Morgunblaðið - 26.11.1958, Side 6

Morgunblaðið - 26.11.1958, Side 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 26. nðv. 1958 Séra P/re hlauf friðarverðlaun Nóbels og ætlar að byggja 20 Evrópu-borp UM hálf milljón flóttamanna býr enn í flóttamannabúðum Vestur- Evrópu. Flóttafólkið er af ýms- um þjóðernum úr Austur-Evrópu. Langflest flóttafólk hefur komið frá Austur-Þýzkalandi, en í hópi þeirra eru einnig margar þús- undir af Rússum, Pólverjum, Tékkum og Ungverjum. Og enn þá heldur flóttinn áfram þrátt fyrir bannsvæði og gaddavírsgirð ingar. Frá stríðslokum hafa tugmillj- ónir manna verið slitnir upp írá rótum í heimalandi sínu í Austur- Evrópu vegna alls kyns pólitískra ofsókna. Það hefur tekizt að skapa langflestu þessu fólkj nýj- an samastað, ýmist í Vestur- Evrópu, eða það hefur getað byrj að nýtt líf í Gyðingalandi, Amer- íku eða Ástralíu. Fólk á bezta aldrj með óskert vinnuþrek hef- ur gengið skjótlega út. En sumt flóttafólkið hefur búið svo árum skiptir í flóttamannabúðunum. Það gengur ekki út e. t. v. vegna elli, veikinda, bæklunar eða vegna þess að það er hlédrægt, kann ekki tungumálið. Svo lifir það einangrað og vonlaust í flótta mannabúðunum og á enga vini, sem nenna að sinna því og hjálpa í erfiðleikunum. Snemma í þessum mánuði ákvað Nóbels-nefndin norska að sæma einn þeirra manna, sem bezt hafa unnið fyrir flóttafólkið, friðarverðlaunum Nóbels. Maður þessi er belgíski presturinn Georges Henri Pire. Síðan hann hóf hjálparstarfsemí fyrir flótta- fólk hefur honum orðið meira ágengt en nokkrum öðrtim ein- stökum manni í að rjúfá einangr- un hinna vonlausu flóttamanna. Ævisaga séra Pires var ósköp venjuleg saga kaþólsks prests. Hann fæddist árið 1910 í borg- inni Dinant í Belgíu. Stúdents- próf tók hann 192T og gekk skömmu síðar í dominikana- klaustrið La Sarte í bænum Huy skammt frá Liege. Hann fór til náms í guðfræði við dominikana- háskólann í Rómaborg 1932—34 og hlaut að því loknu prests- vígslu. Eitt ár nam hann félags- fræði við háskólann í Louvain og var því næst kennari við klaustur eitt í þeirri grein. í seinni heims- að maður í flóttamannabúðum fékk samband við einhvern borg ara, sem vildi taka hann að sér og hjálpa honum við að finna at- vinnu, læra málið og aðstoða hann á allan hátt, hvað sem fyiir kom. Annað viðfangsefnið var að koma upp elliheimilum fyrir flóttafólk. Hið fyrsta var reist í bænum Huy skammt frá klaustrinu og síðan hafa þrjú Fyrsta Evrópu-þorpið var reist við borgina Aachen í Þýzkaiar.di 1956. Annað í Bregenz í Aust- urríki. Nú er langt komið að reisa tvö Evrópu-þorp, annað við Augs burg í Þýzkalandi og hitt við Brússel, sem nefnist Friðþjófs Nansens þorpið og eru ekki nema tveir mánuðir síðan horsteinn var lagður að Albert Bchweitzer- þorpi í Saar-héraði. Sjötta þorp- ið hefur séra Pire áhuga fyrir að reisa í Noregi. Ætlar hann að nefna það Önnu Frank-þorpið. Enn er þó óvíst að hann fái bygg- ingarleyfi, því að það hefur verið stgfna Norðmanna í flóttamanna- málum, að flóttamenn eigi ekki að lifa saman í hóp, heldur að sameinast fullkomlega heima- Myndin sýnir hús og íbúa í einu af Evrópuþorpum á' lífíð. ■ séra Pires. Þarna fær flóttafólkið nýja trú styrjöldinni tók hann virkar. þátt í belgísku neðanjarðarhreyfing- unni, bæði sem njósnari og eins konar herprestur. Séra Pire hefur verið mikils- metinn klerkur í hinu gamla klaustri sínu í Huy. Árið 1949 var honum falið að taka að sér stjórn flóttamannahjálpar klaust