Morgunblaðið - 11.11.1958, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 11. nóv. 1958
JMfttgitfttMtafrifr
Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vivur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innaniands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
HELRYKIÐ FRÁ RÚSSLANDI
HÉR norðan við okkur hafa
Rússar að undanförnu
sprengt hverja stór-
sprengjuna á fætur annarri með
þeirri afleiðingu, að hið svo-
nefnda helryk hefur breiðzt út
yfir Norðurlönd og víðar. Verður
þess nú meira vart en nokkru
sinni fyrr. — Samkvæmt
frétt sem barst á dögunum
frá Svíþjóð hafa mælingar
þar í landi leitt í ljós, að eftir
kjarnorkutilraunir Sovét-Rússa
nú að undanförnu hefur geisla-
virkt efni í loftinu aukizt mjög
yfir Svíþjóð. Það er nú talið 5
sinnum meira heldur en áður
var. Sama hafa mælingar á öðr-
um Norðurlöndum leitt í ljós.
í Morgunblaðinu var frá því
skýrt á dögunum að fyrir rösk-
lega mánuði hefði verið byrjað
að gera mælingar á geislavirku
ryki hér, en þess háttar mæl-
ingar eru nú framkvæmdar um
allan heim. í fregninni var sagt,
að geislaryk í loftinu yfir land-
inu væri mikið, eins og komið
hefði fram við mælingar í öðrum
löndum og stafaði þetta frá kjarn
orkusprengjutilraunum Rússa
fyrir norðan heimskautsbaug nú
í byrjun sl. októbermánaðar. Þær
mælingar, sem framkvæmdar
hafa verið hér á landi eru gerð-
ar af Eðlisfræðistofnun Háskól-
ans, sem prófessor Þorbjörn
Sigurgeirsson veitir forstöðu. —
Prófessorinn lét þess getið í við-
tali við Mbl. að jafnvel þótt
geislunin hefði aukizt svo mjög
væri enn ekki bein hætta á ferð-
um fyrir heilsu fólks. En hversu
lengi verður það?
★
Eins og kunnugt er hafa Banda
ríkjamenn og Bretar gert kjarn-
orkutilraunir á mjög afskekktum
slóðum á Kyrrahafi, en þessum
tilraunum hefur verið andmælt
mjög af þeim sem næst búa til-
raunasvæðunum, svo sem Japön-
um og fleirum. Vantar ekki að
kommúnistar, bæði Sovét-Rússar
og aðrir hafi gert sér mikinn mat
úr þessu og tekið kröftuglega
undir mótmælin gegn kjarnorku-
tilraunum Vesturveldanna. En
þegar að Rússum sjálfum kemur
er annað upp á teningnum. Þeir
sprengja hverja stórsprengjuna
á fætur annarri í nyrztu héruð-
um landsins, en helrykið breiðist
þaðan út yfir Norðurlöndin, ís-
land og víðar, eins og áður er
sagt.
Stórþjóðirnar gera nú tilraun til
þess á fundinum í Genf, sem
stendur nú yfir, að komast að
samkomulagi um að hætt verði
tilraunum með kjarnorkuvopn og
eftirlit sett með þeim. Á fyrri
ráðstefnu, sem haldin var á sama
stað, ekki fyrir löngu, komust
vísindamenn austan járntjalds
og vestan að þeirri niðurstöðu
að ekkert væri því til fyrirstöðu
að setja upp rannsóknarstöðvar
svo víða á hnettinum að ekki
væri unnt að sprengja nokkrar
kjarnorkusprengjur, án þess að
þess yrði vart. Nú reynir á
stjórnmálamennina, hvort þeir
vilja koma sér saman um að setja
slíkt eftirlitskerfi ’ upp og veltur
þar mest á Rússum. Hingað til
hafa Rússar algerlega neitað öllu
eftirliti með því, sem í þessu efni
gerist i þeirra eigin landi, en hins
vegar heimtað ákaft að aðrir
hættu kjarnorkutilraunum. Það
sem á bak við þetta liggur er vita
skuld ekkert annað en það, að
Rússar vilja vera í friði með
sínar kjarnorkutilraunir í hinu
stóra landi, sem tekur yfir 1/6
hluta af þurrlendi jarðar,
en láta aðra hætta sínum tilraun-
um. Með þessu hyggjast þeir
fá undirtökin hvað viðvíkur
kjarnorkuvopnum, þannig að
þeir geti hvenær sem er sett
Vesturveldunum stólinn fyrir
dyrnar og verið miklu betur bún
ir af þessum vopnum en aðrir.
★
1 áróðursskyni hafa Rússar
lengi látið líta svo út sem þeir
væru mjög hvetjandi þess að öll-
um tilraunum með kjarnorku-
vopn yrði hætt. Það er ekki langt
síðan Rússar lýstu því yfir
að nú mundu þeir hætta öllum
tilraunum með kjarnorkuvopn og
skoruðu á Vesturveldin að gera
hið sama. Þannig stóð þá á að
Rússar höfðu lokið mjög víðtæk-
um og miklum tilraunum, þeir
höfðu sprengt hverja sprengjuna
á fætur annarri og þurftu ekki
á slíku að halda í bili. Hins veg-
ar stóð þannig á fyrir Englend-
ingum og Bandaríkjamönnum,
að þeir höfðu ekki lokið tilraun-
um sínum, að því er þeir töldu,
og héldu þeim áfram hvað sem
Rússar sögðu. Þetta notuðu svo
Rússar aftur til þess að byrja
nú að sprengja að nýju í októ-
bermánuði með þeim afleiðingum
að helryk magnast mjög á norð-
urhveli jarðar.
