Morgunblaðið - 27.01.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.01.1959, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. janúar 1959 1U . i Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vipur Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. VANDASÖMU EMBÆTTI VEL GEGNT EMBÆTTI lögreglustjórans í Reykjavík er eitt hið ábyrgðarmesta og vanda samasta á landi hér. Á vandann eykur, að lög- reglan í Reykjavík á við alls- endis óviðunandi skilyrði að búa. Ber þar fyrst að telja sjálfa lög- reglustöðina. Hún er gamalt hús, upphaflega reist í allt öðru skyni. Staðsetning hússins er um margt mjög óheppileg fyrir lögreglu- stöð. Vistarverur lögreglunnar þar eru alltof litlar og illa fyrir komið. Ot yfir tekur þó fanga- geymslan í kjallaranum. Þrátt fyrir þessa örðugleika, hefur núverandi lögreglustjóra, Sigurjóni Sigurðssyni, tekizt að reka embætti sitt með ágætum. Hann er vel metinn af almenn- ingi, mikilsvirtur af yfirboður- um sínum og vinsæll meðal nær allra undirmanna sinna. Hér er af ásettu ráði sagt „meðal nær allra undirmanna“, því að undanfarna mánuði hafa öðru hverju birzt greinar, — í upphafi samtímis í Þjóðviljan- um og Tímanum en síðan í Þjóð- viljanum einum, — sem bersýni- lega hafa allar verið skrifaðar af sama manni, einhverjum lög- regluþjóna Reykjavíkur. Menn eru ýmsu vanir í íslenzkum blaðaskrifum, en þó munu þessi taka fram flestu, sem sézt hefur, í öfgum og ofstæki. Getur naum- ast allt verið með felldu um hugsunarhátt þess, er pennanum ræður. Því furðulegra er, að nokkurt blað, jafnvel Þjóðvilj- inn, skuli aftur og aftur birta þau undir dulnefni og þar með sjálfur taka ábyrgð á þeim. Rógur þessi hefur nú gengið svo fram af lögreglumönnum Reykjavíkur, að þeir hafa faiið stjórn sinni að mótmæla honum. Að baki þeim mótmælum stend- ur svo að segja hver einasti iög- reglumaður þessa bæjar. En mót- mælin hafa orðið til þess að nafn- leysinginn í Þjóðviljanum hefur enn hleypt úr hlaði. 1 sjálfu sér má segja að skrif sem þessi séu ekki umtalsverð, en ósóminn er stundum svo sví- virðilegur að sérstakrar fordæm- ingar þarf við. Svo er hér. Ráða- menn Þjóðviljans bera ábyrgð á þessum skrifum. Öllum er þeim full kunnugt, að Sigurjón Sig- urðsson, lögreglustjóri, ber enga sök á þeim aðbúnaði lögreglu- þjóna, sem sérStaklega er raðist á hann fyrir. Þvert á móti. Sigurjón lögreglustjóri hefur að vonum manna skeleggast gengið fram í því að fá bót ráðna á því, sem í þessu er ábótavant. Hann hefur fyrir löngu sýnt fram á nauðsyn byggingar nýrr- ar lögreglustöðvar og fengið sam- þykki dómsmálaráðuneytisins til þeirrar framkvæmdar. Hann hef- ur einnig beitt sér fyrir braða- birgðaráðstöfunum, sem að gagni mættu koma, þangað til ný lög- reglustöð væri byggð. Hann á í stöðugri togstreitu um að afla lögreglunni nauðsynlegra tækja, eins og bifreiða. Það, sem á stendur, er fyrst og fremst skortur á nægu fé til að koma nauðsynlegum umbótum fram. Engir hafa harðar staðið gegn óhjákvæmilegum fjárveit- ingum til lögreglumála en að- standendur Þjóðviljans. Síðan leyfa þeir sér að láta ráðast á þann, sem fastast hefur barizt fyrir umbótunum, fyrir að hann hafi ekki náð nægum árangri vegna andstöðu sjálfra þeirra! Þvílík blaðamennska á skilið for- dæmingu allra góðra manna. VONBRIGÐI KOMMUNISTA r It RSLITIN í Dagsbrúnar- kosningunni um síðustu ' helgi voru ákveðin fyrir- fram. Stjórn félagsins hefur mörg undanfarin ár hagað skrán- ingu félagsmanna og samningu kjörskrár svo, að hún væri trygg með völd í félaginu, hvað sem vilja verkamanna í Reykjavík líður. Á kjörskránni nú voru að- eins 2388 nöfn, en til síðasta Al- þýðusambandsþings kaus Dags- brún fulltrúa fyrir 3400 féluga. Rúmlega 1000 félagar eru því af ýmsum ástæðum svipt/r at- kvæðisrétti! Og