Morgunblaðið - 11.11.1958, Síða 20

Morgunblaðið - 11.11.1958, Síða 20
VEÐRID Sunnan og suðaustan kaldi. Skúrir. tn’$tmí)laíöiiíi 258. tbl. — Þriðjudagur 11. nóvember 1958 S. U. 5. Sjá bls. 8 ísl. landhelgisbrjótur tekinn Rúmar 7 sjómílur innan 12 milna markanna SL. LAUGARDAG var fyrsta ís- lenzka fiskiskipið tekið fyrir ó- löglegar veiðar, eftir að fisk- veiðilögsagan var stækkuð 1. sept. sl. Er hér um að ræða 12 lesta bát frá Vestmannaeyjum. Kom varðskipið Albert að vél- bátnum Víkingi, þar sem hann var að ólöglegum veiðum með dragnót. Víkingur var þá staddur 0,5 sjómílur austur af Álsey við Vestmanneyjar, 7,3 sjómílur inn- an við 12 sjómílna fiskveiðitak- mörkin. Fór varðskipið með bát- inn til Vestmannaeyja. Mál skipstjórans á Víkingi var þegar að kvöldi laugardagsins tekið fyrir rétt. Skipstjórinn við- urkenndi þegar brot sitt, og stóðu réttarhöldin aðeins í 20 mínút- ur, að sögn Jóns Jónssonar, skip- herra á Albert. Sennilegt er að dómur gangi í máli þessu í dag. Höfðu landhelgisgæzlunni bor- izt fréttir um, að nokkrir Vest- mannaeyjabátar stunduðu ólög- legar veiðar. Varð því ekki hjá því komizt að auka gæzluna til muna á þessum slóðum, en það er mjög bagalegt, eins og nú stendur á, þar sem annríki er mikið hjá varðskipunum. • • • Slíkt athæfi íslenzkra fiskibáta er mjög vítavert eins og sakir standa nú. Allir íslendingar hljóta að fordæma það, að ís- lenzkir fiskimenn skuli gera sér leik að því að virða að vettugi nýju fiskveiðilögsöguna á sama tíma og íslendingar eiga í vök að verjast á erlendum vettvangi vegna stækkunar fiskveiðilögsög- unnar og hinn iitli varðskipafloti íslendinga er önnum kafinn við Séra Björn Steiónsson fró Auðkúlu Iútinn SERA BJÖRN Stefánsson frá Auðkúlu lézt í gærmorgun í Landakotsspítala. Hafði séra Björn verið heilsuveill undanfar- in ár og legið rúmfastur nokkra mánuði. Séra Björn var þjóð- kunnur klerkur. Hann fæddist árið 1881, sonur þeirra hjóna Stefáns prófasts á Auðkúlu Jóns- sonar og Þorbjargar Halldórs- dóttur. Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1902 og embættisprófi frá Presta- skólanum 1906. Frá árinu 1907 þjónaði hann ýmum prestaköll- um, þar til hann fékk véitingu fyrir Auðkúluprestakalli. vorið 1921 og gegndi þar prestsstörfum í 30 ár. Var hann skipaður prófastur í Húnavatnsprófasts- dæmi árið 1931. Hann fekk lausn frá embætti árið 1951 og settist þá að á Akureyri, en fluttist til Reykjavíkur árið 1953. Séra Björn gegndi ýmsum trún aðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti um skeið og sýslu- nefndarmaður. Séra Björn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Sigríður Ólafsdóttir frá Hjarðarholti, en síðari kona hans Valgerður Jóhannsdóttir og liíir hún mann sinn. Hæsti meðalhiti síðan 1946 SAMKVÆMT upplýsingum, sem Veðurstofan hefir gefið, var með- alhiti í Reykjavík í októbermán- uði sl. 6,2 stig. Er þetta hæsti meðalhiti í október síðan 1946, en þá var meðalhiti 7,6 stig. Einnig var óvenjuheitt á Akureyri í sl. mánuði. Var meðalhiti þar 4,9 stig, en hann hefir aðeins einu sinni verið hærri í október síð- an 1946. Var meðalhitinn þar nokkru hærri í október 1952 en í októbermánuði í ár. Að jafnaði er meðalhiti í þeim mánuði 4,3 stig í Reykjavík og 2,5 stig á Akureyri. að reyna að verja lífshagsmuni þjóðarinnar fyrir ágangi brezkra landhelgisbrj óta. Getur slíkt at ferli hæglega