Morgunblaðið - 23.12.1958, Page 12

Morgunblaðið - 23.12.1958, Page 12
12 MORCVTSBL4Ð1Ð Þriðjudagur 23. des. 1958 Utg.: H.f. Arvakur, Heykjavfk Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá ” Ei.mx Asmundsson. Lesbók. Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. NÝR VEGVÍSIR AÐ verða ætíð fleiri og fleiri, sem sjá út í hverja ófæru efnahagsmál íslend inga eru komin. Menn fá að vísu hærra og hærra kaup, en krónan verður minna og minna virði, svo að kauphækkanirnar eru jafn óðum étnar upp og verra en það. Aldrei hefur þetta verið átakan- legra en nú, enda heyrist margur maðurinn hafa orð á því, að hver 500-króna seðillinn, svo að ekki sé talað um 100-krónurnar, sé farinn áður en hann veit af. Aðalverkefni V-stjórnarinnar, sem mynduð var fyrir 2% ári var sagt vera að forða þjóðinni frá feni verðbólgunnar. Engin leiðsögn hefur brugðizt hrapal- legar. Nú eru menn staddir í sjálfri ófærunni. ★ Á þeirri ófarnaðarbraut, sem síðan hefur verið haldin, höfðu sjálf stjórnarvöldin sett upp nokkra vegvísa, sem nú verður ekki lengur um villzt, að allir bentu út í ófæruna. Á meðan kaupbindingin var í gildi haustið 1956, ákvað SÍS, þar sem sjálfur fjármálaráðherrann er varaformaður, að starfsmenn þess fengju 8% kauphækkun. Þetta braut gersamlega í bága við það, sem öðrum var ætlað. Enda varð það til þess, að fjöl- margar stéttir hlýddu bending- unni, sem þarna var gefin. Höfðu þær og mun ríkari ástæður til kröfugerðar sinnar en starfsfólk SÍS, sem einmitt fékk hækkun sína á meðan öllum almenningi var talin trú um, að kaupbinding ætti sér stað. Sú binding var aft- ur á móti afnumin með jólagjöf- inni fyrir réttum 2 árum, og var sú löggjöf í eðli sínu slík, að hún hlaut að ýta undir kauphækkun- arkröfur. Sjálf átti V-stjórnin auk þess með framkvæmdum sínum mik- inn þátt í að greiða fyrir kaup- hækkunum næstu mánuðina og má þar minna á gjaldeyrishlunn- indin til flugmanna og annað fleira. Það voru einungis hækk- anir handa hinum lægstlaunuðu, svo sem Iðju-fólki, sem nokkur hluti ríkisstjórnarinnar, þ. e. Framsókn og kommúnistar, sner- ist öndverður gegn. ★ Ut yfir tók þegar bjargráðin voru lögfest á sl. vori. Þar voru sett bein fyrirrnæli um, að grunn- kaup skyldi hækka um 5%. Til- gangur laganna var þó sá í raun og veru að rýra kjör almennings, en til þess að reyna að dylja hið sanna, var skipunin um 5% grunnkaupshækkun lögfest um leið og gjöld voru tekin af almenningi, svo mun meira nam en hinni lögboðnu hækkun. Bjargráðin voru því allt í senn byggð á algerri hugsanavillu eða það sem verra er, beinum vilja til að blekkja, og botnlaus, því að í þeim láðist að gera þær raun hæfu ráðstafanir, sem Hermann Jónasson játar nú, að öllum hafi þá verið ljóst að gera þyrfti til verðlagsstöðvunar. Almenningur tók að vonum lagaboðið um grunnkaupshækk- un sem ábendingu þess, að nú væri allt í lagi um nýja kröfu- gerð. Þar kom einnig til greina, að kommúnistum hafði með at- beina Framsóknar tekizt að halda völdum í Járnsmiðafélagi Reykjavíkur á sl. vetri gegn því loforði, að samningum skyldi sagt upp og kjarabætur knúnar fram. Öll stjórnarblöðin lögðust því á eitt um það í sumar að styðja kaupkröfur járnsmiðanna og annarra iðnaðarmanna, sem slógust í fylgd með þeim. Eini stéttarhópurinn, sem Framsóknarmenn og kommúnist- ar snerust á móti í sumar, voru farmenn. Um þá stóð þó alýeg sérstaklega á. Bjargráðin höfðu skert hag þeirra mun meira en annarra launamanna. Þetta grundvallaratriði fékkst upplýst með ótvíræðri umsögn Jónasar Haralz, efnahagsráðunauts ríkis- stjórnarinnar. Eftir að sú umsögn var fram komin, samþykkti ríkis- stjórnin að hækka farmgjöld til þess að skipaeigendur gætu rétt hlut sjómanna. En svo undarlega brá við, að V-stjórnin vildi endilega halda leyndri álitsgerð Jónasar Haralz. Hvað sem í raun og veru vakti fyrir þeim, sem þetta reyndu, hlutu áhrifin að verða slík sem verið væri