Morgunblaðið - 27.01.1959, Page 8

Morgunblaðið - 27.01.1959, Page 8
8 MORCUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 27. janúar 1959 Í « t ‘>* ' ■’ jffiifair*- tt m- *•' -***■“ ■«*<*»y /sCwíí fy #****4?#ií bfts#**$»**/ /í" ft* é> ■ >#**#** ■■■■■■■■ -i ■ Robert Burns — 200 ára minning Ástasaga Burns og „Highland Mary“ er misstri hulin, en margir listamenn hafa gert myndir af þeim út frá eigin hugmyndum. Hér er ein af ástafundi þeirra á Ibökkum Ay rshire -ár innar. durg. Enda þótt Jean æli honum tvíbura, sem hann gekkst við, trúlofaðist hann Mary Campbell („Highland Mary“), sem lézt af barnsförum mánuði eftir að Jean ól tvíburana. Þegar Jean hafði alið honum tvö börn í viðbót, kvæntist hann henni 29 ára gam- ali. ★ Burns hefur ort mörg gullfalleg ástakvæði til Jean Armour, en ástaljóð hans til annarra kvenna eru líka mörg og fögur. Burns var skáld af guðs náð, ljóðin virðast hafa verið honum jafneðlileg og andardrátturinn. Þegar hann vann störf sín á akr- inum eða ók vagninum heim á leið, gat hann ekki að sér gert að yrkja eða syngja. Hann orti á mállýzkunni, sem hann talaði sjálfur og heyrði af vörum bænd- anna í kringum sig, enda hét fyrsta ljóðasafn hans „Poems chiefly in the Scottish Dialect“. Það er eitt af stórverkum heims- bókmenntanna. Ljóðin eru ýmist frumort eða ort upp úr gömlum þjóðvísum. Hann vann stórmerki legt verk við söfnun þjóðkvæða og þjóðlegra söngva! sem að lík- Robert Burns fæddist í Allo- way í Ayrshire á Skotlandi 25. janúar 1759. Faðir hans var blá- fátækur plægingarmaður, sem með eigin höndum hafði byggt sér og konu sinni litinn leirkofa, er var fyrsta heimili hins verð- andi skálds. Þrátt fyrir fátækt- ina fékk Robert einhverja mennt- un í bernsku, kynntist meira að segja stórskáldum eins og Shake- speare og Pope. Hann lærði líka hrafl í latínu, en kunni aldrei nema eina setningu i henni: „Omnia vincit amor“, að því er <S>------ HIÐ heimskunna skozka Ijóð- skáld Robert Burns átti 200 ára afmæli á sunnudaginn, og af því tilefni fóru fram margvísleg há- tíðahöld í Skotlandi og víðar um heim. Má segja, að Burns sé nú með vinsælli ljóðskáldum, sem uppi hafa verið, og hefur hann verið þýddur á nálega 60 tungu- mál. Jean Armour, að hún gengi með barn af hans völdum, og hann lofaði að kvænast henni að skozk- um lögum. En fjölskylda hennar vildi ekki sjá þennan unga bónda- Robert Burns, þjóðskáld Skota. Jean Armour, konan sem Burns kvæntist hann sjálfur tjáði ungri konu eitt sinn. Robert Burns eyddi æsku sinni við líkamlegt strit í félagi við syni og dætur fátæktarinnar, og bera mörg Ijóð hans þessum kynnum órækt vitni. Hann var fyrst og fremst skáld alþýðunnar vegna þess að almúginn var hon- um hugfólgnastur, bændurnir á ökrum sínum, félagarnir á knæp- unni, fyrirferðarmiklir ævintýra- menn, betlarar og galgopar. Burns varð fyrst ástfanginn fjórtán ára gamall, og eftir það gat hann aldrei sagt skilið við ástagyðjuna. En þó hann væri ástgyðjunni trúr, var hann ekki að sama skapi tryggur ástmeyj- um sínum. Hann var elskhug- inn holdi klæddur. Þegar Burns var 26 ára, játaði Hið hrörlega hreysi þar sem Robert Burns fæddist 25. janúar 1959 og bjó fram á níunda ár. Myndin er af málverki eftir Sam Bough. Öflugt starf „Hraunprýðis" NÝLEGA hélt „Hraunprýði“, Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Hafnarfirði, aðalfund sinn. Auk venjulegra fundar- starfa samþykkti deildin að gefa kr. 10 þúsund til byggingar Slysa varnahússins á Grandagarði í Reykjavík. Ennfremur afhentu konurnar Slysavarnafélaginu