orðið til að spilla málstað íslendinga í deilunni við Breta. Sæmilegur afli hjá ísaf jarðar- bátum ÍSAFIRÐI, 10. nóv. — Línubátar afla hér sæmilega og eru farnir að róa djúpt, eða allt að 20 sjó- mílum frá Deild. Aflinn er upp í 8 lestir í róðri. Bátarnir hafa orðið varir við brezka togara, og hafa togaraskipstjórarnir stund- um ögrað bátunum með því að sigla togurunum beint að þeim og beygja svo frá á síðustu stundu. — G. Vatnsteiðsla úr plasti var lögð með kýlplóg AKRANESI, 10. nóv. — Austur og upp af Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal er uppsprettulind, sem heitir Dýjavök. Kemur hún upp í dálítilli hæð eða brekku Aukin aðstoð við íslenzk fiskiskip er nauðsyn/eg vegna yfirvofandi hœttu á ágangi at hálfu brezkra fiskimanna Á AÐALFUNDI Skipstjóra- og stýrimannafél. Öldunnar, er haldinn var laugardaginn 8. nóv sl., var samþykkt eftirfarandi til- laga varðandi landhelgismálið: Aðalfundur Skipstjóra- og stýri mannafélagsins Aldan telur út- færslu fiskveiðilögsögunnar frá núverandi grunnlínu heilladrjúgt spor fyrir þjóðarheildina. Fundurinn álítur að á n. k. vetrarvertíð sé yfirvofandi hætta á auknum hrottaskap brezkra fiskimanna undir aukinni vernd brezka sjóhersins, og sé því brýn nauðsyn að efla til muna aðstoð- argæzlu veiðarfæra og skipa á þéttsetnustu fiskimiðunum. Ennfremur urðu miklar umræð ur um hið alvarlega ástand, er ríkir um ráðningu manna á báta- flotann, og var samþykkt tillaga til ríkisstjórnarinnar þar um. Framsóknar- niaður vildi íáta selja Gcrpi ÞAÐ kemur fram við lestur blaða Norðfirðinga, að til um- ræðu hefur komið í bæjarstjórn Neskaupstaðar, að togari þeirra, Gerpir, verði seldur. Þessu máli var hreyft í tillögu- formi fyrir nokkru í bæjarstjórn inni, af einum af þrem bæjarfull- trúum Framsóknarmanna, Sigur- jóni Ingvarssyni skipstjóra. í bæj arstjórn var málinu vísað til bæj arráðs. Hugmyndin mætti mót- stöðu í bæjarstjórninni. Aðalrök semd Sigurjóns fyrir till. hans mun vera sú, að of dýrt sé að reka togarann samanborið við það aflamagn, sem hann hefur lagt á land hér til atvinnusköp- unar. Gerðar voru ályktanir um að banna veiðar með stórvirkSm veiðitækjum á ungfiski í fjörð- um og flóum. Einnig að athugað- ir yrðu möguleikar á að friða ákveðin hrygningarsvæði þorsks ins á mismuna'ndi svæðum frá ári til árs. Samþykktar voru 36 inntöku- beiðnir. í stjórn félagsins voru kjörnir: Guðm. H. Oddsson, form., Stein- dór Árnason, gjaldkeri og Kol- beinn Finnsson, ritari. uppi undir mel nokkrum. Þrír bræður búa á Sturlu-Reykjum, Sturla hreppstjóri, Kristleifur og Björn Jóhannessynir. f sumar hafa þeir bræður unn- ið að því í sameiningu að leiða vatn úr lindinni í íbúðarhúsin og peningshúsin. Notuðu þeir til þess kýlplóg. í staðinn fyrir járn- pípur notuðu þeir sem vatns- leiðslur slöngur úr plasti, 114 þumlung í þvermál. Festu þeir slönguendann aftan í kýlplóg- inn, settu traktorinn í gang og drógu plastslönguna 300 m vega- lengd í hverjum áfanga, grófu síð an niður að slöngunni og festu nýjan bút við. Vatnsleiðslan öll er 1200 m löng. Vatnsþrýstingurinn var svo mikill að reisa þurfti geymslu- þró í leiðinni í hæfilegri hæð til að tempra þrýstinginn. Eru þeir bræður búnir að tengja við inni- leiðslur í íbúðarhúsum, en eftir er að tengja við leiðslu í penings- húsunum. Dýjavökin er kaldavermslu— lind, og er því mikil búbót að hinni nýju