Morgunblaðið - 11.11.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 11. nóv. 1958
MORGUNBL AÐ1Ð
11
m GASLJÓS
Sjónleikur í þremur þáttum ettir P.
Hamilton. Þýðandi Inga Laxness. Leik-
stjöri Cuðmundur Cunnarsson
LEIKFÉLAG Akureyrar hóf
starfsemi sína á þessu leikári
xneð frumsýningu sjónleiksins
„Gasljós" eftir enska rithöfund-
inn Patrick Hamilton í þýðingu
Ingu Laxness.
Um efni leiksins er ekki í raun
inni þörf á að hafa mörg orð. Er
þetta reyfari án alls bókmenntal.
gildis. Hins vegar hafa margir
gaman af slíku efni sér til dægra
styttingar og er ekkert nema gott
eitt um það að segja. Til þess að
hægt sé að hafa gaman af, verð-
ur það að vera spennandi. Þessi
leikur hefir einmitt margt það
til að bera sem gefur leikhús-
gestum tilefni til þess að sitja
fullir eftirvæntingar. En slíkir
leikir krefjast jafnframt snilldar
legrar meðferðar leikaranna.
Spennan má hvergi falla. Stígand
in verður að vera jöfn og grunn-
tónninn logandi eftirvænting.
í meðförum leikara L.A.
verður ekki sagt að þetta hafi
með öllu náðst. Margt var þar
að vísu vel gert og sumt ágæt-
lega. Mest fannst mér á skorta í
fyrsta þætti. Áhorfandinn þarf
og á að finna þegar í stað að
meira en lítið er bogið við sam-
líf Manninghamhjónanna. í upp-
hafi ber leikurinn meiri keim af
rabbi hjónanna um smávægileg
vandamál, en því að hér sé eigin-
maðurinn kerfisbundið að vinna
að því að gera konu sína brjál-
aða.
Hér hvílir mikið á leik Mann-
inghams, sem Jóhann Ögmunds-
son hefir á hendi. Jóhann gerir
að vísu víða í leiknum vel, en
hann vantar þetta ógnþrungna
og djöfullega í persónuna, sem
er á góðum vegi með að sturla
konu hans. Hann er í rauninni of
góðlegur. í stað þess að vera
ísmeygilegur ber hann það við
að vera allt að því vingjarnlegur.
Mér finnst hann á köflum vanta
að láta fláttskapinn skína gegn-
um elskulegheitin. Manningham
er kaldrifjaður óþokki og kvenna
flagari, sem einskis svífst til þess
að ná takm. sínu, ekki einu sinni
þess. að skera gamla konu á háls
og tæta í sundur húsgögnin með
blóðugum hnifnum. Hann er
líka glæsimenni sem hrífur kon-
ur með „sjarmerandi“ fram-
komu, en notar þær aðeins sér til
stundargamans eða til að koma
fram áformum sínum. Þar skort-
Björg Baldvinsdóttir og Jó-
hann Ögmundsson í hlutverk-
um Manninghamhjónanna.
ir Jóhann einnig nokkuð. En
Jóhann er sterkur og veldur vel
atriðunum þar sem Manningham
má „taka á“. Þó mætti lokaatrið-
ið þar sem handtakan fer fram
vera enn sterkara og kvöl hans
þar sem hann situr bundinn á
stólnum vera enn meiri. Má vera
að gerfi Jóhanns valdi hér
nokkru um. Það mætti í ríkari
mæli undirstrika hvern mann
Manningham hefir að geyma.
Stundum skortir líka á, að svip-
brigði og handahreyfingar séu
sannfærandi. Hins vegar kemst
jafn sviðs vanur leikari og Jó-
hann er, þokkalega frá hlutverki
sínu.
Björg Baldvinsdóttir leikur
hlutverk sitt að mínum dómi
hnökraminnst allra leikendanna.
Að vísu nær hún ekki eðlilegum
leik á móti manni sínum í fyrsta
atriðinu og freistast ég til að
skrifa það hjá Jóhanni. Hann gef
ur henni ekki næga ástæðu til
þeirrar sturlunar, sem hún á að
sýna. Björg veldur þó hlutverki
sínu fullkomlega, en jafn fágað-
ur leikari og hún er, tekur aldrei
„senur“ frá mótleikara sínum og
þess vegna mótast leikur hennar
jafnan af viðbrögðum hans. Svip
brigði Bjargai eru sönn, gleði og
ótti skýrt mörkuð, innlifunin
sterk og rishæstur verður leikur
hennar, þegar mest á reynir.