urreglunnar. Hann hefur síðan unnið mikið og fórnfúst starf fyr- ir flóttafólkið og fyrst og fremst fyrir þá flóttamenn, sem um sárt eiga að binda. Séra Pire hefur ekkí spurt flóttafólkið af hvaða þjóðerni það er, aðeins hvort það sé hjálparþurfi. . Fyrsta viðfangsefni hans var að koma á svonefndu fóstur- sambandi. Það var fólgið í því, Séra Georges Pire með eitt af smábörnum þeim, sem hann hefur bjargað út úr flóttamanuabúðunum. elliheimili verið reist til viðbótar. Þriðja og stærsta verkefni sr. Pires og hreyfingar hans er þó hin svonefndu ,,Evrópu-þorp“. — Ætlunin með þeim er einnig að rjúfa einangrun^lóttamannanna. í stað þess að láta þá búa í fjöl- mennum hópum í flóttamanna- búðunum við hin verstu skil- yrði, hyggst séra Pire byggja á víð og dreif fremur lítil þorp, þar sem um tuttugu flóttamanna fjölskyldur eignast hlýleg heim- ili. Þarna á að gefa flóttafólk- inu tækifæri til að samlagast um hverfinu. Það sækir vinnu til nær liggjandi bæja og það verður hluti af hreppsfélaginu, tekur þátt í daglegu lífi héraðsins. Séra Pire hefur sett sér það markmið að reisa 20 slík þorp í Evrópu. fólkinu. Séra Pire hefur skipulagt all- sterka hreyfingu til hjálpar flótta fólki og eru deildir hennar starf andi í Þýzkalandi, Austurríki, Belgíu, Frakklandi, Luxemborg, Svisslandi, Danmörku, Ítalíu og Hollandi. Það var m. a. verk þess ara deildá að safna fé til bygg- ingar Evrópu-þorpanna. Þær þurfa aðeins að safna stofnfénu, því að ætlunin er flóttafólkið, sem í þorpin flytur, greiði lága húsaleigu, sem á að nægja fyrir öllu viðhaldi. Nóbelsverðlaunin sem séra Pire hlaut nú nema rúmlega mill jón íslenzkum krónum.. Þegar þessum góðlátlega manni var skýrt frá verðlaunaafhending- unni, sagði hann: — Fyrir mig er þetta ekki fyrst og fremst verð laun, heldur hvatning til nýrra dáða. Það er engin vafi á því, að verð launaafhending þessi mun mjög efla hjálparstarfsemi séra Pires. Að sjálfsögðu mun hann verja verðlaunafénu til að reisa íbúð- arhús í einu Evrópu-þorpi sínu. Hitt er hjálparstarfsemi hans þó e. t. v. enn meira virði, að með þessari verðlaunaafhendingu er vakin athygli á starfinu og hinni óendanlegu þörf flóttafólksins. KVIKMYNDIR + Einn gegn öllum ÞESSI ameríska mynd, sem tek- in er í litum, gerist í Suðurrikj- um Bandaríkjanna að loknu þrælastríðinu. Þrír hermenn eru á iieimleið, en sá „ljóður“ er á ráði eins þeirra, að enda þótt hann sé suðurríkjamaður hefur hai,n barist í liði Norðurríkjanna og þess geldur hann í ríkum mæli, þegar heim kemur. — Áð- ur en hann fór í stríðið var hann töluvert upp á heiminn, en hefur nú tekið algerum sinna- skiptum og hyggst nú að gerast prestur. — Hann kemur að prest setrinu gamla sem nú stendur autt að öðru leyti en því að þar hefst við ung stúlka, — ótamið barn náttúrunnar, — sem tekur á móti honum með skothríð. Hann sest samt þarna að hjá stúlkunni og tekur þegar til ó- spilltra mála um að leysa verk- efnin, sem eru einkum tvö: að reisa aftur hina föllnu kirkju og ala upp hina viltu stúlku, sem er óstýrilát og ofsafengin í meira lagi, en þó fríð og ágæt inn við beinið. Hann á við mikla erfið- leika að etja ekki sízt vegna and- úðar ráðamikilla manna í þorp- inu, — en hann sigrar þó að lok- um og sigurlaunin eru svo sem bezt verður á kosið. Mynd þessi er viðburðarík, efn ið alvarlegs eðlis en þó mjög gam ansamt öðrum þræði. Aðalhlut- verkin, „prestinn“ og ungu stúlkuna, leika þau Van Heflin og Joanne Woodward, hin upp- rennandi kvikmyndastjarna, sem