★
Það er álit þeirra, sem til
þekkja, að ekki geti liðið á löngu
áður en fleiri þjóðir en Rússar,
Englendingar og Bandaríkja-
menn eignist kjarnorkuvopn. —
Eftir því sem tíminn líður, verða
það vafalaust fleiri og fleiri sem
læra að framleiða þau eða fá
þau í hendur frá öðrum. Slík
hefur líka alltaf orðið reynslan
með öll vopn.
Þessa þróun þyrfti að stöðva,
ef nokkur möguleiki er á. Það
sem þarf er alþjóðlegt samkomu-
lag um að stöðva framleiðslu
kjarnorkuvopna að fullu og öllu,
en bak við slíka ákvörðun þarf
að liggja einlægni en ekki undir-
hyggja eins og komið hefur ætíð
fram í afskiptum Rússa og tillög-
| um þeirra í þessum málum. Með
samkomulagi vísindamannanna í
Genf, um að hægt væri að hafa
nákvæmt eftirlit með kjarnorku-
tilraunum var stigið stórt skref.
Nú er röðin komin að stjórnmála-
mönnunum og bíður almenning-
ur um allan heim þess með eft-
irvæntingu, hvað verða vill. Það
þarf ekki að efa það að Rússar
muni nota fundinn í Genf enn
á ný til áróðurs og margir draga
það mjög í efa að Rússar hafi
nokkurn vilja til þess að hætta
framleiðslu kjarnorkuvopna. —
Þeir vilji aðeins nota þessi mál
til áróðurs með alls konar
málamyndatillögum, sem enginn
hugur raunverulega fylgir. En
um endalokin er of snemmt að
spá og verður að bíða þess, hvað
á fundinum gerist.
íslendingar standa nú ekki
lengur fyrir utan hvað kjarn-
orkuvopnunum viðvíkur. Helryk-
ið magnast yfir íslandi, eins
og annars staðar. Þetta er mál,
sem íslendinga varðar, og þess
vegna eiga þeir að láta rödd sína
hevrast skýrt og greinilega í
þessu máli.
Tuttugu og þrjú ár eru nú liðin, síðan óperan „Porgy og Bess“ var fyrst sýnd í New York,
og nú er verið að kvikmynda óperuna í Kaliforníu. Hér að ofan er verið að kvikmynda atriði úr
óperunni. Sviðið er Catfish Row, fátækrahverfi, sem negrar byggja. T.v. á myndinni eru Sidney
Poitier og Dorothy Dandridge í hlutverkum Porgy og Bess. Þau horfa á fólkið, sem fer með
söng og gleðilátum í skógarferð út á Kittiwah-eyju.
Óperan ,,Porgy og Bess" kvikmynduð
í Kaliforníu
NÓTT eina árið 1926 kom banda-
ríska tónskáldið George Gersch-
win heim til sín, dauðþreyttur
eftir að hafa verið heilan dag
viðstaddur æfingar á nýjasta
söngleik sínum, „Oh, Kay“. Tók
Gerschwin sér þá í hönd eintak
af skáldsögu DuBose Heyward,
„Porgy“, og fór að lesa bókina.
Aðalsöguhetjurnar eru þeldökk-
ur, bæklaður betlari og falleg,
fjörug en veikgeðja stúlka. Sag-
an fjallar um óeigingjarna ást
hins bæklaða manns á stúlk-
unni, Bess.
í sögunni sá Gerschwin þegar
heppilegan efnivið í bandarísku_
óperuna, sem hann hafði lengi
langað til að semja. Hann las
söguna til enda og kl. 4 um morg-
uninn skrifaði hann Heyward
og lagði til, að þeir ynnu sam-
an að því að gera óperu úr sög-
unni. Bróðir George Gerschwins,
Ira, vann einnig að samningu
óperunnar með þeim. Árangur-
inn af þessu samstarfi, óperan
„Porgy og Bess“, kom í fyrsta
sinn fyrir almenningssjónir á
leiksviði í New York 10. okt.
1935.
—o—
Gerschwin dó árið 1937, 38
ára að aldri, og Heyward lézt
þremur árum síðar. Hvorugur
þeirra lifði að sjá þetta verk
verða víðfrægt. Segja má, að
„Porgy og Bess“ sé fyrsta banda-
ríska óperan, sem verður heims-
fræg.
Það má teljast merkilegt, að
ekki hefir fyrir löngu verið gerð
kvikmynd eftir óperu þessari. En
loks kom að því. Fyrir skömmu
hófst taka kvikmyndarinnar í
Kaliforníu. Það gekk á ýmsu,
áður en kvikmyndatakan hófst.
Eldsvoði varð í kvikmyndaver-
inu og einn kvikmyndastjóri var
rekinn. En hvað sem öllum erfið-
leikum leið, fór smám saman að
koma sköpulag á kvikmyndina,
sem eitt sinn hafði verið skáld-
saga, því næst leikrit (eftir Hey-
ward og konu hans Dorothy) og
loks ópera. Kvikmyndaframleið-
andinn Samúel Goldwyn greiddi
650 þús. dali fyrir réttinn til
kvikmyndunar upp í þau 10%
af heildartekjum af kvikmynd-
inni, sem sá, er hafði höfundar-
réttinn vildi fá. N. Richard Nash
skrifaði kvikmyndahandritið.
—o—
Kvikmyndatökunni *tti að | pejers) Hann er á fiótta undan þjónum réttvísinnar, þar sem
ljuka í desember, og buizt er: ' „
við, að kvikmyndin komi á mark- hann hefir fram.ð morð. Crown reyn.r að telja Bess a að
aðinn næsta sumar. I WSl* sél °S láta Porgy lönd og leið.