að gera leik að því að ýta undir kauphækkunarkröfur. Ella hlaut mönnum að vera áhugaefni að halda á lofti álits- gerðinni, sem sýndi, að ekkert fordæmi var skapað með kaup- hækkuninni til farmanna. Hið sama hugsunarleysi eða glannaskapur lýsti sér í því, þeg- ar deildarstjóri fjármálaráðu- neytisins var sendur á fund bæj- arstjórnar Reykjavíkur til þess að heimta þar, að Dagsbrún fengi 12% kauphækkun, þó að allir vissu, að hún mundi sættast upp á minna, og samið væri fáum dögum síðar um einungis 9%%. Atferli þeirra, sem svo fóru að, verður þeim mun óskiljanlegra, þar sem þeir öðru hverju tala eins og þeim sé Ijós voðinn, sem af verðbólgunni stafar. Hér sem ella blindar valdhyggjan sýn, mönnum, sem í raun og veru vita betur og sjálfsagt vilja ekki illa. ★ Sjálfstæðismenn hafa ekki ráð- ið stefnunni sl. 2Vz ár. Stjórn- arherrarnir hafa orðið ásáttir um fátt annað en það eitt að halda Sjálfstæðismönnum, nær helming þjóðarinnar, utan við. Sjálfstæðismenn hafa stöðugt varað við afleiðingum þess, að loka augunum fyrir staðreyndun- um og því hugsanabrengli, að einhver vandi væri leystur með að nefna hlutina öðru en sínu rétta nafni. En auðvitað kemst enginn hjá að taka afleiðingunum af því, sem orðið er. Jólagjöfin, bjarg- ráðin og annað fálm V-stjórnar- innar hefur komið þjóðinni í fenið, sem nú verður að forða henni úr. Alger misskilningur er, að ófarnaði bjargráðanna verði eytt með því einu að lækka grunnkaupið um 6%. Margvís- legri fleiri ráðstafana er þörf. Sumt verður að gera nú þegar. Annað má bíða þangað til eftir kosningar. í viðreisnartillögum sínum hafa Sjálfstæðismenn markað leiðina út úr ófærunni og fram til farsældar. Þetta skilur almenn ingur og þess vegna ætlast hann nú til að hollráðum Sjálfstæðis- manna verði fylgt. UTAN UR HEIMI Sandys er sjónhverfinga- maður — en Bevan fæst v/ð svínarækt MIKIÐ hefir verið skrifað og skrafað um dugnað brezka varn- armálaráðherrans Duncan San- dys. Hins vegar munu fáir vita, að hann er frábær sjónhverf- ingamaður, og hann er mikils metinn í The Magic Circle, sem Hugsið þér yðWr ákveðið spil, segir ráðherrann. munu vera samtök leikmanna í þessu fagi. Þó að hann sé önnum kafinn við embættisstörf í skrifstofu sinni í Whitehall, gefur hann sér alltaf annað veifið tíma til að æfa sig í alls konar brögðum, enda er hann mjög eftirsóttur gestur í jólasamkvæmum. Hann getur „sagað í sundur“ hertoga- frúr og stungið ótal sintium rýt- ingum í jarla, án þess að þau finni fyrir því eða þeim verði meint af. En Sandys er þó öilu leiknari í að fara með spil eins og ósvikinn sjónhverfingamaður. ★ Þegar blaðamaður kemur til „spekingsins í Whitehall“ og legg ur fyrir hann óþægilega spurn- ingu um varnarmál ríkisins, gríp- ur Sandys til spilanna til að draga athygli blaðamannsins frá fj árhags vandamálunum. — Hugsið þér yður ákveðið spil, segir ráðherrann. Þegar blaðamaðurinn hefir gert það, dregur Sandys eitt spil úr hrúgunni, og það bregzt aldrei, að haiui leggi rétta spil- ið á borðið. ★ Brezki verkalýðsleiðtogínn Aneurin Bevan fæst hins vegar við alls ólíka iðju í tómstund- um sínum. Sagt er, að honum hafi jafnvel dottið í hug að snúa baki við stjórnmálunum vegna tómstundaiðjunnar. Bevan fæst við svínarækt á óðali sínu, þar sem hann dvelst jafnan, er hann getur komið því við. Það þarf ekki að koma nein- um á óvart, þó að hann léti stjórn málin lönd og leið vegna svína- ræktarinnar, því að hann kvað engar ályktanir . . atkvæðagreiðslur engar kunna mun betur við sig á óðali sínu en í þinginu eða í ritstjórn- arskrifstofum blaðsins Tribune. Fyrir nokkru komst hann svo að orði: — Eftir því sem árin færast yfir mig, á ég erfiðara með að skilja mennina. Öðru máli gegnir um svínin mín á Ashridge Farm ■ þau skilja mig og ég skil þau. f okkar samskiptum er ekki um neinar ályktanir eða atkvæða- greiðslur að ræða. Fanfani setur allt sitt traust á Nenni-sósíalista