frá því í haust höfðu 409 Dagsbrúnarmenn, sem þá voru á kjörskrá verið strikað- ir út. Þetta eru aðeins dæmi um hinar lýðræðisfjandsamlegu aðferðir, sem kommúnistar í Dagsbrún beita til að tryggja völd sín þar. Þegar þær eru íhugaðar, má segja, að merkilegt sé, að mörg hundruð verkamanna skuli þrátt fyrir allt staðfastlega greiða lýð- ræðissinnum atkvæði. Kommún- istar una því ekki vel. Áróður þeirra hefur aldrei verið hams- lausari en einmitt nú. Undan- farna daga hefur Þjóðviljinn haldið því fram, að listi lýðræðis- sinna í Dagsbrún ætti ekki að fá eitt einasta atkvæði. Á sunnu- daginn sagði Þjóðviljinn t. d.: „Bezta ráðið til að koma í veg fyrir kauplækkunaráform íhalds- ins og þjóna þeirra, kratanna, ei að senda B-listann fylgislausan heim til föðurhúsanna. Ef B-iist- inn fengi ekkert atkvæði í Dagsbrún, yrði leitun á þeim þingmanni, sem þyrði að greiða kauplækkunarfrumvarpinu at- kvæði sitt“. Kommúnistar töldu bersýni- lega mikinn hval hafa rekið á fjörur sínar. Stöðvunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar var einmitt borið fram örfáum dögum áður en kosningin í Dagsbrún skyidi fara fram. Það var því einstakt tækifæri til að gera það tor- tryggilegt, skapa æsingu að ó- athuguðu máli og túlka sigurmn að lokum eftir atvikum sem fylgisaukningu kommúnista eða fordæmingu verkamanna á stöðv- unarfrumvarpinu. Betri vígstöðu en þetta töldu kommúnistar sig ekki geta feng- ið. Hvað sem málefnum leið þótc- ust þeir hafa tryggt fylgishrun á meðal lýðræðissinna með út- strikun rúmlega 400 kjósenda frá því í haust. Úrslitin hafa þess vegna orðið þeim mikil vonbrigði. Atkvæða- skiptingin er alveg hin sama og við kosningarnar til Alþýðusam- bandsþings á sl. hausti. Útstrikan irnar dugðu ekki neitt, mótmæl- in féllu máttlaus til jarðar! Brandenborgarhliðið í hjarta Berlínar — á markalínu austur og vesturs Berlin: Tviskipt borg Lestirnar fara óhindraðar yfir markaTmuna, en... AÐALVÍGSTÖÐVAR kalda stríðsins eru innan veggja þessarar horgar, og hvergi sýnir daglegt líf íbúanna bet- ur, hver reginmunur er á sovézkum og vestrænum hugmyndum um stjórnskipu- lag og efnahagsmál. o—O—o Grein þessi birtist í banda- íska tímaritinu The Atlantic lonthly, sem gefið hefur verið t frá því árið 1857. Höfundur r blaðamaðurinn og rithöfund- rinn Hans Wallenberg, sem æddist í Berlín 1907, en flutt- st til Bandaríkjar.na 1938 og ettist að í New York. Hann var m tíma ritstjóri blaðsins Die íeue Zeitung, sem gefið var út vegum Bandaríkjastjórnar yrstu árin eftir stríð. o—O—o Hið áþreifanlegasta í daglegu ifi Berlínarbúa er enn sem fyrr lúrveggurinn, sem skiptir borg- ani í tvo hluta. Satt er það, ð margt hefur áunnizt í vestur- ilutanum frá því í lok síðari eimsstyrjaldar. Vestur-Berlín r aftur orðin björt og glaðvær tórborg, litskrúðug og hrein- sg, sama töfraborgin og heillaði lenn fyrr á árum. Rústirnar, inar óhugnanlegu stríðsminjar, ru horfnar; stundum furðar 'Orgarbúa jafnvel sjálfa á þeim kjótu og miklu breytingum, em hafa orðið. En þeir þurfa kki annað en líta austur fyrir aúrvegginn til að minnast þess, em þeir hafa orðið að þola; iar blasir við ömurleg sýn, sem rfitt er að má út. Hvernig er ástandið handan kilveggsins — í Austur-Berlín? taxtarbroddur borgarinnar hef- ir verið stýfður. Fólkið er illa il fára; jafnvel þeir, sem eru llvel efnum búnir, klæðast ó- mekklegum og lélegum fötum. lúsin eru drungaleg — köld og viplaus. Eyðilegging stríðsins dasir enn við vegfarendum; víða byggingum borgarinnar eru [eysistórar sprungur, sem orðn- ir eru svartar af elli og gína rið manni eins og gamalkunnar 'rettur. Sannleikurinn er sá, að ásýnd úrstur-Berlínar hefur ekki >reytzt til muna frá stríðslok- im. Það hefur. reyndar verið byggt lítið eitt upp og eitthvað