agence France Press, rússnesku
fréttastofunnar Tass eg þeirra
amerísku Associated Press og
United Press. Nokkrum klukku-
stundum eftir að atburðurinn
hefur gerzt, eru þessar fimm
fréttastofur búnar að miðla frá-
sögnum um hann til 150 ríkja og
svæða, sem svara til 99% af íbú-
um jarðarinnar. Og þessum fregn
um dreifa 11000 dagblöð og 9000
útvarpsstöðvar daglega til al-
mennings.
Kröfurnar aukast.
MEÐ framförum í fréttaþjón-
ustu hafa kröfurnar um
nýjar fréttir aukizt. Áður fyrr
þóttu fréttir fullgóðar, þó þær
væru ekki alveg glænýjar. Mér
er sagt, að í einu blaði, sem ,út
kom hér fyrir aldamót, hafi
stundum staðið: „Vegna rúmleys-
is verða fréttir, sem voru að ber-
ast með póstskipinu, að bíða
næsta blaðs“.
í „Öldinni okkar“ er eftirfar-
andi blaðafrásögn frá árinu 1905,
og sýnir hún vel bæði framfar-
irnar í fréttaflutningi og hvernig
kröfurnar hafa smáaukizt að
sama skapi:
Seinspurð tíðindi.
FREGNIN um andlát konungs
(Kristjáns IX.) barst nú hing
að með loftskeyti sama kvöldið og
hann dó. Til samanburðar mætti
minna á, hve seint barst fréttin
um dauða fyrirrennara hans. —
Friðrik VII. dó 15. nóv. 1863.
Fréttin um það mun fyrst hafa
komið hingað til lands með skipi
til Skagastrandar 27. marz 1864.
Mánuði síðar, eða 26. apríl, lagði
séra Eiríkur Briem af stað suður,
frá Hjaltastað í Skagafirði, og
þegar hann kom suður yfir Holta
vörðuheiði, höfðu menn þar enn
ekki frétt látið“.
Fréttaflutningur milli landa
hefur semsagt tekið gífurlegum
breytingum síðastliðin hund’að
ár, eða síðan fyrsta fréttaskeytið
var sent. Ef til vill má segja að
okkur bráðliggi ekki á að fá að
vita t. d. að í dag, en ekki fyrir
viku, hafi einn maður verið drep
inn á Kýpur og að 6000 kúlur hafi
fallið á Kvemoy. En ég er hrædd-
ur um að einhverjir hefðii orðið
óþolinmóðir ef fregnir af Friðriki
Ólafssyni í Júgóslavíu hefðu bor-
izt eftir dúk og disk, að minnsta
kosti eftir að fór að síga á seinni
hluta mótsins, svo eitthvað dæmi
sé nefnt.