Hefndaratriðið, er hún leikur sér
að kvalara sínum, var frábærlega
SPURT og spjallað í útvarpssal
nefnist einn af þáttum vetrar-
dagskrárinnar nú. Er þetta, að
nokkru leyti framhald af um-
ræðuþætti þeim er Sigurður
Magnússon fulltrúi hafði í fyrra-
vetur, enda sér Sigurður og um
þátt þennan nú. Hófst þátturinn
30. október á því að Sigurður
gerði grein fyrir tilhögun hans.
Hugsar hann sér að annar hvor
þáttur verði umræður, eins og
var í fyrra, en hinn aftur spurn-
ingaþáttur. Geta útvarpsnotend-
ur sent spurningar til þáttarins,
og verða þær, ef ástæður þykja
til, teknar til meðferðar. Er hætt
við að færri komist að með spurn
ingar sínar en vilja. — Svo hófst
þátturinn. I þetta sinn voru spurn
ingarnar frá stjórnanda og var
fyrsta spurningin á þessa leið:
„Hvaða löst munduð þið helzt
kjósa að mannkynið legði nið-
ur?“ — Þátttakendur í þessum
leik voru: Auður Þorbergsdótt-
ir, lögfræðingur, Gísli Halldórs-
son, verkfræðingur, Gunnar Dal
skáld og Sigurður Ólafsson,
hæstaréttarlögm. — Urðu
skemmtilegar umræður og voru
menn ekki alveg sammála. Sum-
ir töldu lestina nauðsynlega
hljóma í synfóníu lífsins. Ef til
vill væri ágirnd og græðgi versti
lösturinn. Vafalaust rétt að því
leyti, að versti lösturinn grimmd
og hatur stjórnast oft af valda-
græðgi og ágirnd. — Svo héldu
spurningar ‘og svör áfram t. d.
hverja hludeild konan, sú er
engra tekna aflar á að hafa í
fjármálastjórn búsins. Þetta er
mikið mál og varla von til þess
að útrætt væri á fáum mínútum.
Ein spurningin var: Hvað er sam
eiginlegt með samtíð okkar og
Sturlungaöld? Mjög fátt, sagði
Auður, og það er rétt. Tökum
til dæmis verkafólk þá og nú.
Þá var verkafólk í raun og veru
þrælar. Nú er verkalýðurinn svo
voldugur, að sjálft Aiþingi bíður
eftir því að verkamenn haldi
fund áður en hið háa Alþingi
tekur ákvarðanir. Þetta er nokk-
uð mikil breyting, út af fyrir
sig og mætti þó margt fleira til
nefna. Gunnar Dal sagði að þetta
væru gjörólíkir tímar. Núlifandi
kynslóð væri sú fyrsta er gæti
lifað mannsæmandi lífi og að hin
gert. Þá var samleikur þeirra Jó-
hanns og hennar beztur þegar
átökin voru sterkust.
Guðmundur Gunnarsson lék
Rough leynilögreglumann, bjarg-
vættinn, andstöðuna við skúrk-
inn. Leikur hans var léttur og oft
ast góður. Þó mótti léttleikinn
ekki vera meiri, virtist jafnvel
verða hrossabrestlegur á köflum.
Rough er fyrst og fremst traust-
vekjandi góðmenni, smáglettinn,
föðurlegur og fíngerður í fram-
göngu. Hann á aðeins að vekja
traust frú Manningham og létta
henni í skapi, en ekki koma áhorf
endum til að hlæja að marki.
Þarna er auðvitað vandratað
meðalhóf. Bezt fannst mér Guð-
mundi takast er hann með hóg-
værð en festu flettir ofan af
glæpum Manninghams. Guð-
mundur hefir einnig leikstjórn á
hendi. Sviðsetning er yfirleitt
góð. Þó fannst mér bregða fyrir
á stöku stað að húsgögnin væru
fyrir leikendum og hamlaði eðli-
legum hreyfingum. Ekki var
‘þetta þó svo að spillti heildar-
svip leiksins. Hraðinn í leiknum
var góður, en tilþrifamestu atrið
in hefði mátt undirstrika betur
og verður nokkuð af því að vera
á ábyrgð leikstjórans.
Elísabetu eldabusku og Nancy
þjónustustúlku léku þær Freyja
Antonsdóttir og Elín Guðmunds-
dóttir. Freyja er reynd leikkona
en hlutverkið gefur ekki tilefni
til tilþrifa. Elín er aftur á móti
nýliði, frjálsleg á sviðinu og hin
snotrasta stúlka en skortir þjálf-
un í framsögn.
forna bændamenning væri nú lið
in undir lok. Margt fleira var
rætt, yrði of langt mál um að
rita hér.
★
Laugardaginn 1. nóvember var
leikrit eftir Ugo Betti, ítalskt
skáld. Eg geri ráð fyrir að fáir
hafi haft nokkur kynni af þessu
mikla skáldi áður, hér á landi.