vatnsleiðslu Sturlu- Reykjabænda. — Oddur. Óloiur Johnson stórkanpmaðurj EINN fremsti kaupsýslumaður í landsins, Ólafur Johnson stór- kaupmaður og fyrrum ræðismað- ur er látinn. Skömmu eftir hádegið á sunnu daginn lézt Ólafur í Heilsuvernd- arstöðinni, á 78. aldursári, f. 29. maí, 1881. Hann var borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Ólafur Johnson fluttist hing- að heim alkominn fyrir um 2 árum, vestan frá Bandaríkjunum, en hér í bænum bjó hann að Grenimel 35. Var Ólafur við hnignandi heilsu er hann kom heim og gekk ekki heill til skóg- ar síðustu æviárin. Fyrir rösklega 50 árum stofn- aði hann fyrirtækið O. Johnson & Kaaber, ásamt L. Kaaber bankastjóra, en þessu fyrirtæki sínu veitti Ólafur forstöðu til dauðadags. Á styrjaldarárunum var Ólafur fulltrúi ríkisstjórnar- innar í Bandaríkjunum og ann- aðist þar innkaup á nauðsynj- um. Árið 1953 var hann gerður að verzlunarfulltrúa við sendiráð íslands í Washington, en hafði aðsetur í New York. Ólafur Johnson lætur eftir sig konu frú Guðrúnu Johnson, og sex uppkomin börn. Biluð vél í GÆR, er báturinn Stíg- andi frá Skagaströnd var á leið til Sauðárkróks, bilaði vélin í bátnum út af Hrauni á Skaga. Aðeins einn mað- ur, eigandi bátsins, var um borð. Stígandi er 22 lestir að stærð. Slysavarnarfélag- ið sendi þegar út tilkynn- ingu og bað skip eða báta á þessum slóðum að koma Stíganda til hjálpar. Er blaðið fór í prentun í gær- kvöldi, höfðu Slysavarnar- félaginu engar fregnir bor- izt um, að bátnum hefði borizt hjálp. Hvass sunnan- vindur var á þar nyrðra, og bátinn bar því frá landi. Bílum smyglað út at flugvell- inum til crð koma öðrum í lag Nýr búttur i rannsókn smyglmálsins á Keflavikurflugvelli LÁTLAUST er unnið að rann- sókn þjófnaðarmálsins á Kefla- víkurflugvelli, en segja má að þar hafi nú komið fram nýr þátt ur málsins: Bílasmygl. Undanfarna daga hefur mikil rannsókn og ýtarleg farið fram hér í Reykjavík á því, að í um- ferð eru bílar, sem smyglað hef- ur verið út af flugvellinum. Hafa menn sem átt hafa einhverja bíl- garma, keypt af varnarliðsmönn- um þeirra gömlu bíla. Bílunum hefur verið ekið út af flugvellinum, og eigendurnir far ið með þá heim til sín, eða í ein- hverja geymslu. Þar hafa þeir haft aðstöðu til að rífa þá í sundur og nota í sína gömlu bíla hið nýtilega úr hinum, sem keyptir voru á flugvellinum. Síð an hafa þessir „flugvallar- bílar“ verið „látnir hverfa" sem brotajárn, eða hent. — Þannig benti einn af mönnum þeim, sem handtekinn hefur verið, á stað þann er hann hafði hent „flug- vallarbílnum", sem hann keypti, eftir að hafa skorið það í sundur með logsuðutæki, sem hann ekki gat notað úr fyrrgreind um bíl. f gærkvöldi var búið að finna alls sex slíka bíla, en þeir voru allir með íslenzkum númerum, — hér í Reykjavík, í Keflavík og á Suðurnesjum. Hafa bílarnir allir verið teknir umsvifalaust af eigenduunm og fanð með þá sem hvern annan smyglvarning. Hér er eingöngu um að ræða fólksbíla. Stjórnmálanám- skeið á Akureyri AKUREYRI, 10. nóv. — Félag ungra Sjálfstæðismanna hér, gengst fyrir stjórnmálanám- skeiði um þessar mundir, og ann að kvöld, þriðjudagskvöldið, kl. 8,30, verður fundur í Landsbanka salnum. Birgir Gunnarsson talar þá um kommúnismann en á eft- ir verður kvikmyndasýning. Allt Sjálfstæðisfólk er velkomið á fund þennan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.