Morgunblaðið - 11.11.1958, Síða 19
Þriðjudagur 11. nóv. 1958
19
M on CV ív R 7 4 ÐI h
Korska skipið „Taiwan" og sænska skipið „Stora“ rákust nýlega á í Ermarsundi. Stefni „Taiw-
an“ fór sem myndin sýnir, en skipið gat siglt áfram. En við áreksturinn kom upp eldur um
borð, og um tíma leit svo út að við hann yrði eigi ráðið. En skipshöfninni tókst að ráða niður-
lögum hans, og „Taiwan“ hefur nú náð til hafnar í Brest.
Helgileikur verður sýndur
í Akureyrarkirkju
AKUREYRI, 10. nóv. — 1 dag
boðaði séra Pétur Sigurgeirsson
blaðamenn á sinn fund í tilefni
þess, að sýndur mun verða á
næstunni helgileikur í Akureyr-
arkirkju. Fundinn sátu einnig
þeir Jón Þorsteinsson, formaður
sóknarnefndar og Ágúst Kvaran,
leikstjóri.
Bartimeus blindi eftir séra
Jakob Jónsson
Pétur Sigurgeirsson mælti á
þessa leið: Hinn 17. nóv. n. k.
verður Akureyrarkirkja 18 ára.
Af því tilefni verður sýndur
helgileikur í kirkjunni, og er það
í fyrsta sinn, sem slíkur atburð-
ur gerist hér í bæ. Leikur sá,
er fluttur verður nefnist Barti-
meus blindi eftir séra Jakob
Jónsson. Leikur þessi var fyrst
sýndur í Bessastaðakirkju á sl.
vori. Leikstjórn þar annaðist
— Konungsflugvél
Frh. af nls. 1
mundi gera sínar ráðstafanir
vegna þessarar árásar.
Sagan eins og hún er sögð
í Kairó
Kaíró-útvarpið segir söguna
þannig, eftir flugumferðastjórn-
inni í Damaskus, að ekki hafi
verið leitað venjulegrar heimild-
ar fyrir flugvél Husseins kon-
ungs að fljúga yfir sýrlenzkt land
Hafi skyndilega sézt til ferðar ó-
kunnrar flugvélar, sem kom frá
Jerúsalem, og flaug í áttina til
Damaskus. Hafði flugmaður
vélarinnar verið spurður um ein-
kenni hennar og ferðaáætlun en
ekki fengizt til að svara. Var hon
um þá skipað að lenda í Dam-
askus. Segir Kaíró-útvarpið að
hann hafi þótzt ætla að hlýða því,
en sveigt af leið og flogið til baka
sömu leið og hann kom á fullri
ferð.
Þá hafi tvær orrustuflugvélar
verið sendar á loft til að fylgjast
með ferðum flugvélarinnar eins
og venja sé undir þessum kring-
umstæðum. Orrustuflugvélarnar
hefðu elt flugvél Husseins til
jórdönsku landamæranna, en ó-
satt sé að þær hafi skotið á hana
eða gert nokkra tilraun til að
granda henni eða neyða hana til
að lenda.
Stjórnln á aukafundi
t dag var skýrt frá því í Amm-
an-útvarpinu, að allir meðlimir
jórdönsku ríkisstjórnarinnar
hefðu verið kvaddir til auka-
fundar klukkan 10 í fyrramálið í
höfuðborginni.
Lárus Pálsson en flytjendur voru
leikarar Þjóðleikhússins. Þótti
öll sú athöfn hin hátíðlegasta.
★
Efni leiksins er tekið úr Nýja
testamentinu og fjallar um eitt
kraftaverka Krists. Leikurinn
hefir nú verið þýddur á sænsku,
og hefir Sigurbjörn prófessor
Einarsson annazt það verk. Er
gert ráð fyrir, að sýningar á
leiknum verði í sænskum kirkj-
um.
Séra Pétur gat þess, að Svíar
stunduðu mikið sýningar helgi-
leikja í kirkjum sínum og þar í
landi myndu vera um 70 leik-
flokkar, sem önnuðust flutning
þeirra.
