Morgunblaðið - 11.11.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.11.1958, Qupperneq 3
Þriðjudagur 11. nóv. 1958 MORCVTSBL 4 ÐIÐ 3 Traustsyfirlýsing Guðmundar I. Guðmundssonar á kommúnista Lúðvík standi skil svœðum, sem hann leggjast að ná Frá umrœðum á Alþingi á þeim friðunar- lét undir höfuð FUNDIR voru s ettir í báðum deildum Alþingis á venjulegum tíma í gær. Á dagsk'rá efri deild- ar var eitt mál. Frumvarp til laga um útflutning hrossa. Var það til 3. umræðu og samþykkt sam- hljóða og afgreitt til neðri deild- ar. — Á dagskrá neðri deildar voru tvö mál. Frumvarp til laga um skemmtanaskattsviðauka 1959 var til 1. umr. Menntamálaráð- herra gerði grein fyrir frumvarp inu með nokkrum orðum, en síð- an var það samþykkt samhljóða til 2. umræðu. Frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um þingsköp Al- þingis var til 1. umræðu. Breyt- ingar þær á þingsköpum, sem frv. þetta gerir ráð fyrir, eru á þá leið, að til utanríkismála- nefndar, skipaðri sjö mönnum, skuli vísa utanríkismálum. — Nefndin skuli starfa milli þinga og ráðuneytið skuli bera undir hana utanríkismál, sem koma fyrir milli þinga. í þingsköpum Alþingis, sem í gildi eru, er hins vegar mælt svo fyrir, að utan- ríkismálanefnd skuli kjósa úr sín um hópi með hlutfallskosningu 3 menn til ráðuneytis ríkisstjórn- inni um utanríkismál, enda skuli stjórnin ávallt bera undir þá slík mál, jafnt milli þinga sem á þingtíma. Guðmundur f. Guðmundsson, utanríkisráðherra, fylgdi frum- varpinu úr hlaði. Gat hann þess, að 1936 hefðu verið sett lög um utanríkismálanefnd skipaða sjö mönnum, árið 1951 hefðu hins vegar verið gerðar þær breyt- ingar á þeim lögum, að utanrík- ismálanefnd skuli kjósa 3 menn úr sínum hópi ríkisstjórninni til ráðuneytis. Kvað hann þær breyt ingar hafa verið gerðar vegna þess, að ekki hefði verið hægt að sýna kommúnistum þann trún að, að hafa þá til ráðuneytis um utanríkismál.- Þá fór Guðmundur um það nokkrum orðum, að þriggja manna nefndin mundi lítið hafa starfað, t. d. hefði hann ekki fundið skjöl um það í utanríkis- ráðuneytinu, að sú nefnd hefði verið kvödd til fundar við ráð- herra. Væri frv. flutt til að bæta úr þessu samstarfi flokkanna og utanríkisráðherra. Þá taldi hann, að það yrði að vera háð mati utanríkisráðherra hverju sinni, hvern trúnað hægt væri að sýna kommúnistum. Ólafur Thors tók næstur til máls og sagði m. a.: Það er eins og hæstv. utan- ríkisráðherra sagði, að árið 1951 gérði Alþingi þá breytingu á þingsköpum, varðandi skipan og starfhætti utanríkismálanefndar, að nefndin skyldi velja úr sin- um hóp 3 menn, sem væru sér- staklega ríkisstjórninni til að- stoðar um hin vandasamari mál. Þetta frv. var flutt í samráði við þáv. ráðherra alla, en þá fóru með stjórn Framsóknarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu 1. þm. Skagf., Stein gríms Steinþórssonar. En frv. var á Alþingi samþ. með atkv. lýðræðisflokkanna svokölluðu. Það fór ekki dult, hver tilgangur inn var. Ekki fært að sýna kommúnistum trúnað Með leyfi hæstv. forseta, byrj- aði ég framsöguræðu, sem ég flutti þá fyrir frv., á þeasa leið: Ég þarf ekki að fara um þetta mál mörgum orðum, vegna þess, að í sjálfri grg. stuttri eins og hún er þó, segir í raun og veru allt, sem segja þarf um málið. Þar er frá því skýrt, að ástæðan til þess, að farið er fram á breyt. á þingsköpunum, varðandi skip- an utanrmn., sé sú, að lýðræðis- flokkarnir hafi ekki á undanförn um árum séð sér fært og sjái sér ekki heldur fært enn að sýna kommúnistum þann trúnað í ut- anríkismálum, sem þó er skilyrði þess, að hægt sé að hafa eðlilegt samstarf í utanríkismálanefnd um meðferð þessara mála eins og í öndverðu var ætlazt til, þegar ákvæði þingskapa í þessum efn- um voru sett. Nú er það engu að síður ósk ríkisstjórnarinnar, að geta samt sem áður