fyrir skömmu fékk Oskars-verð- launin fyrir leik sinn í myndinni „Three Faces of Eve“. Er óhætt að mæla með þess- ari mynd. — Ego. skrifar úr# daglega lifinu J Vesalings gamla konan. S. S. skrifar: „T TM daginn las ég í Þjóðvilj- anum viðtal við gamla konu, sem í 14—15 ár hefur þvegið gólf in á skrifstofum blaðsins. Frétta- maðurinn hafði farið heim í kjall araíbúðina hennar, til að geta prentað það, að jafnvel þessa fá- tæku konu væri hægt að láta kaupa miða í happdr. Þjóðvilj- ans, „vegna þess að hann hefði ekkert auðvald á bak við sig“, eins og gamla konan orðaði það. Ef þessi aumingja gamla kona væri ekki svona önnum kafin við að þvo gólfin á ritstjórnarskrif- stofunum, þar sem hún kynnist „þessum úrvalsmönnum, sem þar vinna, og segja okkur það sann- asta og réttasta sem þeir vita“, eins og hún orðar það, þá mundi hún kannski hafa gefið sér tíma til að ganga um í Reýkjavík og séð stórhýsin, sem „eini málsvari alþýðufólksins“ hefur eignazt á fáum árum. Meðan stuðnings- flokkur blaðsins eys út milljón- um í gömul hús á dýrum lóðum í bænum og byggir ný stórliýsi, eins og það, sem nú er að rísa af grunni á Laugaveg 18, reita forráðamenn hans þvottakonuna sína inn að skinni með því að láta hana kaupa allt að tveimur blokk um a£ happdrættismiðum, af því að góðu mennirnir í Þjóðviljanum segja henni að blaðið hafi ekkert auðvald á bak við sig — og hrósa sér svo af öllu saman með við- tali við hana á eftir. Oft hefur mér blöskrað það, sem Þjóðviljinn ber á borð fyrir fólk, en þetta fannst mér þó taka úl yfir allan þjófabálk". Umbúðir á smjöri. Húsmóðir skrifar: „ A LVEG nýlega sá ég þá fregn í einhverju blaði, að ráð- gert væri að fara að selja allt ís- lenzkt mjólkurbúasmjör í einum og sömu umbúðum. Ég vil þó í lengstu lög vona að ekki verði horfið að því óheillaráði — því óheillaráð væri það, „Bið ég ei að burt hann nemi borgum heil- næmt kapp“, segir skáld'.ð. Svo lítið er nú eftir skilið af heilnæmri samkeppni í þessu landi fjötra og hafta, að við megum ekki við neinni skerðingu þess litla, sem eftir er. Því verð- ur með engu móti neitað, að vör- ur frá mjólkurbúunum okkar eru misjafnar að gæðum. Þannig er það mín reynsla í fjölmörg ár, að smjör sé bezt frá tveimur stöðum úti á landi. M. a. hnoða þessi mjólkurbú bezt, en það er ekki lítið atriði, að áfirnar séu sem rækilegast hnoðaðar úr smjörinu. Yfir höfuð virðist mér að þörf væri að gera allt sem unnt er til eflingar vöruvöndun í landinu, og þar til hjálpar sam- keppnin. Þannig væri þess æfin þörf, að bætt yrði úr verkun á sumu af því hangikjöti, sem hér er á mark aðinum, og sama er að segja um bjúgu. Þau mega sum með réttu kallast óæti. Einnig gildir þetta um skyrið. Það er býsna misjafnt, og hefi ég áður vikið sð því, hve skyrgerðinni er áfátt. Skvr á ekki að vera súrt og það verður ekki súrt, ef nógu vel er síað. Hitt er annað mál, að á markaðinn þyrfti líka að koma súrt skyr, sem bú- ið væri að brjóta sig. Ég veit að sumar læknar gera sér ljóst, hve æskilegt þetta væri. Um meðferð mjólkur ætla ég ekki að ræða núna. Það mál hefur til allrar hamingju komizt á dagskrá, og ekkj vonum fyrr. Þökk sé Sigurði Péturssyni fyrir hans hlutdeild í því máli. En hvernig er það, er þrifnaður í fjósunum sem skyldi? Er hann t. d. jafn mikill og í Danmörku? Fleiri húsmæður en ég, mundu vilja heyra eitthvað um það efni. Og það er margt fleira, sem þyrfti að minnast".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.