STJÓRNMÁLAÁSTANDIÐ á Ítalíu er ótryggt um þessar mund- ir. í þremur atkvæðagreiðslum, sem fóru fram fyrir skemmstu í ítalska þinginu, fékk stjórn Fan- fanis mjög nauman meirihluta. Þingmenn eru nú farnir í jóla- leyfi, og þingið mun ekki koma saman fyrr en um miðjan janúar, svo að á næstu þremur vikum mun a. m. k. ekki draga til tíð- inda. Fyrir nokkrum dögum komst eitt af blöðum ítalskra kommún- ista svo að orði: Fanfanistjórn- inni má nú einna helzt líkja við ítalskar vínflöskur, þ. e. a. s. þær hafa verið tæmdar, ekkert er eftir nema glerið og hulstrið, og því fleygja menn venjulega út um gluggann á gamlárskvöld . . ★ Stjórn Fanfanis er samsteypu- stjórn kristlegra demókrata, frjálslyndra og lýðveldisflokks- ins. Tvær grímur eru að rénna á frjálslynda og lýðveldisflokk- inn í stjórnarsamstarfinu. Enn alvarlegra fyrir Fanfani er samt ósamkomulagið innan flokks hans. Hann sjálfur og fylgismenn hans vilja, að tekið verði langt skref til vinstri í innanríkismál- unum og stefnan í utanríkismál- um verði hlutlausari. En hins vegar eru ákveðnar skoðanir annarra flokksmanna um að gera stjórnarundirstöðuna traustari með bandalagi við konungssinna og nýfasista. Fanfani setur nú allt sitt traust á vinstrisinnaða sósíalista Nennis. Þeir halda árs- þing sitt um miðjan janúar. Búizt er við, að þar muni koma til á- taka annars vegar milli flokks- leiðtogans Nennis og fylgismanna hans, sem eru ekki algjörlega frá- Fanfani vill samstarf við Nenni hverfir því að taka upp stjórnar- samstarf við Fanfani, og hins veg ar all fjölmenns hóps úr flokks- forustunni, sem eru því enn fylgjandi að vinna með komm- únistum og eru undir áhrifum ítalska kommúnistaleiðtogans Togliatti. Ef þeir Fanfani og Nenni koma sér saman um sam- starf, myndi það hafa í för með sér mjög róttæka stefnu í efna- hags- og þjóðfélagsmálum' á Ítalíu og miklar breytingar í ut- anríkismálastefnu ítala. Fanfani hefir þegar undirbúið þessar síð- astnefndu breytingar með því að skipa nýja menn í sendiherra- stöður víða erlendis. . Spurningin er aðeins, hvort hann á nokkurn flokk að baki sér, eftir að hann hefir tekið upp samstarf við Nenni. Andstæðing- ar Fanfanis innan flokksins ger- ast æ háværari. Fyrir skömmu afneituðu forystumenn kristi- legra demókrata á Sikiley flokks forustunni í Róm og gerðu banda- lag við alla aðra flokka á eynni í þeim tilgangi að berjast fyrir auknu sjálfstæði eyjarinnar. Ný- lega var stjórn Fanfanis harðlega gagnrýnd af 16 áhrifamiklum flokksmönnum Kristilegra demó- krata fyrir að hafa ekki beitt sér af nægilegri hörku gegn milli liðafarganinu á Italíu. Einnig hef ir það valdið miklum deilum inn- an flokksins, að verð hefir hækk- að mjög á neyzluvörum á Ítalíu og sú staðreynd, að húsaleiga, sem er háð verðlagseftirliti ríkis- ins, mun um áramótin hækka enn um 10%. Svo virðist sem stjórnmálin á Ítalíu taki æ meir á sig svip franskra stjórnmála. Það er engin tilviljun, að fyrr- verandi Ítalíukonungur Umberto hefir nýlega sezt að á Majestic- hótelinu í Cannes. Þar ræðir hann daglega við nokkra tugi ítalskra aðalsmanna — sumir þeirra eru háttsettir heima fyrir eða í ítölsku utanríkisþjónust- Kökuuppskriftir FYRIR skömmu rakst ég inn í Melabúðina á Hagamel og er ég fór út var mér afhentur dálítill bæklingur, sem í voru nokkrar kökuuppskriftir. Hefur eigandi verzlunarinnar, Sigurður Magn- ússon, látið útbúa þessar upp- skriftir til hagræðis fyrir við- skiptavinina og aðspurður kvaðst hann hafa í hyggju í framtíð- inni að láta gefa út litla bækl- inga til leiðbeiningar húsmæðr- um um ýmislegt. Núna er t. d. í undirbúningi bæklingur um hreingerningavörur og hrein- gerningar, og að sjálfsögðu fást vörurnar í verzluninni. Kaupmenn hér gera yfirleitt allt of lítið fyrir viðskiptavinina, fram yfir það sem er nauðsyn- legt og því ber i,ð fagna þessari nýbreytni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.