ráðfært sig við nefnd utan ríkisstjórnar, jafnt hvort sem þing á setu eða ekki, um utan ríkismálin, og þá sérstaklega þá nefnd, sem Alþingi hefur falið að fjalla um þessi mál“. Þetta er aðalefni málsins af minni hendi og umræður hníga að langsamlega mestu leyti um þessa hugsun. Og eins og ég sagði, þá var þetta frv. þá samþykkt með atbeina svonefndra lýðræðis flokka. Undirnefndin ekki kosin eftir að v-stjórnin tók við völdum Nú er það rétt, að eftir að svo- kölluð vinstri stjórn tók við völdum, þá hefur ekki tekizt að fá kosna þessa undirnefnd. í fyrra var hv. fyrri þm. Skag- firðinga formaður nefndarinnar. Við umboðsmenn Sjálfstæðis- flokksins í nefndinni bárum þá fram eindregna ósk um það, að nú yrði þessi undirnefnd kosin tafarlaust. Formaður nefndarinn- ar mæltist undan því, en hét því, að undirnefndin skyldi kosin á næsta fundi utanríkismálanefnd- ar. Þessi hv. þm., form. nefndar- innar, gerði nú hvorugt, að efna það heit, né að svíkja það. Hann var ekki líklegur til að viija svíkja ummæli sín, frekar þá en ella. Hins vegar lágu atvik að því, að hann átti ekki auðvelt um vik, skulum við segja, að efna það, og kaus þess vegna þann kostinn að kalla ekki saman neinn fund í nefndinni eftir þetta. Við hreyfðum þessu nokkrum sinnum á þinginu, en á því fékkst engin leiðrétting. Á fyrsta fundi nefndarinnar nú, var kosinn nýr formaður, hv. þm. N-Þ. Við bár- um þá fram ósk og raunar kröfu um, að þessi undirnefnd yrði kos- in, en hv. þm. kvaðst ekki geta orðið við þeirri ósk þá, en hét að athuga málið, og okkur skildist nú, að hann mundi þá vilja láía kjósa nefndina þegar í stað á næsta fundi, þó ég megi ekki fara með, að hann hafi gefið um það fyrirheit. En við skildum nú orð hans þannig, að honum fyndist þetta eðlilegt og bjuggumst við þvi, að svo yrði. Nefndin kom svo aftur saman á annan fund og við ítrekuðum þá kröfur okk- ar og höfðum tilbúna skriflega grg., en formaður tók þá þann kostinn að fresta fundi, og grg. var ekki lögð fram. Ólafur Thors. Skýlaus skylda að kjósa nefndina Það orkar ekki tvímælis, frá mínu sjónarmiði, að það sé ský- Ir.us skylda að kjósa þessa nefnd, og jafnvel helzt að kjósa hana á fyrsta fundi. Með leyfi hæstvirts forseta stendur svo í 16. gr. þing- skapa, sem um þetta fjalla: „Til utanríkismálanefndar skal vísa utanríkismálum. Utanríkismála- nefnd kýs úr sínum hópi með hlutfallskosningu þrjá menn til ráðuneytis ríkisstjórninni um ut- anríkismál, enda skal stjórnin ávallt bera undir þá slík mál, jafnt milli þinga sem á þing- tíma“. Ég hygg, að enginn vefengi, að þegar hin nýja utanríkisinála- nefnd hefur verið kosin, þá falli niður umboð þessara þriggja manna nefndar, sem áður var að verki, einnig vegna þess, að það er ekki trygging fyrir, að þeir, sem í henni áttu sæti, eigi sæti í þejrri utanríkismálanefnd, sem hið nýja þing hefur kosið. Ef þessi nefnd, samkvæmt þingsköp unum, á að vera til ráðuneytis ríkisstjórninni um utanríkismál, og enda skal ávallt bera undir þá nefnd slík mál, er það líka ákveðið þar af leiðandi að um leið og utanríkismálan. sezt á laggirnar, þá kýs hún þessa nefnd. Það er ekki hægt að bera ávallt, eins og stendur í þing- sköpunum, undir nefnd, hin mest áríðandi mál, nema nefndin sé til. Það er þess vegna enginn vafi, að það er hugsun og vilji löggjafans, að um leið og utanríkismálanefnd kýs sér formann og ritara, kjósi hún einnig þessa undirnefnd. Brot á þingsköpum Ég held þess vegna, að það sé ekki ofmælt, þó að staðhæft sé, að það séu bein brot á þingsköp- unum að kjósa ekki þessa nefnd þegar í stað á fyrsta fundi. Hitt er náttúrlega augljóst mál, að það er hreint brot á þingsköpun- um, að láta líða svo ár eftir ár, að nefndin sé ekki kosin. Við skulum ekki vera að fara neitt leynt með það fyrir hv. þing heimi, hver ástæða er til, að