hefur komið í staðinn fyrir hið mikla magn af iðnaðarvörum, sem sent var til Sovétríkjanna í stríðsskaðabætur. Embættismenn Austur-Berlínar þreytast aldrei á að minna á Stalínstræti og hin- ar drungalegu og íburðarmiklu húsaraðir meðfram því, sem □- Fyrri hluti -□ reistar voru fyrir sex árum upp úr húsarústunum við gamla Frankfurterstrætið. En Stalín- stræti er aðeins framhlið; handan þess er eymd og volæði. Hvar- vetna blasir hirðuleysi og skeyt- ingarleysi við augum gestkom- enda; jafnvel þar, sem borgin er hrein, virðist hún vera óhrein. Slíkt umhverfi getur varla kall- azt uppörvandi, enda hefur það sennilega einnig verið álit hinna mörgu, sem flúið hafa til Vest- ur-Berlín. Rúmlega 3 milljónir manna hafa flúið þangað frá austurhluta Þýzkalands, svo að vitað sé; straumur flóttafólksins er óstöðvandi, og margt af því hefur orðið að þola ótrúlegar hörmungar. Menningarlíf Austur-Berlínar er það eina, sem megnar að lyfta fólkinu upp úr öngþveiti daglegs lífs. Kommúnistar hgfa lagt á- herzlu á starfsemi leikhúsa og söngleikjahúsa. Sú rækt, sem hér er lögð við listir, á vitanlega að vera til þess að geðjast Austur- Berlínarbúum, en hún þjónar einnig öðrum tilgangi: að hafa áhrif á fólk úr vesturhlutanum og telja því trú um, að góður bassasöngvari eða góð sinfóníu- hljómsveit beri vott um lýð- ræði og frelsi eða komi a. m. k. í staðinn fyrir það. Rétt er að minnast þess, að leiklistar- og tónlistarlíf stóð einnig með miklum blóma í valdatíð nazista. Því er sem betur fex þannig farið með menntastofnanir, að þær snúa oft sverðinu í hendi þeirra, sem nota þær í áróðurs- skyni. Allur sá fjöldi Berlínar- búa, sem hlustaði á hljómsveit Furtwánglers á nazistatímanum, gerði það til þess að flýja and- artak hinn ljóta veruleika lög- regluríkisins. Það sem nú er að gerast í Austur-Berlín er sama eðlis. Jafnvel sovézk list skír- skotar til tilfinningalífsins, sem ekki fær notið sín á annan hátt í kúguðu þjóðfélagi. o—O—o En leikhús- og óperustarfsemi í vesturhlutanum er engu lak- ari, og þar að auki eru verzlan- irnar, göturnar, veitingahúsin, íbúðarhúsin, vöruúrvalið, dag- blöðin og bílarnir langtum betri þar. í ferðapistlum er farið lof- samlegum orðum um Vestur- Berlín og ekki að ástæðulausu. Vestur-Berlínarbúinn býr í öðr- um helmingi tvískiptrar borgar, en það er betri helmingurinn, sem hann býr í; þar eru heim- kynni ánægju og farsældar og þangað koma ferðamenn árlega til þess að njóta gæða hans og auka efni hans. Hinn borgar- helmingurinn liggur austan skil- veggsins. En þrátt fyrir skilvegg- inn eiga íbúar beggja borgar- helminga margt sameiginlegt. Margt minnir íbúana á, að skipt- ing borgarinnar er ný af nál- inni og yfirborðskennd, þótt hún sé sorglega augljós — ef til vill má komast svo að orði, að hún nái ekki „inn úr skinninu." Neðanjarðarlesta- og járn- brautarkerfi borgarinnar er það sama fyrir báða borgarhluta og er táknrænt fyrir skiptinguna. Kerfið er undir sovézkri stjórn af þeirri einföldu ástæðu ,að að- altæknilögnin er í austurhlutan- um. En lestirnar fara óhindrað yfir markalínuna. Ekki er þó alveg hættulaust að fara með þessum lestum: verði Vestur- Berlínarbúa það á að sofna- í lestinni, getur hann átt á hættu að vakna á lögreglustöð í aust- urborginni. íbúar beggja borgar- hluta hafa því tekið það ráð að vekja þá, sem sofa, áður en lest- in kemur að markalínunni, eink- um þá, sem eru vel til fara og virðast vera efnamenn; þannig geta vesturborgarbúar forðar sér úr lestinni í tíma. Þetta er að- eins eitt dæmi um samheldni Berlínarbúa yfirleitt, þegar til kastanna kemur, en þau eru mörg fleiri, og sum eru átakan- leg. Áður en lengra er haldið, ætla ég að- víkja aftur í tímann andartak. Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.