rúml. 55 þúsund króna framlag frá árinu 1958, sem þær hafa afl- að með skemmtunum, merkja- og kaffisölu og á ýmsan annan hátt. Sýnir þessi dugnaður Hraun prýðiskvenna hve mjög er hægt að gera þar sem viljinn og fórn- fýsin ræður ríkjum. Stjórn deild- arinnar skipa nú: Rannveig Vig- fúsdóttir, formaður, Sigríður Magnúsdóttir gjaldkeri, Elín Jósefsdóttir, ritari. Til vara eru þær Sólveig Eyjólfsdóttir, Hulda S. Helgadóttir og Ingibjörg Þor- steinsdóttir. Meðstjórnendur þær Soffía Sigurðardóttir, Sigurveig Guðmundsdóttir og Marta Eiríks- dóttir. Frá Ólafsfirði hefur Slysa- varnafélaginu einnig borizt mik- ið og gott framlag frá kvenna- deild félagsins þar, að upphæð kr. 15 þúsund. Þetta er einn mesti dýrgripur Burnssafnsins, sem er til húsa á fæðingarstað skáldsins. Myndin er af saurblaði úr Biblíu þeirra hjóna, Wiliiams Burnes og Agnesar Brown, og er þar skrá yfir fæðingardaga barna þeirra. Robert er nefndur í fjórðu linu. indum hefðu glatazt, ef hans^ hefði ekki notið við. í þessari bók, sem og víða í' verkum Burns, kemur fram hin ríka samúð, sem hann átti með öllu lífi: Blómið sem hann slítur af rótinni með plóginum, hagamúsin sem verður á vegi hans, allt verður tærasti skáldskapur. En Burns var líka orðlagður háðfugl og gerði óspart grín að skinhelgi og fordómum þeirra, sem lifðu í kirkjulegum heilag- leik og dæmdu aðra. Hann var náttúrubarn í þess oiðs fylistu merkingu. Burns var bóndi Jengst af æv- innar, en nokkur ár gegndi hann tollþjónsstörfum. Hann varð snemma víðkunnur sem skáld og samræðumaður, og vann m. a. hylli hástéttanna í Edinborg fyrir andríki sitt og persónulega töfra. Var hann tíður gestur á heimil- um fyrirmanna og heillaði þá einkum veikara kynið. Hann lézt árið 1796, aðeins 37 ára gamall Mörg af ljóðum Burns hafa verið þýdd á íslenzku, og hafa flest höfuðskáld íslendinga, þau sem eitthvað hafa fengizt við þýðingar, spreytt sig á ljóðum hans. s-a-m. Mikojan vill fund um Berlínarmálin Hvetur tit, að endurnýjuð verði vinátta Rússa og Bandaríkjam. trá stríðsárunum MOSKVU, 24. jan. — 1 dag gaf Mikojan út tilkynningu á fundi með fréttamönnum í Kreml og fjallaði hún um för hans til Bandaríkj- anna. Á eftir svaraði rálðherrann nokkrum spurningum. — Hann kvaðst vera ánægður með ferð sína og sagði, að hann hefði átt gagnlegar viðræður við áhrifamenn vestra. Þá lagði hann áherzlu á að verkamenn, sem hann og félagar hans hefðu rætt við, t. d. í Ford-verksmiðjunum, hefðu sýnt þeim mikla vinsemd og enginn vafi væri á því, að bandaríska þjóðin vildi frið. Frestur? Loks hvatti ráðherrann til þess, að aftur yrði tekinn upp vináttuþráðurinn milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna frá styrjaldarárunum og sagði, að nú væri góður jarðvegur fyrir frið í heíminum. llann hvatti til þess að austur og vestur ræddu um Berlín og alþjóða- mál og gaf í skyn, að Rússar væru fúsir að fresta Beriínar- áætlun sinni, ef Vesturveldin fengjust til að ræða málið. Þess má geta til gamans, að blaðamannafundinum sagðist Mikojan hafa furðað sig á, hve margar konur stunda blaða- mennsku í Bandaríkjunum og aðspurður um álit sitt á þeim svaraði hann: „Sumar eru aðlað- andi — aðrar eru eitraðar“. AKRANESI, 24. jan. — Tólf línu bátar eru á sjó hér í dag. Heildar afli bátanna í gærdag var 80 lest- ir. Tveir síldarbátanna eru komnir að og höfðu ekki lagt netin. Sá þriðji, Svanurinn, lagði nokkur net og fékk ekkert í þau. Hér er Litlafell við hafnargarðinn og los ar olíu. Oddur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.