þessi undirnefnd hefur aldrei fengizt kosin. Það verður ekki undan því komizt, meðan þeir flokkar skipa rikisstjórn, sem nú gera það, að stærsti flokkur stjórnannnar, nefnilega kommúnistarnir, ráði einum manni í nefndina. En út á við má það ekki verða heyr- inkunnugt, að kommúnistar fái sæti í þeirri þriggja manna nefnd, sem sérstaklega er til aðstoðar ríkisstjórninni um utanríkismál. Og það er vegna þess, að hæstv. utanríkisráðherra og aðrir þeir menn, sem í hans nafni tala við Frh. á bls. 18. Ckki heldur í þetta sinn... Myndin er tekin í Cape Canaveral á Florida, rétt áður en hin misheppnaða tilraun til að skjóta eldflaug til tunglsins var gerð sl. laugardagsmorgun. Sérfræðingar líta í síðasta sinn yfir stillingar hinna flóknu tækja flaugarinnar. STAK8IEIHAR „Skrípamynd“ Þjóðviljinn skrifar enn um kjördæmamálið, enda þótt Tíminn hafi nýlega bannað honum að hreyfa því máli. Þjóð- viljinn situr við sinn keip og er vafalaust að þetta mál á að verða eins konar skiptimynt í braskinu milli stjórnarflokkanna. Hér þykjast kommúnistar hafa fund- ið enn eitt nýtt keyri á sam- starfsflokkana og þá sérstaklega Framsókn. Þjóðviljinn tekur svo til orða í forystugrein á sunnu- daginn var: „Oft hefur það fundizt á und- anförnum árum, að lýðræðisskel in er ekki ýkja þykk á þeim ís- lenzkum stjórnmálaflokkum, sem i tíma og ótíma berja sér á brjóst og vitna opinberl. um ást sína og tryggð við leikreglur lýðræðis- ins. Freklegasta dæmið er kjör- dæmaskipunin á íslandi, sem ekk ert er annað en skrípamynd af lýðræði og þingræði, svo mjög er islenzkum þegnum gert þar mishátt undir höfði“. Þegar Þjóðviljinn talar um að með kjördæmaskipuninni sé þegnunum gert mishátt undir höfði, er því skeyti vitaskuld fyrst og fremst stefnt að Fram- sóknarmönnum, sem hafa miklu meiri völd og áhrif heldur en kjósendatala þeirra ætti að leyfa, ef sanngjarnar kosninga- reglur væru viðhafðar. Sami skrípaleikurinn og áður Eins og kunnugt er hafa kommúnistar oft haft þá aðferð að samþykkja sjálfir eitt og ann- að í ríkisstjórn, en láta svo félög sín og samtök víðs vegar um land mótmæla harðlega því sem gert heíur verið. En þó kommúnistar hafi unnið sér það til lífs í ríkis- stjórninni að samþykkja eitt og annað sem fer gersamlega í bág við fyrri stefnuyfirlýsingar, orð og eiða, er látið líta svo út á yf- irborðinu, sem flokkurinn sé á mióti því. Þetta rifjast upp í sambandi við það, þegar Vilhjálmur Þór er nú í enn einni bónbjargarferð til Bandaríkjastjórnar í því skynt að fá lán handa ríkisstjórninni. En jafnframt því sem leitað er til Bandaríkjanna um fjárhags- lega aðstoð eru svo samtök komm únista hér og þar á Iandinu látin samþykkja yfirlýsingar um það að íslendingar skuli segja sig úr Atlantshafsbandalaginu og ann- að því um líkt. Hér heldur sami skrípaleikurinn áfram, eins og áður í hervarnarmálinu, svo dæmi séu nefnd. Létu ekki á sér bæra Sú var tíðin að kommúnistar sóttust mjög eftir völdum í ýms- um samtökum, svo sem félögum stúdenta og töldu að þar væri góður jarðvegur fyrir sig. Nú er sá tími löngu liðinn, því komm- únisminn hefur ekki lengur það aðdráttarafl, sem hann hafði fyr- ir unga menntamenn, fyrir all- mörgum árum, meðan þessi stefna hafi ekki enn sýnt sitt rétta andlit. Þetta kom glögglega fram í kosningunum í Stúdenta- félagi Reykjavíkur á dögunum. Þar bærðu kommúnistar ekki á sér, en andstæðingar þeirra hlutu öll stjórnarsætin. Þjóðviljinn hefur oft vitnað í Þorstein Erlingsson og viljað til- einka sér skoðanir hans. Þorsteinn talaði einu sinni um hönd, þá væri sá, er höndin væri það, að ef æskan rétti örvandi rétt, á framtíðarvegi. Kommúnistar eru ekki lengur á framtíðarvegi meðal æskunnar, því að hún er hætt að rétta þeim sina örvandi hönd á sama hátt og áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.