Ágúst Kvaran verður leikstjóri
Hér á Akureyri mun Ágúst
Kvaran hafa leikstjórn á hendi,
en flytjendur eru alls 12 auk
lesara og prests, sem aðstoðar við
sýninguna. Árni Jónsson mun
fara með aðalhlutverkið í leikn-
um (Bartimues blinda).
Við sýninguna, sem fram fer
í kór kirkjunnar mun kirkjukór-
inn aðstoða með sálmasöng und-
ir stjórn Jakobs Tryggvasonar,
organleikara. Búningar í leikinn
eru fengnir frá Þjóðleikhúsinu.
Ágóðinn rennur í orgelsjóð
kirkjunnar
Gert er ráð fyrir, að aðgangur
að sýningum þessum verði annað
hvort seldur vægu verði eða fram
fari samskot í fordyri kirkjunn-
ar. Ágóða öllum verður varið til
orgelsjóðs kirkjunnar. Allir þeir,
er að sýningu þessa helgileiks
vinna, munu gera það endur-
gjaldslaúst. — Akureyrarkirkja
rúmar tæplega 500 manns í sæti,
og er gert ráð fyrir tveimur sýn-
ingum á leiknum. Nú eru um
100 þús. kr. í sjóði, en búast má
við, að fjórfalda þurfi þá upp-
hæð til þess að hægt verði að
kaupa nýtt orgel til kirkjunnar.
★
Þessi helgileikur séra Jakobs
Jónssonar, sem hér verður flutt-
ur, þótti takast mjög vel í Bessa-
staðakirkju. Þar flutti m. a. bisk-
upinn yfir Islandi ávarp, en höf-
undurinn fór sjálfur með hlut-
verk prestsins í leiknum. Hér
mun séra Kristján Róbertsson
annast hlutverk prestsins, en séra
Pétur Sigurgeirsson flytur ávarp
og skýringar á undan sýningunni.
Æfingar hafa staðið mánaðar-
tíma, en sýningin mun öll taka
um hálfa aðra klukkustimd.
Hér á landi eru helgileikir
óþekktir, og er þetta fyrsti ís-
lenzki helgileikurinn, sem flutt-
ur er. Erlendis munu þeir tíðk-
ast víða, og eru þeirra kunnastir
Dagsbrúnarmcim
sigruðu
Á SUNNUDAGINN háðu skák-
keppni Iðja, fél. verksmiðju-
fólks og félagsmenn úr Verka-
mannafél. Dagsbrún. Teflt var á
27 borðum og fór keppnin fram
í Alþýðuhúsinu. Svo fóru leikar
að Dagsbrúnarmenn gengu með
sigur af hólmi, en þeir unnu á
20 borðum, Iðjumenn á 7 borð-
um.
Á eftir drukku þátttakendur
sameiginlega kaffi og var þar á-
kveðið að skáksveitir félaganna
skyldu aftur reyna með sér síð-
ar í vetur.
Síldveibin treg og
og afli misjafn
AKRANESI, 10. nóv. — Síld-
veiðin er treg og afli mjög mis-
jafn. í dag komu hér á land 445
tunnur af 12 bátum. Um einn
þriðja hluta aflans fékk einn bát-
ur, Reynir. Heildaraflinn í gær
var 330 tunnur og á laugardag
var hann 1080 tunnur á 17 báta.
— Oddur.
GJÖGRI, Árneshr., 7. nóv. —
Þýzkt skip tók 900 pakka at
saltfiski hjá h.f. Djúpavík og
Kaupfél. Strandamanna sl. miS-
vikudag. Fór skipið frá Djúpa-
vík til Hólmavíkur til að taka
einnig þar saltfisk.
— Regina.
helgileikirnir í bænum Oberam-
mergau, en þar er píslarsagan
sýnd tíunda hvert ár.
★
Þess er að vænta, að Akur
eyringar sýni þessu málefni at-
hygli og styrki um leið orgel-
sjóð kirkju sinnar.
Ágúst Kvaran, leikstjóri, gaf
að loknu máli séra Péturs nokkr-
ar nánari skýringar á því verki,
sem unnið hafði verið í sam-
bandi við sýninguna.