í Bókmenntasögu Kristmanns
Guðmundssonar er hann ekki
nefndur. Þeir sem hafa getið
hans nú, í blöðum hér telja hann
einn mesta rithöfund og skáld
ítala á þessari öld. í Col. Dict.
of modern European Literature
(New York 1947) er hans all-
mikið getið. Hann lifði frá 1892
—1953, var ljóðskáld, smásagna-
höfundur og þó einkum leikrita-
skóld. — Leikritið sem hér var
flutt heitir í þýðingunni, Drottn-
ingin og uppreisnarmennirnir.
þýðingu gerði Áslaug Árnadótt-
ir, leikstjóri Ævar Kvaran. Þetta
er rismikið og ægilegt leikrit,
fjallar um hrottalega uppreisn
eða stjórnarbyltingu, skepnulega
framkomu hugsjónalausra vald-
ræningja. Nútímafyrirbrigði eftir
forskrift stjórnarbyltingarinnar í
Rússlandi á öðrum tug aldarinn-
ar og skilgetnum afkvæmum
hennar nazisma og fasisma und-
ir stjórn þeirra Hitlers og Musso-
líni og. svo ógnatímabil Stalíns,
sem enn er ekki séð fyrir endann
á. Ákaflega áhrifamikið og eftir-
minnilegt leikrit og lærdómsríkt,
skrifað af vægðarlausum krafti
og — yfir höfuð mjög vel leikið
í útvarpinu. — Ugo Betti er auð-
sjáanlega skáld sem gaman væri
að lesa og kynnast.
★
Þórarinn Þórarinsson skóla-
stjóri á Eiðum flutti á sunnudag
2. þ. m. langt og ágætt erindi
er hann nefndi Kirkja og skóli.
Rakti hann fyrst afskipti krist-
innar kirkju af skólahaldi frá
öndverðu, enda var það kirkjan
sem um aldir hélt uppi öllu skóla
haldi hér á landi og kirkjunnar
menn. — Taldi hann stórt spor
í öfuga átt er prestar voru látnir
hætta að skipta sér af fræðslu
barna, með húsvitjunum o. fl. er
hin nýju fræðslulög gengu í gildi
snemma á þessari öld. Vona eg að
margir hafi hlustað á þetta gagn-
í heild verður ekki sagt annað
HlustoB á útvarp
Björg Baldvinsdóttir og Guðm undur Gunnarsson í hlutverkum
Bellu Manningsham og R ough leynilögrelumanns.
Ljóms. E. Sigurgeirsson.
um þennan leik en að hann sé
góður eftir því sem efni standa
til. Áhorfendur munu hafa
skemmt sér vel. Sá sem ekki
þekkir efni leiksins mun hafa
gaman af reyfaranum. Hinir,
sem leikinn þekkja, munu njóta
góðs leiks, sem segja má að sé
hjá öllum aðal leikendunum, þótt
ég hafi í fáum atriðum leyft mér
að finna ofurlítið að í trausti þess
að ekki verði virt á verri veg.
Leiksviðið var smekklegt og
hefir þar notið bæði hugkvæmni
leikstjórans og handbragðs leik»
tjaldamálarans Aðalsteins Vest-
manns. Ljós voru góð, enda hef-
ir nú verið mjög bætt um ljósa-
útbúnað hússins. Ljósameistari
var Ingvi Hjörleifsson. Leiksviðs
stjóri var Oddur Kristjánsson en
hárgreiðslu annaðist María Sig-
urðardóttir af smekkvísi. Bún-
ingar voru góðir, en þá annaðist
Margrét Steingrímsdóttir. Leik-
endum var fagnað í leikslok með
lófataki og blómum. vig.
merka erindi sem sannarlega átti
erindi til allra. Þyrfti að prenta
það til athugunar öllum þeim, er
um þessi mál hugsa en þeir eru
víst margir, sem finnst eitthvað
þurfi að breyta til í skólamál-
um. Að útiloka kirkjuna frá
uppfræðslu unglinga er hæpin
ráðstöfun.
★
Eg heyrði upplestur Guðmund-
ar Daníelssonar á hluta af sögu
en um þá sögu verður ekkert
dæmt af þeim upplestri. Menn
vænta mikils af höfundi Blind-
ingsleiks o. fl. ágætra skáld-
sagna. Því miður heyrði eg ekki
meira af þættinum Á bókamark-
aðinum í þetta sinn. — Skáldið
og ljóðin, upplestur á kvæðum
Jóhannesar úr Kötlum og samtal
við skáldið var skemmtilegt, þar
var farið með mörg vel orkt og
snjöll kvæði í gömlum stíl og
nýjum. Þórarinn Guðnason lækn-
ir las úr bók Vigfúsar Guð-
mundssonar, gestgjafa, Framtíð-
arlandið, sögulegan kafla frá
Perú í Suður-Ameríku, um það
er Spánverjar brutu niður véldi
Inkanna.