★
Þá tók Jón Þorsteinsson, for-
maður sóknarnefndar, til máls
og þakkaði undirbúning allan að
þessu merka verki. Hann gat
þess jafnframt, að n. k. sunnu-
dag yrði almennur safnaðarfund-
ur í kirkjunni að lokinni guðs-
þjónustu, mundi þar verða hreyft
tveimur nýmælum á sviði kirkju-
starfsemi hér í bæ.
Kirkjuvika og námskeið í
helgisiðafræðum
Annað væri kirkjuvika, en
hana annast að nokkru leyti leik-
mannahreyfing innan kirkjunn-
ar, og munu á hverju kvöldi vik-
unnar verða samkomur með
ræðuhöldum og fleiru í kirkj-
unni. Þessi kir’kjuvika mun
verða haldin síðari hluta vetr-
ar. Hitt nýmælið er námskeið í
helgisiðafræðum, sem einnig er
ráðgert að halda í vetur.
Formaður sóknarnefndar róm-
aði mjög athafnasemi sóknar-
presta staðarins.
Krafa uin 12 mílur
OSLÓ, 10. nóvember —
Einkaskeyti til Mbl.
AÐALFUNDUR fiskimannasam
bands Norður-Noregs hófst i
morgun. Þar flutti formaðurinn,
Jens Steffensen, upphafserindi
og kvað það vera norskum út
vegsmönnum lífsnauðsyn að
halda fast við kröfuna um 12
mílna fiskveiðilögsögu.
Með fullfermi
af karfa
HAFNARFIRÐI — Um helgina
var unnið við að afferma togar-
ann Júní, sem kom af karfaveið-
um af Nýfundnalandsmiðum á
sunnudagsmorgun, og var unnið
allan daginn í Fiskiðjuverinu.
Sama dag kom einnig Ágúst af
karfaveiðum og verður landað úr
honum i dag. Báðir voru með
fullfermi. Júní fór aftur á veiðar
í gær á sömu mið, en þar er enn
ágæt veiði.
Afli var fremur rýr hjá rek-
netjabátunum fyrir helgina og
voru þeir yfirleitt með frá 20
tunnum og upp í 50. Bátarnir
fóru út á sunnudaginn, en sneru
aftur sökum óveðurs. — G.E.
Innilegustu þakkir til allra þeirra er minntust mín
á sextugs afmælinu 7. nóv. 1958 og gjörðu mér daginn
ógleymanlegan.
Oddur Bjömsson, Laugaveg 130.
Lokað
Söludeild vor verður lokuð frá kl.
12—4, vegna jaa*ðarfarar. —
H A R P A — Einholti 8.
LOKAÐ
eftior hádegi í dag vegna jarðarfarar.
BeSgfagerðin h.f.
Skjófifatagerðiii h.f.
BJÖRN STEFÁNSSON
fyrrv. prófastur frá Auðkúlu lézt þann 10. nóv. að Landa-
kotsspítala.
Vandamenn.
Maðurinn minn
ÓLAFUR JOHNSON
stórkaupmaður,
lézt að Bæjarspítalanum 9. þ.m.
Guðrnn Johnson.
Bróðir okkar
SIGURÐUR HELGASON
tónskáld,
andaðist 8. nóvember að heimil sínu 601 E. Holly St.
Bellingham, Washington.
Soffía Jackobsen, Guðrún Helgadóttir,
Helga Helgadóttir, Hannes Helgason.
Jarðarför mannsins míns
ALEXANDERS D. JÓNSSONAR
sölumanns,
fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 12. nóv. kl. 1,30
eftir hádegi.
Björg Þorsteinsdóttir.
Hjartanlegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og jarðarför sonar okkar og bróður
ÁRNA BJARNA HANNESSONAR .
Hlíf Bjarnadóttir, Hannes Árnason og synir.
Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim er sýndu
okkur vinsemd og samúð við andlát og jarðarför móður
okkar
SOFFÍU PÁLSDÓTTUR
Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna.
Elías Sigurðsson.