★
Rannveig Þorsteinsdóttir, lög-
fræðingur, talaði Um daginn og
veginn af röggsemi og myndug-
leika. Fyrst gat hún um sýning-
una í Bruxelles. Sú sýning hefur
1 efalaust verið skemmtileg og
fróðleg fyrir hana og þá aðra er
höfðu fé og tíma til þess að
sækja hana. — Þá ræddi hún um
alls konar óreglu og glæpi, sem
hún sagði að ágerðust nú mjög.
Orsökina kvað hún þá, að heim-
ilin (foreldrar) hefðu ekki nægi-
lega stjórn á unglingum og svo
þá að börn hefðu allt of mikil
auraráð. Dæmi til þess að börn-
um væri borgað fyrir smásnún-
inga, svo sem að sækja mjólk.
Fjölskyldum ber að standa sam-
an í því að afla fjár til þess sem
þarf til að lifa af, ungum og
gömlum. Skólar þurfa, fyrst og
fremst, að kenna börnunum
hvernig þeim beri að hegða sér
á heimilunum og í þjóðfélaginu.
Þá gat hún um ranglætið gagn-
vart Boris Pasternak o. fl. Hann
er Rússi og verður að gjalda
þess.
Erindi Lúðvíks Kristjánssonar
um heimsóknir Jóns Sigurðsson-
ar í kjördæmi sitt var fróðlegt.
Hann hefur rannsakað þetta mál,
sem í sjálfu sér er ekki stór-
merkilegt að öðru leyti en því
að við viljum öll vita sem mest
um líf og starf þjóðhetjunnar. —*
Miðvikudagsdagskráin brenglað-
ist hjá útvarpinu. Saga í leik-
formi átti að vera kl. 21.25 en
var eftir kl. 22. í stað sögunnar
(sem eg reyndar ætlaði ekki að
hlusta á) kom þáttur er nefnist
Viðtal vikunnar. Annast Sigurð-
ur Benediktsson þennan þátt. —•
Af tilviljun heyrði eg þáttinn,
og þótti hann ágætur. — Sigurð-
ur talaði við Gísla Halldórsson,
verkfræðing, sem er ákaflega
hugkvæmur maður og áhugasam-
ur um landsins gagn og nauð-
synjar. Spurði S. B. hvort Gísli
hygði, að íslendingar gætu lifað
hér ef engar fiskveiðar væru
(þ. e. a. s. enginn fiskur til út-
flutnings). Gísli kvaðst gera ráð
fyrir því og færði mörg rök fyrir
þeirri skoðun sinni, einkum kvað
hann iðnað geta stóraukizt, benti
t. d. á Svissland (sem eg hygg
varla sambærilegt) sem ferða-
mannaland. Eg verð að bæta því
hér inn í að eg er hræddur um
að erlendir ferðamenn kynnu
ekki vel við sig hér í myrkrum,
kuldum og hrakviðrum liins
langa vetrar. Þá gat Gísli Hall-
dórsson um hverina og gufuaflið,
sem kemur úr borholunum. —
Mætti fyrst láta gufukraftinn
framleiða rafmagn og síðan nota
gufuna til hitunar húsa. Þannig
gæti þessi kraftur komið að
gagni í tvöföldum mæli. Margt
fleira sagði Gísli sem fróðlegt
var að heyra.
Sigurður Magnússon spjallaði
við fjóra menn og spurði þá
hvort þeir teldu sennilegra að
kjarnorkan yrði mannkyni til
blessunar eða bölvunar. Dr.
Björn Sigurðsson, frú Theresía
Guðmundsson og prófessor Þor-
björn Sigurgeirsson hugðu (eða
spáðu) að menn mundu hafa vit
á að nota þessa orku til gagns
og framfara — en Stefán Jóns-
son, fréttamaður sagði, að af því
að stjórnmálamenn væru „ekki
góðir menn“ stafaði ægileg
hætta af kjarnorku. , Annars
sagði prófessor • Þorbjörn margt
fróðlegt um kjarnorkuna, enda
eini maðurinn, sem hafði þekk-
ingu á orku þessari þeirra er
staddir voru í útvarpssal þetta
kvöld. Taldi hann að kjarnork-
an væri nauðsynleg til þess að
taka við sem orkugjafi er kol og
olía væru notuð upp. En raf-
magnið? Enginn minntist á þann
orkugjafa, — sem fyrir atómöld
var talið að tæki við af kolum
og olíu. Þorsteinn Jónsson.